Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977
17
Spassky er örugglega
betri... tennisleikari
—segir Vlastimil Hort í samtali
við fréttaritara Mbl. í Belgrad
Beljírad. 5. desember. Fr'á Miroslav
Milanovk'h. fréttaritara Mbl.
MEÐ^L áhorfenda að sjöttu
einvígisskák Kortsnojs og
Spasskys var tékkneski stór-
meistarinn Vlastimil Hort, sem
fyrr á árinu tapaði einvígi vió
Spassky á íslandi. en til
Belgrad kemur hann sem.ný-
bakaður sigurvegari alþjóðlega
skákmótsins í Stip í Júgóslavíu.
,,Þetta einvigi er mikið baráttu-
einvígi," segir hann, þegar
hann er spurður álits á einvígi
Spasskys og Kortsnojs.
,,Skákirnar eru mjög áhuga-
verðar, jafnvel byrjanafræði-
lcga séð. Og mér fellur vel sú
listræna sköpun, sem oft hefur
brugðið fyrir i skákunum.
Hins vegar er í hæsta máta
eðlilegt að sjá i svona baráttu-
einvígi einhver mistök. Hjá
þeim verður ekki komizt, þegar
menn láta gamminn geisa."
— Hvorn telur þú sterkari
skákmann?
„Spassky er örugglega
betri. . . tennisleikari. En hvor
er betri skákmaður? Það veit
ég hreint ekki. En úrslit ein-
vígisins segja okkur það, þegar
þar að kemur."
— Snúum okkur þá að þér.
sjálfum. Þú ert ntaóur vinsæll
meðal skákmanna, en færð
samt þinn skammt af gagnrýni,
sem gengur út á það að metnað-
ur þinn sé ekki til jafns við
hæfileikana, þvi þú eigir aö
geta meira, en þú gerir. Hvers
vegna er þetta svo?
„Skákmönnum má skipta í
tvo hópa; skákmunka og svo
hina. Skákmunkarnir lifa fyrir
skákina eina, þeir bragða yfir-
leitt ekki vín, reykja ekki, þeir
eru ógiftir og einfarar. Slíkir
eru Fiseher, Meeking og
Karpov svo dæmi séu nefnd."
— Og þú sjálfur?
,,Ég er einn af hinum, eins og
Larsen, Tal og Vaganjen svo ég
nefni þrjú nöfn úr þeim hópi
líka. Þaó hefur aldrei verið
Vlastimil Hort: Skákmönnum má skipta I tvo hópa: skákmunkana
og okkur hina ...
ætlun mín að þamba mjólk tú
að safna mér smávið.bót af
gráum heilafrumum. Því síður
að liggja yfir skákborðinu dag-
inn út og daginn inn. Kannski
væri ég tíu prósent betri skák-
rnaður, ef ég hefði valið mjólk-
ina og þaulseturnar. Og
árangúrinn væri þá sennilega
eftir því."
Ræður líkams-
hreystin
úrslitum ?
BIÐSKÁKIN úr sjöttu umferð
einvígis þeirra Spasskys og
Korchnois í Belgrad var tefld í
gær. Eins og búist hafði verið
við urðu keppendur strax sam-
mála um að hvorugur stæði bet-
ur og sömdu um jafntefli í 44.
leik, fjórum leikjum eftir -að
biðskákin hófst. Viktor
Korchnoi, sem flýði land frá
Sovétríkjunum í ágúst i fyrra,
hefur þvi enn örugt forskot,
hefur hlotið fjóra vinninga
gegn tveim vinningum
Spasskys. Alls verða tefldar
tuttugu skákir í einviginu,
nema ef annar keppenda hefur
hlotið lO'/i vinning fyrir þann
tíma.
Að sögn fréttaritara Morgun-
blaðsins í Belgrad, Miroslavs
Milanovic, er það almenn skoð-
un skákfréttamanna í Belgrad
að einvigið sé nú að byrja að fá
á sig öllu þyngra form en í
upphafi, en þá voru allar skák-
irnar mjög léttar og sketnmti-
legar.
„Nú er taugastríðið hins veg-
ar að hefjast fyrir alvöru og þá
skiptir miklu máli hvor kepp-
endanna er betur undirbúinn
líkamlega. Sennilega verða
næstu skákir nokkuð þung-
lamalegar eins og sú sjötta, en
keppendur munu þó vafalaust
öðru hverju reyna nýjar hyg-
myndir i þeim tilgangi að rugla
andstæðinginn i ríminu," sagði
Milanovic að lokum.
Sjöunda skákin verður tefld i
dag. Þá hefur Korchnoi hvítt.
Biðskákin úr sjöttu umferð
tefldist þannig:
Svart: Viktor Korchnoi
Hvítt: Boris Spassky
41. Hc3
(Biðleikurinn)
Re5
(41 .. . Rd2 kom til greina, en
Korchnoi gerir sig ánægðan
með jafntefli)
42. Rxe5 — fxe5, 43. Hc5 —
Hxb4, 44. Hxe5 — Hh4.
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Raymond Keene
Mike Stean
Skædasti óvinur
Kortsnojs er
maður ad naf ni
Viktor Kortsnoj
-segja aðstoðarmenn hans í Belgrad
Belgrad, 5. desember.
Frá Miroslav Milanovich,
fréttaritara Mbl.
VIKTOR Kortsnoj hefur sótt
að sér aðstoðarmenn til Eng-
lands. Raymond Keene, sem
er 29 ára gamall, var einnig
aðstoðarmaður Kortsnojs i
einvíginu við Polugaevsky.
Keene hefur samið bók um
Nimzowitsch, sem hinn
kröfuharði Fischer lét þau orð
| falla um, að væri „óvenjulega
| góð skákbók '.
Keene segist hafa þekkt
Kortsnoj i ellefu ár. „Við
kynntumst fyrst við skák-
borðið á Ólympiuskákmótinu
á Kúbu og þá tókst með
okkur kunningsskapur, sem
siðar þróaðist upp i vináttu.
Samvinnan i einviginu við
Polugaevsky fyrr á þessu ári
treysti svo enn samband okk-
ar".
— Hvaða eiginleikar eru
ríkastir í fari Kortsnojs?
„Hann er geysilega vilja-
sterkur maður og metnaður
hans á sér litil takmörk
Þann dag, sem hann verð-
— í hvorn hópinn skipar þú
Spassky og Kortsnoj?
„Ég tel þá báða með okkur
hinum."
— Þú tefldir í sumar í móti
með Karpov heimsmeistara.
Hvað hefurðu um hann að
segja? Minnti hann þig ein-
hvern tíma á Fischer, þegar
hann var upp á sitt bezta?
„Karpov tefldi frábærlega
vel siðari helming Interpolis-
mótsins og í sumum skákanna
minnti hann í hvívetna á
Fischer, þegar hann var hvað
beztur. Ég nefndi sem dæmi
skák Karpov á móti íslenzka
stórmeistaranum Friðriki
Olafssyni. Þar stýrði heims-
meistarinn svörtu mönnunum
og vann skákina á mjög
snilldarlegan og sannfærandi
hátt."
— Þú nefndir áðan að þú
værir ekki í hópi skákmunk-
anna. Hvers konar maður er
Vlastimil Hort?
„Ég hef gaman af tennis. Það
er annars ath.vglisvert. hversu
margir skákmenn eru farnir að
leggja stund á tennis og sund.
Tennisinn spila ég. en á kiirfu-
bolta og ísknattleik horfi ég i
sjónvar-pinu.
— Svo hef ég gaman af að
lesa. Góðar bækur eru mér að
skapi og gott vín kann ég lika
að meta. Og svo skulum við
fylla upp i myndina nieð skák
og fögrum konum.
Ég tel ntig vera fullkomlega
eðliiegan mann og mín krafa
er. að þannig eigi allir skák-
menn að vera. Ég hata menn
þegar þeir fara að haga sér eins
og Mecking."
ur heimsmeistari í skák, mun
hann tafarlaust setja markið
hærra og stefna að því að
verða sterkasti skákmaður,
sem heimurinn hefur nokkru
sinni augum litið.”
— Hvert er þitt viðhorf til
skákarinnar?
„Skákin býður upp á sjálf-
stæði einstaklingsins. Með
tafli getur maðurinn fengið
listræna útrás fyrir með-
fædda baráttuþörf sína."
— 0 —
Yngstr maðurinn í
Kortsnoj-hópnum er Mike
Stean, 24 ára, nýbakaður
stórmeistari. Hann brosir
breitt, að minnsta kosti þessa
dagana, og hann er ófeiminn
við að viðurkenna það, að
honum sé talsverður álitsauki
að því að vera annar
aðstoðarmaður Viktors
Kortsnojs. Þeir hittust í
Frakklandi og samvinna
þeirra hófst í einvíginu við
Polugaevsky. Og þegar ég
spyr hann, hver sé draumur
hans nú, svarar hann hik-
laust: „Að vera aðstoðarmað-
ur Kortsnojs i einvígi hans við
Karpov".
Og um eigin metnað segir
hann: „Ég veit alla vega,
hversu langt minn metnaður
nær ekki. Mig dreymir ekki
um að verða heimmeistari i
skák."
— Hvernig er andinn i
Kortsnoj-hópnum hér í Bel-
grad?
„Við erum eins og ein fjöl-
skylda, þar sem Viktor
Kortsnoj er faðirinn "
— Óttizt þið andstæðing-
inn?
„Skæðasti óvinur Kortsn-
ojs er maður að nafni Viktor
Kortsnoj Sá er fullur
metnaðar, sjálfsöruggur og
glóandi af bjartsýni."
— En þetta ætti nú bara
að koma skákmanninum vel
„Það gerir það því aðeins
að honum takist að halda
þessum bjartsýna náunga
niðri á jörðinni."