Morgunblaðið - 22.12.1977, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
Þetta er G.M.-settið, glæsilegt og stílhreint.
Grind í hvítu eða dökkbrúnu.
Við höfum margar aðrar gerðir af sófasettum
á mjög hagstæðu verði.
Athugið okkar verð og okkar kjör.
Það borgar sig.
Daglega koma jólasveinar og aðstoða viðskiptavini
Blómavals við að velja jólatrén en vinsælastir eru þeir
þó hjá ungu kynslóðinni.
NYKOMIÐ
Grófrifflaðar flauelsbuxur
á dömur og herra.
Stærðir 24—40.
Verð kr. 4.995. —
Sléttflauelsbuxur
með þröngum skálmum.
Stærðir 26—33.
Verð kr. 9.495 -
Flauelsbuxur barna.
Stærðir 98 —146.
Verð frá kr. 1.995. —
Náttföt drengja og herra.
Verð frá kr. 1.795 -
Síðar nærbuxur drengja og herra.
Aliar stærðir.
Herrapeysur í miklu úrvali.
HAGKAUP
Dómur í máli um rádningarlok:
Vottorð ráðherra dugði ekki
sem sönnun fyrir æviráðningu
BJARNI K. Bjarnason borgardómari kvað nýlega upp
dóm í skaðabótamáli, er Einar Valur Ingimundarson
verkfræðingur, höfðaði gegn heilbrigðisráðherra og
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna deilu um ráðning-
arlok Einars Vals hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins. Taldi
Einar Valur, að hann hefði verið ráðinn svonefndri
æviráðningu, er hann réðst þangað til starfa í ársbyrjun
1974, og var m.a. lagt fram vottorð frá Magnúsi Kjartans-
syni þáv. heilbrigðisráðherra, þar sem þetta sjónarmið
var stutt.
Af hálfu stefndu var því haldið fram, að ráðningar-
samningur, sem aðilar undirrituðu væri gildandi um
kjör aðila, og hefði Einar Valur ekki haft rétt til frekari
ráðningar en samkvæmt þeim samningi.
Málið fluttu þeir Ragnar Aðalsteinsson hrl. af hálfu
stefnanda en Gunnlaugur Claessen hdl. af hálfu stefndu.
Dómsorðið var: „Stefndu, heilbrigðisráðherra og fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs skulu vera sýknir af kröfum
stefnanda Einars Vals Ingimundarsonar f máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.“
Mikil blaðaskrif urðu vegna þessa máls í desember
1974, er Einari Val var tilkynnt um að hann yrði ekki
endurráðinn til Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Gerði
Magnús Kjartansson þetta að umræðuefni á Alþingi og
taldi að hér væri um að ræða ólögmæta uppsögn.
Einar Valur var ráðinn til
starfa hjá Heilbrigðiseftirliti
ríkisins um áramótin 1973 til
1974. Með samkomulagi við þáver-
andi heilbrigðisráðherra var
hann ráðinn til Heilbrigðiseftir-
litsins og átti hann að starfa þar
hluta úr ári en vinna að doktors-
ritgerð í London hluta úr ári.
Samkvæmt vottorði Magnúsar
Kjartanssonar var ákvörðunin um
skipan Einars Vals til framtíðar,
„þ.e. svonefnd „æviráðning" og
var það hlutverk viðeigandi
embættismanna að ganga form-
lega frá skipuninni," eins og segir
orðrétt í vottorðinu.
I ársbyrjun 1974 undirritaði
Einar Valur ráðningarsamning til
eins árs. 1 desember sama ár var
honum tilkynnt að hann yrði ekki
endurráðinn.
Einar Valur mótmælti þessari
ákvörðun og taldi sig hafa fengið
bindandi loforð á fyrrnefndum
fundi með heilbrigðisráðherra
um æviráðningu. A þeim fundi
hafi hann verið fastráðinn hjá
Heilbrigðiseftirliti ríkisins og
skyldi hann starfa hluta ársins
hjá eftirlitinu, en vinna að
doktorsritgerð hluta ársins í
London í þrjú ár. Halda skyldi
hann fullum launum allt árið,
enda ljóst, að hann yrði að af-
þakka veittan styrk, þar sem hann
skyldi velja verkefni miðað við
íslenskar aðstæður og þarfir fs-
lenskra stjórnvalda, þ.e. heil-
brigðiseftirlitsins.
1 forsendum dómsins segir
m.a.:
„Þegar það er virt, að forstöðu-
maður Heilbrigðiseftirlits ríkis-
ins óskaði þess með bréfi sínu 8.1.
1974, að stefnandi yrði ráðinn til
starfans fyrst um sinn til eins árs,
og að ráðningarsamningur við
stefnanda var gerður til eins árs,
svo og það, að staðan var ekki
auglýst, þykir þrátt fyrir skýrslu
stefnanda og vottorð Magnúsar
Kjartanssonar ósannað, að stefn-
andi hafi hlotið skipun í stöðuna
með æviráðningu. Verður hinn
skriflegi ráðningarsamningur,
sem var tímabundinn, því lagður
til grundvallar um lögskipti aðil-
anna, enda er ósannað, að um
málamyndagjörning hafi verið að
ræða til þess eins að koma stefn-
anda á launaskrá."
Þá segir ennfremur:
„1 málinu liggja frammi bréfa-
skipti stefnanda og Baldurs John-
sen á meðan stefnandi dvaldi í
London á árinu 1974. Af þeim
bréfaskiptum og skýrslum Bald-
urs hér fyrir dómi má ráða, að
Baldri hafi sem forstöðumanni
Heilbrigðiseftirlits ríkisins engan
veginn verið ljóst, hvernig til
háttaði með framhaldsnám stefn-
anda. Þá virðist forstöðumaður-
inn heldur ekki hafa vitað, þegar
stefnandi var ráðinn, að stefnandi
ætlaði sér að dvelja svo lengi er-
lendis, svo sem raun varð á, en
stefnandi dvaldi erlendis á árinu
1974 7% mánuð eins og áður
greinir, sbr. og skýrslu Jóns Ingi-
marssonar' skrifstofustjóra um
þetta efni. Þegar stefnandi kom
heim var hann hættur við loft-
mengunarrannsóknir sinar á veg-
um Imperial Collage, en um fram-
tíðarnám virtist allt á huldu.
Þrátt fyrir hina löngu dvöl er-
lendis hafði hann ekki svo séð
verði valið íslenskt rannsóknar-
verkefni en loftmengunarrann-
sóknir hans á Heathrowflugvelli
töldust I þessu sambandi vera
breskt rannsóknarverkefni.
Stefnanda gat ekki dulist
óánægja forstöðumanns Heil-
brigðiseftirlits rikisins með hina
löngu fjarvist stefnanda erlendis
við breskt rannsóknarverkefni.
Þrátt fyrir þetta virðist stefnandi
eftir að hann kom heim frá
London, ekki hafa gert forstöðu-
manninum glögga grein fyrir
fyrirætlunum sínum um fram-
haldsnám og störf sín hjá Heil-
brigðiseftirlitinu. Að svo vöxnu
máli var þess vart að vænta, að
forstöðumaður Heilbrigðiseftir-
litsins mælti með endurráðningu
stefnanda.“
Eins og fyrr segir var niður-
staða dómarans sú, að stefndu
voru sýknaðir af kröfum stefn-
anda, en talið var rétt að máls-
kostnaður félli niður.