Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 20
20
MOKCíUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBEK 1977
SENDUM
UM ALiAN
HE1M
Rammagerðin
pakkar og sendir.
Allar sendingar
eru fulltryggðar.
RAMflAGERÐtN
Hafnarstræti 19
fesm
skakkur stafur
íjerir ekki svo mikid til, ef pú notar
T)
UD
kúluritvcl med leidréttingarbúnadi
i___________
JLL . ' JLL
Leipf’étt '
Sé ritarfur skakkur stafur------
er sleginn þ.t.g. leiáréttingar-
lykill. Ritkúlan faerist yfir
skakka stafinn
sem er sleginn ö ný, og
sogast þö af blaáinu svo
leiáréttingin sést ekki
Réttur stafur er sleginn..
og haldiá öfram þar sem
frö var horfid
aukin afköst — minna erfidi
-fsa
■V
SUIFSTIFIIELU I.F.
cA
Hverfisgötu 33 Sími 20560
hn
? íaí t i -■ tttltllM• # i t s' Iflitmj
íSlltlfMSf Hlf Ul:
11 (.
CIA þagði um
kjarnorkuslys
Washington, 26. nóvember. AP.
LEYNIÞJONUSTAN CIA hélt
ieyndri í um 20 ár vitneskju sem
hún hafði um kjarnorkuspreng-
ingu sem talið er að hafi átt sér
stað f Sovétríkjunum, orðið tug-
um manna að bana og breytt um
90 ferkílómetra landsvæði i auðn.
Bandarísk borgarasamtök halda
þessu fram á grundvelli skjala frá
CIA er þau fengu aðgang að sam-
kvæmt nýjum lögum um upplýs-
ingaskyldu stjórnvalda. Þau segja
að í skjölunum se að finna nýja
staðfestingu á kjarnorkuslysi sem
talið er að hafi orðið í Ural-
fjöllum 1958.
Litið hefur komið fram um
þetta hugsanlega slys í bænum
Kyshtym Asiumegin fjallanria, en
sagt er að hundruð bæjarbúa hafi
orðið fyrir geislun.
1 skjali sem samtökin segja frá
segir meðal annars: „Um 100 km
frá Sverdlovsk (um 160 km norð-
ur af Kysthym) fórum við yfir
einkennilegt, óbyggt og óræktað
svæði. Á umferðarskiltum með-
fram veginum voru ökumenn var-
aðir við því að stanza næstu
20—30 km vegna geislunar. Svæð-
ið var autt. Þar voru engin þorp,
engir bæir, ekkert fólk, ekkert
ræktað land aðeins reykháfar
eyðilagðra húsa stóðu eftir."
Þessi skýrsla er sögð síðan í
marz. CIA birti 14 af skjölum
sinum um þetta mál en neitaði að
birta 15 önnur af þjóðaröryggis-
ástæðum. I skjölunum er ekki
sagt hvers eðlis hið meinta slys
1958 hafi verið, en ýmislegt bend-
ir til að sprenging hafi orðið i
kjarnorkuveri í Kyshtym eða á
stað þar sem kjarnorkuúrgangur
var geymdur.
— Hugsjónahiti
Framhald af bls. 1
evs sérstaka athygli. Minevs,
sem er tæplega þrítugur að
aldri, sat í fangelsi á annað ár
og afplánaði dóm fyrir að ,,að-
hyllast vestræna hugmynda-
fræði". Sjö mánuðir liðu frá því
að hann var fyrst handtekinn
og þar til hann kom fyrir rétt,
en hann kvaðst aldrei hafa
komist í tæri við lögfræðing
fyrr en við sjálf réttarhöldin.
Þá var hann kynntur fyrir
„verjanda" sínum en sá hafði
ekki annað til málanna að
leggja en uppástungur við
skjólstæðinginn að hann léti
skynsemina ráða og bæði rétt-
inn fyrirgefningar á glæpun
sinum. „Það gat ég alls ekki
gert, því að ég vissi að ég var
saklaus," sagði hann. Minevs
var að því spurður hversu
margir pólitískir fangar væru i
Búlgaríu. Hann kvaðst ekkert
vilja fuilyrða um það, en flest
benti til þess að þeir væru ekki
undir tiu þúsundum. I fangels-
inu í Sotin sem hann hefði
sjálfur verið vistaður í, hefði
pólitískir fangar verið milli 200
og 250. Eftir að Minevs var
sleppt úr fangelsinu 1975 tókst
honum að verða sér úti um at-
vinnu en brátt fréttist að hann
hefði verið í fangelsi þannig að
honum var ekki lengur vært á
vinnustað. Honum var borið á
brýn að hafa falsað vinnu-
skýrslur í því skyni að auka
yfirvinnugreiðslur. í júní 1976
bárust honum njósnir af þvl að
lögreglan væri á leið til að
handtaka hann, en honum tókst
að komast undan í tæka tíð.
Siðan flúði hann yfir landa-
mærin til Júgóslavíu og þaðan
til Austurríkis en frá því í sum-
ar hefur hann verið búsettur í
Munchen.
— Listahátíð
Framhald af bls. 32.
hann varð heimsfrægur, og lék
þá m.a. á tónleikum með Páli
ísólfssyni. Páll sagði þá að sér
væri alveg sama hvað gagnrýn-
endur segðu, Rostropovich væri
einn mesti sellisti heimsins
ásamt Pablo Casals. Þá er lista-
maðurinn ekki síður frægur
fyrir hljómsveitarstjórn.
Luciano Pavarotti, italski
tenorsöngvarinn, er í hópi
yngri tenórsöngvara sem eru
heimskunnir. Pavarotti varð
frægur fyrir fáum árum og er
hann ýmist kallaður prins
tenóranna eða konungur háu
C-anna. Þykir hann með allra
glæsilegustu óperutenórum
sem uppi eru í heiminum í dag
og keppast öll óperuhús um að
njóta hæfileika hans.
Ballettdansarinn
Baryshnikov er rússneskur
flóttamaður, en á síöustu árum
hefur hann haslað sér völl sem
einn bezti sólodansari heims-
ins. Hann þykir jafn vígur á
klassískan ballett og nútíma-
ballett, en ekki mun ákveðið
hvaða verkefni hann tekur fyr-
ir á Listahátíðinni. Þegar Helgi
Tómasson vann silfurverðlaun-
in á sínum tíma í alþjóðlegri
ballettkeppni í Moskvu þá fékk
Baryshnikov fyrstu verðlaun.
Baryshnikov er nú ráðinn hjá
American Ballett Theater i
New York, en hann dansar
einnig sem gestadansari viða
um heim.
Lífshættuleg eftirför —
Ný bók eftir Gavin Lyan
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur
sent frá sér nýja bók, Lifshættu-
leg eftirför, eftir enska höfund-
inn Gavin Lyall. — í bókinni seg-
ir frá er norskt flutningaskip
ferst í árekstri. Glötuð skipsdag-
bók orsakar röð spennandi og
ógnvekjandi atburða og liggja
þærðirnir víða.
Lyall er vinsæll höfundur
spennusagna eöa æsisagna. Teflt
á tæpasta vað eftir hann seldist
upp þegar hún kom út fyrir síð-
ustu jól
Gavin Lyall starfaði um skeið
sem flugstjóri í breska flughern-
um og var lengi flugmálafréttarit-
ari við Sunday Times og fleiri
blöð. Fyrsta skáldsaga hans kom
út 1961. Hann hefur hlotið „Silf-
urrýtinginn," sem eru verðlaun
sambands breskra spennusagna-
höfunda.
Bókin er 188 bls. Skúli Jensson
þýddí. Hún er prentuö og bundin
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
mif inmmnmii'ienn