Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 Bændafundur á Egilsstöðum: Sídari grein: „Bændastéttin á ekki að beygja sig í duftid” I blaðinu í gær var fyrri greinin um almennan bændafund á Egilsstöðum, en hér fer á eftir fram- haldsfrásögn af þeim fundi: Hættur fylgja aðgerð- um gegn offramleiðslu Sævar Sigbjarnarson bóndi i Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá taldi að markvisst bæri að stefna að því að hafa vald á því hvað framleitt væri á hverju land- svæði, þótt slfkt yrði auðvitað aldrei einhlítt. Kvað hann þjóðfé- lagið ekki hafa efni á þvf að láta neitt af landinu fara í eyði og þvi yrði að vinna markvisst að því að flytja ýmsar þjónustugreinar út á Sævar Sigbjarnarson mexri hagkvæmni mætti gæta í landbúnaðinum á margan hátt og nefndi sem dæmi að á tilraunabú- um ríkisins væru 14 þús. ærgildi. Taldi Sævar sýnt að flytja mætti eitthvað af þessum tilraunum yfii á bú bænda til þess að spara fyrix hið opinbera og nýta betur bú bænda. bændur, því það væru kosningar í nánd, en ef þeir sinna ekki þess- um málum, sagði Pétur, þá skul- um við velgja þeim undir uggum í vor og við skulum gera okkur grein fyrir þvi að þegar þessir stóru flokkar eru i ríkisstjórn, framsókn og íhald, þá hefur bændum gengið verst undan. Dreifingarkostnaður landbúnaðarvara allt of hár Pétur Jónsson bóndi á Egils- stöðum kvað mikið alvörumál vera á ferðinni, en þó taldi hann allt of mikið gert úr offramleiðsl- unni. Ef við getum ekki útvegað nóg kjöt og mjólk, sagði Pétur, þá hreyta þeir sömu og nú kvarta því i okkur að við séum ræflar sem Hrðpieg lítils- virðing fyrir sanngjarnar kröfur Sveinn Guðmundsson á Sel- landi í Jökulsárhlíð hrósaði þeirri kynningu sem fram færi á bænda- fundum, en meginvandann sem væri að ræða kvað hann til kom- inn vegna þess að vara bænda seldist ekki á því verði sem bænd- Iandsbyggðina. Taldi hann kjarn- fóðurskattinn óumflýjanlega nauðsyn, en alla áherzlu yrði að leggja á að nýta vel þá peninga sem inn kæmu með þeim skatti. Hins vegar sagðist Sævar telja að bændur þyrftu að huga betur að heyöflun og taka sig almennt á í að bjarga heyinu á meðan fóðrið væri mest i því. Taldi hann að heykögglaframleiðsla myndi aldrei leysa allan vandann, þvi það ykjust ekki fóðureiningarnar þótt gras væri snarþurrkað í gras- köggla. bá taldi Sævar nauðsyn að þess yrði gætt að ekki yrði haft of lágt verð á kjarnfóðri ef það ylli offramleiðslu og drægi úr ræktun og nýtingu islenzks lands. Sævar spurði síðan hvort það væri ekki orðinn siður hér að velta öllu upp á „Drottinn“, upp á ríkisvaldið? Hann hvað margar hættur fylgja því að stemma stigu við offramleiðslu, en hann taldi að ekki getum sinnt okkar skyldum í búskap. Þótt upp komi timabund- inn vandi þá verðum við að horfa til framtiðarinnar, horfa til fólks- fjölgunar sem stöðugt er vaxandi í þjóðfélaginu. Við höfum nær- tækt dæmi hér á Héraði þar sem engir neytendur voru fyrir skömmu nema á bændabýlunum. Þá kvaðst Pétur vilja vekja athygli á því að nauðsynlegt er að auglýsa íslenzka lambakjötið, hrá- efni sem væri boðlegt á dýrustu og vandlátustu mörkuðum í heimi, því haglendið hér gæfi bezta bragð sem hægt væri að hugsa sér. Þá ræddi Pétur nokkuð um dreifingarkostnaðinn og taldi hann allt of háan því hann væri um 40% á leiðinni frá því að bóndinn skilaði fé í rétt og þar til kjötið kæmi til neytenda. Pétur taldi að ríkisstjórnin ætti bágt með að semja um þessi mál við ur þyrftu að fá fyrir hana. Ræddi Sveinn nokkuð um þá óánægju sem kom upp með úrskurði yfir- nefndar þegar hún hunzaði rökin sem bændur hafa Iagt fram fyrir verðlagsgrundvellinum. Kvað hann bændum þar sýnd hrópleg lítilsvirðing fyrir eðlilegar og sanngjarnar kröfur og þá ekki síður með þvi að konu bóndans sé reiknað minna kaup en bóndan- um. Þá ræddi Sveinn áróðurinn gegn landbúnaðinum og bændum, áróðurinn um óhollustu landbún- aðarvara og áróður Dagblaðsins gegn landbúnaðinum i heild. Sveinn ræddi nokkuð um það að fyrir tveimur árum hefðu bændur fengið allt að 90% af grundvallarverði fyrir útflutt kjöt, en nú væri þetta komið nið- ur fyrir 50% vegna hinnar miklu verðbólgu sem við byggjum við í þjóðfélaginu. Hlýtt á umræður. Fyrr hafa risið smjörfjöll á íslandi og hjaðnað Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vaðbrekku I Jökuldal benti á það að smjörfjöll hefðu fyrr risið á tslandi og hjaðnað aftur án þess að til stórtíðinda drægi. Aðal- steinn kvaðst mæla með fóður- bætisskattinum af því sem um væri að ræða, því þær aðgerðir myndu draga úr framleiðslu um leið og þær sköpuðu fé til útflutn- ingabóta. Spurði hann hvort ekki mætti nota eitthvað af þessum skatti til að verðbæta mjólk þar sem um vanda væri að ræða í mjólkurframleiðslu og skort. Einnig taldi hann að verðbæta mætti grasköggla. Aðalsteinn Aðalsteinsson Að mikla vandann ekki um of Þorsteinn Sveinsson kaupfé- lagsstjóri á Egilsstöðum ræddi um verðútreikninga á dilkakjöti og ágreininginn um verðmætaút- reikning Hagstofu Islands og Framleiðsluráðs, en þar munar 120 millj. kr. eða 10 kr. á kg. Kvað Þorsteinn það hafa komið í ljós á afurðareikningi að ef miðað er við útreikninga framleiðsluráðs þá sé unnt að greiða til baka 10—12 kr. á kg og ef til vill 3—4 kr. I viðbót. Hvatti Þorsteinn til þess að menn mikluðu ekki vandann fyrir sér um of, því sölutregðan nú væri ekki stór vandi miðað við það þegar bændur sá tún sín kalin ár eftir ár. Þá benti Þorsteinn kaup- félagsstjóri á það að á Austur- landi væri ekkert um það að nautakjöt væri selt framhjá sölu- leiðum bændasamtakanna. Sölutregða í kjölfar áróðurs gegnlandbúnaði Jón Hrólfsson bóndi á Haugum i Skriðdal kvaðst telja að sölu- tregðan væri höfuðvandinn og fylgdi i kjölfar áróðursins gegn bændastéttinni og þeirri fram- leiðslu sem hún ynni að. Þá kvaðst Jón ekki sjá að ríkisstjórn- in hefði áhuga á að breyta úrelt- um 18 ára gömlum lögum f sag- bandi við 10% útflutningsupp- bótakvótann. Taldi Jón nauðsyn að taka upp niðurgreiðslu á fram- leiðslustiginu, en ekki sölustiginú og þá taldi hann það algjört lág- markskröfu að 20% söluskattur- inn yrði felldur niður af kjöti. Lækka má framleiðslukostnað á markvissan hátt „Ég kem hér með hálfum huga,“ sagði Jón Steinar Elísson á Hallfreðarstöðum í Hróars- tungu,“ því við lestur á „fundar- gerð Stéttarsambands bænda 1977“, rak ég augun i fyrirsögn- ina: Ungir þingfulltrúar og skipu- leg og röskleg vinnubrögð ein- kenndu fundinn. Siðan var viðtal við hina ungu fulltrúa er höfðu ekki áður setið stéttarsambands- fund. Með fullri virðingu fyrir þeim mönnum sem þarna var rætt við þá hef ég grun um að þeir hafi verið á aldrinum hálffimmtugir til sextíu ára. Hve gamlir voru reyndari menn þingsins? Ég hlýt því að teljast kornabarn sem eigi að liggja i vöggu og halda mér saman. Heldur vil ég tjá það álit mitt að stöðnun hafi átt sér stað í herbúðum bændasamtak- anna og af því er nú verið að súpa seyðið. Ég tel að í rekstri hinna ýmsu búgreina eigi ekki að blanda saman, þvi að mjólkur- framleiðsla getur borið sig eitt árið og ef til vil þarf að greiða verðjöfnuð á kindakjöti og svo öfugt. Ég tel að framleiðslu- kostnað megi lækka með eftirtöld- um aðferðum og hagnaður af þeim verði eingöngu til að lækka verð landbúnaðarvara og að til komi aukið fjármagn til stofnlána landbúnaðarins sem tryggi örugg rekstrarlán: 1. Endurskoðaður verði rekstur Áburðarverksmiðju ríKisins. Þorsteinn Sveinsson Áburðarverðið nú er g^igvænlegt miðað við að verksmiðjan hefur örugga rekstrarmöguleika og fær að vita sina framleiðslu með árs fyrirvara, en mörg fyrirtæki myndu þiggja þær upplýsingar og gefa mikið fyrir þær. 2. Að fella innflutningstoll og söluskatt niður af öllum hey- vinnuvélum og vinnsluvélum landbúnaðarins. 3. Að lækka raforkugjald til bænda sérstaklega um sumartim- ann þegar rafmagnsveiturnar hafa næga afgangsorku. Þvi mega bændur ekki nýta þá orku til þess að auðvelda þeim heyþurrkun. 4. Að stöðva beri einokun á framleiðslu einfasa rafmótora til súgþurrkunar eða rafmagnsveit- ur ríkisins greiði eitthvað af þeim kostnaði sem virðist vera fólginn í framleiðslu þeirra og losni þannig við allar bollaleggingar um þriggjafasa rafmagn á hvern sveitaþæ. 5. Að fella niður söluskatt af öllu kjöti og lækka sláturkostnað. 6. Að allar niðurgreiðslur komi inn á frumstigi framleiðslunnar en ekki lokastigi hennar. 7. Að bændur auki hagræðingu í búrekstri sínum svo sém með félagsbúskap, þannig að nýting véla og húsakosts verði meiri. Sú hækkun á fóðurbæti sem nú er áformuð er fáránleg ráðstöfun til að lækka framleiðslukostnað, eða til að leysa þann vanda sem nú steðjar að. Þá vék Jón Steinar að þvi að hann vildi láta takmarka inn- flutning á svokallaðri harðfeiti og nota smjör í staðinn. Með því móti taldi hann smjörframleiðslu og mjólkurframleiðslu borgið. Þá kvaðst Jón Steinar telja að það fólk sem ætti sér kindur til gamans og nokkurs gagns ætti fullan rétt á þvi. Yfirleitt kvað hann um að ræða i þeim efnum gamla bændur sem hefðu látið af búskap og kvað hann þá sem réð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.