Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 51 leikni hennar á skautasvellinu með fágætum, svif hennar urðu stöðugt glæsilegri, öryggi og ynd- isþokki byggði skaphöfn hennar. — Tólf ára gömul tók hún, að undirlagi föður síns, þátt í Ólympíuleikunum í Chamonix í Frakklandi, — en þar tók enginn komu hennar alvarlega, hvorki áhorfendur né keppendur, — menn brostu einungis vorkunn- samlega að þessum stelpuhnokka frá Noregi, er gerðist svo djarfur að taka þátt i svo virðulegri og erfiðri keppni. Sonja varð lika síðust í röðinni, en sjaldan hefur sannast áþreifanlegar ,,að fall er fararheilT*. Hún hélt áfram að þjálfa sig af kappi er heim kom, og mörgum þótti það hrífandi sjón er litla stúlkan dansaði af svo mikilli Ieikni á sinum, og kostu- legt að sjá föður hennar er stóð á bakkanpm og þandi dragspilið af miklurn móð, því eðlilega þurfti hún undirleik. — Þeir urðu stöðugt fleiri og fleiri er nutu þess að horfa á æfingar þessa fiðrildis og að síöustu var þessi hópur orðinn múgur manna. Þremur árum eftir ófarirnar i Chamonix vinnur Sonja fyrsta mikla sigur sinn, heimsmeistara- keppnina í Ósló. Árið eftir vinnur hún sitt fyrsta Ólympiugull á leikjunum i St. Moritz í Sviss. Smávaxna norska telpan, er hafði orðið síðust á leikjunum í Chamonix, átti einungis eitt tak- mark i sjónmáli, — gullið, og þar- með að ná hefnd fyrir ófarirnar þar. Og því var ekki að leyna að henni þótti hefndin sæt, — hún gat ómögulega leynt fögnuði sin- um, — því að þessi sextán ára telpuhnokki grét af gleði. Þetta var upphaf af óslitinni sigur- göngu hennar allt þar til hún ákvað að draga sig í hlé og hætta keppni. Sonju Henie þurfti sannarlega ekki að hvetja til að leggja sig fram við æfingar, því að henni þótti það jafnán hið dýrlegasta undir sólinni að renna sér á skaut- um, enda gerði hún það svo glæsi- Nils Onstad skipakóngur og Sonja Henie skautadrottning skoðaupaas Issetrinu að Havikurodda árið 1964. Sonja Henie í kvikmyndahlutverki Menningarsetrið að Havikurodda (Hövikodden). Örin bendir á staðinn sem geymir jarðneskar leyfar Sonju Henie Sonja Henie með föður sínum, William Henie, við komuna til Ameríku 1936. lega er hún stóð á hátindi ferils síns, að rnenn sögðu hana léttari loftinu og visast gæfi hún þyndar- lögmálinu langt nef! Vinsældir Sonju voru frábærar, og þá ekki sizt á Norðurlöndum, — og hvar sem hún kom og sýndi listir sínar hópaðist múgur og margmenni þar að og hyllti hana, — og eitt sinn munaði minnstu að múgurinn, hamslaus af hrifningu, kremdi hana til bana, er hún hélt frá búningsherbergi sínu að sýn- ingu lokinni í Gautaborg. Fræg er sagan um það, er hún sýndi listir sínar á Peblingevatni í Kaupmannahöfn, — þar hafði sýningin getað endað með skelf- ingu. Menn höfðu sett upp áhorf- endapalla fyrir 2000 manns, r- en það komu 35.000 til að sjá snill- inginn víðfræga á ísnum. ís vatns- ins reyndist vera frekar ótraustur oh auk þess var komið þiðviðri, þannig að vatn flaut á ísnum. Að- stæðurnar voru því langt frá að vera við hæfi, en þeim sem stóðu fyrir sýningunni var mjög nauð- ugt að aflýsa henni. — Og til þess að valda ekki þeim né áhorfend- um vonbrigðum tók Sonja áhætt- una, sveif út á ísinn og sýndi listir sinar með slíkum glæsibrag, við þessar aðstæður, að fólk stóð sem steini lostið, — vatnið skvettist, þeyttist og rótaðist i allar áttir undan skautum hennar, sem jók stórlega glæsileik sýningarinnar sem réttilega mætti nefna ballett á vatni. Sonja lauk öllum sýningaratrið- um og áhorfendur réðu sér vart fyrir hrifningu af list hennar og frábærri leikni. Visast hafa flest- ir haldið heim með endurminn- ingu er aldrei fyrntist fyrir. Sonja Henie heillaði milljónir manna með list sinni á ísnum, og máski var henni þar einna minnisstæðast er hún sýndi fyrst i Los Angeles árið sem hún hætti keppni. Hér var mikið i húfi fyrir hana að allt gengi að óskum á nýbyrjuðum atvinnuferli, þvi að fjöldi heimsfrægra kvikmynda- leikara, leikstjóra og kvikmynda- framleiðenda var viðstaddur. Mætt voru Mary Picford, Douglas Fairbanks sr., John Barrymore, Joan Blondell, Myrna Loy, Clark Gable o.m.fl. stórmenni kvik- myndaiðnaðarins. Sonja Henie brást ekki vonum manna og hrifn- ingin var takmarkalaus — menn vildu helzt ekki sleppa henni af leikvanginum. Kvikmyndaleikar- ar, er hún hafði áður dáð, en einungis séð sem áhorfandi í kvikmyndahúsum, föðmuðu hana að sér og hylltu eftir hvert sýn- ingaratriði, og það er eins víst að þessi sýning hafi ráðið því, að skautahlaup varð nýjasta ,,æðið“ i kvikmyndaborginni. Meðal áhorfenda var hér hinn voldugi forstjóri Fox- kvikmyndaversins, Darryl F. Zanuck. Hann heimsótti Sonju í búningsherbergið eftir sýning- una, og er hann hafði óskað henni til hamingju með sigurinn spurði hann: — „Og hvað get ég nú boðið þér? — Aðalhlutverk! svaraói Sonja, trú sem fyrr heilræðum föður síns. „Allt annað skalt þú fá ungfrú Henie,“ var svar forstór- ans. — En Sonja vék ekki — og hinn voldugi kvikmyndajöfur varð að beygja sig fyrir hinni smávöxnu en viljasterku Isdrottn- ingu Norðursins. Sonja Henie gaf þjóð sinni eigi aðeins lista- og menningarsetrið að Hövikodden. — á leið frá þjóð- veginum til þessa rnerka staðar verður á vegi á miðri leið lítið og látlaust leiðarmerki er vísar I andstæða átt og á er letrað: „Henie-Onstad, heilsuræktar-, velferðar- og elliheimili". Hér get- ur að líta veglega stofnun og skipulega þyrpingu reisulegra bygginga. Þannig lauk ævintýri litlu norsku stúlkunnar er fékk þjóð sina til að hlæja og tárast af fögn- uði á þeim stundum er hún var að vinna frábæra sigra úti í þeim stóra heimi. Þakklát þjóð heldur áfram að minnast hennar og frægð hennar lifir áfram í eftir- minnilegum afrekum og menn- ingarlegum arfi er kveikir á kert- um framsækinnar æsku um langa framtíð. Á litilli hæð andspænis lista- setrinu er minnismerki á grafreit isdrottningarinnar. Það er gert að hætti víkinga fornaldar. A einn bautasteinanna er stutt og laggott hoggið einföldu letri nafnið — SONJA IIENIE — Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.