Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977 21 Sex og sjö marka munur í landsleikjunum við Pólland MINNI MUNUR I GÆRKVOLDI, EN ÞÓ LAKARI FRAMMISTAÐA PÓLVERJAR unnu aftur öruggan sigur á Islendingum í landsleik í handknattleik i gærkvöldi. Úrslitin uröu 21:15, en f fyrri leiknum, sem fram fór á sunnudaginn, urðu úrslitin 28:21, eins og greint er frá neðar á síðunni. Var greinilegt að Pólverjar ætluðu sér að vinna stórsig- ur í leiknum í gærkvöldi. Harka þeirra var miklu meiri og aukinn hraði í leik þeirra. Grenilega kom fram í þessum leik þreyta meðal islenzku leik- mannanna, sem hafa verið í ströngum æfingum og lýjandi ferðalagi í 10 daga. Var þeim leik- mönnum, sem meira hafa setið á bekknum í þremur fyrri leikjum ferðarinnar, gefið tækifæri í gær- kvöldi og var það i rauninni nýtt landslið, sem hóf leikinn i gær- kvöldi. Komust Pólverjarnir yfir strax í upphafi með þremur fyrstu mörkum leiksins og smátt og smátt juku þeir forskot sitt. Var það mest tiu mörk á timabili í seinni hálfleiknum, en góður kafli undir lokin bjargaði miklu. Kvörtuðu leikmenn mjög yfir erfiðum aðstæðum í höll þeirri i Mikil velta vestu r-þýzkra ÞAÐ ERU miklir peningar, sem velta í vestur-þýzku knattspyrn- unni, og -þar ræða menn frekar um milijarða en milljónir is- lenzkra króna. Hamborg SV og eitt af fjársterkustu félögunum og nýfega lagði framkvæmda- stjóri félagsins fram bókhald fyrir timabilið frá 1. júli til 31. öktóber. A þessu fjögurra mánaða tímabili var velta félagsins 65. milljónir v-þýzkra marka, en sú upphæð samsvarar611 milljónum íslenzkra króna. Varsjá, sem leikið var í, en allt lakk var máð af „parkettinu" á gólfinu og duftið, sem stráð var yfir gólfið, gerði illt verra. Attu leikmenn i mestu erfiðleikum meða að fóta sig og þegar minnst varði sátu kannski fjórir leik- menn á gólfinu. Gangur leiksins i gærkvöldi var í stuttu máli sá að Pólverjar gerðu þrjú fyrstu mörkin, en íslenzka liðinu tókst að minnka muninn niður í 4:3 og þannig var staðan um miðjan fyrri hálfleikinn. Siðasti stundarfjórðungurinn var erfiður fyrir landann og í leikhléi munaði 5 mörkum á liðunum, staðan var 10:5. Seinni hálfleik- inn byrjuðu Pólverjarnir með miklum látum, komust í 14:6 og síðan 17:7, þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Síðustu mínútur leiksins stóð íslenzka iiðið sig siðan mjög vel og skoraði 8 mörk gegn 4 þann tíma. Breyttist staðan þvi í 21:15, sem urðu úrslit leiksins. Lauk seinni hálfleiknum því aðeins með eins marks sigri Pólverj- anna, 11:10. í íslenzka liðinu áttu þeir beztan leik Þorbjörn Guðmunds- son, sem skoraði 5 mörk, og var hann einkum friskur í fyrri hálf- leiknum. Þá átti Þorbjörn Jens- son góðan leik i vörninni og gætti eins bezta manns Póiverjanna það vel, að hann skoraði aðeins 2 mörk í leiknum. Kristján Sigmundsson stóð í marki islenzka liðsins lengst af leik- tímanum og varði hann mjög vel. Þorbjörn Guðmundsson hefur staðið sig sérlega vel f keppnisferðinni og var markhæstur f gærkvöldi ásamt Jóni Karlssyni. Markverðirnir Kristján Sigmundsson og Gunnar Einarsson hafa varið vel f leikjunum, Gunnar var í marki f fyrrakvöld, Kristján í gær. í lokin kom Gunnar Einarsson inn á og varði hann þá tma. eitt vitakast, en alls misnotuðu Pól- verjarnir þrjú vitaköst í leiknum. í pólsku blöðunum í gar var pólska liðið gagnrýnt fyrir leikinn á sunnudagskvöldið. Var gr^ini- legt að leikmenn liðsins ætluðu að gera betur i gærkvöldi og var harka þeirra mun meiri í leiknum. Flest mörk liðsins í gær gerðu þeir Koziel og Kuleizka, báðir mjög sterkir leikmenn. Mörk Islands í gær gerðu þeir Þorbjörn Guðmundsson 5, Jón H. Karlsson 4 (2), Þorbergur Aðal- steinsson 2, Ólafur Einarsson 1, Jón Pétur Jónsson 1, Þórarinn Ragnarsson 1 og Árni Indriðason 1. „Hefði ekki veitt af keðjum í hálkunni“ Morgunblaðið ræddi i gær- kvöldi við tvo af leikmönnum islenzka Iiðsins, þá Jón Karlsson, fyrirliða, og Ólaf Einarsson. Sagði Jón að greinileg þreyta væri farin að koma i ljós í is- lenzka liðinu og væru menn orðn- ir slæptir eftir langt úthald. Biðu menn nú eftir því að komast vest- ur fyrir járntjaldið að nýju, en farið verður til Svíþjóðar í dag og þar leiknir tveir leikir áður en landsliðið kemur heim. — Það er í rauninni ágætlega tekið á móti okkur hér, en aðstæður eru allt aðrar og ég held að allir bíði eftir því að skipta um umhverfi á ný, sagði Jón Karlsson. Ólafur Einarsson sagði að pólski markvörðurinn hefði gert sér lífið leitt í þessum leik, hann hefði varið allt frá sér og verið eins og köttur á milli stanganna. Nýtingin hjá Ólafi var mjög mis- jöfn í landsleikjunum tveimur, í fyrri leiknum var hann með 9 skot og 5 mörk, en í gær 10 skot og 1 mark. — Það var erfitt að eiga við þá i kvöld, sagði Ölafur i gærkvöldi. — Þeir gengu vel út á móti manni, voru harðir og svo með þennan líka markmann á bak við sig. Þá voru aðstæðurnar ekki beint skemmtilegar, gólfið eins og svell og hefði ekki veitt af að vera á keðjum í hálkunni. í heild fannst mér þessi leikur slakari af okkar hálfu en fyrri leikurinn, enda eðlilegt að menn séu orðnir þreyttir, sagði Ólafur Einarsson. — áij Fram AÐALFUNDUR Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn mánudaginn 21. nóvember í Félagsheimilinu við Hæðargarð. Hefst fundurinn klukkan 20.30 og fundarefni eru samkvæmt aðalfundarvenju. Stærsti pott- urinn frá upp- hafi Getrauna POTTURINN hjáGetraunum var sá hæsti f sfðustu viku að krónutölu allt frá þvf að Getraunirnar hófu aftur starf árið 1969. Þriðju vikuna f röð komu engir seðlar fram með 11 eða 12 rétta, svo þeir 12 eigendur seðla með 10 leikjum réttum fá 48.500 krónur hver. 115 raðir komu fram með 9 leiki rétta og fá eigendur þeirra 2.100 krónur hver. Ef tii vill er ástæðan fyrir þvf, að undanfarnar þrjár vikur hefur unnizt á 10 leiki rétta, sú að vellir eru farnir að þyngjast i Englandi. Er það segin saga að þá um ieið fjölgar óvæntum úrslitum og „liðin aðlaga sig mismunandi þegar svo er ástatt" eins og segir í fréttatiikynningu frá Getraunum. Skíðadeild IR AÐALFUNDUR Skiðadeildar ÍR verð- ur haldinn i Breiðholtsskóla fimmtu- daginn 1 7. nóvember og hefst klukk an 20.30. Fundarefni venjuleg aðal- fundarstörf. Góður leikur land- ans þar til í lokin ISLENZKA handknattleiksliðið náði mjög góðum leik gegn Póllandi á sunnudagskvöldið og var fullkomið jafnræði með liðunum allt fram undir lok leiksins. Þá slökuðu leikmenn fslenzka liðsins greinilega á, auk þess sem þeir voru orðnir þreyttir, og Pólverjarnir sigu fram úr. Skoruðu þeir 5 mörk gegn 1 á síðustu 5 mínútunum og Pölverjar unnu með sjö marka mun, 28:21. — Þessu tókst okkur ekki að frámfylgja, ságði Jón Karlsson. — Þegar við vorum orðnir þremur mörkum undir fórum við að flýta okkur um of, sóknirnar urðu stuttar og við lékum ekki lengur upp á markið. Pólverjarnir gengu á lagið og tryggðu sér stórsigur á siðustu mínútunum. Þrátt fyrir tapið veröur ekki annað sagt en leikur íslenzka liðsins hafi að mörgu leyti verið góður og nokkr- ir leikmenn áttu þarna stórleik, þó svo að árangurinn í þessum leik sé fyrst og fremst liðsheildar- innar, sagði Jón Karlsson. Islenzka liðið byrjaði mjög vel í leiknum á sunnudaginn og var Jón Karlsson, fyrirliði lands- liðsins, sagði á sunnudagskvöldið að íslenzka liðið hefði leikið þenn- an Ieik mjög vel bæði í vörn og sókn og greinilega komið fram i leiknum árangur siðustu viku, en liðið dvaldi þá í æfingabúðum í Póllandi og var æft mjög stíft tvisvar sinnum á dag. Stjórnaði Janus Cerwinsky landsliðinu á þeim æfingum og éins í leiknum á sunnudaginn. Var Janus ánægður með leik íslenzka liðsins i fyrri hálfleikn- um, en varaði leikmenn við of miklu bráðræði í sókninni í seinni hálfleiknum þó Pólverjar næðu að komast yfir. yfirleitt yfir í fyrri hálfleiknum. Eftir 20 mínútur var staðan 9:7 fyrir landann, en fyrir leikhlé höfðu Pólverjar jafnað 12:12. Um miðjan seinni hálfleikinn var enn jafnræði með liðunum en Pólverj- ar þó með tveggja marka forystu, 20:18. Síðan var staðan 22:18 og 23:20 og voru þá sjö minútur eft- ir. Hafði íslenzka liðið verið óheppið á þessu tímabili, vel út- fært hraðaupphlaup rann út í sandinn. tvívegis var lína dæmd á leikmenn og auk þess brottvísan- ir, sem bitnuðu á islenzka liðinu. Þegar sjö mínútur voru eftir kom bráðræði í sóknarleikinn og Pólverjarnir gerðu 5 mörk á móti einu þar til flautað var til leiks- Ioka. Nýting íslenzka liðsins í sóknarleiknum var tiltölulega góð í leiknum þrátt fyrir tapið, eða um 50%. Sóknir voru yfirleitt langar framan af og leikið upp á markið. Brottvisanir bitnuðu illa á is- lenzka liðinu, en í 12 minútur voru aðeins sex islenzkir leik- menn inná. Pólverjar misstu hins vegar aðeins tvisvar sinnum menn útaf. Ólafur Einarsson gerði 7 mörk i þessum leik, þar af 2 úr vítaköst- um, en hann misnotaði 1 vítakast í leiknum. Þorbjörn Guðmunds- son og Þorbergur Aðalsteinsson gerðu 5 mörk hvor í leiknum og stóðu sig báðir sérlega vel. Þor- björn einkum í fyrri hálfleiknum, en Þorbergur var hins vegar drjúgur allan leikinn og er ört vaxandi i landsliðshópnum. Jón Karlsson gerði 4 mörk i leiknum, þar af 2 úr vítaköstum, en hann misnotaði eitt vítakast. Aðrir leik- menn islenzka liösins skoruðu ekki að þessu sinni. Að sögn Jóns Karlssonar voru þeir beztir í islenzka liðinu að þessu sinni, auk Þorbjarnar og Þorbergs, þeir Ólafur Einarsson, sem hitti vel i leiknum og Gunnar Einarsson markvörður, sem stóð i markinu allan timann og varði eins og hann bezt getur. Þá sagði Jón að sérstök ástæða væri að að hrósa Þorbirni Jenssyni, sent hefði tekið stöðu Bjarna Guð- mundssonar i horninu i leiknum og skilað þessu nýja vérkefni vel. Bjarni meiddist á fingri á æfingu i vikunni og gat því ekki leikið. íslenzka liðið æföi tvivegis á dag eftir að komið var til Pól- lands. Var fyrri æfingin á þeim „ókristilega'' tíma klukkan 5.30 að morgni til og síðdegis var síðan leikið gegn sterku 1. deildar liði pólsku. F.vrsi leikurinn tapaðist með 1 marki, annar leikurinn vannst með'l marki og þriðji leik- urinn vannst með 6 mörkum. Þanriig má ljóst vera að stígandi hefur verið i islenzka liðinu. inerni komist í betri æfingu eftir þvi sem leið á lært betur hver á annan Að sögn Jóns Karlssonar hefur ferðin til þessa verið mjög góð fyrir leikmenn, ba>öi félags- og handknattleikslega séð. —áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.