Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 37 Sveinn á Egilsstöðum bent á nauðsyn þess að fullvinna okkar kjöt og sækja fast á verðmestu markaði, en hann hefur talað fyr- ir daufum eyrum. Ef hann og aðrir slíkir hefðu fengið að ráða værum við mörgum fetum framar í þessum málum í dag og að auki er þarna um að ræða vinnumögu- leika fyrir þúsundir manna. Við eigum að hætta þessu væli og setja undir okkur hausinn fyr- ir rétti okkar, ella beita sölu- stöðvun. A svo margan hátt hefur verið leikið á bændur í þessu þjóðfélagi, en við eigum ekki að liða það lengur." „Hver ber ábyrgðina á boðskapnum?!! Jón Sigurðsson bóndi á Krikju- bæ tók aftur til máls vegna um- mæla í þá átt að banna ætti öðrum en bændum sem hefðu fullt starf af búskap að stunda hann. Ræddi Jón um sálubótina við skepnu- hald og nauðsyn þess að taka tillit til þess ef aðrir en svokallaðir alvörubændur sinntu búskap. Þótti Jóni lítið leggjast fyrir þá sem vildu banna tómstunda- búskap manna. Hins vegar vék Jón að því að í s.l. 20 ár hefðu bændur verið hvattir til þess að stækka búin og auka afköstin. Nú hins vegar þeg- ar timabundinn vandi væri á höndum ættu bændur að sitja á klakanum i samfélagsbúskapn- um. „Hver ber ábyrgðina á þess- um boðskap," spurði Jón, „því nú er búið að efna þetta með stækk- un jarða og ræktaðs lands." Þá kvaðst hann ekki geta stillt sig um að minna á að 20% söluskatt- ur á kjöti í erfiðasta landbúnaðar- landi í Evrópu væri fáránleg stað- reynd. „Haldið á málum eins og bölvaðir fábjánar“ Ingvar Guðjónsson i Dölum í Hjaltastaðaþinghá kvað togast á um það meðal bænda hvort nýta ætti búvöruframleiðsluna til neyzlu innanlands eða einnig utanlands. Kvaðst hann telja það músarholusjónarmið ef miða ætti hana eingöngu við landið, þvi möguleikarnir væru mun meiri en þörfin fyrir neyzlu innanlands byði upp á. „Það er verið að reyna að afsiða þessa þjóð,“ sagði Ingv- ar, „teyma hana frá því sem hún hefur lifað á í 11 aldir." Vék Ingvar síðan að þætti SlS í eflingu markaðar fyrir íslenzka kjötið. „SÍS hefur lagt fram óskaplegar upphæðir, marga Frá bændafundinum á Egilsstöðum. Tillögur Stéttar- sambandsins gegn vilja alls þorra bænda Sveinn Jónsson á Egilsstöðum kvaðst telja að menn hefðu farið framhjá aðalatriðinu, því að taka afstöðu til samþykktar og tillagna Stéttarsambands bænda þar sem mælt væri með kjaraskerðingu til handa bændum. „Stéttarsam- bandið hefur mælt með þessum kjaraskerðingum gegn' vilja alls þorra bænda," sagði Sveinn, „og við eigum að taka afstöðu til þess. Mönnum ber ekki saman um Jón Hrólfsson ust á hinn svokallaða tómstunda- búskap ráðast þar til atlögu sem garðurinn væri lægstur. Eigum að setja undir okkur hausinn fyrir rétti okkar Bragi Gunnlaugsson bóndi á Setbergi í Fellum kvartaði yfir uppgjafartóninum á hinum sögu- lega fundi Stéttarsambandsins, uppgjöf fyrir „fótboltaflokknum" í Reykjavík. Við eigum ekki að gefast upp og leggja niður skottið og fallast á að borga okkur kaupið sjálfir, sagði Bragi. Ræddi hann siðan um nasistiskan áróður „fót- boltaflokksins", sem byggðist á þvl að endurtaka lygarnar um Jón Sigurðsson Sveinn Jónsson milljarða króna, í uppbyggingu fiskverkunarstöðvar i Bandaríkj- unum, en hvað ætli hefði verið hægt að gera varðandi kjötið ef hlustað hefði verið á Svein á Egilsstöðum," sagði Ingvar. „Við höfum í flestu haldið á þessum málum eins og bölvaðir fábjánar og glöggt er dæmið um íslenzka hestinn sem við erum búnir að gera að samkeppnisgrein gagn- vart okkur sjálfum með þvi að selja hann erlendum auðjöfrum." Bragi Gunnlaugsson landbúnaðinn nógu oft til þess að þær yrðu sannleikur. Þá gagn- rýndi Bragi alla talsmenn bænda fyrir linku í garð áróðursmanna. „Landbúnaðarráðherra sagði að gjaldeyrir af landbúnaði væri ómissandi," sagði Bragi, „en ég kvarta yfir því að Jónasi Kristjánssyni sé ekki svarað vitleysu sinni með hinum ýmsu rökum sem við eigum. Við þurf* um að hefja og skipuleggja áróð- ur og auglýsingu fyrir okkar vöru. Við getum selt hana innan lands og'utan, en Jónas getur þó aldrei selt Dagblaðið úr landi. Jón Steinar Elisson Við eigum að fullvinna okkar hráefni en ekki selja slægða skrokka og hausaða, það er eins vitlaust og að selja fisk með sömu vinnsluaðferð. I áratugi hefur Geir Stefánsson stærð vandans, en hins vegar get- um við ekki gefið kröfustéttunum I þjöðfélaginu færi á að láta bændur beygja sig i duftið þegar öðrum stéttum hentar. Öbilgjörn kröfugerð launastétta í landinu hefur leitt til þess vanda sem nú er og við eigum ekki að beygja okkur fyrir slíku." Ræddi Sveinn siðan um tillögur sem hann flutti á fundinum en þær voru síðar fléttaðar inn í ályktun fundarins. Sveinn ræddi síðan áfram um kjaramálin og sagði m.a.: „Vilja hinir ýmsu þjónar bændastéttar- innar taka á sig kjaraskerðingu eins og þeir ætlast til af bændum, en þessir starísmenn bændasam- takanna hafa fengið kjarabætur eins og flestir launþegar landsina á árinu. Bændastéttin á ekki að beygja sig í duftið, hún á að sina þegnskap þegar vandi steðjar að svo fremi að aðrir geri það einn- ig“ „Þá leggjum við bændastéttina til í landinu“ Geir Stefánsson á Sleðbrjót i Jökulsárhlið kvaðst hneykslaður á aðgerðum Stéttarsambands bænda og kvaðst hann vera búinn að missa alla trú á Stéttarsam- Ingvar Guðjónsson Pétur Guðvarðarson. bandinu m.a. vegna þess að það gerði ekki ráð fyrir því að selja þyrfti vöruna. Kvaðst Geir algjör- lega styðja málflutning Sveins á Egilsstöðum, enda væri hann laukréttur. „Ef við förum að beygja okkur og leggja sjálfir á okkur skatt umfram aðra þegna landsins, þá erum við um leið að leggja bændastéttina til í landinu. Slíkt á ekki að vera okkar stefna, við eigum að taka mannlega á móti og ég er þvi á móti öllum þessum tillögum Stéttarsam- bandsins." Veila í efnahags- kerfinu bitnar á bændum Pétur Guðvarðarson á Ketils- stöðum í Hjaltastaðaþinghá kvað bændur hafa verið látna taka á sig fébótastefnu vegna veilu i efnahagskerfinu i heild. Kvaðst hann vilja láta stöðva sölu á mjólk og kjöti strax fyrir jólin til þess að ná markinu og sýna mönnum fram á að ekki yrði slegið undan. IFramhald fibls. 59.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.