Morgunblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 44
26
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIOJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977
Tvö mörk Bob Latchford
tryggðu Everton sigur yfir
Birmingham og er Everton nú I
öðru sæti í ensku 1. deildinni.
Latchford sést hér skora með
skalla.
EFSTU liöin tvö í fyrstu
deild, Nottingham Forest
og Everton, héidu bæði
sínu striki á laugardaginn,
Forest sigraði Man. Utd. og
Everton lagði Birmingham
að velli. Á sama tíma, tap-
aði Liverpool sínum fjórða
leik í röð, en Coventry og
WBA urðu að gera sér
jafntefli að góðu. Staðan á
botninum breyttist lítið,
en þó bar það til tíðinda, að
Leicester skoraði ekki að-
eins mark, heldur tvö gegn
Ipswich og van um leið
sinn fyrsta sigur, síðan lið-
ið sigraði West Ham 1—0
24. ágúst síðastliðinn.
N. Forest — Man. Utd. 2—1
(0—1)
United náði forystunni þegar á
þriðju mínútu. Þá skoraði Stuart
Pearson með góðum skalla, eftir
að McGrath og Mcllroy höfðu leik-
ið vörn Forest grátt. Eftir það,
átti United í vök að verjast og á
annarri mínútu síðari hálfleiks
jafnaði Kenny Burns eftir auka-
LIVERPOOL HEFUR TAPAÐ
FJÓRUM LEIKJUM í RÖÐ
spyrnu. Á 75. minútu skoraði sið-
an Archie Gemmel sigurmarkið
eftir fyrirgjöf frá Peter Withe, en
rétt áður hafði Robertson misnot-
að vítaspyrnu fyrir Forest. Áhorf-
endur: 30183.
Everton — Birmingham. 2—1
(1—1)
Everton var ávallt sterkari aðil-
inn gegn Birmingham, en þeir
urðu þó að hafa aerlega fyrir sigr-
inum. Drifið áfram af stórgóðum
leik Trevor Francis, náði
Birmingham forystu á 12. minútu
með marki Keith Bertchin. Á 32.
minútu jafnaði Bob Latchford
fyrir Evrerton, eftir að Jim Pear-
son hafði skallað í þverslána.
Nokkrum minútum áður, hafði
skoti frá Latchford verið bjargað
á línu og í siðari hálfleik, skoraði
þessi mikli markaskorari sigur-
markið gegn sinu gamla félagi.
Ahorfendur: 37782.
QPR — Liverpool. 2—0 (2—0)
Nágrönnum Everton, Liver-
pool, hefur ekki vegnað eins vel
undanfarið og þeir töpuðu sinum
fjórða leik í röð, er þeir sóttu QPR
heim. Þeir Leighton James og
Stan Bowles voru mennirnir á
bak við sigur Lundúnaliðsins og
skoruðu þeir sitt hvort markið,
bæði í fyrri hálfleik. Fyrst skor-
aði James eftii1 aðeins 40 sek-
úndur og síðan skoraði Bowles
eftir sendingu bakvarðarins
Gillin. Þótti mörgum rangstöðu-
fnyk leggja af því marki, en dóm-
arinn gerði enga athugasemd. I
síðari hálfleik, reyndi Liverpool
mjög að rétta sinn hlut og fékk
Fairclough þrivegis góð færi til
þess, en Richardson í marki QPR
varði jafnharðan mjög vel. Þrír
leikmenn voru bókaðir, Bowles
hjá QPR og þeir Hansen og Hugh-
es hjá Liverpool. Ahorfendur
voru 25625.
Arsenal — Coventry. 1—1 (1—1)
Coventry fékk óskabyrjun, er
Alan litli Green skoraði fallegt
mark á 3. minútu með sinni fyrstu
spyrnu i sínum fyrsta leik í vetur.
Nokkrum mínútum síðar virtust
úrslitin vera ráðin, er Malcolm
McDonald fékk að berja rauða
spjaldið augum. Sök hans var, að
honum þótti fyrirliði Coventry,
Terry Yorath, brjóta hc'aur
harkalega á sér og rétti honum
fyrir vikið, væna eyrnafykju.
Þrátt fyrir, að Arsenal yrði að
leika einum færri það sem eftir
var, voru þeir óheppnir að sigra
ekki og geta leikmenn Coventry
þakkað markverði sínum Jim
Blyth fyrir annað stigið. Þá kom
dómarinn einnig við sögu, er
hann dæmdi að því er virtist gott
mark af Arsenal í síðari hálfleik,
mark sem nýi maðurinn Alan
Sunderland skoraði. Pat Rice
skoraði mark Arsenal og fékk við
það aðstoð varnarmanns Coventry
Mick Coop. Ahorfendur voru
31653.
Manchester City — Leeds. 2—3
(1—0)
City hefur gengið misjafnlega
undanfarið, þeir byrjuðu leikinn
vel gegn Leeds. Mick Channon
náði forystu fyrir City í fyrri hálf-
leik, en á tölf min. kafla i seinni
hálfleik, sneru leikmenn Leeds
leiknum sér i hag og skoruðu þrjú
mörk, Joe Jordan, Arthur Gra-
ham og Ray Hankin skoruðu. Rétt
fyrir leikslok minnkaði Peter
Barnes muninn með góðu marki,
en ekki tókst City að jafna. Ahorf-
endur: 42651.
WestHam — WBA: 3—3 (1—2)
West Haih rembist eins og rjúp-
an við staurinn. Fyrir leik liðsins
gegn WBA hafði liðinu ekki tek-
ist að vinna sigur á heimavelli og
að leiknum afstöðnum hafði það
enn ekkki tekist. Tröppugangur
var í leiknum. WH náði forystu á
20. mínútu, er Pop Robson skor-
aði úr víti sem dæmt var á John
Wile, en Wile bætti fyrir brot sitt,
með því að skora tvivegis á síð-
ustu þrem mínútum fyrri hálf-
leiks. Snemma i síðari hálfleik
jafnaði Alan Devonshire fyrir
WH, en WBA náði aftur forystu á
75 minútu með glæsilegu marki
Cunningham. Tveim mínútum
siðar jafnaði Devnshire aftur fyr-
ir WH með laflausu skoti sem
Tony Godden markvörður WBA
var lélegur að verja ekki. Áhorf-
endur 23601.
Leicestar—Ipswieh. 2—1 (2—1)
Ahorfendafjöldinn er sá
minnsti í fyrstu deild á þessu
keppnistimabili, enda hefur
Leicester ekki boðið áhangendum
sinum upp á burðuga knattspyrnu
í haust. Leikurinn hófst sam-
kvæmt áætlun, með því að Ips-
wich náði forystu á 20. mínútu
með marki Brian Talbot. Siðan
gerðist það ótrúlega, að Leicestar
skoraði tvívegis á tveim mínútum,
fyrst Tom Williams á 25. minútu
með skalla og síðan Geoff Sal-
mons (áður Stoke) mínútu síðar
beint úr aukaspyrnu. Þar við sat.
Ahorfendur voru aðeins 13779.
Bristol C. — Derby. 3—1 (2—1)
Bristol City, sem aðeins hafði
hlotið eitt stig í fjórum siðustu
leikjum sínum, vann góðan sigur
gegn frekar lélegu liði Derby C.
Rioch náði þó forystunni fyrir
Derby eftir aðeins 14 mnútur, en
Tom Richey svaraði fyrir Bristol
með tveimur mörkum fyrir hlé.
Rétt fyrir leikslok innsiglaði sið-
an Don GiIIies sigurinn með góðu
marki. Ahorfendur voru 20051.
Wolves — Newcastle. 1—0 (1—0)
Útlitið dökknar stöðugt hjá
Newcastle, sem vermir enn botn-
sætið í deildinni. Liðið átti aldrei
möguleika gegn Úlfunum og 4—5
mörk gegn engu hefðu gefið rétt-
ari mynd af gangi leiksins, en
leikmenn Úlfanna fóru hroðalega
með mýmörg dauðafæri. Martin
Patching skoraði eina mark leiks-
ins strax á 5. mín.
Norwich —Chelsea. 0—0 (0—0)
Markverðirnir, Keelan hjá Nor-
wich og Bonetti hjá Chelsea voru
stjörnur þessa leiks og varnir
beggja liða voru mistækar. Leik-
urinn var jafn framan af, en síðan
fór Norwich að ná undirtökunum
og rétt fyrir leikslok bjargaði Gra-
ham Wilkins á marklínu frá Mar-
tin Peters og Roger Gibbins átti
skot í stöng. Áhorfendur voru
19566.
Aston Villa — Middlesbrough.
0—1 (0—1)
Villa, sem leikið hafði nfu leiki
í röð án taps, náði sér aldrei á
strik gegn Middlesbrough. Ungur
nýliði, Stan Cummings, skoraði
sigurmarkið á 21. mínútu. Áhorf-
endur voru 31837.
2. deild
Staðan breyttist ekki mikið á
þessum vígstöðvum. Bolton er
áfram i efsta sætinu, eftir naum-
an sigur gegn Charlton, What-
more og sjálfsmark markvarðar-
ins Wood dugðu til sigurs, en
Micke Flannagan skoraði Mark
Charlton. Tottenham vann góðan
1. DEILD
L Heima Uti Stig I
Nottingham Forest 15 7 1 0 19—3 4 1 2 11—7 24
Everton 15 4 3 1 15—10 4 2 1 14—5 21
WBA 15 6 1 0 17—4 2 3 2 12—12 20
Coventry 15 5 2 1 14—9 3 2 2 11—11 20
Arsenal 15 5 3 0 12—3 2 1 4 6—7 18
Liverpool 15 5 1 1 11—2 2 3 3 6—10 18
Norwich 15 5 3 0 10—4 1 3 3 8—16 18
Manchester City 15 5 1 2 16—8 2 2 3 10—10 17
Aston Villa 15 4 0 4 10—9 3 3 1 10—8 17
Leeds United 15 2 4 1 10—9 2 3 3 14—15 15
Ipswich Town 15 5 1 0 11—4 0 4 5 4—13 15
Middlesbrough 15 4 3 1 11—8 2 2 4 7—13 15
W'olverhampton 15 3 2 3 11—9 2 2 3 9—10 14
Birmingham City 15 4 1 2 14—11 2 1 5 6—13 14
Chelsea 15 3 3 2 7—5 1 2 4 2—8 13
Manchester Utd. 14 3 1 2 8—6 2 1 5 10—15 12
QPR 15 3 2 3 11 — 12 0 4 3 7—17 11
Bristol City 14 3 1 3 14—13 0 2 5 1—7 10
West Ham United 15 0 5 2 9—12 2 1 5 9—14 10
Derby County 15 1 4 2 9—8 2 1 5 7—17 9
Leicester City 15 2 2 4 5—13 0 2 5 1—12 8
Newcastle Utd. 15 2 1 4 9—13 0 1 7 8—19 6
2. DEILD
L Heima Uti Stig I
Bolton Wanderers 15 7 1 0 16—7 3 3 1 9—6 24
Tottenham 15 7 0 0 26—4 3 3 2 9—9 23
Brighton 15 6 1 0 15—7 2 2 4 9—8 19
Southampton 15 6 2 0 15—5 2 1 4 8—12 19
Blackburn 15 5 1 1 11—5 2 4 2 7—10 19
Blackpool 15 4 2 1 13—7 3 2 3 10—11 18
Luton Town 15 5 2 0 13—2 2 0 6 11 — 15 16
Sunderland 15 4 2 2 15—8 1 4 2 10—14 16
Sheffield Utd 15 6 1 1 15—8 0 3 4 6—14 16
Crystal Palace 15 2 2 4 12—13 3 3 1 11—6 15
HulICity 15 4 2 2 11—4 1 3 3 5—8 15
Stoke City 15 5 1 2 11—6 0 4 3 4—8 15
Charlton Athletic 14 5 1 0 17—9 0 4 4 7—17 15
Orient 15 3 3 1 12—10 12 5 6—9 13
Mansfieid Town 15 3 3 3 13—11 1 2 4 7—12 12
Fulham 15 2 4 1 15—7 1 1 6 5—12 11
Millwall 15 1 5 1 7—7 1 2 5 5—10 11
Notts County 15 2 4 1 9—7 1 1 6 10—21 11
Oldham 15 3 3 1 8—6 0 2 6 6—18 11
Cardiff 14 3 3 1 9—7 0 2 5 4—18 11
Bristoi Rovers 15 2 4 1 12—6 0 1 6 6—26 11
Burnley 15 2 3 3 8—8 0 0 7 4—21 7
sigur gegn nágrönnum sínum
Crystal Palace, Ian Moores og
John Duncan skoruðu mörk
Tottenham, en bakvörðurinn Ken
Sansom skoraði fyrir Cr. Palace
með skoti af 30 metra færi. A
„The Dell“ í Southhamton var
átján ára nýliði, Graham Baker, í
sviðsljósinu. Hann skoraði fyrra
mark dýrlinganna gegn Blackpool
eftir aðeins 58 sekúndur og David
Peach skoraði síðan úr víta-
spyrnu. Blackburn náði aðeins
jafntefli gegn Millwall, sem er í
einu af neðstu sætum deildarinn-
ar og Brighton sigraði Orient með
vítaspyrnu Brian Horton. Þá er og
vert, að benda á frammistöðu
Sunderland. Liðið féll niður í
aðra deild á sfðasta keppnistíma-
bili og byrjaði þetta tímabil afar
illa. Þeir virðast þó vera að hress-
ast á ný og hafa nú leikið fimm
leiki i röð án taps. A laugardag-
inn, sigruðu þeir Bristol Rovers
5—1 og voru öll mörk þeirra skor-
uð á fyrsta hálftima leiksin. Þau
gerðu, Kevin Arnott, Roy Green-
wood, Martin Henderson, Bo^ Lee
og Shaun Elliott, en Staniforth
minnkaði muninn fyrir Rovers f
síðari hálfleik. Önnur úrslit í ann-
arri deild:
Burnley — Notts County 3 (
Flether 2, Kindon) — 1 (Carter
vfti.)
Hull C. — Cardiff 4 (Stewart 2
Warboys og Dobson) — 1 (Sayer
viti).
Mansfield — Luton 3 (Sharkey,
Syrett og Miller) — 1 (Hill).
Sheffield U. — Oldham 1
(Campbell) — 0.
Stoke — Fulham 2 (Waddington,
Crookes) — 0.
I Skotlandi eru Rangers enn
efstir eftir jafntefli gegn Celtic,
en Aberdeen fylgir fast eftir,
ásamt Dundee Utd og Partick.
—gg-
Knattspyrnuúrsiit
ENGLAND, 1. DEILD:
Arsenal — Conventrv
Aston Villa — MiddleshrouKh
Bristol C. — Derhv C.
Everton — Birmingham
LeicesterC. — Ipswich
Manchester C. — Leeds
Norwich — Chelsea
Nott.Forest — Manchester Utd.
QPR — Liverpool
West Ham — WBA
Wolverhampt. — Newcastle
ENGLAND. 2. DEILD:
Bolton — Charlton
Brighton — Orient
Burnl *.v — Notts Countv
Crystal Palace — Tottenham
Hull C. —Cardiff
Mansfield — Luton
Millwall —Blackburn
Sheffield L’. — Oldham
Southhampton — Blackpool
Stoke — Fulham
Sunderland —Bristoi Rovers
ENGLAND. 3. DEILD:
Bradford C. — Bury
Cambridg — Portsmouth
Chester — Port Vale
Gillingham —Exeter
Hereford — Walsall
Oxford Ltd — Sheffield Wed.
Plymouth — Chesterfield
Preston NE. — Wrexham
Rotherham —Peterbrough
Tranmere — Sherwsbury
ENGLAND, 4. DEILD:
Aldershot —Torquay
Barnsley — Bentford 0—0
1 — 1 Darlíngton — Southend 2—0
0—1 Doncaster — Northhampton 4—2
3—1 Grimsbv — Reading 0—1
2—1 Huddersfield — Wimbledon Frestað
2—1 Newport — Halifax 2—0
2—3 Rochdale — Bournemouth 1—1
0—0 Swansea — Crewe 5—0
2—1 Watford — Scunthorpe 3—1
2—0 York — Southport 2—1
3—3 SKOTLAND ORVAI.SDE1LD:
1—0 Aberdeen — Ayr Utd 0—0
Celtic — Rangers 1—1
Hibernian — Dundec Utd 0—0
Partick Th. — CTvdrhank 1—0
1—0 3—1 1—2 St. Mirren — Motherweli SKOTLAND. 1. DEILI): 1—0
Dumbarton — Morton J 1
Dundce — St. Johnstone
3—1 Eas! Fife — Hearts 2—0
Hamilton — Airdrieonians 4—0
Montrose — Arbroath 2—1
2—0 V.ÞVZKALAND. 1. DEILD:
2—0 Borrussia Dortmund —
5—1 Hamburger SV Fortuna Dusseldorf — 2—1
2—1 VFB Stuttgart 1—0
3—1 Bayern Mufichen —
2—1 Munich 1860 1—3
1—0 1. FC Köln —
3—2 1. FC Keiserslautern 4—1
1—0 St. Pauli — VFL Bochum 1—1
2—0 Schalke 04 —
1—3 Borussia Mönchengladbach 1—2
0—1 Saarbruecken —
2—0 Hertha Berlin Werder Bremen — 2—2
3—0 Eintrakt Erankfurt 3—0