Morgunblaðið - 18.12.1977, Side 16

Morgunblaðið - 18.12.1977, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 Útgefandi nUiiðlð hf. Árvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þcrbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. eir eru vafalaust ekki margir, sem telja sig hafa mikla peninga handa í milli. Flestir eru hins veg- ar þeirrar skoðunar, að aðrir hafi mun meiri peninga en þeir sjálfir. Hvað sem um það er sýnist hitt liggja fyrir, ef tekið er mið af verzlun nú í desem- bermánuði, að hún hafi sjaldan eða aldrei verið meiri og að mikil velmegun ríki hjá fólki. Velmegun er fyrst og fremst ávöxtur mikillar vinnu. íslendingar vinna mikið og leggja mikið á sig til þess að afla tekna. Vafalaust vinnum við of mikið en atvinnuhættir þjóðarinnar kalla oft á skorpuvinnu, t.d. í fisk- vinnslustöðvum. Velmeg- un okkar nú er líka ávöxt- ur þess, að aflabrögð eru góð og verðlag á afurðum okkar er hátt á erlendum mörkuðum. Loðnuveiðar spanna nú orðið mestan hluta ársins og eru því mik- il búbót. Verðlag á afurð- um okkar hefur aldrei ver- ið hærra. En veldur hver á heldur. Það er hægt að sóa í vitleysu miklum tekjum, sem aflað er, þannig að þær nýtist illa og stuðli ekki að þeim góðu lífskjör- um, sem efni standa til. Þess vegna er það alltaf veigamikill þáttur í lífs- kjörum okkar, hvernig landsstjórnin heldur um taumana. Núverandi ríkisstjórn á sinn þátt í þeirri velmegun, sem hér ríkir nú. Með stjórnarstefnunni hefur hún tryggt að vinna fólks- ins og hátt verðlag erlendis hefur skilað sér í batnandi lífskjörum heima fyrir. Þetta hefur hún ekki gert með því að eltast við vinsældir. Þær duga skammt. Þetta hefur hún heldur ekki gert með því að láta vaða á súðum. Þá mundi sú velmegun, sem nú ríkir, vera skammvinn. Þetta hefur hún gert með því að beita óvinsælum en nauðsynlegum ráðstöfun- um, þegar þeirra hefur verið þörf. Þetta hefur hún gert með því að beita að- haldi, þegar það hefur átt við. Og þetta hefur hún gert með því að greiða fyr- ir raunvérulegum kjara- bótum, þegar rök hafa ver- ið til þeirra. Sú velmegun, sem hér ríkir nú og þau peningaráð, sem fólk hefur og hafa komið vel í Ijós í jóla- verzluninni, byggist ekki á því að peningum hafi verið dreift út um þjóðfélagið með því að reka ríkissjóð með greiðsluhalla. Þvert á móti er þessi velmegun til staðar á sama tíma og ríkis- sjóður er annað árið í röð rekinn án greiðsluhalla og stefnt að fjárlagaaf- greiðslu í næstu viku á sama grundvelli. Þessi vel- megun byggist heldur ekki á því, að við rekum þjóðar- búskap okkar með stórkost- legum viðskiptahalla við útlönd, sem svo er jafnað- ur með erlendum lántök- um. Þvert á móti hefur við- skiptahallinn farið minnk- andi á sama tíma og vel- megunin hefur vaxið. Þessi miklu peningaráð fólks stafa heldur ekki af því, að bankakerfið og fjárfest- ingarlánasjóðir veiti pen- ingum í stríðum straumum út í samfélagið. Þvert á móti er bankakerfið í raun rekið með jöfnuði gagnvart Seðlabanka og útlán fjár- festingarlánasjóða eru inn- an skikkanlegri marka en var. Þannig byggir velmegun okkar nú á mun traustari grunni en áður fyrr. Og það er ekki sízt verk núver- andi ríkisstjórnar. Það er tími til kominn, að hún fái að njóta þeirrar sanngirni í umtali fólks, að verk henn- ar verði metin að verðleik- um. En við skulum heldur ekki gleyma því, að það er hægt að eyða því, sem áunnizt hefur á stuttum tíma. Við höfum reynslu af því Islendingar, að ef afla- brestur verður, hrapa lífs- kjörin á skammri stund. Við höfum lfka reynslu af því, að falli verðlag á er- lendum mörkuðum, verður hrun í lífskjörum okkar. Og við höfum líka reynslu af því að sjálfir getum við eyðilagt fyrir okkur, ef við kunnum okkur ekki hóf. Launahækkanir hafa orðið miklar á þessu ári. Launahækkanir verða bersýnilega miklar á næsta ári. Það er spurning hversu lengi undirstöðuatvinnu- vegir þjóðarinnar þola þessar miklu kauphækkan- ir. Raunar segja þeir nú, að þessar hækkanir séu komn- ar langt fram úr greiðslu- getu þeirra. Fiskvinnslan segir, að kauphækkunin 1. desember kosti hana 1500 milljónir á ári. Neytendum finnst verð landbúnaðar- vara hátt en bændur færa að því rök, að þeir hafi í lífskjörum dregizt aftur úr öðrum stéttum. Þannig gengur kröfupólitíkin áfram frá degi til dags og á henni virðist ekkert lát. Við búum við mikla vel- megun nú. Við skulum reyna að halda henni og gera ekki þá skyssu að ganga svo langt í kröfun- um, að þessi mikla velmeg- un standist ekki þá raun. VELMEGUN f Reykiavíkurbréf Laugardagur 17. desember^ Sigríður J. Magnússon Með Sigríði J. Magnússon er genginn einn eftirmínnilegasti forystumaður íslenzkra kvenna á þessari öld. Hún var glæsileg kona og sópaði að henni, hvar sem hún fór. Hún var ákveðin í skoðunum en þó fordómalaus, já- kvæð og skemmtileg, ekki sízt í vinahópi, þá fékk hún sér vindil og Iék á als oddi. Hún dró að sér athygli og kunni þá list að vera hreinskilin, án þess að særa aðra. Hún var ekki fulltrúi falskrar kurteisi eins og ýmsir þeir, sem þurfa á að halda hylli fjöldans og eiga viðhlæjendur að vinum. Hún sóttist ekki eftir titlum eða veraldlegum frama. Hún var kona mikilla hugsjóna, ósérhlífin, starf- söm og mannblendin, en hugsaði þó ekki um eigin frama nema að því leyti, sem hann gæti orðið samtökum kvenna til heilla og blessunar. I raun og veru var Sigríður J. Magnússon mikili kvenskörung- ur. Hún þurfti ekki á því að halda að vinna málstað sínum stuðning og vinsældir með því að tönnlast í tima og ótíma á einhverju karla- hatri eða marglúðum vigorðum um * karla sem andstæðinga kvenna, heldur var hún þeirrar skoðunar, að karl og kona væru jafn réttborin til þeirrar reisnar, sem ein er mannsæmandi í vel- ferðarríki. Það er athyglisvert, að Sigríður J. Magnússon hóf ekki þátttöku sina í kvenfrelsisbarátt- unni fyrr en hún hafði misst mann sinn og hún átti tíma aflögu frá erilsömum heimilisstörfum. Hún kynntist ung hjúkrunarkona á Vífilsstöðum Sigurði Magnús- syni, prófessor, og felldu þau hugi saman. Þau bjuggu um áratuga skeið við farsælt hjónaband, eignuðust f jögur börn og heimilið og fjölskyldan voru Sigríði J. Magnússon efst í huga. Hún unni minningunni um mann sinn öðru fremur og umhyggja hennar fyrii börnum og fjölskyldu sat í fyrir- rúmi. Hún var mikilhæf húsmóðir og skammaðist sín ekki fyrir þann titil. En þegar hún fékk tíma til að sinna félagsmálum kvenna, gerði hún það með þeim hætti að aðdáun hefur vakið og eftir að hún hóf störf í félagsmálum kvenna, eignuðust þau hug henn- ar allan og hún unni sér vart hvíldar fyrir þeim áhuga, sem þá gagntók hana. Hún komst fljótt í helztu virðingarstöður í félags- málastarfi íslenzkra kvenna, hóf merkið hátt á loft og jók samtök- um sínum virðingu, sem þau njóta enn og í sívaxandi mæli, eins og kunnugt er. Það eru konur eins og Sigríður J. Magnússon, sem hafa kallað á samúð með jafnréttisbaráttu ís- lenzkra kvenna. Það var íslenzk- um kvennasamtökum gæfa, að svo mikilhæf kona skyldi hafa valizt til forystu í félagsstörfum þeirra á jafn örlagaríkum árum og hún sat þar í fyrirrúmi, sótti málstað kvennp af fyrirhyggju og þolgæði, vann af ábyrgðartilfinn- ingu að jafnréttismálum þeirra og flutti mál þeirra jafnt hér heima og á fundum og þingum erlendis. En Sigríður J. Magnússon var ekki einasta mikilhæfur forystu- maður í samtökum íslenzkra kvenna um langt skeið, heldur vann hún að líknarmálum af óeigingirni, sem e.t.v. verður ekki síður minnzt. Hún var ekki yfir það hafin að líta til með lítil- magna, enda var samúð hennar rík, og þeir, sem áttu undir högg að sækja, sóttu kjark og næringu i þessa samúð, sem var heil og óskipt og samgróin upplagi henn- ar og eðli. Af þessu nutu féiags- samtökin Vernd ekki sizt góðs, en þar starfaði hún af áhuga frá þvi þau voru stofnuð og meðan kraft- ar entust. Vernd var stofnað til að létta undir með ógæfusömu fólki og hefur það rétt mörgum hjálpar- hönd, sem öðrum hefur sézt yfir. Sigríður J. Magnússon var lengi formaður þeirrar nefndar félags- ins, sem létti undir með ógæfu- fólki, sem á ekki í nein hús að venda um jólin. Og það er öllum eftirminnilegt, þegar hún birtist á aðfangadagskvöld og helgaði sig þessari hugsjón, að létta undir með þessum vinum sinum og gera þeim helgustu hátíð ársins nokkurn veginn bærilega, ásamt samstarfskonum sínum. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, segir skáldið — og á það vel við í þessu tilfelli. Það er athyglisvert að fá fregn- ir af því, að íslenzkar konur, sem fara á alþjóðaþing, eru enn spurð- ar um frú Magnússon, þennan mikilhæfa fulltrúa íslenzkra kvenna á alþjóðafundum fyrir og um miðbik aldarinnar. Það hefur glatt þessar íslenzku konur, þær eru stoltar af Sigriði J. Magnús- son, stöðu hennar og störfum — þessarar merku konu, sem héit á málstað íslenzkra kvenna af reisn, þékkingu og mannviti miklu og þurfti aldrei á að halda hatri eða heimskulegum kynmetnaði í hug- sjónastarfi sinu. Hún skrifaði engar Ianglokur um það, þótt fólki yrði t.a.m. á að tala um „menn og konur“ og var hátt yfir það hafin að láta Jón Thoroddsen fara i taugarnar á sér, þó honum yrði á að nefna fræga skáldsögu si'na: Maður og kona, svo litilfjör- legt atriði sem það er í raun og veru, því að enginn er svo heillum horfinn, sem betur fer, að hann viti ekki, að konur eru menn ekki síður en karlar. Það felst m.a. í orðunum: karlmaður, kvenmaður. Útúrsnúningur og hártoganir eiga ekki heima í jafnréttisbar- áttu, en um svona tittlingaskít hefur verið fjasað í blöðum undan farið (i „fúlustu alvöru"!). Jafnvel Stéttabaráttan, málgagn kommúnista, hefur nýlega afneit- að þeim rauðsokkum, sem mest hatur virðast hafa lagt á karl- menn og nota subbulegra orð- bragð en nokkur karldóni! Það vita þær kynsystur Sígríðar J. Magnússon, sem halda merki ís- lenzkra kvenna hæst á loft um þessar mundir og eru jákvæðar í baráttu sinni, að slíkt fjas spillir fyrir málstaðnum. Þær tala ekki einungis um kvenfrelsi, heldur mannréttindi í víðum skilningi, og hafa eignast samúð allra góðra manna í þessu landi. Það eru bar- áttumenn eins og Sigríður J. Magnússon, sem hafa unnið ís- lenzkum konum þá samúð, sem þeim ber í jafnréttisbaráttu sinni. Pétur Sigurðsson fulltrúi launþega Morgunblaðið eltir ekki ólar við smámuni. Fátt eða ekkert hefur komið fram i sambandi við skrif um prófkjör hér í Reykjavíkur- bréfi, sem ástæða er til að fjalla frekar um, en þó sér Morgunblað- ið ástæðu til að benda á eitt atriði. Það er þegar Friðrik Sóphusson, lögfræðingur, segir í grein hér í blaðinu, í tilefní Reykjavíkur- bréfs, laugardaginn 10. des. sl„ að Pétur Sigurðsson hafi verið full- trúi „Iaunþega“, eða orðrétt: „Ar- ið 1971 var Pétur Sigurðsson í 5. sæti og var eini „launþeginn" í 15 efstu sætum-flokksins." Og enn vegur þessi ungi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í næstu þing- kosningum i sama knérunn, þegar hann segir: „Arið 1967 var Pétur Sigurðsson í 5. sæti og eini „laun- þeginn“ í 12 efstu sætunum. Samt var ekkert prófkjör", o.s.frv. Astæða þessara ummæla er sú, að Morgunblaðið hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni, að það telur ihugunarefni fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að fuiltrúar laun- þega, Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson, skuli ekki hafa hlotið öruggari sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík en raun bar vitni. Morgun- blaðið hefur haldið því fram, að það geti veikt lista Sjálfstæðis- flokksins til muna, ef fulltrúi launþega, Pétur Sigurðsson, sjó- maður, skipi ekki öruggt sæti á listanum, þó að hitt sé að sjálf- sögðu rétt, að vel gæti svo farið, ef sjómenn og aðrir launþegar tækju höndum saman og sæktu fast fram fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í næstu þingkosningum, að Pétur kæmist á þing, þótt hann yrði í 8. sæti eins og niðurstöður prófkjörs segja til um. En tíminn mun leiða það i ljós. A hitt vill Morgunblaðið benda, að Pétur Sigurðsson hefur verið í Sjómannaféiagi Reykjavíkur frá 1944 og fulltrúi þess á ASl- þingum frá 1956. Hann hefur ver- ið í fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík frá sama tíma og setið þing Farmanna- og fiski- mannasambands Islands. Hann hefur verið ritari Sjómannafélags Reykjavíkur frá 1961 og siðan, ritari Sjómannasambands tslands í nær áratug, í sambandsstjórn og varamaður í miðstjórn ASI um langt árabil og i miðstjórn ASI i 4 ár. A síðasta þingi ASl var „sam- staða“ yinstri flokka um að fella úr stjórn þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þá Pétur Sigurðsson og Guðmund H. Garðarsson. Sá síðar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.