Morgunblaðið - 24.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1977
45
Leikir — þrautir — gátur
Hverfann
upp sjón-
varpið?
Ég veit, að þú trúir því
varla, þegar ég segi þér, að
fyrsta sjónvarpið hafi þegar
verið fundið upp árið 1884!
Uppfinningarmaðurinn var
þýzkur, að nafni Paul Nip-
kow, rafmagnsverkfræðing-
ur og lifði á árunum
1860—1940. Aðeins tuttugu
og fjögurra ára tókst honum
að útbúa tæki, sem seinna
fékk nafnið sjónvarp, þar
sem unnt var að sjá lifandi
myndir. Arið 1929 var byrj-
að að framleiða slík tæki 1
tilraunaskyni og 1935 var
fyrsta sjónvarpsstöðin tekin
í notkun í Berlín og var
henni gefið nafn Pauls Nip-
kows.
Hundurinn vex!
Þetta föndur er fremur auövelt og skemmtilegt.
Teiknaðu hund á pappír, en gættu þess að hafa
hann ekki stærri en hlutfall það, sem sýnt er á
myndinni, miðað við eldspýtustokkinn. Síðan
klippurðu hundinn út og límir fremri hlutann á
stokkinn sjálfan, en aftari hlutann límirðu á botn-
inn á skúffunni. Og nú getur stærð hundsins farið
eftir þinni eigin ákvörðun og ósk.
Skuggaþraut
fyrir tvo
Þetta gætur verið skemmtileg dægrastvtting fyr-
ir ykkur, ef þið hafið góðan umbúðapappír, hvítan
eða brúnan t.d.
Eitt ykkar stillir sér upp á þann hátt, að skugg-
inn fellur á pappírinn, hitt ykkar reynir svo að
rissa útlínurnar, sem koma fram þar, þegar þessu
er lokið, getið þið klippt pappírinn í sundur, og þá
hafið þið framleitt ykkar eigin myndaþraut,
kannski eina stærstu myndaþraut í heimi. Reynið
síðan að raða öllu saman aftur.
Leikir
Jafnvægisleikni
Þátttakendur fá bindi fyrir
augun og eiga aó ganga þvert
yfir gólfið, þannig að hællinn á
öðrum fætinum nemi við tána á
hinum, og þannig koll af kolli!
Þetta virðist fljótt á litið auð-
velt, en með hundið fyrir aug-
un reynist frekar erfitt að
halda jafnvægi, að ekki sé talað
um, þegar höndum er auk þess
haldið fyrir aftan bak!
(Reynið þetta — Fullorðnir
keppa við þá yngri!)
Hver er ég?
Þessi leikur er sérlega hent-
ugur, ef þátttakendur þekkjast
Iftið, þar sem hann gefur fólki
tækifæri til þess að ræða sam-
an!
Áður en leikurinn hefst eru
nöfn nokkurra þekktra manna
og kvenna skrifuð á smá miða,
t.d. Napoleon, Gunnar á Hlíðar-
enda, Arni Tryggvason os.frv.
einhverja þekkta persónu.
Þegar leikurinn byrjar er
einum þessara miða nælt á bak
einhvers, þannig að allir geta
séð „hver hann er“ nema hann
sjálfur. Síðan gengur sá hinn
sami á milli þátttakenda og má
aðeins spyrja hvern einnar
spurningar í upphafi (má
lengja, ef þörf krefur). Hann
má aðeins spyrja spurninga.
sem unnt er að svara játandi
eða neitandi, eins og t.d.: „er ég
lifandi? — er ég íslendingur?
— er ég listamaður? os.frv. Síð-
an heldur hann áfrani að
sp.vrja, þannig til hann heldur,
að hann hafi fundið rétta
manninn.
Að þræða nál!
Einhver gefur sig fram og
sezt á flösku á gólfinu og leggur
fæturna f kross, þannig að að-
eins annar hæliinn snertir gólf-
ið. Síðan er hann látinn fá nál
og enda (nál, sem passar! ! ! —
ekki of stór og ekki heldur of
lítil), og nú á hann að reyna að
þræða nálina. Hann má ekki
velta af flöskunni, því að þá er
hann úr leik! Það sakar ekki að
reyna — Góða skemmtun.
Með krónu á enninu!
Þessi leikur er ef til vill
skemmtilegastur fyrir þá, sem
horfa á. Einn úr hópnum leggst
á gólfið og krónu-peningur er
lagður á enni hans. Hann reyn-
ir því næst að standa á fætur,
án þess að peningurinn falli til
jarðar.
Leyndarmálið er hins vegar,
að viðkomandi hefur engan
pening á enninu, en hann veit
það ekki sjálfur.
Peningurinn er kældur ofur-
lítið áður. Þegar hann er lagður
ofan á enni þess, sem þrautina
á að leysa, er honum þrýst ofur-
Iftið niður með einum fingri.
Þegar fingurinn er tekinn aft-
ur, á peningurinn að fylgja
með. Það er því öruggara að
æfa sig í þessu áður.
Ef allt er með felldu, ætti sá,
sem þrautina leysir ekki að
finna fyrir neinu og vanda sig
eins og hann lifandi mögulega
getur. Sjáið hvernig tekst til.
Tveir pakka inn
Undir ákveðnum kringum-
stæðum getur verið erfitl að
pakka inn. Og ekki skánar það
þegar tveir eiga að pakka inn í
sama pakkann og mega aðeins
nota aðra hendina!
Hægt er að láta fjóra keppa
fþessu t.d. Þeir pakka inn sitt
hvorum pakkanum og kross-
binda með slaufu! Og þá er um
að gera að flýta sér hægt!
S.Æ.S&A
Eldspýtna-
þraut
Ef þig langar til þess að leggja höfuðið í bleyti
og spreyta þig svolítið á þraut, þá er ágætt að grípa
til eldspýtnaþrautar, seni þessarar.
Þú mátt aðeins flytja átta eldspýtur, þannig að
eftir standi fimrn ferhyrningar.
Ef þér finnst þetta alltof erfitt, geturðu fyrst
beðið einhverja um að koma þér til hjálpar —
annars er lausnin á næstu grösum.
Lausnin er aftar í jólalesbókinni.
Gamlar
gátur
1. Faðirinn er ekki fædd-
ur. Allt um það leikur
sonurinn sér á húsþak-
inu.
2. Hvert er ílát það, sem
hefur ekki nema eitt
hvolf og hefur þó í sér
tvenns konar drykk?
3. Hvert er hol það, sem
hefur hvíta gadda bæði
úr lofti og gólfi?
4. Hver er sá granni
járnhestur, sem hefur
langt tagl úr hör?
5. Hver plægir hinn
stærsta akur og skilur þó
ekki eftir neitt plógfar?
6. Tunnan æpir, en þeir,
sem drekka af henni
Þegja.
7. Þar er bót ofan á bót,
og þó sést ekkert nálspor-
ið.
8. Hver spýta er þyngst?
9. Konungar og prestar,
herramenn og bændur
neyta af því, að þó kemur
það eigi á nokkurs manns
borðs.
10. Þau hlaupa yfir láð
og lög og hafa þó enga
fætur.
(Svörin eru aftar í jólalesbók-