Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Keflavík Vantar blaðbera í vesturbæ. Uppl. á afgreiðslu sími 1 1 64, Keflavík Fóstra eða annar starfskraftur óskast til starfa á barnaheimilið Tjarnarsel, Keflavík, Upp- lýsingar veitir forstöðukona sími 2670. 2670. Vanur matsveinn óskar eftir plássi á góðum loðnubát. Til- boð sendist Mbl. merkt: „matsveinn — 4043", sem fyrst.
Ólafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar á afgreiðslu í Reykjavík. Sími 10100. JMfagtmliffttoife Húsvörður óskast Heild h.f. Sundaborg óskar að ráða hús- vörð. Verður að hafa eigin bíl til umráða. Vinnu- tími frá kl. 8.00 — 1 8.00 alla virka daga. Starfið er laust nú þegar. Uppl. um aldur og fyrri störf sendist augl.deild Mbl. fyrir 29. des. n.k. merkt: „Húsvörður — 4472". Lagerstarf Starfsmaður óskast sem fyrst til lager- starfa hjá fyrirtæki í Kópavogi. Umsóknir sendist Mbl. merkt: „Lagerstarf — 4048."
Sölustarf Innflutningsfyrirtæki sem verzlar með vél- ar og tæki til iðnaðar óskar að ráða sölumann sem fyrst. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir sendist til Morgunblaðsins fyrir 27. des- ember '77 merkt: „Sölustarf — 4050."
Pípulagningamaður Viljum nú þegar ráða pípulagningamann til lengri eða skemmri tíma. Mötuneyti á staðnum. Bátalón h. f., Hafnarfirði símar 50520 og 52015. Iðnfyrirtæki óskar að ráða sem fyrst starfskraft til skrifstofustarfa. Verzlunarskóla- eða hlið- stæð menntun æskileg Til greina kemur hálfdagsstarf. Umsóknir sendist til afgr. Mbl. fyrir 27. desember '77 merkt: „Iðn- fyrirtæki — 4047".
Ræstingakonur Óskum eftir að ráða konu til ræstinga alla virka daga frá kl. 17 til 18. Upplýsingar veittar á skrifstofutíma 9 —12 oq 14 — 1 7. Franska Sendiráðið. Túngötu 22, Reykjavík.
Vanur matsveinn óskar eftir að komast á góðan loðnubát. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „L — 4473".
Hjúkrunar- fræðingar Sjúkrahús Akraness óskar að ráða tvo hjúkrunarfræðinga á lyflækningadeild, einn hjúkrunarfræðing á handlækninga- deild, tvo hjúkrunarfræðinga á hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrun- arforstjóri í síma 93-23 1 1 .
Skrifstofustarf Starfskraftur óskast sem fyrst til bók- halds-, vélritunar og annarra skrifstofu- starfa hjá litlu verzlunarfyrirtæki. Um- sóknir með upplýsingum um menntun og reynslu sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir 27. desember merkt. „Skrifstofustarf — 4049".
Skrifstofustarf Starfskraftur óskast sem fyrst til vélritun- ar, afgreiðslu og annarra almennra skrif- stofustarfa. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og reynslu sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir 28 des. 1977 merkt: „Á — 4052".
^ Kjötafgreiðsla Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða starfsmann til afgreiðslustarfa í kjötdeild, í eina af matvöruverzlunum félagsins. Nauðsynlegt er að umsækjandi, hafi ein- hverja starfsreynslu. — Hér er um fram- tíðarstarf að ræða. Allar nánari upplýsingar veitir starfs- mannastjóri á skrifstofu félagsins, að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suður/ands.
Járniðnaðarmaður óskast Oskum að ráða vélvirkja eða mann vanan rafsuðu og logsuðu. Gott kaup fyrir réttan mann. Vélvirkinn s. f. Vélaverkstæði Bolungarvík. Sími 94-7348. Skrifstofustarf Fyrirtæki í Sundaborg óskar að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa. Reynsla og þekking á innflutningi nauð- synleg. Starfið er laust nú þegar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 30. des. n.k. merkt. „Traust(ur) — 5307".
— Heimur
versnandi fer
Framhald af bls. 11.
Steinarr. Þegar þar var komið
sögu (á sjötta. áratugnum) að
atómskáldin voru orðin að tiltölu-
lega samstæðum hóp, höfðu ung
skáld og menntamenn ofurtrú á
Steini, tilbáðu skáldskap hans
næstum. Jón Óskar kynntist hon-
um persónulega og lýsir honum
vafalaust nákvæmlega eins og
Steinn kom honum fyrir sjónir.
Athugasemdir hans um styrk og
veikleika Steins i skáldskapar-
fræðum og tungumálum eru líka
vafalaust hárréttar. KaffihúsaJif
þeirra og annarra slíkra er líka
menningarsögulegur kapítuli. Ég
tek líka sem dæmi um mannlýs-
ingar Jóns Óskars Iýsing hans á
Jónannesi Helga, en þeir voru
fyrst samstarfsmenn á Alþingi,
síðan saman í París. Birtings-
mönnum þykir mér Jón Óskar
lýsa dauflegar, þeir standa hon-
um nær en svo að honum þyki
tjóa að segja kost og löst á þeim.
Það sem hann segir frá þeim er þó
sögulega minnisvert.
Hins vegar tel ég Jón Óskar oft
draga rangar eða að minnsta kosti
hæpnar ályktanir af kynnum sín-
um við menn, orðum þeirra, skrif-
um og athöfnum þegar það varðar
að einhverju leyti sjálfan hann
eða ritstörf hans. Af frásögn hans
að ráða hefur honum jafnan verið
illa tekið, raunar einnig atóm-
skáldunum öllum, einkum hefur
verið bægt frá honum (og þeim að
nokkru leyti) þeirri viðurkenn-
ingu sem hann átti skilið. Þar á
móti hlutu önnur skáld ómælda
viðurkenning og sum allt of ríf-
lega.
Ég held að Jón Óskar geri sér
ekki grein fyrir í hverju viður-
kenning er raunverulega fólgin.
Þá fyrst hefur skáld haft erindi
sem erfiði þegar dómbært fólk
tekur að lesa verk þess og fylgjast
með hverju einu sem frá þvi kem-
ur. Verðlaunaveitingar og glamur
í fjölmiðlum ásamt þeim með-
fylgjandi áhrifum að almenning-
ur kannast við nafn skáldsins og
þekkir það af myndum er annar
handleggur, óskylt mál! Slíkur
fyrirgangur þýðir oft hið gagn-
stæða, að skáldið er búið að hljóta
sína viðurkenningu og enginn
væntir neins af því framar, það
fær að njóta þess um sinn að vera
dautt.
I þeim skilningi hlutu bæði
atómskáldin og Birtingur verðuga
viðurkenning. Hins vegar þótti
ekki taka þvi að svipta Davíð
heiðri sínum þó hann væri á gam-
als aldri tekinn að yrkja kvæði
sem voru ekki einu sinni svipur
hjá sjón miðað við það sem hann
hafði ort ungur, en Jón Óskar
getur þess að sér hafi blöskrað sá
leirburður. Davið var keyptur til
jólagjafa til hinstu bókar. En
hann stóð aldrei i vegi fyrir Birt-
ingi. Þeir sem vöfðu síðustu bæk-
ur hans i bjölluskreyttan jóla-
pappír til að gefa vinum og ætt-
ingjum hefðu ekki lesið Birting
hvort eð var og réðu örugglega
engu um viðurkenningu til handa
ungum og upprennandi skáldum í
þann tið. Slíka hluti gerir Jón
Óskar sér ekki ljósa — eða horfið
framhjá þeim.
En um ljóð Jóns Óskars og mat
á þeim sem honum verður sjálf-
um svo tíðrætt um, er það að segja
að ég tel þessa ævisögu hans betri
— og er þó margt gott um þau að
segja.
Erlendur Jónsson
— Skyldu-
sparnaður
Framhald af bls. 2
un samkv. ákvæðunr. 52. grein
skattalaga. Einnig gætu verið
afbrigði frá þessu, ef mismun-
urinn af vergum tekjum og
skattgjaldstekjum væri hærri
en ákveðin gefin fjárhæð, þá
hækkuðu skattyfirvöld grunnin
til skyldusparnaðar. Einnig
væri þegar um væri að ræða
atvinnurekanda eða mann með
sjálfstæðan atvinnurekstur,
sem væri að mati skattyfirvalda
með lægri tekjur en ætla mætti
ef hann hefði verið launþegi
hjá öðrum, þá væri grunnurinn
hækkaður og skattgjaldstekj-
urnar sem kæmu út úr mismuni
hinna þriggja liða sem áður eru
taldir, væri þá orðnar grunnur
þessa aðila.
Hér fer á eftir tafla sem sýnir
hvernig skyldusparnaður
reiknast.
— Ríkisbankar
Framhald af bls. 3.
Hjá Utvegsbankanum fékk Mbl.
þær upplýsingar að þegar ekki
væri tekið tillit til Fiskveiðasjóðs
hefði starfsmannafjöldinn 1. okt.
sl. verið alls 255 og væru þá 10
starfsmenn i hálfu starfi, en t.d.
árið 1970 hefði starfsmannatalan
verið 218 og þá 6 starfsmenn i
hálfu starfi.
Morgunblaðinu tókst ekki að fá
upplýsingar um starfsmanna-
fjölda Framkvæmdastofnunar.
Starfsmenn þar vísuðu á Tómas
Arnason forstjóra, sem hafði hins
vegar tölurnar ekki handbærar
þegar Mbl. náði tali af honum
mitt í önnum siðustu daga þings-
ins, en sagði að hjá stofnuninni
hefði svonefndum sérfræðingum
fremur fækkað upp á síðkastið en
erfiðara væri að meta þróunina
varðandi fjölda skrifstofuliðs, því
að þar væri meiri hreyfing á
starfsliðinu.