Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
Unnur Sveinbjamardóttir
kemur, leikur og sigrar
Unnur Sveinbjarnardóttir héit sína
ffyrstu tónleika hér á landi sl. þriðju
dag og voru tónleikar hennar ein-
hverjir þeir beztu, sem haldnir haffa
verið nú um langt skeið. Unnur heffur
nýverið lokið ströngu námi með ffrá-
bærum vitnisburði og má með sanni
segja, að veganesti hennar sé ekki
skorið við nögl, og mikils megi
vænta aff henni i fframtíðinni. í effnis-
skrá er þess getið að hún starffi sem
1. lágffiðluleikari í kammersveit Tibor
Varga og eins og einn hljómleika-
gesta benti á. mun hún tæplega haffa
áhuga á að setjast hér að. í bezta
ffalli leika hér sem gestur. Þannig
standa málin ffyrir okkur íslending-
um að hæfiieikaffólk er raunverulega
rekið til að starffa erlendis vegna
þröngsýni, sem eins og ffarg veldur
kyrkingi í vexti og viðgangi ísl. tón-
menntar Þróun hljóðfæratækni
stöðvast við ákveðin mörk, eff aff-
burðafólk ffær ekki tækifæri til að
útbreiða þekkingu sína og íslenzkt
tónlistarlíf verður áfram í sömu
stöðu. Það má með réttu segja, að
Unnur Sveinbjarnardóttir sé okkar
ffyrsti lágffiðluleikari og er illt til þess
að vita, ef menntun hennar og hæffi-
leikar eíga að nýtast öðrum þjóðum
og íslendingar áfram að verða jaffn
ffátækir aff lágffiðluleikurum sem ffyrr.
Iðkun kammertónlistar er blátt
áfram frumskilyrði ffyrir góðum tón-
listarflutningi og má alls ekki búa
svo um hnútana með lagasetning-
um, að sá þáttur tónlistarflutnings
verði aðskilinn starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, með útilokandi
og skyldubindandi aðgerðum eins og
lögin um Sinffóníuhljómsveit íslands
koma til með að verða. Það er blátt
áfram aðkallandi mál að lagafrum-
varpið verði tekið til gagngerðrar
endurskoðunar og kunnáttumenn
látnir gera úttekt á því hvaða störf
slíkt stórfyrirtæki geti innt af hönd-
um, með hliðsjón aff þörf lands-
manna í heild og fframtíð tónmenntar
í landinu, en ekki eins og nú horffir,
að frumvarpið verði samþykkt eins
og hvert annað neyðarúrræði til
lausnar á vandræðamáli. Nóg um
það.
Tónleikarnir hófust á Fimm frönsk-
um dönsum efftir Marais
(1656—1728). Hann var nemandi
Lully og ffrábær Gambaleikari. Dans
arnir eru léttir og fallegir og voru
sérlega vel leiknir.
Unnur hefur mjög fallegan og
mjúkan tón, sem naut sín vel í þess-
ari Ijúffu tónlist. Annað verkið var
Unnur Sveinbjarnardóttir
Sónata efftir Hindemith. Það er stórt
bil milli Marais bg Hindemith en
Unnur lék sónötuna með glæsibrag.
Hindemith var fær lágfiðluleikari og
er sónatan nokkurs konar úttekt á
tæknimöguleikum lágffiðlunnar.
Tvö seinni verkin, Márchenbilder
Sinfóníuhljómleikar
EFNISSKRA:
Mozart Smfónía nr 31
Flautukonsert nr 1
Atli Heimir
Sveinsson' Flautukonsert
Manuel de falla Þríhyrndi hatturinn
Stjórnandi ^
Jean-Pierre Jacquillat
Einleikari
Robert Aitken
Tónsköpun Mozarts er að miklu
leyti sorgarsaga. þar sem skiptast á
þvingandi óskir kaupenda, sem vildu
ffá tónverk er hentuðu getu þeirra
eða öðrum þörfum, án þess þó að
greiðslan væri í mörgum tilfellum
skilvislega aff hendi innt og ffærri
tækifærum en skyldi, þar sem saman
fór ánægjan yffir verkeffninu og
þokkaleg umbun fyrir vel unnið verk.
Samtimamönnum Mozarts þótti
sjálfsagt að snillingur eins og hann
gerði sér far um að þóknast ffólki. Að
vinna hans væri eitthvað sem launa
bæri sem aðra vinnu, var fráleitt.
Hans umbun og saðning var aðdáun
og lófaklapp. Samtíð Mozarts var
heldur ekki viss um að hann væri
svo merkilegt tónskáld, bæði vegna
þess að tónstill hans var ekki ffrum-
legur og allt of lagrænn og Ijós.
Sinfónian nr. 31 og Flautukonsert
inn nr. 1 eru pöntunarverk og t.d.
konsertinn, eitt að þeim verkum, þar
sem vansæld tónskáldsins yffir verk-
efninu er mjög áberandi. Ekki bætti
það úr skák að það var ekki laust við
að leikur fflautuleikarans væri sömu
ættar, að minnsta kosti var öll með-
fferð Roberts Aitkens ákafflega litlaus
og litið spennandi. Aðalverkið á
þessum tónleikum var Flautukonsert
Atla Heimis Sveinssonar. Það er
sama hvað hver segir varðandi ís-
lenska tónmennt, um gildi þess að
hafa hljómsveit og leggja rækt við
menntunarmöguleika æskufólks á
sviði tónlistar, því þegar öllu verður
á botninn hvolfft, mun verða spurt
um sköpun verka, rétt eins og í
öðrum greinum, þegar úttekt verður
gerð á isl. menningu.
J.P. Jacquillat Robert Aitken
í þessu sambandi mætti visa til
ævi Franz Lizst. Hann var mikill
pianósnillingur og þegar hann stóð á
hátindi frægðar sinnar, varð honum
Ijöst að sú ffrægð yrði aðeins saga,
nema honum tækist að binda snilld
sina í liffandi tónlist. Hann hættir
öllum hljómleikaferðum og tekur að
leggja stund á tónsmiði og i tónverk-
um hans er fólginn ffjársjóður, sem
enn heffur ekki verið skilinn.
íslenzk tónmennt hlýtur að miklu
leiti að grundvallast á þvi að tónflytj-
endur hafi islenzk verk til að flytja, á
sama hátt og t.d. islenzkt leikhús.
Listmenning er ekki aðeins ffólgin i
fflutningi. Skapandi hugsun, nýsmiði,
þar sem fengizt er við margháttuð
vandamál mannlegs Iffs i fortíS, nú-
tíð og framtíð. er ein af undirstöðum
menningarinnar er verður lifandi list
i túlkun og meðferð gáfaðra listflytj-
enda.
Það er nauðsynlegt að skapandi
Bók sem þurfti að skrifa
Indriði G. Þorsteinsson:
Samtöl við Jónas
Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1977
ÉG minnist þess ekki, að nokkur
stjórnmálamaður okkar hafi átt
eins sérstæða ævi og Jónas Jóns-
son frá Hriflu.
Hann var sonur bjargálna smá-
bónda í Ljósavatnshreppi í Þing-
eyjarsýslu. Hann átti vel gefna
foreldra, en ekki þann ættargarð,
sem gæti stutt hann til þess langa
náms, sem var hin troðna leið til
embætta, áhrifa og valda að
venjulegu mati. En andrúmsloftið
í laukagarði þingeyskrar reisnar í
félagsmálum og bókmenntum
þroskaði snemma gáfur hans til
félagslegra starfa og menningar-
legs áhuga, og brátt fékk hann á
sig það orð, sem dugði til þess um
alllangt árabil að afla honum fjár
til menningarframa og þeirrar
persónulegu kynna á Norðurlönd-
um og í Bretlandi, Frakklandi og
Þýzkalandi, sem reyndust eðlis-
lægum gáfum hans hagkvæmari
en venjulegt langskólanám hefði
getað orðið. Hann varð kennari
við Kennaraskólann og hafði
meiri og minni áhrif á sérhvern
nemanda þess skóla, og sem rit-
stjóri Skinfaxa, blaðs hins áhrifa-
ríká'Ungmennasambands tslands,
vann hann hylli og traust fjöl-
margra ungmenna víðs vegar um
landið og vakti áhuga á félagsleg-
um vandamálum, sem lítt hafði
verið hreyft í hita og þunga sjálf-
stæðisbaráttunnar. Hann gerðist
síðar driffjöður í stofnun tveggja
nýrra stjórnmálafiokka og flutti
mörg fræðsluerindi um nauðsyn
bættra kjara verkalýðs á fundum
verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar. Árið 1918 varð hann fyrsti
skólastjóri nýs skóla, Samvinnu-
skólans, og hafði þar sem kennari
og allsráðandi stjórnandi allt að
því dulmögnuð áhrif, eftir því
sem ýmsir þeir hafa sagt mér, sem
voru nemendur hans. Þá skrifaði
hann fjölda greina í Tímann, og
við fjölmarga menn um land allt
hafði hann bréfaskipti. Hann var
svo orðinn slíkur stjórnmálalegur
valdamaður, áður en hann var
kjörinn á þing þjóðarinnar, að ég
þekki þess engin önnur dæmi. Og
auðvitað varð þingmennska hans
þegar ærið söguleg, og þá er hann
settist í ráðherrastól 1927 varð
hann brátt annað tveggja í augum
fjölmargra landa sinna: dýrlingur
eða kynborið og hamstola af-
kvæmi myrkrahöfðingjans. Það
varð svo hann, sem öðrum fremur
bar flokk sinn fram til sigurs í
þingkosningunum 1934. En ein-
mitt að þeim sigri unnum varð
hann fyrir einu harðasta áfalli
ævi sinnar. Vissulega með vel-
þóknun ýmissa þingmanna í hans
eigin flokki setti Alþýðuflokkur-
inn, sem hann hafði haldið undir
skírn, það skilyrði fyrir þátttöku i
stjórnarmyndun, að hann yrði þar
settur hjá. Svo var það fáum árum
síðar, að flokkur hans neitaði hon-
um um að gerast forsætisráðherra
nýrrar stjórnar, og 1944 var svo
komið fylgi hans hjá samherjun-
um, að annar maður var kjörinn
formaður Framsóknarflokksins.
Loks kom þar, að hann varð að
láta af hendi þingsæti sitt i Suður-
Þingeyjarsýslu, enda var hann þá
tekinn að gefa út hið mikið lesna
blað, Öfeig, sem vandaði ekki for-
ystunni í flokki hans kveðjurnar.
En þrátt fyrir allt þetta, var
síður en svo, að allir, sem hann
hafði stutt til aukins vegs og
gengis, hefðu gleymt því, sem
kannski var mesta átak og sigur á
öllum hans þjóðmálaferli. Þar á
ég við þá aðstöðu, sem hann öðr-
um fremur náði að veita sam-
vinnufélögunum með samþykkt
laga á Alþingi um skattfrelsi við-
skipta við félagsbundna einstakl-
inga. Samband islenzkra sam-
vinnufélaga launaði honum þetta
— og raunar einnig langt starf
sem skólastjóra og forsvarsmanni
— með því að reisa húsið Hamra-
garða og afhenda honum það til
ævilangrar íbúðar. Þar gat hann
svo setið áhyggjulaus um eigin
afkomu, litið yfir liðna ævi, haft
samband við hvern þann, sm
Indriði G. Þorsteinsson
hann kaus að mæla máli og sent
þau skeyti, sem sýndu, að engu
hefði hann gleymt, fátt færi fram
hjá honum og ekki hefði hann
bognað eða brotnað.
Ég hef allt frá árinu 1907 fylgst
allvel með því, sem gerzt hefur í
stjórnmálaheiminum, og um skeið
hafði ég góða aðstöðu til vitneskju
um margt, sem þar fór fram að
tjaldabaki. Og vissulega er sitt-
Heimur versnandi fer
Jón Óskar:
BORG DRAUMA MINNA.
197 bis. Fjölvaútgáfa.
Rvík, 1977.
JÓN ÓSKAR heldur áfram ævi-
sögu sinni. Hér er komið að Birt-
ings-árunum. »Borg drauma
minna« heitir bókin og þarf vart
að spyrja hver var þá draumaborg
ungs skálds — auðvitað París!
Þangað hélt Jón Óskar oftar en
einu sinni og eyddi þar jafnóðum
því litla sem hann vann sér inn
hér heima því hann gegndi ekki
föstu starfi; átti ekki kost á slíku
eða vildi það ekki. Upp úr skáld-
skap var ekki meira að hafa þá en
nú.
Jón Óskar heldur áfram þar
sem frá var horfið í fyrri bókum
að ræða um menn og máiefni á
skáldskaparsviðínu. Stundum
varpar hann sér yfir í skyndisam-
anburð við nútímann og þarf þá
vart að spyrja: heimur versnandi
fer. Þá var allt betra en nú:
»Menn báru með sér ferskan blæ
frá útlöndum. Nú fer hver bjáni
til útlanda og kemur aftur eins og
hann fór.« A þessum árum lék
Jón Óskar stöku sinnum í dans-
hljómsveitum og keypti sér hljóð-
færi: »HIjóðfærið, sem ég nú
keypti mér, kostaði 10 eða 11 þús-
und krónur, eða sem svaraði
þriggja til fjögurra mánaða kaupi
í nýja starfinu. Nú á dögum
kaupa tvítugir poppmúsíkusar
hljóðfæri fyrir sem svarar árs-
launum venjulegra skrifstofu-
manna, og framleiða þó ekki betri
músík en raun ber vitni, flestir
hverjir.« Til Parísar fær skáldið
bréf að heiman og er þar meðal ann-
ars frætt á því að þjóðhátíð, 17.
júní, hafi verið wánægjuleg og
mikill þjóðhátíðarhugur í fólki.
Þá hafði ný kynslóð enn ekki
fundið upp á þvi að gera þessa
hátíð að blöðruhátíð í ameriskum
stíl eða klæða sig skrípabúning-
um eins og á kjötkveðjuhátíðum
suðurlandabúa, og enn vissi ungt
fólk á Islandi hversvegna við
héldum þjóðhátíð.« Jón Óskar lék
með hljómsveit Karls Jónatans-
sonar og »við Karl skiptumst á að
að leika af fingrum fram, því það
var nauðsynlegt. Sá einhæfi tón-
flutningur sem popparar tíðka nú
á dögum, þótti þá ekki boðlegur.«
Um skáldskaparsmekk æskunnar
nú er það að segja að kannski er
»engin furða þó menntaæska nú-
tímans hafi aldrei lært að skynja
ljóð, en æpi af hrifningu þegar
hún heyrir flatrímaða texta
sungna við gítargrip og taki
ósmekklegustu grófyrði og rudda-
fyndni fyrir aðdáunarverða
dirfsku, ef ekki vott um snilli-
gáfu.«
Jón Óskar horfir hneykslaður á
versnandi heim. Hann er orðinn
argur ogroskinníandaogþaðfer
honum vel. En það er um slíka að
segja að þeir liggja alltaf nokkuð
óvarðir fyrir stríðni. Margt mætti
tína upp úr þessari bók er gæfi af
henni neikvæða mynd og ergði
höfundinn enn meira en orðið er.
Jón Óskar varpar yfir á herðar
lesandans geðflækjum atóm-
skálds sem eru jafnhreinskilnis-
Iega og ljóslegar orðaðar sem
atómskáldskapurinn þótti á sín-
um tíma tyrfinn og óskiljanlegur.
Þetta er saga um stefnumót sem
fórst fyrir — stefnumót við skáld-
gyðjuna, frægðina, viðurkenning-
una; saga um árangur sem ekki
náðist; saga kynslóðar sem ætlaði
sér mikinn hlut en náði ekki því
marki sem hún keppti að. Og þar
sem nú Jón Óskar fer mikið ofan í
smáatriði — að minum dómi horf-
ir hann að sama skapi framhjá
aðalatriðunum — skýrist aldrei i
stórum dráttum hvað í raun og
veru brást.
»Það hafa alltaf verið stór gení
sem umfram allt hafa viljað vera
siðustu gení heimsins.« Þessi orð
eru tekin upp úr bréfi Sigfúsar
Daðasonar til Jóns Óskars og lúta
að því að þeim — þá ungum —
þótti miðaldra höfundar, sem
orðnir voru frægir, standa í vegi
fyrir sér, tálma að þeir kæmust
að. Nú er kynslóð Jóns Óskars
orðin gömul í sama skilningi og
wstóru geniin« á sjötta áratugnum
og verður að horfa upp á aðra, sér
yngri menn, ryðja sér braut.
Það er veikur hlekkur í mál-
flutningi Jóns Óskars — svo mjög
sem hann leggur dóm á annarra
skáldskap, t.d. Davíðs — að hann
lætur víðast hvar svo sem framlag
Jón Óskar
atómskáldanna hafi verið allt
jafngott, þar hafi enginn verið
öðrum fremri. Yngri skáldum —
þaö er að segja þeim sem komu
fram nokkru síðar en atómskáldin
— telur Jón Óskar að hafi verið
hampað umfram verðleika, eða
svo hlýt ég að minnsta kosti að
skilja orð hans. Og þeir, sem
fengu ekki inni í Birtingi, svo
vikið sé að honum, hafa alla tíð
síðan verið að hefna sín á því
mæta riti og aðstandendum þess,
þar með töldum Jóni Oskari. En