Morgunblaðið - 15.11.1977, Side 33

Morgunblaðið - 15.11.1977, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977 41 M > M s U >! i h 3 I j. VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI ur vikið örlitið að tómstunda- gamni, sem margir stunda án efa hérlendis, en það er radiótækni og þeir sem hana stunda, radióa- matörar, eins og þeir eru nefndir I daglegu tali. „Ég var að Iesa greinina um radíóamötör á íslandi i Mbl. ný- lega. Það er m.a. eitt atriði sem ég skil ekki, og kom mér það I hug nú eftir lestur þessarar greinar. Við Islendingar erum alltaf að tala um hvað það sé mikið frjáls- ræði hérna hjá okkur, en erum við viss um að landið okkar indæla hafi upp á allt þetta frjáls- ræði að bjóða, eins og við höld- um? Eitt atriði þekki ég persónu- lega, sem bendir til þess að frjáls- ræðið sé ekki algjört og eflaust eru þau atriði fleiri. Minn maður er einn af 700 þús- und áhugamönnum i þessari grein, radióamatör, og svo vill til að hann er Amerlkumaður (ekki þó hermaður), og er hann búinn að vera hér I 2 ár, en hefur ekki ennþá fengið leyfi til að nota sitt tæki. Auðvitað er. hann mjög óánægður með þetta óréttlæti. Ef við værum staðsett erlendis og fengjum ekki að hafa okkar tóm- stundagaman værum við það Hka, ekki satt? Eg veit með vissu að komi útlendingur til Bandarikj- anna þá fær hann leyfi til að nota sitt tæki ef hann stenst það próf sem tilheyrir þessari grein'radió- tækni. Þórunn M. Guðmundsdóttir.“ Ekki hefur Velvakandi neitt vit á radíótækni eða starfsemi radfó- amatöra, en heldur þó að vissar reglur séu i gildi um hvað þeir mega spjalla um sín á milli, er þeir ræða yfir jarðarkringluna þvera og endilanga. Hins vegar hélt hann ekki að giltu neitt sér- stakar reglur fyrir þvi hvers kon- ar tæki mætti nota, en það vantar í þessa sögu hvers vegna maður- inn hefur ekki fengið leyfið. Varla er hægt að fara fram á svör fyrr en ástæðan fyrir neituninni liggur fyrir. Vinssdu hanskaskinnsskórnir fást i 6 litum, svörtu, brúnu, rauðu. hvitu, drapp og gull. Þjrár hæla hæðir 3Vi cm., 5 cm., 7 cm. VERÐ FRÁ 5100 KR. SKÓSEL Ésr* 60 I>essir hringdu . . . % Hvað á að gera f áfengismálum? Maður, sem sagðist mikið hafa velt fyrir sér áfengismálum, hringdi og sagði hann að þvi meira sem hann hugsaði um þau mál, þvi ráðvilltari væri hann, það væru svo margar skoðanir á lofti til að leysa málin og svo virtist sem hver höndin væri upp á móti annarri: „Það eru allir sammála um það að áfengismál eru eitt mesta böl- ið, mesta mein aldarinnar, eins og útvarpsþáttur um þetta mál var nefndur. Menn ræða þetta fram og aftur, tina fram tölur um hversu mikið áfengi sé selt og hvað rikið fái i sinn kassa fyrir það, og menn velta því fyrir sér hversu mikið tjón verður af völd- um umferðarslysa, sem má rekja til áfengisneystu, hvað kosta fjar- vistir úr vinnu, spítalavist, um- önnum drykkjusjúkra og ýmislegt fleira. Það er hægt að finna tölur um allt og siðan má setja þær upp i debet og kredit dálka og reikna út hvort það borgar sig að flytja inn áfengi og drekka eður ei. Hætt er þó við að þessir út- reikningar stæðust ekki, ef margir óvissuþættir eru með i spilinu. En hvað um það, hægt er SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á 6. minningarmótinu um Vid- mar, sem fram fór i sumar í júgóslavnesku borgunum Ljubljana og Portoroz kom þessi staða upp i skák þeirra Barle, Júgóslaviu, og Savons, Sovétríkj- unum, sem hafði svart og átti leik: 29 ... Rc4! 30. Hed3 (Eða 30. Dxc4 — Dhl + ) Hxd3, 31. Hxd3 — Rb2, 32. Dd4 og hvítur gafst upp um leið. Röð efstu manna mótinu varð þessi: 1. Larsen 9'/i v. af 13 mögulegum, 2,—3. Hort og Havon 9 v., 4. Tseshkovsky 8'/i v., 5.—7. Sosonko, Kurajica og Parma 7 v. að ræða þessi mál og sumar tölur eru óyggjandi. Rekin eru nokkur hæli eða heimili fyrir drykkju- sjúka og það má finna út hvað þau kosta. Auðvelt ætti að vera að reikna út hvað tjón i umferðar- slysum kosta, sem verða beint rakin til ofneyzlu áfengis við akst- ur. Þetta'yrðu án efa ekki litlar upphæðir. Aftur á móti er verra að finna út hversu mörg heimili verða illa úti í þessu böli, það verður ekki reiknað í peningum og sjálfsagt er einnig að reikna út hvað vinnutap er mikið, sem bein- Iínis orsakast af áfengisneyslu. En hvað sem öllum tölum og skoð- unum manna líður þá er það alv- eg nauðsynlegt að þessi mál verði rædd vel og mikið og mér finnst að bindindissamtök ættu að standa meira saman i þvi efni. Þau eru allmörg, stúkufélögin, nýju samtökin sem stofnuð voru á dögunum, SÁÁ og fleiri. Ég held að þessi félög öll ættu að geta sameinast um myndarlegt átak til að ráðast i að leysa þau miklu vandamál, sem áfengið veldur, og þyrfti þá án efa eina eða jafnvel fleiri ráðstefnur, mynda starfs- hópa, blandaða úr öllum þessum hreyfingum, sem ynnu saman að lausn einhverra tiltekinna þátta þessa máls. Þessu vildi ég aðeins skjóta fram og í lokin má kannski nefna það.að mér finnst eiginlega að ég verði því ruglaðri þvi meira sem ég hugsa um þetta og þvi meira sem ég ræði við menn um þetta. Sjálfsagt eru til 216 þúsund skoðanir á því hvernig leysa á áfengisvandjafnmargar og Islend- ingar eru. HÖGNI HREKVÍSI »+T1 i Ú "! X £ jl i • | > i 1 1 L v J nr/r :<o <8> Jl 1 1 Ji. J • M'I/ •• wÍLS 1 ^ i •, ii i /, 1 \U l •#/// ry b-i Lukkutröllin þurfa líka að vera í góðri þjálfun, sagði hann áður en hann stökk á sekkinn! Ekki bara talstöð heldur Effect 512S ny sending komin BENCO Bolholti 4, sími 91-21945, Reykjavík Látið smyrja bílinn reglulega. SMURSTÖÐIN ER OPIN frá kl. 8 f.h. til kl. 6 e.h. HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.