Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 3 Ögri fékk4900 lestir á árinu ÖGRI RE skuttogari Ögurvíkur h.f. varð aflahæsti skuttogari landsmanna á nýliðnu ári. Ögri landaði síðast á árinu hinn 16. desember og var afli togarans þá orðinn 4896.6 lestir. IVIeð rétt að- eins minni afla var systurskip ögra og í eigu Ögurvíkur Vigri með 4814.8 Iestir, en Vigri land- aði síðast 14. desember. Hefur hvorugur þessara togara fengið jafnmikinn afla áður. Þriðji aflahæsti skuttogarinn á landinu á s.l. ári er svo Guðbjörg ÍS, sem er skuttogari af minni gerð með 4643 lestir, en á s.l. ári var Guðbjörg með rétt um 4000 lestir. Þá munu nokkrir aðrir tog- arar vera með í kringum 4000 lestir. Þórður Ásgeirsson form. loðnunefndar SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur skipað Þórð Asgeirsson. skrifstofu- stjóra sjávarútvegsráðuneytisins. formann Loðnunefndar frá 1. janúar að telja. Tók Þórður við formanns- stöðunni af Gylfa Þórðarsyni. sem var formaður nefndarinnar frá upp- hafi. en hefur nú látið af störfum hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Loðnunefnd hefur nú fengið aukið valdsvið, og i samtali við Morgunblað- ið i gær sagði Þórður að nú hefði nefndin vald til að beina skipunum til ákveðinna staða Er það gert til þess að sem flestar loðnuverksmiðjurnar fari sem fyrst i gang. en með þvi móti er talið að veiðin geti orðið mun meiri en ella Auk Þorðar Ásgeirssonar eiga sæti i loðnunefnd þeir Andrés Finnbogason og Björgvin Torfason Edda Rlkharðsdóttir ásamt syni sfnum, en þau eru frá Þorlákshöfn og eiginmaöurinn Magnús Brynjólfsson var þvf ekki nálægur er nt.vndin var tekin. i.jósm. k.v\ Fyrsta barnið fœddist um klukkan 2:50 á nýársnótt FYRSTI tslendingurinn sem vitað er til að fæðst hafi á þessu nýbyrjaða ári fæddist á Fæð- ingarheimili Reykjavfkurborg- ar. Var það kl. 2:50 á nýársnótt, sveinbarn, sem vó 3560 gr. eða rúmlega 14 merkur og er 51 sm langur. Foreldrarnir eru Kdda Rikharðsdóttir og Magnús Brynjólfsspn. búsett í Þorláks- höfn, og er þetta annað liarn þeirra. Skv. uppl.vsinguin er Mbl. fékk á Fæðingarheiiiiilinu heilsast þeim inæðginum vel og fá þau að likindum að fara heini uiii inestu hclgi. Áramót úti á landi víðast hvar með hefðbundu sniði Víðast hvar úti á landi voru áramótin með mjög hefð- bundnu sniði, brennur voru viða, mikið var um flugelda- skot og viðast hvar dönsuðu menn inf í nýja árið. Yfirleitt var veður nokkuð gott, þótt sums staðar væri lítils háttar snjókoma. Engin alvarleg slys urðu á fólki og almennt var mjög lítið um óhöpp, utan þess að á Akureyri og Eskifirði urðu tveir brunar. Akureyri Hér gengu áramótin mjög vel fyrir sig. Mjög mikið var skotið upp af flugeldum og bálkestir voru tendraðir, þrátt fyrir að hríðarmugga hafi verið á gamlaárskvöld, en veðrið var þó mjög milt og þægilegt. Sam- kvæmt upplýsingum hjá lög- reglunni hér í bæ, voru þessi áramót mjög álika venjulegri helgi, sem sagt mjög róleg mið- að við það sem venjulega er. Sv.P Blönduósi Mjög gott veður var hér á gamlaárskvöldi og setti það sinn svip á annars mjög góða stemmningu manna hér. Að venju var tendraður mikill bál- köstur fyrir ofan bæinn og var þar mjög fjölmennt, sérstak- lega vakti athygli að börnin í bænum mættu flest í grímu- búningum. Mjög mikið var skotið upp af flugeldum, en engin slys urðu á fólki hér um áramótin. Að lokum var hér mikill dansleikur þar sem dans- inn dunaði fram undir morgun og þótti hann takast hið bezta. Þá má geta þess að í byrjun hins nýja árs fór að kyngja hér niður snjó í algeru logni og nú er hér hnédjúpur snjór víðast hvar, þar sem á gamla árinu var SnjÓlaUSt. Hafþór. Eskifjörður Áramótin hjá okkur hér voru mjög friðsöm og góð. Veður var ágætt þótt smá snjófjúk hafi verið á stundum á gamlaárs- kvöld, það kom þó ekki í veg fyrir að skotið var upp margs konar skoteldum. Hér varð það óhapp að skemma í eigu Hrað- frystistöðvar Eskifjarðar brann að hluta til, en mjög litlar skemmdir urðu þó, þar sem það eina sem brann voru nokkrir tugir fiskkassa. Ævar Hólmavík Mikill friður og ró rikti hér um áramótin. Hér var á Hólma- vík haldinn áramótadansleikur sem var mjög vel sóttur og var það mál manna að hann hefði tekist með ágætum. Hér er jörð alhvít, þó ekki hafi kyngt niður miklum smjó; færð er hér með ágætum suður úr. Fólk sem kom hingað um hátiðarnar í jólaleyfi er um þessar mundir að tygja sig til heimferðar, en óvenjumikill fjöldi fólks, þó mest skólafólk hefur verið hér yfir hátíðarnar. Andrés. Húsavfk Hér var hríðarveður um ára- mótin, sem var þess valdandi að ekki var kveikt í áramótabál- kestinum, en þó var miklu af flugeldum skotið hér í loft upp. Hér dönsuðu menn að venju inn í nýja árið á fjölsóttum ár mótadansleik, en annars má segja að það hafi verið mjög rólegt hér eins og alltaf áður um áramótin. Þetta síðasta ár hefur verið hér á Húsavík mjög gott utan þess að síðustu dag- arnir voru nokkuð rysjóttir. Hér er nú mjög snjólétt, en mikil hálka er hér víðast hvar. Fréttaritari. Hvanneyri, Borgarfirði Áramótin hér gengu stórtíð- indalaust fyrir sig. Mjög gott veður var með smá snjókomu. Áramótadansleik sem vera átti i Brautartungu varð að fresta þar sem hljómsveitin, sem koma átti úr Reykjavík komst ekki upp eftir. Engin óhöpp urðu hér um áramótin, hvorki á mönnum né eignum. ðfeifíur. Höfn Hornafirði Áramótin gengu mjög vel fyr- ir sig eins og endra nær. Hér var hið ágætasta veður. Engin óhöpp urðu á fólki vegna með- ferðar skotelda, og almennt engin óhöpp. Klias. Isafjörður Hér var leiðindatíð um ára- mótin, sem leiddi til þess að mjög lítið var um útiveru fólks hér eins og annars er venja til á þessum tímamótum. Hátíðin gekk þó alveg stórtiðindalaust fyrir sig og án öhappa. Flestir bátarnir lágu i höfn hér milli hátíðanna og eru þeir um það bil að leggja af stað aftur til veiða. Það hefur aftur vakið nokkurn ugg manna að rekis er óvenjumikill við land hér á vesturhorninu. Clfar. Sauðárkrókur Áramótin gengu í garð með mjög hefðbundnum hætti. Tendraður var bálköstur, skot- ið flugeldum og farnar blysfar- ir. Nokkur ærsl voru hér í unga fólkinu um áramótin, þó engin veruleg ólæti. Veður var hér ágætt um hátíðina. (iuðjón. Lodnu- flotinn farinn til veida GERT var ráð fyrir að stór hluti loðnuflotans léti úr höfn eftir miðna'tti s.l. nótt. Vitað er um fjóra báta sem létu úr höín fyrir miðnætti I fyrrinótt, og éinhverj- ir héldu til veiða í gær, en annars eru margir skipstjórnarmenn þannig gerðir að þeir hefja ekki nýtt úthald á mánudegi. Loðnubátarnir halda nú allir á miðin noröur af landinu, en strax eftir áramót í fyrra fór loönan að veiöasl norður af Kolbeinsey. Hvarflaði ekki að mér að lánafyrirgreiðslan væri tengd fjármunum bankans — segir fyrrverandi forstjóri Dósagerðarinnar og Bláskóga SLEITULAUST er unnið að rann- sókn á meintu misferli deildar- stjóra ábyrgðardeildar Lands- banka Islands, að því er Hallvarð- ur Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri tjáði hlaðinu í gær. Hallvarður kvað ekkert nýtt af rannsókninni að frétta. Gagnaúr-' vinnsla málsins væri ákaflega tímafrek og rannsóknin gengi þvi hægt fyrir sig. Einn maður situr í gæzluvarðhaldi vegna málsins, deildarstjórinn fyrrverandi. Morgunblaðið sneri sér í gær til Björgólfs 'Guðmundssonar fyrr- verandi forstjóra fyrirtækjanna Dósgerðin hf. og Bláskógar hf., en deildarstjórinn mun hafa veitt þessum fyrirtækjum fjárhagslega fyrirgreiðslu og notað til þess fjármuni, sem hann er grunaður um að hafa tekið frá Sindra hf. Björgólfur sagði . — Það hvarflaði aldrei að mér að persónuleg lánafyrirgreiösla forstöðumanns ábyrgðardeildar- innar þegar um hana var að ræða væri á nokkurn hátt tengd fjár- munum bankans eða viðskiptafyr- irtækja hans. Enda var sú lána- fyrirgreiðsla ekki eingöngu bund- in við ábyrgðardeildina. Viðskipti fyrirtækjanna Við bankann hafa lengi verið mjög mikil. Þegar mál- ið var í frumrannsókn bauð ég fram bókhaldsgögn þeirra fyrir- tækja, sem ég veitti forstöðu til þess að flýta rannsókn málsins. Vegna þess hve rannsöknin er á viðkvæmu stigi get ég ekkert meira sagt um málið en það er von mín að rannsókninni verði hraðað eftir föngum og allt gert til þess að rétt og sönn niöurstaöa fáist sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.