Morgunblaðið - 27.11.1977, Side 30

Morgunblaðið - 27.11.1977, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 — Sigríður J. Magnússon Framhald af bls. 26 Margs er að minnast við andlát Sigríðar Jónsdóttur Magnússon þó fátt eitt verði fest hér á blað. i hugann kemur fram mynd af glæsilegri röggsamri konu, formanni og fundarstjóra á félagsfundi Kvenréttindafélags íslands. Það voru fyrstu kynnin. Síðan urðu þeir margir stjórnar og félagsfundirnir í K.R.F.Í. sem við sátum báðar i fyrstu í skrif- stofu félagsins að Laufásvegi 7 og síðan að Hallveigarstöðunr, eða þá að hún hélt stjórnarfundi heima hjá sér, þar sem við stjórnarkon- ur nutum hinnar notalegu gest- risni hennar. Baráttumál K.R.F.Í. í þá daga sem og endranær m.a. launajafn- réttið og tryggingarlöggjöfin kost- uðu mörg og mikil bréfaskrif, ályktanir og áskoranir og undir ötulli forystu S.J.M. stefndi þetta allt f rétta átt. í ópólitísku félagi, þar sem samankomnar voru kon- ur úr öllum stjórnmálaflokkum eins og var í K.R.F.Í., var nokkur vandi að veita formennsku, um- ræður urðu oft miklar og margar, en Sigríði tókst að beina þessum ólfku skoðunum félagskvenna að settu marki. Ósk Sigríðar um að K.R.F.Í. gæfi út sitt eigið blað kvenrétt- indamálum til framdráttar, rættist að hennar tilstuðlan og átti hún sæti í útgáfustjórn eða var þá ritstjóri 19. júní, ársriti K.R.F.l. nær óslitið í ein fimmtán ár. Þetta var alit tímafrekt starf. Þegar saga K.R.F.l. verður skrifuð verður það öðrum þræði óbrotgjarn minnisvarði um fyrstu formenn félagsins, sem með dugnaði og kjarki hrundu rétt- lætismálum af stað og þar á Sigrfður J. Magnússon vissulega sinn hluta. Bjartsýni og kjarkur auðkenndu vinnubrögð hennar, það var ánægjulegt að starfa með henni. Ánægjulegar voru ferðir K.R.F.Í. f Heiðmörk um Jóns- messuleytið, þegar félagskonur gróðursettu tré í reit sinn þar og lét Sigríður ekki sitt eftir liggja enda hvatamaður að þátttöku í að klæða landið, í gróðursetningar- starfinu þar. í þau sautján ár sem hún var formaður K.R.F.Í. sótti hún fundi alþjóða kvenréttindafélagsins, sem haldnir eru þriðja hvert ár víðsvegar um heim. Avallt skrifaði hún glöggar og skemmti- legar greinar um fundi þessa og ferðir sínar. Kemur þar glöggt í ljós hve vel hún var lesin og minnug á gamlan og nýjan fróðleik. Oft lá leið Sigríðar til sólar- landa, þá hún sótti fundi þessa og til sólarlands dreif hún sig í október s.l. ekki bilaði kjarkurinn þrátt fyrir háan aldur. Með þeim fyrstu kom hún á morgnana í borðsalinn, hress að vanda en studd af samfylgdarkonu sinni Önnu Reiners hjúkrunarkonu, sem af alúð var hennar stoð og stytta. Sigríður var Önnu afar þakklát, án Önnu minnar hefði ég ekki komist með, sagði hún en til sólarlands þráði Sigríður að kom- ast. Þar syðra rifjuðum við upp gömul kynni. Það var svo notalegt að sjá Sigrfði sitja eftir kvöldmat í glöðum hópi í setustofunni, reyndar með vindil en það minnti einmitt á gamla daga, setjast svo hjá henni og ræða við hana og láta margt fjúka rétt eins og áður fyrr. Sinnið var hin sama, þó fæturnir væru farnir að gefa sig. Til sólarlanda er hún enn farin, bjartar minningar geymast um drenglundaða konu, sem vildi bættan hag þeirra, sem minna mega sfn, landi og þjóð til far- sældar. Á þann veg er gott að lifa og deyja. Lára Sigurbjörnsdóttir. Kveðja frá Kvenréttindafélagi Is- lands Leiðir Sigríðar Jónsdóttur Magnússon og Kvenréttindafé- lags íslands lágu fyrst saman, er hún sem fulltrúi Lestrarfélags kvenna sat landsfund KRFÍ á Þingvöllum 1944. Lýðveldishátíðin var nýlega um garð gengin, vor í lofti og hugir manna tendraðir glóð frelsis og framfara. Andrúmsloft lands- fundarins var þrungið þessum hugblæ, þar voru gerðar veiga- miklar breytingar á uppbyggingu félagsins, ályktað um þjóðmál og umræður um réttindi og skyldur kvenna voru i algleymingi. Sigríður hreyfst með á fundin- um, og þegar næsta haust gerðist hún félagi í KRFl. Hún hóf að starfa fyrir félagið af alúð og áhuga, og á aðalfundi 1946 var hún valin varaformaður. Ari seinna varð hún formaður og gegndi því starfi til ársins 1964 eða alls i 17 ár. Um árabil átti Sigríður sæti í ritnefnd ársrits KRFÍ, ,,19 júni“, og var ritstjóri þess um skeið. Hún átti sæti f framkvæmda- stjórn Hallveigarstaða og var for- maður byggingarnefndar hússins seinustu árin, sem sú nefnd starf- aði. í hennar hlut kom að afhenda húseignina núverandi eigendum, Kvenfélagasambandi íslands, Bandalagi kvenna i Reykjavík og Kvenréttindafélagi islands. Sigríður J. Magnússon var iðu- lega fulltrúi KRFÍ á mótum og þingum erlendis, bæði á Norður- löndum og hjá Alþjóðasamtökum kvenréttindafélaga — Int- ernational Alliance of Women. Hún sótti fjölmörg þing alþjóða- samtakanna, en þau eru haldin þriðja hvert ár víðs vegar um heim, einnig átti hún um tíma sæti í stjórn samtakanna. Sigriður var að upplagi heimsborgari og var virtur og glæsilegur fulltrúi félagsins á erlendum vettvangi og minnisstæð þeim er henni kynnt- ust. Þau 17 ár, sem Sigrfður var formaður Kvenréttindafélagsins voru ár mikilla breytinga f is- lensku þjóðlífi, og því fjöldamörg málefni, sem félagið þurfti að tak- ast á við. Nefna má umfjöllun um stjórnarskrá lýðveldisins, en kon- ur voru mjög áfram um, að ákvæði um jafnan rétt karla og kvenna yrði stjórnarskrárbundið. Enn fremur voru menntamál, at- vinnu- og skattamál stöðugt á verkefnaskrá félagsins. Síðast en ekki síst ber að nefna lög um almannatryggingar, en í upphaf- legri gerð þeirra laga var mikill mismunur gerður á körlum og konum. Konur er skipuðu forystu- sveit kvennasamtaka landsins lögðu árum saman ómælda vinnu i að knýja fram endurbætur á tryggingalöggjöfinni. Var hlutur Sigrfðar í því starfi ekki smár. Henni var kappsmál að konur væru virkar á vettvangi þjóðmála og vildi bæta svo hag kvenna, að þær hefðu aðstöðu til að taka á sig skyldur og nýta réttindi til jafns við karla á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Þótt á móti blési um stund i hita baráttunnar, gætti Sigriður þess að missa ekki sjónar á þessu meginmarkmiði. Henni var öðrum fremur ljóst, að þrátt fyrir lagalegt jafnrétti karla og kvenna yrði þyngri róður að koma á jafn- rétti í reynd. Til hinsta dags hafði Sigriður brennandi áhuga fyrir málefnum KRFÍ og húrt sótti fundi félagsins meira og minna til sfðustu stund- ar. Á iandsfundi KRFÍ í júní 1976 ítrekaði hún fyrri áskorun sina til póstmálayfirvalda um að gefa út flokk frimerkja með konum. Sigríður J. Magnússon var heiðursfélagi Kvenréttindafélags íslands. Hún var augljóslega til forystu fallin — það er hverju félagi farsæld að eignast slfkan foringja. Heiður sé henni og þökk. F.h. stjórnar Kvenréttindafé- lags Íslands Sólveig Ólafsdóttir. Sigriður J. Magnússon er horfin sjónum okkar. Mikill persónuleiki og heil- steypt kona er horfin af leiksviði þessa lffs. Öll orð verða fátækleg er við stöndum gagnvart gátunni miklu — dauðanum. Minningar koma og fara — minningar um samstarf, sameiginlegar gleði- stundir og vonbrigði, en þó fyrst og fremst minningar um tryggð góðrar konu og vináttu, sem aldrei brást. Sigríður J. Magnús- son var aldrei gestur í lífi vina sinna, hún var hluti af þeim sjálf- um. Sigríði var ljúft að miðla öðr- um af ótæmandi sjóði lífsreynzlu sinnar — trú sinni á lifið, glað- værð og hjálpsemi. Sigríður J. Magnússon var full- trúi þeirrar kynslóðar, sem hafði í heiðri fornar dyggðir, jafnframt því sem hún af smekkvísi og ein- urð tileinkaði sér það bezta í fari samtíðarinnar. Sigriður var virðulegur fulltrúi lands síns á fjölmörgum mótum á erlendri grund, við margvísleg tækifæri og vakti hvarvetna eftir- tekt sem stórbrotinn persónu- leiki. Þrátt fyrir fjölþætt störf í félags- og líknarmálum, fór Sig- rfður J. Magnússon ekki varhluta af mótlæti, frekar en aðrir, sem langt líf eiga að baki. Sigrfður kvartaði ekki undan því hlut- skipti sínu — það var með það sem annað, að hún sigraðist á því „með ástundun góðvildarinnar“ — því sagt er að ekkert bindi manninn fastar við heiminn, en gremja og óvild — en útrýmdi þeim kenndum „með þvf að tefla gagnstæðum hugsunum gegn þeim". Kveðjuorð eiga þetta ekki að vera — þvf áður en varir liggja leiðir saman á ný, bak vð móðuna miklu sem skilur vini að I bili. Þegar ein hurðin lokast opnast önnur — og þar veit ég að minnar kæru vinkonu bíður það hlutverk, sem hún undirbjó með lífi sínu á meðan hún dvaldist á þessu til- verustigi. Sigríður J. Magnússon var einn af stofnendum Félagasamtakanna Verndar og átti sæti í stjórn sam- takanna til dauðadags. Tíu fyrstu árin var hún formaður jólanefnd- ar Verndar og stóð fyrir fagnaði samtakanna á jólanóttina. Verður henni seint þakkað það mikla fórnarstarf. Sæti hennar var aldrei autt. Húg gekk að hverju sem hún tók sér fyrir hendur heil og óskipt. Félagasamtökin Vernd eiga henni mikið að þakka, svo og allir þeir, sem hún hlúði að og gladdi með starfi sinu þar. Guð launi henni og blessi ást- vini hennar. Þóra Einarsdóttir. Akureyri: Harður árekstur á föstu- dagskvöld Akureyri, 25. nóvember. HARÐUR árekstur varð milli tveggja fólksbila klukkan 19.30 i kvöld á vegamótunum, þar sem Dagverðareyrarvegur liggur útaf þjóðveginum í Kræklingahlíð. í bílnum sem ók norður þjóðveginn voru fjórir farþegar auk öku- manns og sluppu þeir ómeiddir, en í hinum bílnum, sem kom neð- an frá Skjaldarvík voru hjón og meiddust þau bæði nokkuð. Kon- an þó meira að þvi er taiið var. Hún hlaut mikið höfuðhögg og var flutt i sjúkrahús rænulitil. Maður hennar hlaut minni háttar meiðsl. Báðir bílarnir voru óöku- færir og mjög skemmdir. Tveir minniháttar árekstrar urðu á götum Akureyrar í kvöld; þar mun enginn hafa meiðst að ráði. Hálka fer vaxandi á götun- um með hlýnandi veðri. Snjór er mikill og sums staðar varhuga- verð færð á götum. Sv.P. Mm Avaxtatilboð: TEG: LAND: 1 :KG. 2. KG. 3. KG. 1. KASSI Epli, rauð Delicious U.S.A. 288 - 700 - 3877 ca. 18.5 kg. Appelsínur Outspan Suður-Afríka 220 - 525 - 2572 ca. 17.0 kg. Grape aldin Jaffa ísrael 427 - 900 - 3486 ca. 15.0 kg. Sítrónur „Maja" Spánn 388 - 800 - Ananas Dole U.S.A. 584. - Græn vínber Rio Rosa Spánn 579 - 1000.-I Melónur Rio Rosa Spánn 398 - 900 - Bananar Chiquita, Dole| Honduras 213- 550 - 1650 10.0 kg. Blá vínber Spánn 1066 - 1700 - 3560 4.8 kg. Perur D.W. Holland 296 - 750 - Klementínur Marokkó 450.-! 650. - 2946 ca. 10.0 kg. Epli, rauð Delicious Frakkland 270 - 600 - 1775 ca. 9 kg. UamA Wls. velkomin CS^DCfijTjTMXSeTfÍSteOM Kjötmiðstöðin, Laugalæk, sími 35020.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.