Morgunblaðið - 24.12.1977, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.1977, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 Austurbæjarbíó: ABBA-myndin MYNDIN um ABBA var tekin á hljómleikaferð með hljómsveit- inni í Astralíu á þessu ári og er framleiðslu á myndinni nýlokið. Verður hún frumsýnd hér á sama tíma og á hinum Norðurlöndun- um, en sýningar hófust 16. des. í Astraliu, þar sem hljómsveitin varð gífurlega vinsæl. Myndin hefur tvo kosti umfram aðrar myndir um sama efni, hún er Iauslega tengd saman með ákveðnum söguþræði og hún er tæknilega betur unnin. Leikstjóri er Lasse Hallström, sá hinn sami sem gerði ,,En Kille och en tjej“, sem hér var sýnd sem mánudags- mynd, en Lasse hefur áður séð um alla myndgerð fyrir ABBA. Hann hefur jafnframt verið einn helsti höfundur hljómsveitar- þátta hjá sænska sjónvarpinu og m.a. unnið með Bitlunum. I myndinni lætur Lasse fretta- manninn Ashley (leikinn af Ro- bert Hughes) elta ABBA á rönd- um til að reyna að ná viðtali við þau, en honum gengur það erfið- lega. Meðlimir ABBA höfðu ekki hugmynd um, hver hann var fyrr en síðar: „Ég furðaði mig á þvi hver þessi undarlegi og ágengi blaðamaður var. Hann spurði í sífellu undarlegra spurninga og vildi alltaf að við „færum á ein- hvern rólegan stað,“ sagði Frida. ABBA-hljómsveitin var stofnuð 1971 og eftir að þau unnu Euro- visionsöngkeppnina 1974 með lag- inu „Waterloo“, hefur ABBÁ- fyrirtækið á fáum árum orðið eitt ábatasamasta fyrirtæki í Svíþjóð. Enda er ABBA-myndin gerð með eitt markmið í huga: að gera ABBA vinsælli en nokkru sinni fyrr. Gamla bíó: Flóttinn til Nornafells Escape to Witch Mountain (Am., 1974) er gerð af Walt Disney fyrirtækinu undir leikstjórn John Hough. Þetta er ævintýramynd, sem segir frá systkinunum Tony og Tiu. Þau eru munaðarleysingj-’ ar og Tia man óljóst eftir ein- hverju slysi, sem henti þau á sjó. Þau búa yfir ýmsum sérstökum hæfileikum, t.d. geta þau hreyft hluti með hugarorkunni einni saman auk þess sem þau geta bæði séð fyrir sér óorðna atburði og löngu liðna atburði. Auókýf- ingur nokkur, Bolt að nafni (Ray Milland), fréttir af hæfileikum þeirra og hyggst reyna að notfæra sér börnin til að græða á þeim. En þegar þau verða þess áskynja flýja þau frá honum og um það snýst Flóttinn til Nornafells. Börnin eru leikin af Ike (Tony) Eisenmann og Kim (Tia) Richards, en auk Millands leika þeir Eddie Albert og Donald Pleasence í myndinni. Hafnarbíó: Sirkus ÞETTA eru að öllum líkindum þriðju jólin í röð sem Hafnarbíó býður uppá einhverja af hinum sígildu meistaraverkum grínist- ans og háðfuglsins Charles Chapl- in. Að þessu sinni verður SIRKUS fyrir valinu, en hún er að öllum Iíkindum sú mynda hans sem hvað minnst kunn er íslenskum kvikmyndahúsgestum. Enda ekki staðið mönnum til boða í áratugi. í SIRKUS er Chaplin allt í öllu, eins og í flestum sinna mynda, og hér er hann í hlutverki litla flæk- ingsins, ,,slapstickið“ situr í fyrir- rúmi, þó að grunnt sé á kaldhæðn- inni eins og fyrr. Að venju býður kvikmyndahús- ið upp á nýtt og ónotað eintak. Háskólabíó: Ösku- buska Aðalhlutverk: Gemma Craven, Richard Chamberlain. Leikstjóri: Bryan Forbes. Bresk. Háskólabíó frumsýnir á annan í jólum ævintýra- og söngvamynd- ina ÖSKUBUSKA, (The Slipper and the Rose“), sem byggð er að nokkru leyti á því nafntogaða ævintýri úr safni Grimmsbræðra. Þetta er fjölskyldumynd sem hlot- ið hefur talsverða aðsókn erlendis og þokkalega dóma, en leikstjór- anum, Bryan Forbes, hafa verið mislagðar hendur á síðari árum, svo ekki sé djúpt tekið í árinni. Það er mikið vandað til ÖSKU- BUSKU, enda hlaut hún þann heiður að vera valin til sýninga í Radio City, kvikmyndahúsinu stóra í New York, en þar eru ekki sýndar aðrar en úrvals fjölskyldu- myndir. Tónabíó: Gaukshreiðrid „One Flew Over the Cuckoó’s Nest“) Aðalhlutverk: Jack Nicholson og Louise Fletcher. Leikstjórn: Mil- os Forman. Loksins, loksins, er hún komin. Að öðrum óiöstuðum tel ég að með jafnmikilli eftirvæntingu hafi ekki verið beðið eftir nokk- urri annarri mynd á síðari árum. Þar kemur margt til. Strax meðan á töku hennar stóð, fóru að spinn- ast um hana sögur og skapast um hana frægðarljómi. Og allt frá frumsýningu hefur saga Gauks- hreiðursins verið óslitin sigur- ganga. Hún var tímamótamynd í sögu afhendingar verðlauna Bandarísku kvikmyndaakademí- unnar, þvi hún var fyrsta myndin sem hlaut öll fjögur eftirsóttustu Oscarsverðlaunin, þ.e. fyrir leik- stjórn, leik í aðalhlutverki, bæði karl- og kvenmanns auk þess sem hún hlaut sæmdarheitið besta mynd ársins. Myndin gerist á geðveikrahæli, og við fylgjumst með smáglæpa- manni, sem tekið hefur þá örlaga- ríku ákvörðun að sitja af sér dóm á geðveikrahæli frekar en í fang- elsi. En hann á enga undankomu- leið. J ólamy ndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.