Morgunblaðið - 14.12.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 14.12.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977 19 Góð loðnu- veiði í gær MJÖG góð loðnuveið var síðari hluta nætur í fyrrinótt, og í gær- morgun tilkynntu 8 skip um afla, samtals 3300 lestir. Loðnan sem veiddist i fyrrinótt fékkst vestur af Kolbeinsey. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson, sem nú er við loðnuleit, fann í gærmorgun nokkra loðnu a svæðinu milli Víkuráls og Hala, ekkert skip var á þessum slóðum er Bjarni Sæmundsson fann loðnuna, en skömmu áður en birti kom ísleif- ur VE á staðinn. Náði skipið að kasta einu sinni og fékk þá 40 tonn. Annars hefur loðnan hagað sér þannig að undanförnu, að hún hefur aðeins veiðzt eftir að dimmt er orðið á daginn og yfir nóttina þar til birtir. Skipin, sem fengu loðnu vestur af Kolbeinsey, eru þessi: Skírnir AK 350 lestir, Gisli Arni RE 600, Jón Finnsson GK 500, Pétur Jóns- son RE 670, Örn KR 500, Öskar Halldórsson RE 400, Grindvíking- ur GK 160 og Helga RE 100 lestir. Kona slasast alvarlega FJÖRUTÍU og sex ára kona slas- aðist á höfði, er hún varð fyrir bíl í Bólstaðarhlíð í fyrrakvöld. Kon- an liggur í gjörgæzludeild Borgar- spítalans og er Mbl. spurðist fyrir um líðan hennar í gærkvöldi var hún enn meðvitundarlaus og í lifshættu. Slysið varð um klukkan sjö á mánudagskvöld, i Bólstaðarhlíð rétt við Háteigsveg. Konan gekk út á götuna framan við kyrrstæða langferðabifreið og lenti þá fyrir bílnum. Landsbankinn hafnar öllum tilboðunum „ÞETTA hefur allt farið út um þúfur,“ sagði Davið Kristjánsson á Akure.vri, er Mbl. spurði hann í gær um viðræður hans og for- svarsmanna Arnarnesshrepps varðandi samræmingu á tilboðum í Hjalteyrareignirnar. Lands- bankinn hefur nú hafnað öllum tilboðum í Hjalteyrareignirnar, en verið er að ganga frá samning- um við ábúendur þriggja jarða, sem fylgdu Hjalteyrinni, en af bankans hálfu hefur aldrei annað komið til álita en að selja þær ábúendunum. Jónas Haralz bankastjóri sagði Mbl., að engin ákvörðun hefði verið tekin um framhald málsins. Eins og Mbl. skýrði frá var af hálfu Landsbankans lögð á það áherzla fyrst eftir að tilboðin höfðu verið opnuð, að reynt yrði að samræma tilboð Arnarness- hrepps og tilboð Davíðs Kristjáns- sonar. Oddviti Arnarnesshrepps lýsti því yfir i samtali við Mbl. að hreppurinn treysti sér ekki til að ganga inn í tilboð Davíðs, sem aftur á móti kvaðst þeirrar skoð- unar, að hreppurinn ætti að eign- ast landið, en Davíð bauð í allt saman; land og eignir. Sagði Davíð, að hann hefði auk landsins verið búinn að gefa hreppnum eftir nokkuð af eignum, þegar viðræðurnar fóru út um þúfur. „Þetta hefur allt verið mjög einkennilegt," sagði Davíð, „og nú var ég um helgina að fá bréf frá Landsbankanum, þar sem segir aö 2. desember hafi verið ákveðið að hafna öllum tilboðum í Hjalteyri og eignirnar þar. Ég hyggst nú kanna málið og reyna að finna út, hvað þarna hefur raunverulega gerzt.“ Holló krokkor! Hver haldiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu? Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni hrokkið í — nei, haldið sér í kút. Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðiði að kaupa mig í hvelli. Annars bara sekk ég. Globb . . . globb.....bb. Sko, þið farið í næstu bókabúð og segið: Er til bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga- dóttur? Þá segir búðarfólkið kannski: Er það sú sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN BJARNA og í AFA- HÚSI? Einmitt, segið þið. Þið getið líka gert annað: Biðjið mömmu ykkar eða pabba, afa eða ömmur, frænkur og frændur að gefa ykkur bókina í jóla- gjöf. Krafan er: harðan pakka í ár. Éq rígheld mér í bakkann á meðan . . . globb. Ykkar P.s. Munið að þakka fyrir ykkur. 1 Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156 SKINN A BILS/ETIÐ Það er notalegt að setjast 1 hlýtt bílsæti á köldum vetrarmorgni. Oll þekkjum við hið gagnstæða. Islenska gceruáklceðið er snöggklippt og meðhöndlað með betri einangrunareiginleika í huga. Það er hlýtt að vetri en svalt að sumri. Islenska gceruáklceðið fæst í sauða- litunum og er auðvelt í ásetningu. Islensk sktnn a bilscetið, gjöf setnyljar jafnt innra setn ytra. Sölustaðir: Framtíðm Laugavegi 45 og Sútunarverksmiðja SS Grensásvegi 14 Skákmótið í New York: Guðmundur í öðru sæti með 6 vinninga „ÞETTA hefur gengið ágæt- lega hjá okkur Helga nú síð- ustu umferðirnar og tvær síð- ustu skákirnar höfum við háð- ir unnið,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari, er Mbl. talaði við hann í gær og spurði um frammistöðu hans og Helga Olafssonar á skák- mótinu i New York. „Ég er nú með sex vinninga eftir níu um- ferðir og Helgi fimm,“ sagði Guðmundur, „og er ég í öðru sæti, hálfum vinningi á eftir Eaine.“ í áttundu umferð vann Guð- mundur stórmeistarann Laine og Diesen, fyrrverandi heims- meistara unglinga, í þeirri ni- undu. Helgi vann þá Kaimo frá Filippseyjum og Valvo frá Bandarikjunum. Guðmundur Sigurjónsson hefur unnið fjórar skákir, gert fjögur jafntefli og tapað einni, fyrir Vesterinen. Ajls verða tefldar 17 umferðir. Hjalteyrareignir: Viðræðurnar nyrðra farnar út um þúfur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.