Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 40
Hjálmar Vilhjálmsson um loónuveiðarnar: Ekki óhætt að \eiða meiraen 1 millj. lesta á ári næstu 2-3árin Bandarísk ungmenni sem dvalið hafa á íslandi að undanförnu tefldu í gær- kvöldi hraðskák við stór- meistarana Friðrik Ólafs- son og William Lombardy. Ljósmyndari Mbl. RAX var í félagsheimili Taflfélags Reykjavikur i gærkvöldi og tók þessar myndir þegar keppni var nýhafin. Friðrik og Lombardy léku saman á móti 29 islenzkum og bandariskum ungmenn- um, þ.e. hvor um sig lék annan hvern leik á hverju borði. „SEIÐARANNSÓKNIR þær, sem gerðar hafa verið síðustu tvö árin benda til þess að loðnuárgangarnir frá 1976 og 1977 séu minni en mörg ár á undan og jafnvel ekki nema helmingur eða '/3 af árganginum 1975. Meðal annars, af þessum sökum verður að fylgjast vel með loðnuveiðunum á næstunni og ég tel ekki óhætt að veiðin fari yfir 1 millj. tonn á ári næstu tvö til þrjú árin, „sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í erindi, sem hann flutti á raðstefnu Simrað-verksmiðjanna og Friðriks A. Jónssonar h.f. á Hótel Esju í s.l. viku, en um 120 manns sátu þessa ráðstefnu. 1969 var 1 70 þús tonn og var svip- aður þar til 1972 er loðnuaflinn fór i 276 þús tonn og 1 976 var aflinn svo 450 þús tonn og á árinu 1977 810 þús tonn Af þessum 810 þús tonrv um veiddust 250 þús tonn við Norð- ur- og Austurland í byrjun vertíðar, 300 þús tonn fengust við Suður- ströndina og 260 þús. úti fyrir vestan- verðu Norðurlandi í sumar og haust í upphafi erindisins fjallaði Hjálmar um veiðar á uppsjávarfiskum almennt á íslandsmiðum á undanförnum árum, en ræddi síðan um loðnuna Gat hann þess, að árið 1964 þegar loðnuveiði var fyrst stunduð að einhverju ráði hefðu fengist 8500 tonn, ári siðar 1965 hefði veiðin verið 50 þús tonn, og eftir 1969 mætti segja að loðnan hefði komið í stað síldarinnar Aflinn Síðan sagði Hjálmar, að þessi mikla aflaaukning hefði orðið til þess, að menn veltu fyrir sér, hve óhætt væri að drepa mikið af loðnu Miklir erfiðleikar væru við að komast að hve mikið mætti drepa árlega og hve mikið af loðnu yrði sjálfdauð á hverju ári. Hins vegar væri hægt að rökstyðja það með sæmilegu móti að veiðiþolið væri und- ir venjulegum kringumstæðum um 1 millj. tonn á ári Kvað Hjálmar árgang- ana frá 1972—1975 hafa verið mjög sterka, og ennfremur hefði komið í Ijós að á árunum 1965—1975 hefði að- eins einn árgangur misheppnast — árgangurinn 1967 Þá sagði Hjálmar Vilhjálmsson, að fyrrgreindar niðurstöður sýndu að loðnuárgangarnir frá 1976 og 197 7 væru aðeins helmingur eða Vi af því sem þeir hefðu verið þar áður Á Framhald á bls. 22. Rætt um aukin viðskipti við Portúgal: Möguleíkar á kaup- um á olíu og kvartzi UTFLYTJENDUR og fulltrúar inn flytjenda frá Portúgal voru i gær kallaðir á fund i viðskiptaráðuneyt- inu til að fjalla um viðskipti íslands við Portúgal, en sem kunnugt er er viðskiptajöfnuður landanna Portúgölum mjög óhagstæður, og rætt hefur verið um að ef íslendingar kaupi ekki meira frá Portúgal séu saltfiskmarkaðir okkar þar i hættu. Fundinn i gær sat Einar Benedikts- son sendiherra íslands i Portúgal, en hann hefur átt marga fundi með portúgölskum stjórnmálamönnum um þessi mál. Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda er þessa daga að ræða við Portúgalí um kaup á viðbótar- magni af framleiðslu ársins 1977. Er hér um tiltölulega litið magn að ræða og ef samningar takast, er búið að selja '77 framleiðslu af Portúgals- fiski. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að samningaviðræður um sölu salt- K0RTSN0J féll á bragði SPASSKYS „KORTSNOJ gerði þá skyssu í dag að reyna að fara að dæmi Spasskys og hugsa leiki sína í hvíldar- stúkunni á sviðinu,“ sagði Stean, aðstoðarmaöur Kortsnojs, í samtali við Mbl. í gær. „Þetta gerði hann að ráði sálfræðinga, en það tókst ekki betur en svo, að Korts- noj fann sig aldrei í skák- inni og lenti í bullandi tímahraki, þannig að hann stendur uppi með tapaða biðskák." Sjábls. 20. fisks af þessa árs framleiðslu hefjist fyrr en síðar I vetur. Á árinu 1976 seldu íslendingar Portúgölum um 30 þús lestir af salt- fiski og á árinu 1977 námu sölur þangað um 24 þús lestum, og er landið langmikilvægasti saltfiskkaup- andi íslendinga Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að á fundinum í gær hefði verið rætt um á hvaða sviði væri æskilegt að reyna að auka innflutning frá Portúgal, og hin svokölluðu Portúgalsmál verið rædd almennt Aukning innflutnings íslendinga frá Portúgal hefði verið hæg og væri ýmsu um að kenna, t d kæmi Framhald á bls. 22. Kortsnoj taldi dómarann koma nóg til móts við sig til að haldaeinvíginuáfram „KORTSNOJ taldi, að með því að breyta fvrirkomulaginu á sviðinu þannig aö opna hvíldarstúkurnar enn meir og færa áhorfendurna lengra frá sviðinu, hefði dómarinn komið nokkru til móts við hann og því ákvað hann að mæta til leiks í 14. skákinni í dag“, sagði Stean, aðstoðarmaður Kortsnojs, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvers vegna Kortsnoj hefði mætt til leiks, enda þótt krafa hans um að teflt vrði í lokuðu herbergi heföi ekki náð fram aö ganga. „Hefði ekkert verið gert, hefði Kortsnoj staðið við hótun sína um að fara frá Belgrad", sagði Stean ennfremur. „En með þessum breytingum og möguleikum á samningum við Spassky um að teflt verði í lokuðu herbergi, hefur komi/.t hreyfing á málin Kortsnoj í hag, þannig að segja má, að hótun hans um að fara frá Belgrad hafi haft sín áhrif“. Bozidar Kasic. aðaldómaii einvígisins, sagói, að hann hefði tekið þá ákvörðun að opna hvíldarstúkurnar á sviðinu, þannig að keppendur sæju nú beint inn í þær frá skákborð- inu. Einnig hefði hann aukið fjarlægð áhorfenda frá sviðinu um 10 metra, þannig að fremsta sætaröðin værí nú 25 metra frá skákborðinu. Hins vegar væri það ekki mögulegt fyrir hann að flytja einvígið í lokað her- bergi, en skipuleggjendur ein- vfgisins hefðu þó tilkynnt, að ef báðir keppendur féllust á slíkt fyrirkbmulag, þá skyldi teflt í lokuðu herbergi. Spassky hefði til þessa aldrei fallizt á slíkt og viðbrögð Bondarevskys, að- stoðarmanns hans, við mála- leitunum aðstoðarmanna Korts- nojs nú væru einnig neikvæð, þannig að Kasie kvaðst telja útilokaö að af því yrði, að ein- hverjar skákir yrðu tefldar í lokuðu herbergi. Kasie sagði, að í skákinni í gær hefði ekki annað borið til tíðinda en það, að Kortsnoj hefði tekið upp háttu Spasskys með að hugsa leiki sina í hvíld- arstúkunni. Þetta hefði þó ekki virzt koma honum að neinu haldi, heldur þvert á móti rugla hann og taka af honum dýr- mætan tíma. Stean, aðstoðarmaður Korts- nojs, sagði, að Kortsnoj teldi sig hafa unnið tvennt með hótun sinni um aó hætta að tefla í Belgrad. 1 fyrsta lagi hefði ver- ið komið til móts við hann varð- andi aðstæður á keppnisstað og hins vegar hefðu honum borizt fjölmargar stuðningsyfirlýsing- ar víðs vegar að úr heiminum. Stean sagöi, að tilboð hefðu komið frá Englandi, Argentfnu og Sviss um að skipuleggja síð- ustu skákir einvígisins, ef það yrði flutt frá Belgrad, og einnig Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.