Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 47 Sigrún Ragna. Lilja Huid Guðmundsdóttir, 7 ára, Laugalandi, Holtum. Sif Einarsdóttir, 7 ára. Hanna Asgeirsdóttir, 7 ára. í fiskbúðinni Höfundur: Anna Stefáns- dóttir, 11 ára. Stóragerði, Reykjavík Frú Hansen var að búa til kvöld- matinn. í matinn ætlaði hún að hafa kótelettur. Frammi i stofunni sat hr. Hansen og las siðdegis- blöðin. Hann var i vondu skapi þvi að erilsamt hafði verið á skrifstof- unni. Og svo þessi strákur, sem alltaf hékk uppi á herberginu sinu við að hlusta á plötugarg. Þessi strákur var hann Palli, sonur þeirra Hansens hjónanna. Var hann nú uppi i herberginu sinu að prófa nýja kassettutaekið sitt. Hr. Hansen finnur allt í einu einkennilega lykt, sem kemur frá eldhúsinu. Það sem þar var á seyði, vissi frú Hansen ein. Kóte- letturnar höfðu brunnið við. En hvað átti hún nú að gera? Allar matvörubúðir voru lokaðar og ekkert til heima. „En hvernig er það annars? Er ekki opið til kl. 20.00 hjá Jóni fisksala! Jú, svei mér þá," hugsaði frú Hansen. En nú kemur hr. Hansen inn i eldhús- ið og þrumar út úr sér, hvað sé eiginlega á seyði. Frú Hansen verður hálf vandræðaleg, þegar hún segir frá þvi, hvað fyrir hafi komið. Bregst hr. Hansen hinn versti við og spyr, hvað hann eigi að fá að borða. Frúin skýrir honum frá þvi, að opið sé hjá fisksalanum, og að hægt sé að senda Palla eftir nýrri ýsu. Hr. Hansen fellst á þetta úrræði og kallar á Palla. En Palli heyrir ekki i föður sinum, þvi nú er hann að athuga, hvað sé hægt að gera mikinn hávaða með kassettu- tækinu Nú er hr. Hansen alveg að missa þolinmæðina. Hleypur upp. slekkur á tækinu og rekur Palla út i búð, er hann hefur látið hann hafa peninga fyrir fiskinum. Palli, sem alls ekki nennti út i búð, drattaðist af stað niður eftir götunni. Er Palli gekk fram hjá skólalóðinni, heyrir hann kallað á sig. Litur hann kringum sig og sér fimm stráka úr hans bekk. Stóðst Palli ekki freistinguna og fer i fótbolta með strákunum. Gleymdi hann alveg fiskinum. Timinn leið og klukkan var tiu minútur i átta. Hr. Hansen furðaði sig á þvi, hvað drengurinn var lengi að kaupa fiskinn. Hann var orðinn svangur og kartöflurnar löngu orðnar kaldar frammi i eldhúsi. Nú gat hr. Hansen ekki beðið lengur. tók hatt sinn og frakka og gekk út i leit að stráknum. Og ef hann ekki fyndi strákinn. ætlaði hann sjálfur út i fiskbúð. Einn drengj- anna, sem Palli var með í fótbolta, þurfti að fara heim, svo að hætta varð leiknum. En þá fyrst mundi Palli eftir fiskinum. Leit hann á klukkuna og sá, að hana vantaði fimm minútur i átta. Palli hleypur af stað og nær niður i fiskbúð rétt fyrir lokun. Er Palli kemur svo aftur út úr búðinni. sér hann föður sinn koma gangandi eftir götunni. Hvað átti hann nú að gera? Hlaupa burtu? Nei, það var ekki hægt. Pabbi myndi ná mér, hugsaði Palli. En nú var ekki lengri timi til umhugs- unar. Palli snaraðist inn i búðina og henti fiskinum á gólfið. Hann þaut á bak við búðarborðið og lagðist flatur á blautt gólfið Jón fisksali varð furðu lostinn og kom fyrst ekki upp orði. Loks fékk hann þó málið og öskraði: „Hvað ertu að gera strákur? Hypjaðu þig héðan út!" Palli seildist ofan i buxnavasa sinn og dró upp 3000 krónur og bauð Jóni fisksala þær fyrir að þegja. Ekki leið á löngu þar til hr. Hansen strunsaði inn i búðina og biður um nýja ýsu. Fisksalinn vigt- ar ýsuna, en hann vantar pappir. Verður hann þá að ganga framhjá Pafla. Varð Jóni það á, að stiga ofan á fingurinn á Palla. Palli öskraði af sársauka. Jón missti ýsuna og fölnaði frá hvirfli til ilja. Hr. Hansen heyrði auðvitað öskr- ið, snaraðist inn fyrir búðarborðið, þrifur i peysuna hans Palla og dregur hann út. Mundi hann nú allt i einu eftir ýsunni. Þrifur ýs- una óinnpakkaða og heldur siðan heim með Palla i eftirdragi. Frú Hansen varð meira en litið hissa, þegar hún sá þá feðga koma heim. Hr. Hansen eldrauðan og þrútinn i framan og Palla rennandi blautan. Enn meira hissa varð hún, þegar hún sá ýsuna óinn- pakkaða. „Litið verður vist um kvöldmat," hugsaði hr. Hansen er hann leit á ýsuna kramda i hendi sér. Er inn kom skipar hr. Hansen Palla að gefa sér skýringu á þessu öllu saman. Palli var hálf skömm- ustulegur, þegar hann skýrði for- eldrum sinum frá þvi, sem fyrir hafði komið siðasta klukkutim- ann. En endirinn varð sá, að Palli var látinn fara að hátta og hr. Hansen fékk ekkert að borða nema kaldar kartöflur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.