Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 Jenna Jensdóttir: Aleinn? 'ÞAÐ er Þorláksmessa. Hann situr á lögreglustöð inni og biður. Fyrir innan borðið eru mennirnir í ein- kennisfötunum. Þeir eru tveir. Sitja þar og skrifa. Lita upp við og við. Horfa á hann en segja ekki neitt. Það er svo erfitt að biða svona og vita ekki hvað á að gera. Vita samt að eitt- hvað verður gert. Og það er þess vegna sem honum lið- ur svona illa og andlit hans er svo fullt af ótta. Mennirnir þarna. Þeir eru verðir laganna. Þeir eiga að gæta þess að reglur og lög séu ekki brotin. Þess vegna hljóp einkennisklæddi maðurinn hraðar en hinir þegar stúlkan hrópaði: „Gripið hann!" og ein- kennisklæddi maðurinn náði honum. Stúlkan kom. Hún gekk upp og niður af mæði. Hún var kápulaus og Maðurinn við borðið lyfti upp simatólinu og hringdi. Hann vissi að hann var að hringja heim. Hann vissi að mamma myndi svara. Hann vissi að hún myndi blóta. Hann heyrði ekki samtalið. Lögreglumaðurinn skellti á, leit upp og sagði: „Þú bíður þar til mamma þin kemur, sækir þig og gerir upp fyrir þig". Hann verður ennþá mátt- lausari i hnjánum og það kehriur hrollur i bakið á honum. Hann veit hvað það er „að gera upp". Bókin sem hann stal var ekki dýr, en það gat verið dýrt að stela. Kannski verður mamma að láta alla pening- ana sem hún á eftir til jól- anna. Það var i gærkvöldi sem hún leitaði i vösum sinum og veskinu sinu. Taldi i lóf- ann á honum — fimmtiu krónur — tvöhundruð henni. Hún horfir á hann þangað til hann langar til að gráta. Kannski þarf hún að borga alla peningana þeirra. Lögregluþjónninn talar lágt og rólega við mömmu. Hann heyrir ekki allt sem þau segja, hann var svo hræddur. En svo verður þetta bærilegra, þegar hann heyrir lögregluþjón- inn segja: „Ég sagði honum að þú myndir gera upp. Hræddi hann svolitið. En verslunin fékk bókina aft- ur". Hann kemur fram fyrir borðið. Klappar mjúklega á kinn drengsins. „Þú skalt hugleiða hvað það er Ijótt að stela, drengur minn, og láta það aldrei koma fyrir aftur." Hann svarar ekki. Kemst ekki að fyrir mömmu, hún talar svo mikið. En hann veit að hann stelur aidrei það var kalt úti. Lögreglu- þjónninn hneppti frá hon- um úlpunni. Þar var bókin. Hún var ekki stór. Hún var heldur ekki dýr. Hann ætlaði að gefa Ella besta vini sinum hana i jólagjöf. Hann sagði ekki neitt og stúlkan sagði heldur ekki neitt. Hún tók bara bókina og fór. Hann ætlaði lika að fara, en þá tók lögreglu- þjónninn i handlegg hans: „Þú kemur með mér góði", sagði hann. Hann gegndi en hjartað tók að slá svo hratt og hnén urðu svo máttlaus. Svo fóru þeir hingað. Og annar maðurinn við borðið spurði hann. Hann var ekkert hlýr i röddinni. Hann var heldur ekki kald- ur. Hann spurði bara: „Hvað heiturðu góði og hvað ertu gamall?" „Jón tiu ára". „ Hvar áttu heima? " „Skonsugerði 18". „Hvað heitir pabbi þinn?" — þögn. „Hvað heitir pabbi þinn?" „Hann er ekki pabbi minn", segir hann lágt. „Mamma þin, hvað heitir hún?, „Rósey" „Simanúmerið heima hjá þeir?" „93247". Ekki fleiri spurningar. krónur — hundrað krónur — tuttugu og fimm krón- ur. „Hlauptu út og sæktu einn sigarettupakka". „Stúlkan i sjoppunni segir að börn megi ekki kaupa sigarettur," sagði hann. „Ekkert kaftæði, gerðu það sem þér er sagt". Þegar hann bað um pen- inga fyrir jólagjöf handa Ella, reiddist maðurinn sem kom fyrir mánuði, þegar pabbi fór: „Þú heldur að við höfum peninga eins og skitinn". Það kom vinlykt fram úr honum þegar hann sagði þetta. Það var alltaf vínlykt af honum. Svo fór þetta svona i morgun. Hann vissi að þetta var óheiðarlegt. Hann var þjófur. Það var eitthvað svo hræðilegt við það núna. Þjófur. Og peningarnir sem mamma átti fyrir jólamatn- um. Kannski yrði hún að láta þá alla. af því hann stal. Hann horfir á stóru klukkuna á veggnum. Af hverju þurfti hún að vera þarna þegar vísarnir hreyfð- ust svona hægt. Það var betra að hafa enga klukku. Af hverju ætlar tíminn aldrei að liða? Loks kemur mamma. Það er vinlykt af aftur. Hann vill ekki finna svona til aftur. — Aldrei—. Mamma kveður lögreglu þjóninn. Tekur upp sigra- rettupakka. Hann er nýr. Opnar hann. Þegar þau koma út á götuna spyr hún: „Hvaða bók stalstu?" Hann hrekkur við. Orðið er svo voðalegt þegar það er sagt svona við hann — stalstu. „Það var bara bók um jölin Það eru i henni jóla- kvæði og jólasálmar. Elli syngur svoleiðis með ömmu sinni. Hann kann þá ekki. Hann verður að hafa bók". „Það var þá lika," segir mamma. Hendir sigarett- unni í götuna, stigur ofan á hana. Hann er að hugsa. „Lög- regluþjónninn var ágætur, mamma. ijann var svo góður að láta þig ekki borga," segir hann. „O, þeir eru hundleiðin- legir þessir lögreluþjónar," segir mamma snöggt. Stansar. Tekur upp pakkan sinn á ný. Drengurinn nem- ur líka staðar. „Hann er vist góður," endurtekur hann. Ekkert svar. Þau halda áfram i átt að stræisvagnaskýlinu. Hann litur við. Það er svo jólalegt í Austurstræti. Nú fór illa fyrir Bjúgnakræki Höfundur: Hlynur Örn Þórisson, 10 ára. Skemmtileg hljómsveit A Fj c^\ o 0 0 \ F $ Hér er hugmynd, sem einhverjir gætu nýtt sér. Ekki þurfa tækin að vera nákvæmlega þau sömu og á myndinni, enda finnst varla þvottabretti á heimil- um lengur. En ýmislegt annað má finna, sem unnt væri að nota í hljómsveit sem þessa. Kannski ein- hverjir gætu stofnað hljómsveit í næsta boði — hver veit!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.