Morgunblaðið - 24.12.1977, Page 17

Morgunblaðið - 24.12.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 49 Ekki reiðast mamma mín Allir hlustuðu. Það var dauðaþögn í kirkjunni, þegar presturinn steig í stólinn. Þetta gerðist í Harlem í New York. Friður og fögnuður gagntók kirkjugesti, þegar presturinn sagði þeim enn á ný frá jóla- stjörnunni, vitringunum þremurog sjálfu jólabarninu í jötunni. Aftast í kirkjunni sátu tvö systkini með móður sinni. Þau hétu Sammy og Linda. Augu þeirra Ijómuðu af fögnuði og ákafa. Sammy. Sammy“, hvíslaði Linda allt í einu. Ég vildi óska þess að við gætum séð ... Uss!“ hvíslaði Sammy þá, en Linda gafst ekki upp. ,Sammy!“ hvíslaði hún aft- ur. „Já, hvað viltu?" spurði Sammy gramur. „Mig langar svo til þess að.. Lengra komst Linda ekki, því að nú var móðir hennar orðin pirruð. „Þegið þið nú, þangað til presturinn hefur lokið ræð- unni. Eru það nú börn, sem maður á! Þegar guðsþjónustunni lauk, óskuðu kirkjugestir hver öðrum gleðilegra jóla, og margir urðu önnum kafnir. Allt f einu tók móðir þeirra systkina eftir þvf, að þau voru horfin! Hvert höfðu þau farið? Og þau voru aðeins f jögurra og sex ára! „Linda. Sammy!“ hrópaði móðir þeirra reið. Hún hljóp örvæntingarfull niður götuna. Hún stanzaði á næsta götuhorni og leit í allar áttir. Sér til mikillar gleði sá hún Sammy og Lindu ganga niður eina hliðargötuna og leiðast. Þau líktust helzt litl- um bandhnyklum innan um alla skýjakljúfana. „Linda. Sammy,“ hrópaði hún og nú var hún aftur orðin reið. Hvílík börn! Þau ættu að skammast sín að hegða sér svona, og það á sjálfum jólun- um! Systkinin litu sakleysisleg á móður sína. „Ekki reiðast, mamma mín, sagði Linda og kingdi munn- vatni. „Okkur langaði bara til þess að finna einhvern stað þar sem við gætum séð jóla- stjörnuna. „Já,“ bætti Sammý við. „Við getum alls ekki séð stjörnuna heima, því að húsin eru alltof há! Ogþeir sneru við Líklega hefur þú lesið um hirðina, sem voru úti að gæta kinda sinna á aðfangadagskvöld, og þú hefur oft heyrt um engla- sönginn á Betlehemsvöll- um. En hefur þú heyrt hvað gerðist, þegar hirð- irnir komu aftur til hjarðarsinnar? Einn hjarðmannanna var á verði yfir kindun- um á meðan hinir fóru til Betlehem til að leita barnsins sem engillinn hafði sagt þeim frá. Hann var mjög eftirvæntingar- fullur og hlakkaði til að heyra, hvað hinir hefðu séð og heyrt. „Funduð þið barnið?“ spurði hann. „Já, við fundum barn- ið. Það lá sveipað reifum í jötu, alveg eins og engl- arnir sögðu“, hóf einn þeirra máls. „Ó, er ekki stórkostlegt að vita, að frelsari er fæddur. Og vita að það er Kristur, Herra,“ hélt annar áfram. „Og að við skyldum fá að sjá hann,“ sagði sá þriðji. Sá, sem ekki hafði ver- ið með þeim sat hljóður og hugsi og einblíndi í átt að bænum. Himininn var heiður og stjörnubjartur, og þrátt fyrir myrkrið gat hann séð móta fyrir múrveggnum og borgar- hliðinu og húsaþyrpingu fyrir innan það. Á morg- un áttu hriðirnir að fara lengra inn dalinn með kindurnar sinar, og þá fengi hann ef til vill ekki að sjá barnið, sem engl- arnir höfðu sungið um og lofsungið Guði fyrir. Ætti hann að reyna að fara núna? Kindurnar lágu í þyrp- ingu og jórtruðu. Allt var hljótt. Aðeins veikur, svalur andblær bærði skegg hans og barst inn yfir Dauðahafið. Stjörn- urnar tindruðu á himnin- um og gerðu hann óróleg- an. Ætti hann ekki að fara strax? „Við skulum þakka Guði fyrir það sem hefur gerzt“, sagði einn hirð- anna. Þeir röðuðu hirðisstöf- um sinum saman eins og tjaldi, réttu hendurnar í átt til himins og lofuðu Guð. Þannig stóðu þeir lengi eins og þeir biðu engils- ins, og þeir voru fullir gleði og þakklæti. Að lok- um sungu þeir þakkar- sálm þann sem þeir voru vanir að syngja, þegar þeir gengu upp til Jerú- salem. En hirðirinn, sem ekki hafði fengið að sjá Jesú- barnið, varð æ órólegri. Hann vissi, að hann mundi alla ævi iðrast þess, ef hann færi ekki upp til borgarinnar til að sjá það, sem gerzt hafði. Skyndilega greip hann hirðisstaf sinn og sagði við hina: „Þið verðið að bíða með að flytja ykkur til þangað til ég kem aftur“. Hann sveipaði um sig kupli sínum og flýtti sér af stað í átt til borgarinn- ar. Svör viö gömlum götum Þa8 er ekki annað aS sjá en aS kátt sé hjá jólasveinunum um áramótin. Þessi mynd gæti heitiS „GóSa veislu gjöra skal". 1 6 II 21 26 41 56 61 1 Töluþraut Tölur þær, sem þú sérð í reitunum eru settar eftir ákveðinni reglu. Ef þú finnur, hver þessi regla er, muntu eiga mjög auðvelt með að finna þær tölur, sem vantar í auðu reitina. Reyndu. U '99 'IS '»'9R 'It: '91 :usrarj 1. Reykur 2. Egg. 3. Munnur meö tönnum. 4. Þrædd saumnál. 5. Stýrimaöur. 6. Svín meö grísum. 7. Fuglafiöur. 8. Stafur betlarans. 9. Móöurmjólkin. 10. Skýin. Lausn á eld- spýtna- þraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.