Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 l’r íslenzkum þjóósöjíum Um Grýlu, Leppalúda og f jölskyldu þeirra NtJ á dögum eru jólasveinar góðir, gráhæróir öldungar, með sítt skegg og poka á baki. Þeir koma til byggða með gjafir handa börnum — og fá börn vita, hvernig þeir voru hér áður fyrr. Við birtum hér stuttan kafla úr ísl. þjóðsögum. Þó nú gangi ekki lengur nein munnmæli um Grýlu að telj- andi sé verður allt um það að geta hennar að því sem finnst um hana í fornum ritum og þulum og manns hennar Leppa- lúða, því að fyrr á öldum hafa farið miklar sögur af þeim, en einkum henni, svo að löng kvæði hafa verið um þau kveð- in og mörg um Grýlu. Þau áttu bæði hjónin að vera tröll enda er Grýla i tröllkvennaheitum í Snorra-Eddu. Mannætur voru Pottasleykir þau og sem önnur tröll og sótt- ust einkum eftir börnum þó einnig þægju þau fullvaxna menn. En eftir að farið var að hætta að hræða börn á upp- vextinum með ýmsu móti hefur Grýlutrúin lagzt mjög fyrir óðal því að Grýla var mest höfð til að fæla börn með henni frá ógangi og ærlsum og því er orðið grýla þegar i Sturlungu haft um tröll- konu eða óvætt sem öðrum stendur ógn af Og grýlur um ógnanir. Snemma hefur Grýla verið gjörð ógurleg því Sturlunga getur þess að hún hafi fimmtán hala. Hið sama stendur og um hana í þulunni: „Cirýla reið fyrir ofan garð, hafði hala fímmtán. en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belgi börn tutlugu." Þess var þegar getið að bóndi Grýlu hét Leppalúði. Hann var að öllu samboðinn henni á hátt- um sínum, en ekki fullt eins skrímslislegur ef til vill. Þau áttu saman tuttugu börn ... Þau Grýla og Leppalúði áttu og fleiri börn .. . Það voru pilt- ar þeir sem venjulega hafa ver- ið kallaðir jólasveinar. En þótt þeir séu fortakslaust kallaðir synir Grýlu og Leppalúða í Grýlukvæði því, sem prentað er í Snót er það sumra manna mál að Grýla hafi átt þá áður en hún giftist Leppalúða, og greinir þó ekki frá faðerni þeirra. Jólasveinar heita svo eigin- legum nöfnum: 1. Stekkjar- staur, 2. Giljagaur, 3. Stúfur, 4. Þvörusleikir, 5. Pottasleikir, 6. Askasleikir, 7. Faldafeykir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþef- ur, 12. Ketkrókur, 13. Kerta- sníkir. En því eru þeir þrettan að tölu að hinn fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól, síðan einn á hverjum degi og sá síð- asti á aðfangadag jóla. A jóla- daginn fer hinn fyrsti burt aft- ur og svo hver af öðrum, en hinn siðasti á þrettánda dag jóla. Jólasveinarnir hafa verið eins og foreldrarnir hafðir til að hræða börn með, en einkum um jólaleytið. Attu þeir þá að koma af fjöllum ofan til manna- byggða til að fremja þá iðn er hver þeirra tamdi sér og flest nöfn þeirra eru við kennd, en allir voru þeir eins vísir til að taka börn þau er hrinu mjög eða voru á annan hátt óstýrlát. Þó að það virðist eftir áður- sögðu engum efa bundið að jólasveinarnir hafi verið þrétt- án að tölu hefur þó ekki öllum borðið saman um það atriði heldur en um faðerni þeirra. Segja sumir, að þeir hafi ekki verið fleiri en níu og bera fyrir sig þulu þessa: „Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum. 1 fvrrakvöld þá fór ég að hátta þeir fundu hann Jón á Völlunum. En Andrés stóð þar utan gátta, þeir ætluðu að færa hann tröllunum. En hann beiddist af þeim sátta, óhýrusfu körlunum, og þá var hringt öllum jólabjöllunum.“ Auk tuttugu hinna fyrrtöldu barna og jólasveina segir ein þula enn, að hún eigi nítján til. Þulau er þannig: Grýla kallar á börnin sín þegar hún fer að sjóða til jóla. „Komið hingað öll til mfn, Nípa, Tipa, Næja, Tæja, Núpur, Pútur, Nafar, Tafar, Láni, Gráni, Leppur, Skreppur, Leppatuska, Lan(g) leggur og Leiðindaskjóða, Völustallur og Bóla." Giljagaur Sá fyrsti hét Casþar kóngur. Hann átti einn aldingarð nærri sínu herbergi. Þar var eitt tré sem spáð hafði verið fyrir að það sk.vldi standa so þangað til að Kristur fæddist. Varð það mjög gamalt að nær voru af rotnir allir kvistir, en á þeirri nótt er Kristur var fæddur þá blómgvaðist tréð og sat þar á fugl og sagði í sínum söng að frelsarinn væri fæddur. Annar kóngur hét Melchior. I hans garði var einn fugl er hét strás (strúss). Og á þeirri nóttu er vor herra var borinn þá varp hann á móti sinni náttúru tveimur eggjum og lagði bæði eggin út, og var f öðru iamb, en í öðru leon (Ijón), og þýddu meistarar það so að lausnarinn væri borinn. Þriðji kóngurinn hét Balthas- ar. 1 hans návist varð ein kona léttari að sveinbarni, og strax er það var fætt talaði það og sagði að heimsns frelsari væri fæddur, „og til merkis á ég að lifa 33 daga eins og hann árin.“ Austurvegs- vitringarnir „Nóttin var^ú ágæt ein, í allri veröld ljósið skein, það er nú heimsins þrautarmein, að þekkja hann ei sem bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. I Betlehem var það barnið fætt, sem bezt hefur andar sárin grætt svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði Guð og mann, í lágan stall var lagður hann, þó lausanarinn heimsins væri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Lofið og dýrð á himnum hátt Honum með englum syngjum þrátt, friður á jörðu og fengin sátt, fagni því menn sem bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Á þig breiðist elskan sæt, af ölíum huga ég syndir græt, fyrir iðran verður hún mjúk og mæt, miður en þér þó bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.“ Einar Sigurðsson. Friður jólanna Jól er tími friðar. Jól er tími gleði og kærleika. Jól er hátíð Ijóssins. A sérstakan hátt flytur þessi friðarhátíð fagnaðartíð- indi í dimmasta skammdeginu á tslandi. Ómur englanna frá völlum Betlehems hijómar enn skært og minnir okkur á boðskap englanna hina fyrstu jólanótt: „Verið óhræddir. Því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.