Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977
V
með flugeldum
fráokkur
Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós
SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR
OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM
ÚTSÖLUSTAÐIR;
KÓPAVOGUR:
REYKJAVÍK:
Skátabúðin, Snorrabraut
Volvosalurinn, Suðurlandsbraut
Fordhúsið, Skeifunni
Alaska, Breiðholti
Við Straumnes, Breiðholti
Seglagerðin Ægir, Grandagarði
Hagabúðin, Hjarðarhaga.
Við Kjötmiðstöðina, Laugalæk
Við Hreyfilsstaurinn, Árbæjarhverfi
Tryggvagata, gegnt Tollstöðinni
Nýbýlavegi 2
Skeifunni, Smiðjuvegi
Skátaheimilinu Borgarholtsbraut
Leikskólanum v/ Vörðufell
SUÐURNES:
Skátaheimilinu Njarðvík
Kjörbúð Kaupfélagsins Njarðvík
Saltfiskverkun Rafns HF. Sandgerði
Vogabær Vogum
GARÐABÆR:
íþróttahúsið v/Blómabúðina Fjólu
AKUREYRI:
Ferðaskrifstofunni v/ Geislagötu
Skipagötu 12
Söluskúr v/ Hrísalund
Söluskúr v/Höfðahlíð
VESTMANNAEYJAR:
Kaupfélagshúsinu Hólagötu 28
Skólaveg 4
Reyni v/ Bárugötu
HVERAGERÐI:
Hjálparsveitarhúsinu
ÍSAFJÖRÐUR
Skátaheimilinu
BLÖNDUÓS:
Hjálparsveit skáta Blönduósi
Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari - Þeir kosta 2500 kr. -
H..U 4000 kr. og 6000 kr.. í hverjum fjölskyldupakka er leiðarvísir
r.'fa. um meðferð skotelda - inn í 10 slíka leiðarvísa höfum við
sett 20 þúsund króna ávísanir. Það borgar sig að gæta vel að
leiðarvísinum, hann færir öllum aukið öryggi - og 10 manns
Q wœ þar að auki 20 þúsund krónur.
OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI
'+'i Flugeldamarkaðir
jkj Hjálparsveita skáta
Jólabegónía
Begonia cheimantha
í síðustu grein var
minnst á nokkur algeng
jólablóm m.a. hina vin-
sælu Jólabegóníu, og
verður hennar nú getið
nokkru nánar:
Jólabegónía fannst á
Góðrarvonarhöfða árið
1836 og á eynni Socotra
sunnan viö Arabíu árið
1880. Var brátt farið að
kynbæta hana og hlaut
hinn góði bastarður, sem
garðyrkjumaðurinn
Victor Lemaine í Frakk-
landi framleiddi árið
1891, nafnið Begonia
Gloire de Lorraine. (Hún
er einnig stundum nefnd
B.socotrana).
Jólabegónía er mjög
vinsæl stofujurt. Jóla-
gleði kalla Norðmenn
hana. Blómgunartíminn
er oft frá því f ágúst og
langt framyfir jól. Blöðin
eru skjaldlaga. Neðst við
stöngulinn sitja lauk-
kenndir æxlihnúðar.
Blómin ljósrauð, fjölda-
mörg og endast lengi. Til
eru hvítblómguð af-
brigði. Góð jólabegónía á
að hafa gilda, safaríka
stöngla. Sveppir lita
stundum stönglana grá-
leita eða dökka. Blöðin
eiga líka að vera algræn
og fræflar frísklegir þeg-
ar jurtin er keypt. Eiga
blöðin að hylja yfirborð
pottsins og hina stóru að-
alstöngla og jurtin á að
vera vel föst í pottinum.
Jólabegónía þrífst vel í
svala og raka og getur þá
enst lengi. Þegar farið er
að kynda mikið á vetrum
eru viðbrigðin mikil úr
raka gróðurhúsaloftinu í
þurrt og heitt stofuloftið
og hætt er við að blóm-
hnappar falli þá af. Betra
er ef hægt er að fá jóla-
begóníuna áður en farið
er að kynda mikið svo
hún geti smá vanist
stofuloftinu. Þegar blóm-
in eru fallin má skera
ofan af jurtinni og getur
hún þá blómgast aftur
eftir nýárið. Moldin má
ekki þorna, en dregið er
þó úr vökvun eftir að
blómgun er um garð
gengin. Fjölgun með
græðlingum.
Venjulega er nú jóla-
begónía keypt árlega, en
þá getur hún lifað vetur-
inn á svölum, sæmilega
björtum stað. Sterkt sól-
skin þolir hún ekki. Hæfi-
legur jarðvegur þykir
mómylsna, ofurlítið
blönduð sandi og gróður-
mold.
Hinir mörgu bastarðar
þrífast misvel, eru mjög
fjölbreytilegir og bera
ýmis sérnöfn.
I.D.
GLEÐILEG JÓL
BLÚM
UMSJÓN: ÁB.