Morgunblaðið - 24.12.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 24.12.1977, Síða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977 LOFORÐIÐ Þeir voru á leið í sveitirta feðgarnir Foreldrarnir ætl- uðu að flytja úr þorpinu í kaupstaðinn, en vegna skorts á húsnæði þar, komu þau tveimur börnum fyrir hjá fjar- skyldu ættfólki Tvö höfðu þau með sér. Drengurinn, átta ára snáði, átti nú að fara að vinna fyrir sér, en systur hans sjö ára var komið fyrir í þorpinu. Það var enn þá kökkur í hálsi drengsíns eftir skilnaðinn við móður hans og systkini og eitt og eitt tár læddist niður hvarmana. Hann gekk heldur á eftir, svo að faðir hans veitti því síður athygli. hverníg honum var innanbrjósts. Þetta var snemma vors og jörðin var að vakna af vetrardvalanum. Það lagði svo góðan ilm upp úr moldinni að drengurinn dró djúpt að sér andann. „Jæja vinur minn, þú átt að sitja hjá ánum í sumar og smala", mælti faðir hans. Drengurinn svaraði ekki. Honum fannst óréttlátt, að hann skyldi þurfa að skilja við foreldra og systkini og fara til fólks sem hann þekkti ekki neitt. „Reyndu að vinna verkin þín vel og samviskusam- lega", mælti faðir hans enn- fremur „Og mundu míg um eitt, svíktu aldrei loforð þitt. Ég gekk eitt sinn í ábyrgð fyrir mann. Skuld hans féll á mig og ég missti aleiguna. Þess vegna meðal annars verð ég að láta þig frá mér." Drengurinn herti gönguna og komst á hlið við föður sinn og þreifaði eftir hendi hans Síð- an mælti hann og röddin titraði lítið eitt: „Vertu ekki hryggur, pabbi, ég skal muna það sem þú sagðir — og ég spjara mig " Ár var liðið, drengnum hafði gengið smalamennskan vel og aldrei misst úr kvíum. Húsbændur hans voru ánægðir Hann fékk nú að fara níður í þorpið til að heimsækja systur sína og varð þar fagnaðarfundur Átti systirin allmikið af leikföng- um, sem hún dró nú fram til að sýna honum, það á meðal var gerviúr eitt logagyllt Þar sem drengurinn átti sjálfur engin leikföng, þótti honum mikið til alls þessa koma, þó þótti honum úrið mesta ger- semin og lét sér títt um. Þetta fór ekki fram hjá systur hans og sagði hún því við hann þegar hann kvaddi: „Ég ætla að lána þér úrið þangað til að þú kemur næst". Drengurinn varð allshugar- feginn. Hann var hrifnæmur og hreifst af öllu sem fagurt var. Svolítil hégómagirni gerði einnig vart við sig hjá honum. Hann hafði tvisvar fengið að fara á næsta bæ til að leika sér við krakkana þar, sem voru margir, enda var þar tvíbýli Höfðu þau ýmis- legt eigulegt sýnt honum og verið drjúg yfir en hann aftur á móti ekki átt neitt til að sýna þeim. Þegar þau systk- ini kvöddust gaf hann hátíð- legt loforð um að koma með úrið til hennar um haustið Sunnudagskvöld eitt seint í júlí var honum leyft að fara á fyrrnefndan bæ til að leika sér við krakkana. Á milli bæja var um klukkutíma gangur og var honum leiðin kunn, því að hann smalaði þetta svæði og sat hjá i hvilft- unum ofar í fjallinu. Úrið hennar systur sinnar hafði hann meðferðis og var hróð- ugur með sjálfum sér. Nú skyldi hann þó koma þeim á óvart. Þegar hópurinn hafði safnast í kring um hann kom á daginn, að hann gerði held- ur en ekki lukku. Gekk dýr- gripurinn frá einu til annars og sum sýndu alla tilburði til að láta hann ekki af hendi aftur. Buðu þau drengnum marga góða gripi i skiptum fyrir gersemi þessa og gengu svo hart að honum að síð- ustu, að hann neyddist til að viðurkenna að hann ætti ekki úrið, en það hafði hann ekki ætlað sér að gera Það var ósköp freistandi að láta ganga eftir sér og vera einu sinni miðpunktur í tilverunni Það hafði þó aldrei hvarflað að honum að verzla með annarra eigur, enda útilokaði loforð hans til systurinnar slikt athæfi gjörsamlega. Drengnum fannst þó að elstu krakkarnir tækju mátulega mikið mark á þeirri staðhæf- ingu hans, að hann ætti ekki úrið. Þeir héldu áfram að nuða í honum og bjóða hon- um býtti, en hann sat við sinn keip og sem lokasvar, stakk hann úrinu í vasann. Tíminn leið nú fljótt við ærsl og leiki, og rankaði að- komupilturinn ekki við sér fyrr en næturhúmið sagði honum hvað klukkan væri. Þá varð honum hugsað til klukkunnar hennar systur hans, þreifaði á vasanum en hann var þá tómur. Hann sagði drengjunum, sem verið höfðu með honum í eltinga- leiknum, frá þessu en tók þá fyrst eftir, að allir krakkarnir utan þrír strákar voru horfnir. Hann varð skelfingu lostinn. Búinn að týna gerseminni, sem systir hans hafði trúað honum fyrir og hann hafði hátiðlega lofað að færa henni aftur. Drengirnir reyndu að hughreysta hann en vildu jafnframt fá hann til að halda leiknum áfram um stund. Hann hafði nú misst allan áhuga á leikjum' og skreið um flötina á fjórum fótum og leitaði og leitaði. Strákarnir kröfsuðu eitthvað í grasið og moldina til málamynda, en hurfu svo einn af öðrum út í næturhúmið, rétt eins og þeir hefðu verið huldudrengir. Drengurinn hafði • ekki bragðað vott né þurt síðan um nón, en hafði farið að heiman rétt fyrir miðaftan, auk þess var hann dasaður eftir stanslausan eltingaleik I marga klukkutima. Hann fann nú til þorsta og svengd- ar þar sem hann skreið um flötina, sem orðin var líkust flagi eftir allt sparkið. Það sló líka að honum á skyrtunni, blautum af svita eftir hlaup- in Hann sá að dalalæða var að þokast niður eftir túninu. Brátt mundi hún umlykja hann i hráslagalegum faðmi sínum. En úrið varð hann að finna Honum fannst að heið- ur sinn og mannorð væri í veði. Það kom hálfgerður kökkur í hálsinn á honum, Kítir Ratfnar I>orsU‘insson þegar hann hugsaðí til þess, að hann yrði að koma til systur sinnar og segja: Ég sveik loforð mitt! Ég get ekki skilað úrinu, ég hreint og beint týndi því. Liklega mundi hún halda, . . . nei hún vissi að hann var ekki þannig. En samt sem áður: hann gæti ekki afborið að sjá sorgina í augum hennar. Hann varð að leita, leita. Hvernig gat annars staðið á þessu, að hann gat ekki fundið þetta stóran og auk þess gylltan hlut á troðinni flöt? Og nú var þokan komin, þessi grái endalausi óskapn- aður, sem oft hafði gert hon- um skráveifu, já og reynt hugrekki hans til hins ýtr- asta. Hann hafði búist við kulda úr þokunni, en hanh skalf ekki, geðshræringin og ákafinn við leitina héldu á honum hita Ekki er víst hað hann hefði enst til að skriða þarna lengi, en skyndilega var hann truflaður við leitina. Einhver úti í þokunni sagði: „Hum, hu- hum-!" Og brátt sá hann ógnarstóran risa nálgast hröðum skrefum Fór nú heldur en ekki að fara um dreng. Hjartað barðist, já hamaðist — og hann fann til magnleysis i hnjáliðunum. Þetta hlaut að vera tröll úr fjöllunum. Hann fór í hugan- um að þylja bænir, sem hús- móðir hans hafði kennt hon- um ef ské kynni að óvættur þessi kæmíst þá ekki að hon- um því hann hafði lesið um slíkt Þá var aftur sagt. „Hu- hum, ertu þarna drengur minn?" Nú sá hann að risinn sveifl- aði til handleggnum og heyrði að hann saug hraust- lega upp i nefið. Það var eins og notaleg sælu- og öryggis- tilfinning hríslaðist um hann allan Jú málróminn þekkti hann og sveifluna ennþá bet- ur. Strákur, sextán ára gam- aII. sem með honum var á bænum, hafði verið að æfa þessa sveiflu allan síðastlið- inn vetur og náð góðum árangri. Komumaður var húsbóndi hans og enginn annar. Að vísu var hann með stærstu mönnum, en þokan hafði tvöfaldað stærðina. Drengurinn leit hálf vesæld- arlega og húsbóndi hans spurði hvort nokkuð væri að honum. „Ég týndi úrinu hennar systur minnar", volaði hann. „Nú, þá leitum við að því". Og húsbóndi hans lét ekki sitja við orðin tóm heldur lagðist á hnén á blauta og molduga flötina, þreifaði og rýndi fermetir eftir fermetir, og círengurinn skreið við hlið hans. Ef fólk hefði séð þá við þessa iðju, mundi því síst hafa dottið i hug að hér væru mennzkir menn á ferðinni, heldur eitthvert ferfætt dýr með unga sinn, ekki sist þar sem um þessar mundir var þarna á döfinni dularfullt skrýmslismál Var rætt um í blöðum, hvort sjóskrýmsli eða mannskrýmsli hefði ráð- ist á mann nokkurn í þorpinu og skilið við hann bláan og blóðugan. Eftir að hafa látið sinar stóru hendur þreifa alla flöt- ina, þóttist húsbóndi drengs- ins viss um að úrið fyndist ekki þar. Hafði þessi aukaleit tekið um klukkustund og var ekki laust við að sparibuxur mannsins hefðu látið á sjá. Ekki sagði hann neitt, enda fámáll og orðvar. Aldrei hafði drengurinn heyrt hann hlæja eða séð hann brosa. „Við skulum koma", sagði hann aðeins, og svo gekk hann löngum skrefum heim á leið. Drengurinn hélt varla i við hann nema hlaupa við fót, enda miður sín og leið samvizkukvalir yfir þvi að hafa týnt fallegasta leikfang- inu hennar systur sinnar, og þegar þeir stikluðu á steinum yfir lækinn í Miðhúsagilinu, varð honum hugsað til rauna sinna og fór að snökta! Hús- bóndinn leit við og spurði með hluttekningu í rómnum: „Var þetta mjög verðmætt úr drengur minn?" „Ne . nei, kannski ekki, þetta var gervi- úr", stamaði drengurinn ves- ældarlega, „en samt ég sagð- ist ætla að skila því næst þegar ég kæmi til systur minnar. Svo lofaði ég honum pabba í fyrravor að svikja aldrei nokkurn mann og efna alltaf loforð mín" Maðurinn sneri sér alveg við eins og til að sjá hvort drengnum væri alvara. Það var farið að elda aftur og þokunni var að létta, og þeir horfðust í augu, húsbóndinn og smalinn. Það var eins og sá fyrrnefndi hefði aldrei séð drenginn fyrr. „Jæja", sagði hann loks og annað ekki, en í andliti mannsins, sem bæði var bóndi, útgerðarmaður og kaupmaður, sá drengurinn í fyrsta sinn eitthvað sem likt- ist brosi samfara undrun „Hu- hum" og hann tók silfurbúnu pontuna sína upp úr vasanum, sveiflaði henni með þessari hefðbundnu en sérkennilegu aðferð og hitti beint í nös sína að vanda. Þeir leiddust heim túnið og um leið og þeir komu í hlaðið mælti húsbóndinn: „Reyndu að fá tækifæri á morgun þeg- ar þú ert búinn að smala væni minn til að skreppa nið- ur í búð til mín Hver veit nema ég eigi eitthvað handa þér, sem þú getur gefið syst- ur þinni í staðinn fyrir . . þetta hérna forláta úr, hu- - hum"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.