Morgunblaðið - 24.12.1977, Page 6

Morgunblaðið - 24.12.1977, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 Bridge eftir PÁL BERGSSON Bridge er og hefur verið um nokkurt skeið vinsælasta tóm- stundáiðja fólks hér á landi. Þetta kann að þykja nokkuð glannaleg fullyrðing en er án alls vafa laukrétt. Ötrúlegur fjöldi fólks spilar reglulega í heimahúsum auk þeirra, sem þátt taka í starfsemi bridge- félaganna. Innan landssamtaka bridge- manna, Bridgesambands ís- lands, eru nú 29 félög og félaga- tala þeirra er um 1500 manns. En sennilega er þetta minna en tíundi hluti þeirra, sem kunna og spila bridge reglulega. Það er þannig vægt áætlað, að bridge sé tómstundagaman 15000 karla og kvenna, ungra sem aldraðra. Fyrr á árum var þetta iþrótt fína fólksins en nú er bridsinn orðinn eign allra þjóðfélags- hópa, enda eðlilegt. Engin önn- ur hugaríþrótt býður upp á jafnmikinn fjölbreytileika við- fangsefna ásamt félagslegu samneyti í góðum hópi. Allt fer fram innan ramma ákveðinna siðareglna þar sem allir hafa jafna möguleika til árangurs. Og þeir sem sætta sig ekki við misjafna spilaheppni hafa gjarna reynt keppnisbridge og komist að raun um, að þar verða viðfangsefnin jafnvel enn skemmtilegri. Þessi upphafsorð eru í raun- inni afleiðing hugleiðinga um hversu margir kunni að lesa pistil þennan. Og þar sem sú ágæta regla, að ekki skuli spila á spil á jólum er víða enn í heiðri höfð er sennilegt, að mörgum muni líka að fá dægradvöl í formi þrauta. Við- fangsefnin eru sett fram eins og þau koma fyrir við spilaborð- ið. Einkunn er gefin með rétt- um úrlausnum en þær siðan skýrðar lítillega í daglegum þáttum blaðsins milli jóla og nýárs, eftir því sem þörf krefur og rúm leyfir. Þá hefjum við leikinn en all- ar eru þrautirnar miðaðar við úrlausn úr sæti suðurs. 1. Sveitakeppni, vestur gaf og allir á hættu. Norður S. KD542 H. AD2 T. KG5 L. Á5 Suður S. 3 H. K96 T. D10963 L. K842 Eftir að norður opnar á ein- um spaða verður suður sagn- hafi i þrem gröndum. Ut kemur spaðatía. Orspilsáætlun? 2. Rúbertubridge, suður er gjafari en austur og vestur á hættu. Norður S. 92 H. AD42 T. 863 L. 9742 Suður S. AKD103 H. KG3 T. 74 L. AK3 Lokasamningurinn er fjórir spaðar. Nokkuð vel gert að lenda ekki í þrem gröndum. Og vestur spilar út tígulkóng, síð- an tigultíu, sem austur tekur með ás og hann spilar enn tígli. Þú trompar með þristi, færð slaginn og nú þarf að ákveða framhaldið. Tíu jólaþrautir 3. Sveitakeppni, austur gefur og allir á hættu. Norður S. G103 H. 963 T. AKD109 L. K2 Suður S. AKD95 H. Á754 T. G L. 963 Vestur spilar út laufgosa gegn fjórum spöðum. Þetta virðist einfalt spil. Austur tek- ur kónginn með ás, tekur á laufdrottningu en finnur siðan viðkvæman blett þegar hann skiptir í tíguláttu. Hvernig spil- ar þú spilið? 4. Með sína fjóra punkta hækkar norður tveggja granda opnun þína í þrjú grönd. Norður S. 762 H. G94 T. 7654 L. K75 Suður S. ÁKG H. K103 T. ÁDG10 L. ÁG3 Og vestur spilar út hjarta- sexi. Austur tekur á ásinn og hvernig hagar þú úrspilinu? 5. Allir á hættu og suður gaf. Norður S. D2 H. KG95 T. ÁDG85 L. 105 Suður S. ÁK5 H. Á876 T. 76 L. ÁKD4 Aðeins eitt spil telst rétt svar. Síðustu fjögur spilin eru öll varnardæmi. 7. Suður gefur og austur- vestur eru á hættu. Tvær spurningar og sú fyrri er; opn- ar þú á þessi spil? S. AD4 H. 1042 T. K5 L. D8652 En sú síðari er um vörnina gegn þrem gröndum, spiluðum í vestur eftir þessar sagnir. Suður Vestur Norður Austur pass pass pass 1 T pass 1 H pass 3 T pass 3 G allir pass. Norður spilar út spaðasjöi. Hendi þín og austurs eru þann- ig- Austur S. 102 H. K3 T. ADG1042 L. ÁK3 Suður S. AD4 H. 1042 T. K5 L. D9652 Sagnhafi lætur tíuna frá blindum og hvað sýnist þér um möguleika varnarinnar? 8. Vestur gjafari og allir eru á hættu. Austur S. KD105 H. G5 T. ÁD1092 L. 105 Suður S. 8732 H. 972 T. 754 L. K62 Norður spilar út hjartaás gegn fimm laufum eftir þessar sagnir: Hvað sýnist þér um mögu- leika varnarinnar og getur þú tekið raunhæfan þátt í henni? 9. Vestur er gjafari og allir utan hættu. Austur S. DG98 H. 5 T. KDG4 L. AK105 Suður S. A7 H. A9764 T. 9 L. G9862 Spiluð er sveitakeppni og sagnirnar hafa gengið þannig: Vestur Norður AusturSuður pass pass 1T 1H 1 S 2 H 4 S allir pass Norður spilar út hjartagos, sem þú tekur með ás og vestur lætur drottninguna. Hvaða spili spilar þú næst? 10. 1 tvímenningskeppni er austur gjafari og austur-vestur eru á hættu. Austur S. 743 H. KG4 T. ÁD5 L. 9632 Suður S. G5 H. D10965 T. 9742 L. A8 Vestur opnaði á einu grandi sterku og austur hækkaði um- svifalaust í þrjú. Makker spilar út spaðasexi. Þú lætur gosann og færð slaginn. Útlitið virðist ekki sérlega gott en þú spilar spaðafimmu til baka þvi ekki er annað vænlegt. Þá lætur vestur kónginn og makker drepur með ás. Hann spilar síðan spaða- tvisti og hvaða spil lætur þú af hendinni? Svör og einkunnir ^amningurinn er sex hjörtu og vestur spilar út spaðatíu, sem þú tekur á hendinni með ás. Hvaða spili spilar þú næst og hvers vegna? 6. Nú þarf að finna rétt útspil gegn fjórum spöðum. Austur gaf en allir eru á hættu. Hendi þín er þessi. S. G108 H. DG95 T. KG83 L. A4 og sagnirnar gengu þannig: Austur Suður Vestui Norður 1 S pass 2 S pass 3 T pass 4 S allirpass Vestur Norður Austur Suður 1 L 3 L 4 L 1 H 1 S pass 3 T pass 5 L pass pass allir pass 1. Til að vinna spilið þarf engan slag á spaða. Ef austur á í spaða ÁG xxx og tígulásinn má alls ekki láta háspil frá borði í fyrsta slag. 1 sveitakeppni er öryggið fyrir öllu og þú færð 8 stig fyrir að gefa spaðatiuna og einnig þegar vestur spilar aftur spaða. 2. I þessu spili þarf að ná öllum trompunum af andstæð- ingunum áður en hjartaslagirn- ir eru teknir. Hættan er að gos- inn sé með þrem smáspilum og þvi ekki að gefa á hann strax. Spaðatían í fjórða slag gefur því 9 stig. 3. Það er 4—1 tromplegan, sem þarf að varast. Þú færð 11 stig fyrir að taka á spáaás, spila lágum spaða á tiuna og spila síðan tíglunum. En fyrsta af- kastið af hendinni þarf að vera lauf. Andstæðingarnir mega trompa því spaðagosinn verður innkoma siðar. Allar hendurn- ar verða sýndar miðvikudaginn 28. des. 4. Að láta hjartakónginn í ás- inn gefur 10 stig. Þá eru fyrir hendi tvær innkomur i borðið til að svína tíglinum tvisvar. Allar hendurnar verða sýndar miðvikudaginn 28. des. 5. Tígull frá hendinni gefur 9 stig hafir þú ætlað að svina. Ef austur á tígulkónginn hefur þú ekki efni á að gefa slag á hjarta en það getur ráðið úrslitum hvernig meðhöndla skal litinn. Skýrt nánar fimmtudaginn 29. des. 6. Tromp út ræður úrslitum. Og aðeins áttan gefur 11 stig. Það er óhagstætt að spila út gosanum þegar makker á drottninguna blanka enda ástæðulaust. Allar hendurnar verða sýndar á fimmtudag. 7. Það þykir ekki góð latína að opna á slika hendi. Fyrir passið færðu 3 stig, sem er kannski lítið því opnun mundi eyðileggja möguleika varnar- innar gegn þrem gröndum vest- urs. Með því að nota ellefu- regluna og draga útspilið frá ellefu má sjá að sagnhafi á eitt spil yfir útspilinu. En sé það kóngurinn er um að gera að pína sagnhafa til að taka á hann strax. Hann veit ekki hver á hin lykilspilin, spaðaásinn og tígul- kónginn. Spaðadrottningin í fyrsta slag gefur því 9 stig og íiður þessi þannig 12 stig í-allt. Allar hendurnar verða sýndar á föstudag og spilið skýrt betur. 8. Norður á ábyggilega bæði ás og kóng í hjarta en það eru bara tveir slagir. Ef hann á lika spaðaásinn þarf ekki að hugsa mikið um spilið en eru nokkrir fleiri möguleikar? Jú einn. Laufkóngurinn getur orðið slagur ef hægt er að fá norður til að taka einnig á hjartakóng og spila síðan hjarta í þriðja sinn hvort sem hann á drottn- inguna eða ekki. Þú færð 10 stig fyrir að segjast eiga aðeins tvö hjörtu, láta fyrst hátt og síðan lágt. Sagnhafi trompar ef- laust með tíunni en nær þá ekki kóngnum og hann verður þriðja slagurinn. Það er að vísu illa gert að plata makker sinn. En i þessu spili er það vissara. 9. Sennilega er þetta skemmtilegasta þrautin. Þau færð 10 stig hafir þú ætlað að taka á spaðaásinn áður en tigl- inum er spilað. Það er nokkuð augljóst að fjórði slagur varnar- innar fæst aðeins ef þú færð að trompa tigul. Hættan er, að norður veit ekki nema nían sé hærra spilið af tveim og gefi sé níunni spilað strax. I heild verður spilið skýrt nánar á föstudag. 10. Þetta er dálftið erfið vörn en laufásinn þarf að fara í slag- inn. Makker á hugsanlega lauf- gosann en meira á hann varla. Hann er því eina hugsanlega innkoman á hendi hans til að taka spaðaslaginn. Hafir þú, lesandi góður, ekki ætlað að láta laufásinn flækjast fyrir og látið hann í spaðatvistinn færðu 10 stig. Allt spilið verður sýnt og skýrt ítarlega á gamlársdag. Nokkrar þrauta þessara eru erfiðar og ætti því enginn að láta hugfallast þó árangurinn sé ekki góður. En annars má miða við þessar einkunnir: 30 stig og minna; ekki sem best. Kannski gengur betur næst. 30—50 stig; gat verið minna. 50—60 stig; sennilega meðal- árangur. 60—70 stig; þér er sennilega óhætt að spyrja kunningjana um árangur þeirra. 70—80 stig; ágætt, þú hlýtur að hafa lesið brigdsinn í mogg- anum daglega. 80—90 stig; frábært. 90—100 stig; snillingur ertu! Það er Ieitt að vita ekki nafnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.