Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 «■■■"■ *8 * ib«r *88 ■ Vetrarstemning á Isafirði. LJósm. C'lfar VKÚstsson. ísfirðingar fjöl- menntu í messur hjá nýjaprestinum JÓLIN á ísafirði voru að þessu sinni óvenju veðursæl. A aðfangadag var logn og fjallabjart veður, með þunnri snjóslæðu á jörðu. Á jóladag gekk á með hægum vestan snjóe lllum, sem sveip- uðu fjöll og dali dúnmjúkum jólasnjó. Annar dagur jóla var bjartur, svo bjarma sólar sló á himininn yfir Kubbanum og Breiðadals- heiði. Nýi sóknarpresturinn séra Jakob Hjálmarsson kallaði sóknarbörn sin til helgra tíða 7 sinnum yfir jólahelgina. A að- fangadagskvöld var aftansöng- ur i Hnífsdalskapellu kl. 8. Hálfri stundu fyrir miðnætti jólanætur var náttsöngur i Isa- fjarðarkirkju, þar sem um 300 manns sóttu messu. Á jóladag var aftur messað í Isafjarðar- kirkju og var þá jafnframt altarisganga. Síðdegis á jóladag messaði séra Jakob í Súðavikurkirkju fyrir fullu húsi eins og við allar fyrri messugjörðirnar, en þar var einnig altarisganga. Annan dag jóla var skirnar- messa i ísafjarðarkirkju, þar leik um fæðingu frelsarans. Þá má geta þess að Hvita- sunnufólk undir stjórn Sigfús- ar Valdimarssonar hafa nú eins og um fjöldamörg undanfarin jól útbúið jólapakka til allra sjómanna sem um Isafjarðar- höfn fara i desember og ráð- gera að eyða jólunum fjarri heimilum sínum. Jafnframt þvi að sitja messur hafa Isfirðingar eins og aðrir landsmenn borðað hátíðamat og tekið upp jólagjafir, að öðru leyti notuðu þeir helgina til að heimsækja vini og ættingja i nágrenninu og deila með þeim hamingju og gleði þessarar hátíðar. Jólaskreytingar utan dyra eru með allra mesta móti um þessi jól. Auk fjölda margra upplýstra jólatrjáa, sem bæjar- yfirvöld hafa komið fyrir víðs- vegar í hinu víðfeðma bæjar- landi, hafa einstaklingar og at- vinnufyrirtæki skreytt hús sín að utan. Þá eru alfir þrír kirkjugarðar bæjarins ljósum prýddir og krönsum skreyttir, enda er ást og virðing við minn- ingu horfinna ástvina og geng- Börn úr sunnudagaskóla Hjálpræðishersins sýndu á jólunurti helgileik um fæðingu frelsarans. sem skirð voru fimm börn. Þá voru guðsþjónustur haldnar á sjúkrahúsinu og i elliheimilinu, en þar aðstoðuðu kór Hnífsdals- sóknar og kirkjukór Isafjarðar- kirkju. I viðtali við séra Jakob Hjálmarsson kom fram ánægja hans með mjög góða kirkju- sókn, en jafnframt gat hann þess, að á aðventunni hefði safnast 100 þúsund krónur til Hjálparstofnunar kirkjunnar hér I ísafjarðarprestakalli, þ.e. í Hnífsdals- Isafjarðar- og Súða- víkursóknum. Vildi hann koma á framfæri þakklæti til þeirra mörgu, sem lögðu hönd á plóginn í söfnun- inni Brauð handa hungruðum heimi. Næstu messur eru á gamlárs- dag í Isafjarðarkirkju og nýárs- dag í Hnífsdalskapellu. Þá voru margar samkomur haldnar hjá Hjálpræðishernum og Hvítasunnusöfnuðinum hér og skömmu fyrir jól fluttu nokkur börn úr sunnudaga- skóla Hjáipræðishersins helgi- inna áa rík I þessum gamal- gróna kaupstað. Flugsamgöngur voru afleitar í vikunni fyrir jól. Þó tókst að flytja alla farþega fyrir jól, en eitthvað :f jólavörum verslana var að berast í gær og i dag. Á lögreglustöðinni fékk ég þær upplýsingar að jólin hefðu verið mjög róleg, engin slys og ölvun í algjöru lágmarki. Héðan frá Isafirði ganga út 36 skip til fiskveiða á þessum vetri. Þau hafa öll verið bundin I höfn yfir hátíðina og sjómenn dvalið heima. Vegna þorsk- veiðibanns sjávarútvegsráð- herra róa línubátarnir ekki milli jóla og nýárs og eru línu- sjómenn þvi fegnir. En mér hefur skilst að sjómenn skut- togaranna, sem héldu til veiða í eftirmiðdaginn í dag, hefðu ekki grátið það þótt ráðherrann hefði gefið öðrum fisktegund- um lífið fram yfir áramótin Iíka. Þeir koma þó aó landi á gamlársdag og eiga þá sólar- hrings frí samkvæmt samning- um- Ulfar V erkalýðshreyfingm reiðubúin til samráðs um efnahagsmálin — en ekki til að skerða kjör fólkssegir Björn Jónsson EFNAHAGSMÁLIN voru efst i blaSi I verður ekki leystur nema samkomulag Hefðbundnu vopnin eru fjögur. áramótagreinum bæði Geirs Hall- grtmssonar forsætisráðherra og Ól- afs Jóhannessonar viSskiptaráB- herra. sem birtust I Morgunblaðinu og Tlmanum á gamlársdag. Hjá bá8- um kom fram aS afkoma þjóSarinnar hefur sjaldan verðj betri en á sl. ári en margvislegur vandi væri óleystur. Forsætisráðherra og viðskiptaráð herra lögðu á það áherzlu að aSgerS- ir gegn aSsteSjandi vanda þyrftu aS vera i samráSi viS aSila vinnumark- aSarins. ViSskiptaráSherra sagSi raunar aS hann teldi rátt aS rikis- stjórnin beitti sár fyrir viðeigandi viSnámsaSgerSum þegar fyrir þessar kosningar enda yrSi þeim ekki skotiS á frest með góSu móti. MorgunblaSiS bar ummæli forsœt- isráSherra og viSskiptaráSherra und- ir Bjöm Jónsson. forseta ASÍ. sem kvaS verkalýSshreyfinguna jafnan hafa veriS reiSubúna til samvinnu um efnahagsmál viS hvaSa rikis- stjórn sem vsrí, en AlþýSusamband- iS gæti þó ekki unaS þvi aS vanda- málin væru leyst meS almennri skerSingu gildandi kjarasamninga. í áramótagrein sinni i Morgunblað- inu sagði Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra m.a varðandi efnahagsmálin. að álitaefnin væru margvisleg þegar leitast væri við að svara þvi við þessi áramót hvar islenzka þjóðín væri á vegi stödd eða hvert skyldi haldið. Forsæt- isráðherra benti á að afkoma þjóðar- innar hefði sjaldan verið betri en á árinu sem væri að liða, þar sem fram- leiðslan hefði aukizt um 4—5%. við- skiptakjör batnað um 9—10% og þjóðartekjur vaxið um 7—8% Viðskiptakjör væru þó ekki orðin jafn- góð og þau voru 1973 Hagur lands- manna hefði vænkazt að sama skapi og kaupmáttur ráðstöfunartekna og einka- neysla vaxið um 7—8% Þetta segði þó ekki alla söguna. þvi að útflutnings- verðmætin hefðu vaxið mun meira i krónutölu en innflutningurinn hefði aukizt a.m k. hlutfallslega jafnmikið. þó að væntanlega yrði um tiltölulega litinn halla á viðskiptajöfnuði að ræða og sem næst jöfnuður héldist væntan- lega i rikisfjármálum og einnig i útlán- um og innlánum lánastofnana. Siðan sagði forsætisráðherra: „Allt er þetta af hinu góða, en hins vegar verður augum ekki lokað fyrir þeim vanda. sem óleystur er. Það er auðvitað bæði umhugsunar- og áhyggjuefni að kaup i krónutölu á þessu ári hækkar um 60% samkvæmt kauptöxtum, þegar kaupmáttur ráð- stöfunartekna almennings eykst um 8% og samsvarandi tölur eru áætlaðar á næsta ári, yfir 30% hækkun kaup- taxta að öllu obreyttu en allt að 6% kaupmáttaraukning. Viðfangsefnið hlýtur að vera hvernig unnt er að tryggja kaupmáttinn án þess að kauptaxtar og launakostnaður hækki svo mjög, að samkeppnisstöðu atvinnuveganna sé stefnt i hættu Vandi atvinnuveganna felst i verð- bólguvextinum og auknum tilkostnaði. sem afurðaverð erlendis stendur ekki undir. Fyrst og fremst ber að leggja áherslu á að auka framleiðslu, fjölbreytni og framleiðni og draga úr kostnaði. hvar sem þvi verður við komið. Stefna verð- ur að meiri vörugæðum og markaðsöfl- un, er leiði til hærra söluverðs fram- leiðslunnar Nýta verður auðlindir til lands og sjávar á sem hagkvæmastan hátt með tilliti til afreksturs og vernd- unar í bráð og lengd Dugi þessi ráð ekki, eru auðvitað hin hefðbundnu úr- ræði, sem öll hafa verið reynd: Að hækka krónutölu i islenskri mynt, sem fæst fyrir útflutningsvörur. með geng- islækkun eða gengissigi; að draga úr eða fresta kauphækkunum innanlands og vöruverðshækkunum með sam- komulagi — eða lögbindingu; að styrkja útflutningsatvinnuvegina með fjárframlögum af almannafé. sem feng- íð er með skattlagningu á alla lands- menn Tekjuskiptingin i þjóðfélagmu hefur löngum verið deiluefni. ekki eingöngu milli vinnuveitenda og launþega heldur og varðandi hlut hins opinbera annars vegar og atvinnuvega og einkaneyslu hins vegar Vandinn sem við blasir, takist um tekjuskiptinguna i þjóðfélag- inu, eða mðurstaða i þeim efnum sé virt. Siðar i grein sinni sagði forsætisráð- herra ennfremur: „Horfur um þróun verðlags eru vissulega iskyggilegar, en þó er ekki ástæða til þess að ýkja þær Þvi miður má þó búast við, að verðhækkun á næsta ári verði naumast minni en á þessu ári eða nálega 30%. ef allt fer fram sem horfir. Þetta þýðir, að sóknin gegn verðbólguvágestinum hefur stöðvast um sinn Hléið má ekki verða til þess að gefist sé upp i baráttunni og hörfað heldur ber að nýta það til þess að undirbúa næstu sókn. Tveir menn brenndust í Alverinu TVEIR starfsmenn Alversins í Straumsvfk hlutu 2. stigs bruna á andliti og hálsi, þegar sjóðandi heitt ál spýttist á mennina, þegar þeir voru að vinna við álsteypivél skömmu eftir miðnætti á nýársdag. Fjórir menn unnu við að móta ál á sérstaka klumpa I þar til gerðri vél þegar vatn komst í álið með fyrrgreindum afleið- ingum. Tveir mannanna sluppu án teljandi meiðsla og héldu þeir áfram vinnu eftir læknisskoðun. Hinir voru fluttir á slysadeildina en sfðan heim. Aðeins þrír Belgar ÞRÍR belgískir togarar voru að veiðum innan fiskveiðitak- markanna í gær, allir að lög- legum veiðum. Fjórði belgíski togarinn var á leið að landinu. Engir Færeyingar voru að veiðum við landið og Þjóðverj- ar voru heldur ekki sjáanlegir. Yfirnefndir ræða fisk- verðið VFIRNEFNDIR Verðlagsráðs sjávarútvegsins komu saman til fundar I gær til að ræða um ákvörðun loðnuverðs og al- menns fiskverðs, sem átti að taka gildi um s.I. áramót. Árangur á þessum fundum mun ekki hafa verið tiltakan- lega mikill. Antikmálið: Dómarinn neitar að vikja sæti ÞÖRIR Oddsson deildarstjóri í Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem er settur dómari í antik- málinu svokallaða, hefur synj- að ósk lögmanns Björns Vil- mundarsonar um að dómarinn víki sæti í málinu. Lögmaður Björns, Tómas Gunnarsson, hefur kært úrskurð þennan til Hæstaréttar og mun hann taka málið til meðferðar innan skamms. Tveimur hefur verið beitt, ríkisfjármál- unum og vaxtaákvörðuninni, en vextir eru í tengslum við verðþróunina. Eftir standa tekju- og launaákvarðanir og gengisákvarðanir eða samsvarandi ráð- stafanir, sem fyrr er á drepið Launa- og tekjuákvarðanir hljóta áfram að vera að meginreglu i höndum samtaka launþega og vinnuveitenda, en nauðsynlegt er að fyrir liggi ýtarleg gögn um þjóðarhag, þegar ákvarðanir eru teknar Öll vinnubrögð við gerð kjarasamninga þurfa að breytast þann- ig, að unnið sé að þeim stöðugt en ekki eingöngu í spennu nokkurra vikna áð- ur en samningar renna út. Og samráð þarf að vera með aðilum vinnumarkað- arins og stjórnvöldum.” Ólafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra, segir m.a um þetta efni i grein sinni í Tímanum á gamlársdag, að við þessi áramót séu efnahagsmál efst á baugi; verðbólga, erlendar skuldir, við- skipti út á við, rikisfjármál og rekstrar- vandi atvinnuvega séu þau vandamál, sem hæst beri og mönnum verði tíð- ræddast um. Hin hraðvaxandi verð- bólga seinnihluta árs sé að mestu sprottin úr islenzkum jarðvegi og stafi af kostnaðarhækkunum innanlands Útflutningi sé svo reynt að halda á floti með gengissigi. en það hafi aftur i för með sér hækka verðlag og fjölgun vísitölustiga Þessar alkunnu vixlverk- anir verðlags og kaupgjalds leiði menn inn í þann vitahring, sem seint virðist ratað út úr. Rikisfjármál og viðskipta jöfnuður megi ekki tæpara standa og sifellt gengissig grafi smám saman undan því trausti á gjaldmiðlinum, sem sé öðru fremur nauðsynleg for- senda heilbrigðs efnahagslífs. Siðar í grein sinni segir þó viðskiptaráðherra, að engu að síður telji hann siður en svo ástæðu til nokkurrar skelfingar „Það er sjáJfsagt að viðurkenna vanda- málin og játa að þau eru alvarlegs eðlis." segir hann. „En hitt er jafn fráleitt að mikla þau fyrir sér um of, gefast upp og telja þau óleysanleg." Siðan sagði Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra orðrétt: „Ég tel rétt, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir viðeigandi viðnámsaðgerðum fyrir kosningar, enda verður þeim ekki með góðu móti skotið á frest. Þá geta kjós- endur kosið um þær, fellt sinn dóm um þær. Það er miklu eðlilegra, að slikar ráðstafanir liggi á borðinu fyrir kosn- ingar. Kjósendur vita þá að hverju þeir ganga og geta vottað mönnum traust sitt eða vantraust miðað við verkin. Það má segja, að nú þegar hafi nokkrar ákvarðanir verið teknar, sem miða að þvi að koma málum i lag. Má þar til nefna, að ákveðið hefur verið að stöðva frekari skuldasöfnun erlendis Enn- fremur má nefna skyldusparnað og ákvörðun um, að lausafjármagni lif- eyrissjóða skuli veitt í ákveðna farvegi. Þvilikar ákvarðanir eru stundum óvin- sælar, a.m.k. fyrst i stað og sæta andmælum úr þessan eða hinni átt- ínni. Það þýðir ekki að kippa sér upp við það Það verður að gera þær ráð- stafanir, sem þjóðarhagur krefst að mati þeirra, sem ábyrgð bera. og án þess að menn séu sifellt með augun á óábyggilegri kosningaloftvog eða með einlægar bollaleggingar um það, að þessi eða hin ráðstöfunin hafi i för með sér, að einhver atkvæði tapist. Þær ráðstafanir, sem þegar hafa ver- ið gerðar, eru auðvitað hvergi nærri fullnægjandi, hvorki til að veita viðnám gegn verðbólgu né til að leysa rekstrar- vandamál atvinnuveganna. Það er þörf frekari og skilvirkari aðgerða Þó að það sé að mínu mati hlutverk ríkis- stjórnar að veita sér fyrir nauðsynleg- um ráðstöfunum, er hitt jafn sjálfsagt að leita eftir sem víðtækustu samstarfi um þær, t.d. við aðila vinnumarkaðar- ins og aðra þá, sem sérstaklega eiga hlut að máli En vitaskuld verður vald og ábyrgð að vera endanlega í höndum Alþingis og Þingræðilegrar stjórnar. Dómsorði kosninga verða menn svo að hlíta." „Það hefur aldrei staðið á okkur að hafa samráð við hvaða rikisstjórn sem er um efnahagsmál að þvi leyti sem þau koma við kjörum okkar fólks," sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðu- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.