Morgunblaðið - 15.11.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 15.11.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1977 Sextugur: Þór Gudjónsson veidimálast j óri I gær, 14. nóvember, varð Þór Guðjónsson veiðimálastjóri sextugur. Hann hefur gegnt starfi veiðimálastjóra frá 1946 eða frá því að það embætti var sett á laggirnar. Þór, á þ.vi að baki þriggja áratuga forustu- og braut- ryðjendastarf i veiðimálum. Er þess vegna ekki úr vegi á þessum tímamótum að fara nokkrum orð- um um manninn sjálfan og starfs- vettvang hans, um leið og honum eru sendar bestu heillaóskir í til- efni sextugsafmælisins. Þór er fæddur hér i borg, en foreldrar hans voru þau Margrét Einarsdóttir og Guðjón Guðlaugs- son trésmiður, ættuð úr Árnes- og Rangárvallasýslum. Þór stundaði nám í Menntaskólanum og varð stúdent árið 1938. Hann fór siðar til náms i fiskifræði við Washing- tonháskóla í Seattle á vestur- strönd Bandarikjanna. Þar naut hann handleiðslu hins heims- kunna visindamanns dr. Donald- son, sem komið hefur nokkrum sinnum hingað til lands og nú síðast i sumar. Þór lauk magistersprófi i fiskifræði árið 1946 með vatnaliffræði sem sér- grein. Á sama ári var hann ráðinn sérfræðingur hjá Fiskideild At- vinnudeildar Háskólans, er síðar varð Hafrannsóknastofnunin, og nokkru siðar var Þór skipaður veiðimálastjóri, sem fyrr greinir. Jafnframt skipun Þórs sem veiðimálastjóra, byrjaði nýr þáttur i veiðimálum á vegum hins opinbera. Til þessa höfðu þessi málefni verið i tvennu lagi, annars vegar leiðbeiningarstarf hjá Búnaðarfélaginu og hins vegar rannsóknir hjá fyrrgreindri Fiskideild. 1 laxveiðilöggjöfinni frá 1932 hafði þó verið gert ráð fyrir embætti veiðimálastjóra og kom því þetta ákvæði til fullra framkvæmda árið 1946. Með embætti veiðimálastjóra hófst hiðstæður þáttur i veiði- málum og rekinn er í nágranna- löndum okkar, enda eðlilegt þar sem þessi mál eru sérstæðs eðlis sakir þess breiða og fjölþætt sviðs, er þau spanna, en þurfa að vera undir einum hatti til þess að þau þróist eðlilega. Veiðimála- stjóri annast daglega stjórn veiði- mála, rannsóknir veiðivatna og vatnafiska, söfnun og skráningu skýrslna um veiðimál, leiðbeiningar um fiskrækt og fiskeldi og umsjón með fiskvega- gerð og byggingu klakhúsa og eldisstöðva. Leiðbeiningar um félagsmál (veiðifélögin) og ýmis- konar upplýsingastarfsemi. Þá varð starfsemi Laxeldisstöðvar rikisins i Kollafirði ein grein á þessum meiði árið 1961. Við upphaf starfsferils síns gerði Þór sér Ijóst, að nauðsynlegt væri að koma á fót tilraunaeldis- stöð er gæti orðið grundvöllur verulegra framfara i fiskeldi og fiskrækt. Reyndi hann þegar á árunum 1948—50 að koma þessari hugmynd i framkvæmd, en sú tilraun tókst þvi miður ekki þá. En loks árið 1961 varð þetta að veruleika, þegar ákveðinn var stofnun Kollafjarðarstöðvarinnar fyrir forgöngu Þórs, en hann sá um byggingu hennar og hefur verið formaður stjórnarnefndar stöðvarinnar frá stofnun hennar 1964 ig framkvæmdastjóri hennar allan timann og verið vakinn og sofandi í að sinna þessu verkefni. Verkefnin, sem unnin eru á sviði veiðimála, eru margþætt, eins og sjá má á fyrrgreindi upptalningu, og þau verða sum ekki unnin nema á lögum tima. Starfsemina þurfti að byggja frá grunni eða þvi sem næst. Þó að hún hafi af skiljanlegum ástæðum farið veikt af stað, hefur henni vaxið fiskur um hrygg með árunum og orðið hæfari til þess að gegna hlutverki sinu, enda þó að þröngur fjárhagur hafi oft sett takmarkanir á það, sem þurft hefði að gera á hverjum tíma. Nú eru starfandi á Veiðimálastofnun, auk veiðimálastjóra, þrír fiski- fræðingar, er bæst hafa henni á siðustu tiu árum. Þróun i veiði- málum hefur verið ör á flestum sviðum þessi ár og áhugi á þeim margfaldast. Er óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til um fram- kvæmd þessa brautryðjendastarfs frá hendi hins opinbera undir forustu Þórs Guðjónssonar veiði- málastjóra, sem skilað hefur heilladrjúgu starfi í þágu lands og þjóðar. Við framkvæmd laxveiði- laganna og hinar öru breytingar á þessu sviði hefur komið í ljós þörf fyrir viðbætur i lögin og breyting- ar á þeim. Af eðlilegum ástæðum hafa afskipti Þórs veiðimálastjóra af þvi máli verið mikil. Tvisvar, 1957 og 1970, hafa lögin verið endurskoðuð og mikilvægum atriðum bætt inn í þau og má i því efni nefna ákvæði um ákvörðun stangarfjölda í allar ár (1957) og að það væri skylda að stofna veiði- félag um allar ár og vötn í landinu (1970). Þór var ritari nefndar- innar, sem endurskoðaði lögin 1955—57, og átti sæti i nefndinni, sem bjó út breytingar vegná lag- anna, sem samþykkt voru 1970. Það hefur alla tið verið kapps- mál Þórs að fylgjast vel með öllu því, sem gerist erlendis í þessum efnum og aflað sér aukinnar þekkingar á þessum málum. Hann hefur farið margar ferðir á fundi og setið ráðstefnur erlendis. Hann dvaldi um árs- skeið vestur á Kyrrahafsströnd um 1960 til þess að kynna sér nýjungar i fiskrækt og fiskeldi sérstaklega. Þá hefur honum verið boðið aö flytja erindi um veiðimál bæði vestan hafs og austan, t.d. inun hann flytja erindi siðar i þessum mánuði hjá virtum félagsskap á Bretlandseyj- um, sem vinnur að þessum málum þar i landi, og er það m.a. vegna þess góða orðs sem fer af ástandi veiðimála hér á landi. Þór hefur ritað fjölda greina um veiðimál i blöð og timarit, fluM mörg erindi í útvarp og á fundum. Þór hefur átt sæti i nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins, er fjallar um laxfiska allt frá 1947, að starfsemin hófst. i haust var sem kunnugt er, haldinn hér á landi fundur ráðsins og til fróð- leiks má geta þess, að á fundi göngufiskanefnarinnar voru lagðar fram fimm visindarit- gerðir frá hendi Þórs og annarra fiskifræðinga Veiðimála- stofnunarinnar. Þá á Þór sæti i ráðgjafarnefnd The International Atlantic Salmon Foundation, en það er alþjóðleg stofnun, sem vinnur að verndun, viðhaldi og vexti atlantshafslaxins. Hefur stofnun þessi stutt með fjárfram- lögum rannsóknir í sambandi við fiskeldi hér á landi. Þá hefur Þróunarsjóður Sameinuðu þjóð- anna veitt islenskum veiðimálum stuðning bæði með fjárframlög- um og sérfræðiaðstoð, sem átt hefur sér stað siðustu árin. Mun þessi stuðningur skila miklum árangri i formi niðurstaða rannsókna, sem unnið hefur verið að, og í áhöldum og tækjum, sem Veiðimálastofnunin hefur eignast vegna þessa mikilvæga stuðnings. Tilraunaeldisstöðin í Kollafirði Framhald á bls. 31 ö b m Sambyggt útvarp/kassettutartci Lang og miðbylgja Bæði fyrir rafhlöður' eða venjulegan straum. Verð aðeins kr. 31.450 duihd< heimilistæki sf rfl I Ll rD HAFNARSTRÆTI 3 — 2Ö455 — SÆTÚN 8 — 15655 Að mörgu er að hyggja, er þú þarft að tryggja r v Brunar og slys eru of tíóir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió. Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.