Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 Litla stúlkan á Frognervatni 1923 HÁVIKURODDI (Hövikodden) nefnist fagur staður í Bærum- héraði við Óslóarfjörð, sem á síðari árum hefur orðið nafntog- aður fyrir hið mikla menningar- setur er þau hjónin, skautadrottn- ingin Sonja Henie og skipa- kóngurinn Nils Onstad, létu reisa fyrir rúmum áratug. Lista- og menningarsetrið, sem er mikil bygging, er efst á oddan- um þar sem áður stóð lítið vina- legt timburhús, og er aðallega byggt yfir listaverkasafn þeirra hjóna, en þar fer einnig ýmis önnur starfsemi fram, m.a. reglu- legir hljómleikar í sérhönnuðum hljómleikasal. Alþjóðlegar Iist- sýningar gista húsakynni þessi iðulega og eru þær flestar af hárri gráðu, t.d. vár þar sýning á verk- um hinnar heimsþekktu pólsku vefjarlistarkonu Magdalenu Aba- kanowich í þau skipti er mig bar að garði í nóvember sl. Hugmyndin var sú, að þetta menningarsetur yði eins konar hliðstæða Lousiana í Humlebæk, og er margt líkt með þessum tveim stöðum. I báðum tilvikum þurfa menn að ganga allnokkurn spöl að listasetrunum og báðar eru byggingarnar þar sem sér vítt yfir til hafs. En menningarsetrið Iágvaxna stúlka, Sonja Henie frá Ósló, lét sér ekki nægja minna en 10 heimsmeistaratitia, 3 Ólympíugull, 7 Noregsmeistara- titla auk Evrópumeistaratitla, en hversu margir þeir voru geta handbærar heimildir greinar- höfundar ekki. Sonja hefði vafa- lítið getað bætt nokkrum fleiri Evrópu- og heimsmeistaratitlum við safn sitt, en þegar hún hætti keppni árið 1936, gerði hún það m.a. af tillitssemi í því efni að víkja fyrir keppinautum sínum á sviði er hún hafði einokað um langt skeið, en Olympíugull henn- ar hefðu trauðla orðið fleiri þar eð næstu Ölympíuleikar voru fyrst haldnir árið 1948. — Spenn- an var, er hér var komið sögu, vægast sagt orðin viðsjárverð, því að með hverjum sigri fjölgaði öfundarmönnum meðal keppi- nauta hennar, og undirróðurinn gegn þessari drottningu skauta- íþróttarinnar leitaði stöðugt meir á taugar hennar, og svo er það jafnan farsælast að hætta hverj- um leik þá er hæst fram fer. Þrátt fyrir fágætar vinsældir varð Sonja þess nú vör, að ýmsir áhangendur íþróttarinnar voru farnir að óska þess að sjá nýja stjörnu á tindinum. Það reyndi Sonja Henie 1946 HENIE - ONSTAD menningarsetrið á Hövikodden er íburðarmeira, en þó takmarkaðra, — virðist hér hafa láðst að reikna með eðlilegri stækkun safnsins. Á sama tíma og Louisiana-safnið færir stöðugt út kvíarnar virðist Hövikodden sem endanleg bygging, eins konar minnismerki um skapara sinn, skautadrottninguna Sonju Henie. Fjölmargir munu kannast við nafn Sonju Henie (1912—1967), þó að nokkur tíð sé liðin frá því að hún stóð á tindi frægðarferils síns, en afrek hennar var svo ein- stakt að seint fyrnist, og verður það trauðla endurtekið. Flestir munu vera sammála um, að list- hlaup á skautum sé ein sú fegursta íþróttagrein sem um get- ur, — hér fer fram eins konar ballett á ísnum, og er list þessi jafn hrífandi, hvort heldur einn leikur eða tveir saman (par- hlaup). Einleikurinn er hér svo krefjandi, að flestum mun finnast hún t.d. árið 1935, er hún sem að eitt Olympíugull og heims- meistaratitill væri hámark þess, sem hægt sé að öðlast. En hin oftar vann Evrópumeistaratitil- inn, þrátt fyrir að hún yrði fyrir þvi óhappi að detta snemma í keppninni. En þetta veitti þeim orðrómi byr undir báða vængi, að Sonja Henie væri fallandi stjarna — hún hefði þegar runnið sitt skeið, og að fallið innsiglaði þá staðreynd. Áhrifamikill stuðningsmaður hennar skæðasta keppinauts gekk hart fram við að útbreiða slíka skoðun, og var þetta eins konar taugastrið, svo sem algengt er í íþróttaheiminum og miðar að því að brjóta niður sjálfstraust keppinautsins. Sonja hlaut frekar kuldalegar móttökur á heimsmeistaramótinu í Vínar- borg þetta ár, en þessi keppinaut- ur hennar var hér einmitt á heimavelli. En Sonja sigraði þar með miklum yfirburðum og glæsi- brag, og varð henni þetta ljúfur sigur, því með þeim sigri sannaði hún sterka stöðu sína þrátt fyrir að áhorfendur þar væru henni andsnúnir. En þetta atvik ýtti þó undir þá ákvörðun hennar að hætta keppni, og jafnframt gerði hún sér lítið fyrir og lauk áhuga- mannaferli sínum með því að bæta enn við hina mörgu sigra sina Evrópumeistara-, heims- meistara- og Ólympiugullum. Með meiri glæsibrag gat það naumast endað. . . Ferli og frama Sonju Henie sem skautadrottningar var hér sannar- lega ekki lokið, þrátt fyrir að hún hætti keppni, e.t.v. var frægðin frekar á uppsiglingu. Hún heldur nú til Bandaríkjanna í því skyni að sýna leikni sína á skautasvell- inu sem atvinnumaður, jafnframt þvi sem hún ól með sér von um að gerast kvikmyndaleikkona, og það tókst henni þrátt fyrir að hún með stærilæti hafnaði öllu öðru en aðalhlutverkum í þeim kvik- myndum, er henni stóð til boða að leika í. Seinna innsiglaði hún frægð sína með þvi að stofna ís- ballettflokk og ferðaðist með hann víðs vegar. Henni mun hafa græðzt mikið fé á þessum nýju athöfnum sínum og mun hún jafnframt hafa ávaxtað það af kostgæfni, m.a. með kaupum lista- verka. Á hátindi frægðar sinnar giftist hún nafnkunnum amerísk- um milljónamæringi, Dan Topp- ing. Það hjónaband entist í fimm ár, — seinna (1949) giftist hún öðrum ameriskum milljónmær- ingi, Winthorp Gardiner, en þriðji og síðasti eiginmaður henn- ar var landi hennar skipakóngur- inn nafntogaði, Nils Onstad. — Eitt sinn — en svo byrja flest ævintýri, var lítil stúlka sem renndi sér á skautum á Frogner- vatni í úthverfi Óslóarborgar. Henni fórst það svo vel, fagurlega og af slíkum yndisþokka, að hjá föður hennar, pelsahöndlaranum William Henie, fyrrum heims- meistara í hjólreiðum, vaknaði nýr stórhugur. Hann vildi móta úr þessari smávöxnu en fagurlim- uðu dóttur sinni meistara allra leikja á skautasvellinu. Þetta varð svo hans ástriða — hann fylgdist af alhug með þjálfun hennar — hvatti hana óspart til að stefna hátt, einungis hið bezta væri nógu gott, þá kappkostaði hann að vera jafnan nærstaddur þegar hún keppti. Seinna lét Sonja svo um mælt að frægðin hefði orðið sér innihaldslítil án samhygðar föður og dóttur. Litla stúlkan óx úr grasi, hávax- in varð hún ekki, en hins vegar óx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.