Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 57 ast eða hvort hann var fær um að sinna þessu starfi útkeyrður. Lifs- kjaragræðgin er orðin svo yfir- þyrmandi og óhugnanleg að það setur hroll að manni. Svo eru það hinft\ sem eiga milljónir í erlend- uin bönkum. Hvernig skyldi það fé hafa verið fengið? Fjárgræðgi lslendinga er óhugguleg og hver reynir að hafa sem mest fyrir sig, skitt með hina. Ekki er þetta huggulegt þjóðfélag fyrir uppvaxandi kynslóð. A ekki að athuga umboðslaunin betur? Vita stjórnvöld ekki hvað mikið er innflutt og vita þau þá ekki hve umboðslaunin eru mikil? Það er sjálfgerð blinda ef þau sjá ekki og gera ekkert. Nú vaða uppi framagosar sem vilja kollvarpa kerfinu. Er það nokkur furða? Er ekki auðskilið að ungir menn og konur vilji hrinda þessum fjárgróðaöflun úr valdastöðum og upplýsa óheiðar- leikann? Verkamaður.“ Sjálfsagt vilja flugumferðar- stjórar svara hér einhverju eða einhver fulltrúi þeirra og skal orðið við þvf ef um það verður að ræða. Valvakandi lftur svo á að þetta sé aðeins tekið sem dæmi um hátt launaðar stéttir og sé aðeins gripið til að nefna flug- umferðarstjóra af þvf að þeir eru til umræðu einmitt um þessar mundir. 0 Engu eytt f skreytingar Frá Heyrnleysingjaskólan- um hefur borizt eftirfarandi athugasemd f tilefni bréfs hér f dálkunum s.l. miðvikudag: „Vegna greinilegs misskilnings eða vanþekkingar, sem kemur fram f Velvakanda miðvikudag- inn 21. þ.m., er óhjákvæmilegt að biðja Morgunblaðið að birta eftir- farandi: Eins og kunnugt er stendur Heyrnleysingjaskólinn vestan Hafnarfjarðarvegar norðvestan við Fossvogskirkju. I honum eru eingöngu nemendur með skerta heyrn eða heyrnarlausir. Greind þeirra er f engu frábrugðin greind venjulegra heyrandi barna. Þeir eru að sjálfsögðu mis- jafnlega vel gefnir eins og aðrir en meðal þeirra er lfka að finna gáfufólk. Það hefir löngum viljað brenna við vegna tjáningarörðugleika heyrnarskertra að þeir, sem lítið til þekkja, telji þá vangefna en það er mesti misskilningur sem bæði þeir sjálfir og allir sem láta sér annt um velferð þeirra, hafa öldum saman leitast við að leið- rétta. Það væri bæði heyrnar- skertum og vangefnum mjög til góðs ef það tækist að leiðrétta þennan misskilning að fullu og gera um leið öllum Ijóst, að þarfir heyrnarskertra og vangefinna eru ólfkar og þeim má ekki rugla sam- an. Þá vil ég einnig upplýsa, að Heyrnleysingjaskólinn og heima- vist hans er fullsetin og prjál og skreytingar eru þar ekki til. Þegar um skólabyggingar er að ræða er heimilt að nota ákveðinn hluta kostnaðarverðs bygging- anna til að skreyta þær. Þegar Heyrnleysingjaskólinn var byggð- ur var engu eytt til að skreyta hann. Rvfk. 22.12. ’77, Brandur Jónsson." Gleðileg j ól Gott og farsælt nýár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. trésmiðja, Súðarvogi 28, sími 84630. Óska skyldmönnum öllum, svo og vinum og kunningjum til sjós og lands, Gleðileg jól blessunar og farsældar á komandi ári. Helgi H. Zoéga. Dansk Julegudtjeneste holdes i Domkirken 2. juledag den 26. desem- ber kl. 5. Dansk íslenska félagið. Dansk Kvindeklub. Det Danske Selskab. Foreningen Dannebrog. Scandinavisk Boldklub. 0 Styðjum nýjungarnar Ökumaður: — Mér finnst að það eigi að hvetja til þess að stjórnvöld styðji á einhvern hátt við þá nýjung, sem Einar Einarsson uppfinn- ingamaður, hefur verið að reyna að koma á markað hér undanfarin ár, en það eru hjólbarðar sem hægt er að draga inn naglana á eða hafa þá útistandandi eftir veðri og færð. Hann hefur víst ekki getað fullkomnað þessa hug- mynd vegna fjárskorts, en heyrzt hefur að erlend stórfyrirtæki vilji styðja hann eitthvað. Það er undarlegt ef við viljum ekki sjalf- ir leggja þessu lið, og ættu ein- hver iðnfyrirtæki að taka sig sam- an um þetta. Það hefur lfka verið svo mikið rætt um hvort naglar séu til góðs eða ills og þvf ætti áhugi á þessum hugmyndum Ein- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti sovétlýðveldis- ins Azerbadjan í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Sidef- Zade, sem hafði hvítt og átti leik. Vdovins 27. De5! Svartur gafst upp um leið. Eftir 27.. . Hxe6, 28. Dg7-l- — Ke8, 29. Df8 er hann mát og 27... Hg8 gengur ekki vegna 28. He7+. Sidef-Zade sigraði á mótinu, hlaut 11 vinninga af 13 mögulegum. Næstir komu þeir Akopov og Govashelishvlli með 9 v. ars að vera mun meiri hér en annars staðar. Þessari ábendingu er hér með komið áfram til umhugsunar þeim er vilja taka hana til frekari athugunar og umræðu. Að lokum vill Velvakandi nota tækifærið og óska lesendum sfn- um gleðiríkrar jólahátfðar og von- ar að landsmenn allir bæði heima og heiman njóti hátfðarinnar sem hezt HÖGNI HREKKVÍSI Þegar hann hefur lokið við að bera saman jólapakk- ana og listann getum við kveikt Ijósin á jólatrénu! &3P SIG6A V/GG* £ 1/lveRAKi Varahlutaverzlun vor verður lokuð milli jóla og nýárs (27. 28. 29. og 30. des.) vegna vörutalningar. Biíreiðar & Landhúnaðarvélar hi. Suðiirlanilsliraiil 14 - lle>kja\il. - Simi 3RGINI Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Granaskjól. Grenimel. AUSTURBÆR Sjafnargata Miðtún, Sóleyjargata Ingólfsstræti, Samtún. Lindargata Skipholt 54 — 70 ÚTHVERFI Selás, Sogavegur Upplýsingar í síma 35408 \J±Í * EF ÞAÐER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l (.I,YSIN(.A- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.