Morgunblaðið - 24.12.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.12.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 39 Fyrri umræða um fjárhagsáætiun borgarinnan Draga þarf úr rekstrarútgjöldum” - segja talsmenn minnihlutans Sem kunnugt er af fyrri frétt- um var frumvarp að fjárhags- áætlun Reykjavfkurborgar fyrir árið 1978 lagt fram á fundi borgarstjórnar 15. des. Þá fór fram fyrri umræða. Síðari um- ræða mun fara fram 19. janúar. Skilmerkilega hefur verið skýrt frá ræðu borgarstjóra, Birgis tsleifs Gunnarssonar, við fyrri umræðu. Hér á eftir fara brot úr ræðum nokkurra borgarfulltrúa sem til máls tóku að lokinni ræðu borgarstjóra. Fyrstur tók Sigurjón Pétursson (Abl) til máls. Hann sagði þetta frumvarp endurspegla núverandi efnahagsástand. Niðurstöðutölur þess væru um 3.9 milljörðum hærri en síðast. Hækkanir væru ekki jafn miklar á öllum liðum teknamegin. Reiknað væri með að útsvör hækki meira en um meðal- lag. Sigurjón sagði suma liði ekki hækka neitt — jafnvel lækka. íhaldið í borgarstjórn gerði það ekki endasleppt við sjoppurnar sínar. Áætluð innheimt kvöld- söluleyfi lækki örlítið. Borgarfull- trúinn sagði, að tekjustofnar sveitarfélaga hefðu að miklu leyti verið óbreyttir frá 1972. Aður en þau lög voru sett hefði fram- kvæmdagetan verið litil. Astandið hefði stórbatnað á valdatíma vinstri stjórnarinnar, fram- kvæmdagetan hefði aukizt. Árið 1971 hefðu 30.9% verið fram- kvæmdafé en 69.1% rekstrar- gjöld af tekjum borgarinnar. Hlutföllin 1973 hefðu verið 47.9% framkvæmdafé og 52.1% rekstrargjöld. Árið 1977 væri framkvæmdafé 34.5% en rekstrargjöld 65.5%. Sigurjón sagði það sýna bezt skilning for- sætisráðherra á efnahagsmálum, að á sínum tíma hefði hann kallað tekjustofnalögin aðför að hags- munum Reykjavíkur. Borgarfull- trúinn sagði hnignun atvinnulífs vera um að kenna íhaldsstjórn borgarinnar. Hann sagði, að við samdráttinn í lok siðasta áratugar hefði atvinnulifinu i Reykjavík hnignað mjög. Þá hefði atvinnu- leysi komið verst við Reykja- vikursvæðið. Þegar endurreisn atvinnulífsins hefði hafist á tím- um vinstristjórnarinnar fyrir for- göngu Alþýðubandalagsins þá hefði það þvi miður farið framhjá Reykjavik. Sigurjón sagði alla þekkja slagorð ungra ihalds- manna, „Báknið burt“. Það væri komið frá ungum íhaldsmönnum sem reyndu að afla sér vinsælda með því að tala títt um það. Mest sagði Sigurjón að slagorðið yrði hjáróma þegar talið bærist að bákni Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúinn sagði að gera yrði atlögu að rek’strargjöidum borgarinnar án þess þó að skerða það sem sjálfsagt væri að hafa. Kristján Benediktsson (F) tók næst til máls og sagði varðandi forgöngu Alþýðubandalagsins, sem Sigurjón hefði talað um að hann vildi minna á veru Fram- sóknarflokksins i vinstri stjórn- inni. Borgarfulltrúinn sagði ekki hægt að merkja í ræðu borgar- stjóra að hann hefði tekið til at- hugunar slagorð ungra flokks- bræðra sinna „Báknið burt“. Varðandi árið 1978 kynni svo að vera, að erfitt yrði fyrir að spá, erfiðara en um árið sem nú væri að liða. Kristján sagði hlutfall rekstrargjalda borgarinnar hafa farið vaxandi á liðnum árum og kvaðst hann hyggja að þetta væri reyndar nokkuð almennt i rekstri, en samt væri það sín skoðun að meirihlutanum hefði tekist illa að halda rekstrargjöldum í skefjum. Kristján ræddi nokkuð um gjald- skrárhækkanir og taldi þær of háar. Af þvi tilefni flutti hann nokkrar tillögur. Varðandi áætlaðar gjaldskrárhækkanir SVR lagði borgarfulltrúinn til, að fjárhagsáætlun fyrirtækisins yrði visað til forráðamanna SVR til endurskoðunar milli umræðna í borgarstjórn. Hið sama lagði borgarfulitrúinn til vegna áætlaðra gjaldskrárhækkana Hitaveitu Reykjavikur. Ennfrem- ur lagði borgarfulltrúinn hið sama til vega Vatnsveitu Reykja- víkur. Kristján sagðist vænta þess, að borgarfulltrúar gerðu sér grein fyrir, hvað það þýddi ef borgin færi út i verðhækkanir. Nú þurfi að fara með gát. Björgvin Guðmundsson (A) sagði ánægjulegt að heyra, að Kristján Benediktsson hefði breytt afstöðu sinni til gjaldskrár- hækkana. Björgvin sagði 14.4 milljarða mikið fé og ætti að miklu leyti að sækja það í vasa skattborgaranna. Hann sagði atvinnulíf hafa dregist mjög sam- an. Framleiðslan væri undirstaða alls, án hennar væri ekki hægt að framkvæma það sem nauðsynlegt væri. Borgarfulltrúinn sagðist telja, að setja ætti fjármagn til byggingar leiguíbúða. Þá væri uppbygging heilsugæzlustöðva brýn. Hann kvaðst hafa varpað fram þeirri húgmynd, að tengja saman heilsugæzlustöðvar og skóla. Borgarfulltrúinn sagðist harma hve framkvæmdir við heilsugæzlustöðina i Mjóddinni hefðu dregist á langinn. Björgvin sagðist vilja eindregið draga úr rekstrarliðum og fresta þeim framkvæmdum sem ekki væru nauðsynlegar nú. Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson (S) tók næst til máls. Hann sagði, að Kristján Benediktsson hefði rætt mjög um hækkanir og hve miklar þær væru. Hann kvaðst mjög andvigur skoðun borgarfulltrú- Framhald á bls. 58 Viðskiptamönnum okkar um land allt sendum við bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Ct HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00 Aöfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00 Gamlársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-16:00 08:00-14:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Nýjársdagur 12:00-14:30 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ LOKAÐ 19:00-22:00 Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viöskipti. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. grnifniuuilillljL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.