Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 42
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1977 • *.knafctspyrnufréttir hiban og þaðan.•.•••• FYRST 0:8 SÍÐAN 8:0 • DYNAMO KIEV vann á dög- unum það ágæta afrek að vinna Svartahafsliðið Cernomorez Odessa 8:0. Er þetta stærsti sig- urinn i rússnesku 1. deildinní allt frá 1936. Eldra metið átti Sparak Leningrad, sem gerði sér litíð fyrir og vann Dynamo Kiev 8:0 það ár. MEIRA EN 600 MÖRK MULLERS • HINN ÖTRÚLEGI Gerd Miiller heldur áfram að skora og skora. Hann er nú annar markhæsti leikmaður i þýzku 1. deildinni og hefur samtals skorað rúmlega 600 mörk fyrir félag sitt, Bayern Miinehen. I deildarleikjum hefur Miiller skorað 339 mörk, f bikarleikj- um eru mörkin orðin 65. 1 landsleikjum skoraði hann 68 mörk, en hætti eins og kunnugt er að leika með landsliðinu eft- ir HM í V-Þýzkalandi 1974. t Evrópumótunum hefur Marka- Miiller skorað 56 sinnum og loks hefur hann verið svo vina- legur að skora 62 mörk í vin- áttuleikjum. Gerd Miiller er að- eins 31 árs, þannig að hann ætti auðveldlega að gela aukið þesa tölu verulega og gerir örugg- lega, því engin leið virðist vera til að stöðva þennan lágvaxna, snaggaralega leikmann. HOLLENZKIR DÝRIR ÁFÓÐRUNUM I MARKINU 11 ÁR SAMFLEYTT 0 SEPP MAIER er einn alvinsælasti knattspvrnumaðurinn i Vest- ur-Þýzkalandi, ekki aðeins meðal áhorfenda og stuðningsmanna Bayern Múnchen, heldur cinnig meðal leikmanna I öðrum liðum og gamansemni Maiers og góðmcrinska hefur gert hann vinsællli en flesta aðra. Andlit Sépp Maiers er svo sannarlega orðið vel kunnugt á knattspyrnuvöllum I V-Þýzkalandi, en hann lék fyrir nokkru sinn 409. leik með Beyern Múnchen og er það met I 1. deildinni v-þýzku. Af þessum mikla leikjafjölda stóð hann I marki liðs sfns f 377 leiki I röð, en það þýðir að hann hafi ekki forfallazt I 11 ára samflevtt. Það var Wolfgang Overath, sem átti eldra metið, en hann lék með FC Köln þar til I sumar að hann hætti með liðinu. Þegar Overath hætti hauð hann fþróttahlaðamönnum til kvöldverðar, þakkaði hann þeim það sem þeir hefðu gert fyrir hann og sagði: „An vkkar aðstoðar væri ég ekki sá maður, sem ég nú er.“ • HOLLENDINGAR ciga i talsverðum fjárhagserfiðleik- um þessa dagana og er ástæðan sú, að leikmenn heimta miklar greiðslur fyrir landsleiki og hefur Knattspyrnusamband Hollands orðið að dansa eftir flautu hinna kröfuhörðu at- vinnumanna. Fyrir leikinn á móti íslandi í Nijmegen í haust fékk hver leikmaður upphæð, sem svarar til 260 þúsunda ís- lenzkra króna. Segir enska knattspyrnublaðið Shoot að áhorfendur hafi verið svo fáir að þeir hafi ekki nægt til að greiða þá upphæð. Síðan kom leikurinn við N- íra í Belfast og fyrir þann leik fékk hver hollenzku leikmann- anna 347 þúsund krónur. Loks var svo leikur nágrannanna, Hollands og Belgíu, og nú hljóða kröfur leikmanna upp á 430 þúsund krónur á leikmann. Eru þessar upphæðir í mesta lagi fyrir knattspyrnusamband- ið þó stöndugt sé og ber það sig illa um þessar mundir. LANDSLIÐSHETJUR FRÁ TÍU LÖNDUM 0 I BYRJUN þessa keppnis- timabils voru 99 landsliðsmenn i knattspyrnu meðal leikmanna í vestur-þýzku knattspyrnunni. Koma leikmennirnir frá 10 ólíkum löndum, 67 eru v-þýzkir, en 32 eru frá öðrum löndum. Af þýzku leikmönnunum hef- ur Berti Vogts leikið flesta landsleiki, en Vogts, sem er fyr- irliði Borussia Mönchenglad- bach, hefur 82 landsleiki að baki. Sepp Maier, markvörður Beyern Múnchen, er annar á listanum með 76 landsleiki. Af erlendum landsliðsmönn- um í V-Þýzkalandi hefur Ronnie Hellström, markvörður ' Kaiserlautern, flesta landsleiki að baki, en Hellström hefur 57 sinnum staðið i sænska mark- inu. I þessum hópi erlendra landsliðsmanna í V-Þýzkalandi eru 4 sænskir landsliðsmenn, 12 Danir, 7 Júgóslavar, 3 Austurrikismenn, frá Grikk- landi, Belgíu, Argentíu, Ir- landi, Hollandi og Englandi er einn landsliðsmaður. Þarf ekki að taka það fram að Englend- ingurinn i hópnum er að sjálf- sögðu Kevin Keegán hjá HSV, en áður Liverpool. UIA leggur aukna rækt við útivist ÁRSÞING UÍA, hið 34. í röðinni, var haldið að Eið- um í byrjun október s.l. Meðal gesta voru Hermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri íþróttasam- bands íslands og Hafsteinn Þorvaldsson, formaður Ungmennafélags íslands. Á þinginu voru sam- þykktar allmargar ályktan- ir, sem flestar fjalla um fræðslu- og leiðbeinenda- mál. Þá ályktaði þingið um áframhaldandi útgáfu gönguleiðakorta og hvatti tilcefldrar söluherferðar á þeim og var í því sambandi samþykkt að kjósa 5 manna sérráð, sem annaðist það verkefni ásamt skipulagn- ingu ratleiks og stuðlaði þannig að hollri hreyfingu HART BARIZT — Það var barizt Vegas um síðustu helgi Ken Nort KOSTNAÐUR VEGNA MANNA í HM TÆPA Áætlaður kostnaður við þátt- töku í Heimsmeistaramótunum nemur 2.9 milljónum króna. Skiptist það þannig að samtals fara 1967 þúsund í alpagreinarn- ar og 932 þúsund i gönguna. Það vekur athygli að inni í þessum tölum eru laun fyrir fararstjóra og eru þau áætluð 7 þúsund krón- ur á dag, eða samtals 330 þúsund NY UTISUND í NOTKUN FORYSTUMENN Skíða- mála héldu ársþing sitt á Húsavík fyrir nokkru og var þar rætt vítt og breitt um málefni skíðaíþróttar- innar og vetrarstarfið, sem framundan er. Þær upplýs- ingar, sem hér fara á eftir, eru fengnar úr fundargerð haustþingsins. Eins og frá hefur verið greint í Morgunblaðinu taka þau Stein- unn Sæmundsdóttir, Haukur Jóhannsson, Sigurður Jónsson og Hafþór Júlíusson þátt i Heims- meistaramótinu í alpagreinum. Ranglega var farið með eitt nafn- ið í fyrri frétt Mbl., en ástæður þess voru rangar upplýsingar eins stjórnarmanna í SKl. Til þátttöku í HM í göngu hafa verið valdir Halldór Matthíasson og Magnús Eiríksson. Göngumótið verður i Lahti í Finnlandi, en í alpagrein- unum verður keppt i Garmisch Partenkirchen. NÝLEGA var haldið fyrsta sundmótið i nýrri og glæsilegri útisundlaug á Selfossi. Fram fór Sundmeistaramót Selfoss, hið 15 i röðinni. Áður hafa öll sundmót á staðnum farið fram i innilauginni á Selfossi, sem var aðeins 162A metrar á lengd. Umfræðslu A IÞRÖTTAÞINGI I.S.I. er hald- ið var i Reykjavík 1974, var kynnt heildarskipulag þjálfara og leið- beinendafræðslu á vegum íþrótta- hreyfingarinnar. Skipulagið byggist á fjórum þrepum, A-stig, B-stig, o.s. frv. og hefur það verið kynnt undarifarin ár, bæði í fjölmiðlum og á fund- um. Haldin hafa verið nokkur A- stigs námskeið og tvö sérsambönd K.S.Í. og F.R.Í. hafa haldið B- námskeið fyrir 1. stigs þjálfara. K.S.I. hefur einnig haldið 2. stigs námskeið. Að fenginni reynslu síðustu ára, vár það ljóst að gera þurfti ýmsar breytingar á skipu- lagi og námsefni. Því hefuri verið horfið til þess ráðs að stytta A-stigið allverulega, eöa úr 70 st. í 30 st. námskeið. Einnig hefur verið ákveðið að bæta við A-stigs námskeiðin efni úr hverri íþróttagrein, þannig að leiðbeinendur fá strax á fyrsta námskeiði nokkra fræðslu i sinni iþróttagrein. Stefnt er að þvi að 20 st. verði varið til almennrar fræðslu um þá þætti sem öllum iþróttargreinum eru sameiginleg- ir og 10 tímum verði varið til að kenna þjálfun í viðkomandi grein. Að loknu A-stigs námskeiði útskrifast þáttakendur sem leið- beinendur í viðkomandi grein með rétt til að sækja B-stigs nám- skeið hjá viðkomandi sérsam- bandi. Þær breytingar sem gerðar hafa verið eru einkum fólgnar i því að námsefnið er stytt og sett fram á aðgengilegri hátt og auk þess er ætlast til að sérsamböndin leggi til efni á A-stigs námskeiðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.