Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
5
ur.
staðfest
Göngustafur vindsins
María Markan fær
Sögur eftir Ingimar Erlend Sigurðsson
ÚT ER komin ný bók eftir Ingi-
mar Erlend, Göngustafur vinds-
ins, og hefur að geyma sautján
sögur, flestar nýjar af nálinni —
samdar á þessu ári.
Göngústafur vindsins er tíunda
bók Ingimars Erlendar og önnur
sagnabók hans. Aður hafa komið
út eftir hann þrjár skáldsögur og
fimm ljóðabækur, auk safns
stuttra sagna.
Sögurnar í Göngustaf vindsins
eru mislangar, allt frá einni upp i
nítján siður. Þær eru ólíkar að
efni og stíl, sumar í ævintýra- og
dæmisögustil, aðrar i hefðbundn-
ari stíl stuttra sagna, sögusvið úr
borg og sveit og hugarheimum.
í fréttatilkynningu frá útgáfu
bókarinnar, Bókaútgáfunni Letri
segir: „Bókmenntalesendur hafa
iengi beðið nýrrar bókar stuttra
sagna, eftir Ingimar Erlend, eða
allt frá þvi Almenna Bókafélagið
gaf út Hveitibrauðsdaga, safn
stuttra sagna, árið 1961.
Sú bók hlaut einróma lof bók-
menntafólks og gagnrýnenda sem
og almennra lesenda og er löngu
uppseld.
Ingimar Erlendur vakti fyrst
verulega athygli sem höfundur
stuttra sagna, aðeins fimmtán ára
gamall, er bókmenntatímaritið
Líf og List birti eftir hann stutta
sögu, Þrjár líkkistur, sem þótti
Fjárlög:
Kaup á
Víðishúsi
með ólikindum vel samin af svo
barnungum manni.
Sögur er síðar birtust f bók-
menntatímaritum, svo sem Birt-
ingi, Tímariti Máls og Menningar,
Lesbók Mbl., útvarpi og víðar,
staðfestu óvenjulegt vald hans á
gerð stuttra sagna. Hann vann til
smásagnaverðlauna og saga úr
Hveitibrauðsdösum var valin i úr-
ingimar erlendur sigurdsson
heiðurslaun listamanna
valssögur stuttra sagna á Norður-
löndum árið 1965.
Síðan hafa stuttar sögur, eftir
Ingimar Erlend, birst á víð og
dreif í safnbókum og tímaritum,
heima og erlendis".
Göngustafur vindsins er 143
blaðsíður að lengd og höfundur
hefur sjálfur teiknað kápumynd
bókarinnar, sem vísar til heitis
hennar og er sótt í sögu i henni.
Sem dæmi um heiti sagna má
nefna: Öskrið, Bylting i rikinu, Af
holdi og blóði, Geymslurnar,
Vængir, Ökunn mynd, I hlaðvarp-
anum. . .
MENNTAMÁLANEFNDIR
beggja þingdeilda, 14 þingmenn
úr öllum þingflokkum, fluttu
sameiginlega tillögu um skipan i
heiðurslaunaflokk listamanna á
fjárlögum ársins 1978. Gerð er
tillaga um 12 menn, svo sem verið
hefur um árabil. í stað Rikharðs
Jónssonar myndhöggvara, sem
lézt á árinu, kemur Maria Markan
óperusöngkona. Samkvæmt til-
lögu þessari, sem alþingi sam-
þykkti við afgreiðslu fjárlaga í
gær, hlýtur hver eftir talinna
listamanna kr. 750 þús. heiðurs-
Iaun: Asmundur Sveinsson, Finn-
ur Jónsson, Guðmundur Daníels-
son, Guðmundur G. Hagalín, Hall-
dór Laxness, Indriði G. Þorsteins-
son, Kristmann Guðmundsson,
María Markan, Snorri Hjartarson,
Tómas Guðmundsson, Valur
Gíslason og Þorvaldur Skúlason.
Tvær breytingartillögur komu
fram við framangreinda tillögu
menntamálanefnda þingsins, sem
báðar voru felldar. Önnur var frá
Albert Guðmundssyni, og gerði
ráð fyrir fjölgun um þrjá lista-
menn í heiðurslaunaflokki: Hall-
grím Helgason, Sigurjón Ölafsson
og Stefán íslandi. Hin var frá
Magnúsi Kjartanssyni, sem gerði
ráð fyrir fjölgun um tvo: Ólaf
Jóhann Sigurðsson og Sigurjón
Ólafsson.
Fjárlög:
Kaup á
dagblödum
aukin
Ein breytingartillaga við frumvarp til
fjárlaga, sem meirihluti fjárveitinga-
nefndar stóð ekki að, náði samþykki á
Alþingi í gær, er fjárlög voru endan-
lega afgreidd fyrir komandi ár Hér er
um að ræða tillögu frá Þórarni Þórar-
inssyni (F), Benedikt Gröndal (A) og
Ragnari Arnalds (Abl). Lögðu þeir til að
nýr liður bættist við 6. gr fjárlaga,
svohljóðandi:
„Að kaupa dagblöð fyrir stofnanir
ríkisins, allt að 250 eintök af hverju
blaði, umfram það sem veitt er til
blaðanna í 4. gr. fjárlaga
Tillaga þessi var samþykkt með 38
atkvæðum gegn 1 2.
Vinsælar
erlendarjólaplötur
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri
84670 18670 12110
Roger Whittaker syngur á sinn
skemmtiiega og persónulega
hátt 12 jólalög.
Verð kr. 3.200,-
Heintje syngur með sinni eín-
stöku drengjarödd 12 þekkt
jólalög. Falleg plata.
Verð kr. 2 950 -
Hinn vinsæli söngvari
Engelbert Humperdinck með
splunkunýja, sérstaklega
skemmtilega jólaplötu.
Verð kr. 3.200. —
The Greatest Hits of
Christmas ýmsir heimsfrægir
listamenn. þ.á m. Anna
Moffo, Mormona Tabernacle
kórinn, Pablo Casals og fl.
flytja 14 jólalög.
Verð aðeins kr. 1.980,—
Hér syngur ein fremsta sópran-
söngkona heims, Leontyne
Price, þekkt jólalög. Falleg og
hátíðleg plata.
Verð kr. 3.200. —
Hér eru öll þekktustu jólalögin
spiluð i disco stíl.
Verð kr. 3 300. —
STiRiOi»»,. CHRISTMAS WfTH LEONTYNÍ PRICE
ALÞINGI staöfesti í gær, viö af-
greiðslu fjárlaga, kaup á 3., 4 og 5.
hæð húseignarinnar Laugavegur
166, svonefnds Viðishúss. Fram
kom tillaga frá Lúðvík Jósepssyni
og Ragnari Arnalds þess efnis, að
viðkomandi gjaldaliður þ.e. til
kaupa á húsinu yrði felldur niður.
Tillagan var felld með 30 atkvæð-
um gegn 17, 10 sátu hjá en 3
þingmenn voru fjarverandi. Með
tillögunni greiddu atkvæði 11
þingmenn Alþýðubandalags, 5
þingmenn Alþýðuflokks og einn
þingmaður Samtakanna (MTÓ).
Hjá sátu 9 þingmenn stjórnar-
flokka: fimm úr Sjálfstæðisflokki
og f jórir úr Framsóknarflokki.
Fjölskyldu-
hátíð á
Akranesi
KNATTSPYRNURÁÐ Iþrótta-
bandalags Akraness gengst
fyrir fjölskvlduhátíð í Iþrótta-
húsinu á annan í jólum og
hefst hún klukkan 15.
IVIeðal dagskrárliða verða
bingó, Halli og Laddi koma
fram og skemmta og einnig
Jörundur. Þá munu Islands-
meistarar 5, flokks syngja
nokkur lög.
Veski stolið
af ungum manni
UNGUR maður varð fyrir því
óláni í gær, að veski hans var
stolið þegar hann var að verzla i
verzluninni Faco á Laugavegi.
Hann lagði frá sér veskið eitt
augnablik á afgreiðsluborðið og
sneri sér frá og skipti það engum
togum að veskið var horfið, er
hann sneri að borðinu aftur.
Þetta er mjög bagalegt fyrir hann
þar sem i veskinu var mikið að
persónuskilríkjum, sem mjög
slæmt er að missa. Það eru því
eindregin tilmæli hans að sá sem
tók veskið skili því í póstkassann
á Meistaravöllum 31, en í veskinu
er merkt heimilisfangið Hagamel-