Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1978 31 Sigríður Sveinbjörns- dóttir - Minningarorð Fædd 12. 6. 1909 Dáin 24. 12. 1977. Sigríóur var fædd í Sæmundar- hlíö I Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinbjörn Sæmundsson og Ölafia Jónsdóttir bónda i Breiðholti við Reykjavik. Börn hjónanna í Sæmundarhlíð voru fimm, fjórar systur og einn bróðir. Hjónin í Sæmundarhlið voru at- kvæða manneskjur, annáluð fyrir myndarskap og rausn. A heimilinu var jafnan gestkvæmt svo á orði var haft og gestrisni mikil, t.d. áttu frændur og vinir hjónanna úr Þingvallasveit og víðar að, vísa gistingu í Sæmundarhlíð, var þeim þar Iátin í té öll sú fyrirgreiðsla, sem unnt var að veita. Sigriður var bráðþroska, með hærri stúlkum á sinni tið, hún var björt yfirlitum, bros augnanna birti fegurð sálarinnar. Fegurð sinni hið innra sem ytra hélt Sigríður til hinstu stundar. Ólafia móðir Sigríðar var myndarleg í öllum sinum verkum, sérstaklega var Ólafia eftirsótt til að sauma íslenska þjóðbúninginn. Eins og að líkum lætur lærði Sigriður fatasaum af móður sinni, hannyrðir léku einnig í höndum Sigríðar og mörg forkunnar fögur listaverk á heimili þeirra hjóna bera listrænu eðli hennar fagurt vitni. Sigríður gekk í Kvenfélag Háteigssóknar árið 1962. Þá hófust okkar kynni, sem leiddu til einlægrar vináttu. I félagsstarfinu gerðist Sigríður brátt virkur þátttakandi, er félag- ið hafði veislukaffi eða sölukaffi, kom Sigríður ætíð með fagurlega skreyttar tertur og annað sæl- gætis meðlæti með kaffinu og oftast gekk hún einnig um beina. Er Kvenfélag Háteigssóknar hafði sinn árlega basar duldust engum hinar fögru hannyrðir Sigríðar. Haustið 1971 var tekin upp sú nýbreytni innan félagsins að koma saman einn dag í viku síðdegis og að kvöldi sama dags til sameiginlegrar handavinnu fyrir basar ársins. Fyrst voru handa- vinnufundirnir haldnir á heimili mínu að Flókagötu 27, vegna þess að sóknin á ekkert safnaðar- heimili. Hélst svo til ársloka 1975, er hjónin Sigríður Einarsdóttir og Þorbjörn Jóhannesson, kaupmaður, opnuðu heimili sitt að Flókagötu 59 fyrir félaginu, léðu þar til afnota íbúð á neðstu hæðinni til frjálsrar ráðstöfunar fyrir félagsstörfin. Þar hefur nú félagið baekistöð sína fyrir handa- vinnu, fótsnyrtingu og smærri fundarhöld m.a. stjórnarfundi. Sigríður Sveinbjörnsdóttir hafði frá upphafi yfirumsjón með öllum hannyrðum á handavinnu- fundunum. Hún leiðbeindi um efnisval, auk þess gaf Sigríður efni í hannyrðir, gerði teikningar og léði munstur. I handavinnustarfinu kynntist ég Sign'ði mest og best. Hún sýndi þar siíkan dugnað og fórnfýsi, að slíks þekki ég engin dæmi. Einn veturinn t.d. sótti Sigríður sauma- fundina sunnan úr Hafnarfirði og kom þá eftir sem áður tvisvar á dag. Skylt er að geta þess, að eigin- maður Sigríðar Agúst Böðvarsson fyrrverandi forstöðumaður land- mælinga tslands latti konu sína ekki til þessara ferða, heldur studdi hana með ráðum og dáð. Hér er stiklað á stóru um störf Sigriðar fyrir Kvenfélag Háteigs- sóknar, ótalin eru t.d. störf henn- ar við happdrætti félagsins og fermingarkort. A síðasta aðal- fundi Kvenfélags Háteigssóknar var Sigríður kosin fulltrúi félags- ins á aðalfund Bandalags kvenna í Reykjavfk. Hinn 18. desember 1930 giftust þau Sigriður Sveinbjörnsdóttir og Agúst Böðvarsson. Einkabarn þeirra er Gunnar fyrrverandi hafnarstjóri I Hafnarfirði, kona hans er Anna Bár af þýskum ætt- um, þau eiga tvo syni, Agúst og Sveinbjörn. Glæsilegt og listrænt er heimili þeirra hjóna Sigríðar og Agústs að Barmahlíð 43. Engum sem þekkir þau hjónin getur dulist hve ástúðleg og kærleiksrík sambúð þeirra var. Þau virtust jafnan vera á einu máli, sem einn maður, enda samvalin að mann- kostum. Við fráfall Tómasar Sæmunds- sonar kvað Jónas Hallgrímsson eftirmæli. Upphaf þeirra hljóðar þannig: „Skjótt hefur sól brugðið sumri". Þau orð komu í hug minn, er ég frétti andlát Sigriðar vin- konu minnar. Hún varð bráð- kvödd á aðfangadagskvöld. Sigriður hafði frá upphafi varpað birtu á veg eiginmanns síns, nú sveif andi hennar í birtu heilagra jóla. Séra Matthias kvað: „Aldrei er svo hjart vfir öðlings manni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aidrei svo svart vfir sorgar ranni, að eigi geti birt fvrir eilifa trú.“ t birtu heilagra jóla barst andi Sigríðar á æðri tilverustig, í hinni heilögu jólabirtu mun etginmaður hennar og ástvinir allir sjá hana á veginum, sem framundan er. Halldóra Sigfúsdóttir. Er mér barst fregnin um hið skyndilega fráfall vinkonu minn- ar, frú Sigríðar Sveinbjörnsdótt- ur, Barmahlíð 43, Reykjavík, komu mér í hug erindi skáldsins, Sig. Sigurðssonar: „Vel er að fauskai fúnlr klofni. felli þeir ei hinn nv ja skóg — en hér féll grein af góðum stofni. grisjaði dauði meir en nóg.“ Það var raunverulega grein af góðum stofni sem féll, þegar Sig- ríður var kölluð héðan á aðfanga- dag jóla, rétt þegar blessuð jólin, ljóssins hátíð, voru að halda inn- reið sína. Sigríður var elsta dóttir hjón- anna, Ólafíu Jónsdóttur og Svein- bjarnar Sæmundssonar i Sæmundarhlíð, seinna Holtsgötu 10 í Reykjavík. Þessi ágætu hjón voru þekkt um alla Reykjavik og víða út um land, fyrir mannkosti sína og rausn, þó væru þau fátæk. Þegar ég og kona mín komum til Reykjavíkur, 17. júni 1928, fluttum við í húsið nr. 7 við Holts- götu. Við þekktum lítið til hér í Reykjavík, en vorum með 2 börn á 1. og 2. ári. Við komum að heiman frá vinum og ættingjum á óþekktar slóðir. Hvað beið okkar? Hvar lentum við? Hvernig myndi okkur vegna? Margar voru spurn- ingarnar sem komu upp í hugann og sem ekki varð svarað með neinni vissu. Við vissum ekki að við höfðum einmitt lent á þeim ákjósanlegasta stað, sem hugsast gat, nefnilega rétt við dyrnar á Sæmundarhlíð, hjá Ólafíu og Sveinbirni. Hvílík gæfa. Ólafía og Sveinbjörn og börn þeirra tóku okkur opnum örmum og umvöfðu okkur með slikri ástúð að ekki varð á betra kosið. Litlu börnin okkar áttu sitt annað heimili í Sæmundarhlíð og ungu heima- sæturnar önnuðust þau með ein- stakri umhyggju og ábyrgðartil- finningu. Og hún Ólafía. Hún var þeim sem besta amma, enda kall- aðu hún þau fyrstu barnabörnin sín, og Sveinbjörn furðaði sig á hvar krakkarnir væru, ef dagur leið svo að hann sæi þau ekki. Okkur hafði ekki verið í kot visað. Hvers betra gátum við óskað okk- ur og börnum okkar? Ég held einskis. Börnin voru alsæl í Sæmundarhlíð, alltaf velkominn hjá fólkinu þar. Siðar urðu dæt- urnar í Sæmundarhlíð barnfóstr- ur og þjónustustúlkur hjá okkur. Og þær urðu miklu meira. Þær urðu vinir okkar og á þá vináttu hefir aldrei fallið neinn skuggi. Ólafía og Sveinbjörn voru ágætis manneskjur og börnin þeirra lfka. Sæmundarhlfðin var stórkostleg- ur staður. Ég er ekki í vafa um að börnin okkar höfðu ómetanlegt gagn af því að mega vera þar undir verndarvæng húsbænd- anna og barna þeirra. Þessi upprifjan um kynnin og vináttuna við fjölskylduna í Sæmundarhlfð hlýjar mér og minnir mig á einn af ánægjuleg- ustu köflunum á langri ævi og þar kemur Sigríður mjög við sögu. Eg mun þó ekki rekja þá sögu. En með því sem ég hefi drepið á, má sjá, á hvaða grundvelli vinátta fjölskyldu minnar við Sæmundar- hlíðarfjölskylduna er byggð og ofaná þann grundvöll hefir alltaf verið byggt og sú bygging stendur traustum fótum enn í dag og mun standa um ókomin ár. Sigríður var fríð kona. Hún var Fædd 22. mars 1914. Dáin 25. desember 1977. Það er algeng mannleg reynsla að átta sig fyrst á, hve átthagar og ættland er okkur kært og mikils virði, þegar atvikin hafa borið okkur í burtu — yfir fjöllin há eða höfin blá. Sannarlega getur þá hinn áður óþekkti sveitungi birst sem gamall og kær vinur, ef maður er svo heppinn að rekast á hann óvænt á gangstétt í höfuð- borginni. öllu stærra fagnaðarefni er þó lítt ferðavönum heimalning í framandi landi — hvar hann finn- ur sig einan og innmúraðan af óskiljanlegum orðum og framandi röddum — að hitta þar allt í einu fyrir elskulegan landa. En sú dá- semd. Skyndilega hafa múrarnir hrunið og fangelsið opnast. Eitt- hvað þessu lík var min „upplif- un“, þegar ég hitti Margréti Snorradóttur í fyrsta skipti úti á Skotsborg í Danmörku, hinu kunna gigtar- og hressingarhæli. En þar lá leið okkar fyrst saman fyrir hálfum þriðja áratug, er við dvöldum þar nokkra mánuði vet- urinn 1953—54. Nokkurn tíma vorum við líka sem næst einu Islendingarnir þarna, svo kynni okkar og félagsskapur varð því sennilega meiri og nánari en ella hefði orðið. Margrét hafði áður verið í kóngsins Kaupmannahöfn einn sumartíma, þegar hún var um tvitugt, og átti gamallt vina- fólk inni í borginni. Hún var þvi mér miklu færari f málinu og þekkti betur á allar áttir þessarar stóru og glæsilegu borgar en ég, sem aldrei hafði þar dvalið eða i hennar nágrenni fyrr. Af þessum sökum m.a. var mér samvistin við Margréti mikils virði. Það fór heldur varla fram hjá neinum, sem eitthvað umgengust Mar- gréti, að hún — að ýmsu leyti vil ég segja — skar sig úr fjöldanum. Auðfundið var að hún var mjög vel gefin eins og sagt er, en þar að auki var persónugerðin sjálf óvanalega aðlaðandi, bar með sér einhvern fingerðan glæsileik, sem ávallt braust í gegn, þó heilsubrestur hennar meinaði henni að njóta sin sem skyldi. Kynnum mínum af Margréti og samveru okkar á Skotsborg á ég því mest að þakka, hve dvölin þar varð mér minnisstæð, innihalds- rík og ánægjuleg. Og tíminn leið og fyrr en varði var dvölin á Skotsborg á enda. Ekki vorum við Margrét þar með að öllu skildar að skiptum. Æ siðan héldust óslitin okkar vin- áttutengsl og meiri og minni sam- skipti meðan báðar lifðu. Ekkert þekkti ég til Margrétar og hennar fólks áður en ég hitti hana á Skotsborg sem fyrr er get- ið, enda hún ættuð og uppvaxin i gagnstæðum landsfjórðungi, þ.e.a.s. á Austfjörðum, en ég vest- an úr Barðastrandarsýslu. Margrét var fædd á Eskifirði 22. marz 1914. Foreldrar hennar voru þau Snorri Jónsson verzlun- armaður og kona hans Stefania Stefánsdóttir. Bæði mestu sæmd- ar- og ágætismanneskjur í hvi- stillt og prúð, tíguleg í fasi og bauð af sér sérstaklega góðan þokka. Hún var vel menntuð úr skóla lífsins og kunni að tileinka sér lifsgæðin og lífsreynsluna. Hún ferðaðist allmikið bæði inn- an lands og utan og maður varð þess fljótt var, að minni hennar var gott, því hún mundi t.d. ör- nefni mikið meira en almennt gerist. Þar hefir hún að sjálf- sögðu notið hæfileika og kunn- áttu sins góða manns, Agústar Böðvarssonar, landmælinga- manns, en hann er vafalaust einn af mestu örnefnaþulum Islands. Ef ég ætti að svara spurning- unni um hverjir hefðu verið höfuðkostir Sigriðar, myndi ég segja, fórnfýsi og hjálpsemi. Mér finnst að hún hafi alltaf verið boðin og búin til að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Þar munu þau hjónin, sem í öðru, hafa verið mjög samhent, en ég tel alveg öruggt að þau mátu hvort annað svo sem best verður á kosið. Þau stóðu alltaf saman og studdu hvort anhað með ráðum og dáð. Heimili þeirra var mjög fallegt og þar getur að líta margan falleg- vetna. Var Margrét elzt af 7 syst- kinum, og eru 5 af þeim á lífi. Arið 1935 fluttist fjölskyldan til Reykjavikur. Snorri Jönsson and- aðist 1959 en Stefanía er enn á lífi háöldruð. Er hún hjá dóttur sinni Jónínu, sem er búsett hér í borg- inni og eina dóttirin, sem hún á hérlendist eftir að Margrét andað- ist. En tvær dætur á hún giftar og búsettar í Ameríku. Hins vegar búa synir hennar báðir, sem á lífi eru, hér. Haukur í Reykjavik, en Snorri á Selfossi. Arið 1943 giftist Margrét Haf- steini Þorsteinssyni starfsmanni Landssímans. Bjuggu þau sina hjúskapartið lengst af í Reykja- vik. Þau slitu samvistum þá ný- flutt á Bollagötu 7, og þar átti Margrét heima æ siðan eða rúm 20 ár. Eftir að Margrét fluttist á Bolla- götuna jukust kynni okkar enn á ný, meðal annars vegna þess, að Margrét kom um tíma til dvalar að Reykjalundi, þar sem ég var þá fyrir og átti eftir að dvelja enn um langt árabil. A þessum árum átti ég alloft leið í bæinn og lét þá sjaldan hjá liða að lita inn til Margrétar vinkonu minnar. Þang- að þótti mér alltaf gott að koma, enda ósjaldan þar nætursakir bæði í sumarfríum og stundum endranær, er ég hafði þörf fyrir gistingu vegna smávegis starfa i bænum, sem ég hafði á hendi í nokkur ár. Því miður átti Margrét alltaf við meiri og minni vanheilsu að stríða. Þó náði hún svo heilsu, að í allmörg ár vann hún úti. Meðal annars vann hún við ýmiss konar afgreiðslu og simavörzlu á Keld- um í rúm 5 ár. Margrét var að upplagi heimiliselsk kona og fjölskyldu- rækin, enda að ég hygg mjög kært með henni og móður hennar. Og vafalaust hefur hana tekið sárt, þótt lítið fengist um, að vera eiginlega ekki þess umkomin að hafa móður sína hjá sér nema sem gest. En þótt svo væri, auðnaðist samt Margréti á þessum árum að koma fjölskyldu sinni oftar en einusinni til hjálpar, þegar veik- indi og aðrir örðugleikar steðjuðu að. Einustu árin hnignaði heilsu Margrétar svo að hún gat ekki stundað vinnu um alllangt skeið. Enn bar þó lífsvilji og sjálfs- bjargarlöngun sigur af hólmi og aftur var haldið út i lífið að vinna. Og sVo var haldið út síðustu 3 árin, að vel mætti þjóðin við una, ef sérhver fullhraustur skilaði jafnntörgum vinnudögum. En fáa mun gruna, hversu hörðu hún varð oft að beita sig í þeirri glímu. Það mun hafa verið rúmur mán- uður til jóla, þegar nýr, válegur sjúkdómur fór áþreifanlega að gera vart við sig. Gekk hann svo hratt á Margréti, að liðlega tveim vikum siðar var hún komin á Landspitalann, til að heyja þar sína hinztu baráttu. Þá var allt svo langt komið, að engu var eftir að bíða nema umskiptunum. Og þau komu fyrr en flesta grunaði. Að hálfunt ntánuði liðnunt að Minning: Margrét Snorra- dóttir frá Eskifirði an hlut, sem húsmóðirin hafði samið sjálf. Atti hún ekki langt að sækja handlagni og smekk, þar sem móðir hennar var mjög góð saumakona, enda eftirsótt, sér- staklega þegar um íslenzka bún- inginn var að ræða. Sigríður hafði snillings hendur og það hefir hús- bóndinn líka og því er ekki undar- legt þó að margur fagur gripur prýði heimili snillinganna. Sigríður var ágætis húsmóðir og móðir. Hún lét sér sérstaklega annt um barnabörn sín og annað- ist þau mikið í alvarlegum veik- indum sonar sins. Mannkostir hennar komu allsstaðar frarn þeg- ar á reyndi. Nú á skilnaðarstundu finnur maður best hvað maður hefir misst. Margir ntunu sakna Sigríðar og þeir mest sem þekktu hana best. Ég og fjölskylda min færum henni þakkir okkar og biðjum henni blessunar Guðs. Eftirlifandi eiginmanni hennar, syni, tengdadóttur og öllum ætt- ingjum óskum við árs og friðar og alls hins besta í framtíðinni. Kristján Karlsson frá Akureyri. kvöldi 25. desembermánaðar rann upp lausnarstundin hjá Margréti vinkonu minni. Þá gekk hún inn i frið og helgi jólanna. Og framundan var nýtt ár fullt af blessun og líkn henni til handa. En ég bæti við í hljóði: Hafðu hjartans þökk fyrir öll liðnu árin. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Ég var 10 ára þegar ég fór fyrst í skóla. Forvitnislega leit ég og feiminn um skólastofuna þegar inn kom. Svo hófst námið. I næsta bekk við mig sat eiskuleg og fal- leg stúlka. Strax fékk ég mikið traust til hennar. Það var eitthvað festulegt í andliti hennar. Oft hafði ég séð hana áður. Mætt henni glaðri á götu, en ekki tekið eftir henni jafn vel og nú. Það kom Iíka strax fram að hún var dugleg að læra og ósjálfráð keppni kom í mig að spjara mig. Löngun min til náms var sterk og átti eftir að verða sterkari þótt henni yrði aldrei svalað. Við tókum svo fullnaðarpróf saman. Hún var ein af fermingar- systrum mínum og alltaf óx virðing min og velvild í hennar garð. Hún átti þennan yndisþokka að oft varð maður feiminn í nálægð hennar. Þessi endurminning um Mar- gréti Snorradóttur æskuvinkonu mína er enn skýr og fölskvalaus. Við mættumst oft siðar á lífsleið- inni og alltaf var sama hlýjan i hugskoti hennar. Leiðir skildu rétt eftir ferminguna. Hún flutti burt með foreldrum sínum. Ég varð eftir á Eskifirði. Margrét varð snennna náfús og dugleg að hverju sem hún gekk. Hún átti líka kyn þar til. Móðurömmu hennar man ég vel og afa. Þau settu rnikinn og litríkan svip á Eskifjörð um árabil. Hver ntan ekki Stefán Stefánsson bóksala á Eskifirði. Við störfuðum á efri árurn hans saman i stúkunni heima. Hann þessi vegvisir æskunnar og snilldarmenni. Stefania dóttir hans og Snorri Jónsson, einn hinna kunnu og ágætu Garðhúsasystkina voru for- eldrar Margrétar. A því heimili ólst Margrét upp og mótaðist. Margar stundir man ég frá æsku okkar í leik og starfi. Mörg kvöldin þegar unglingar bæjarins hópuðust santan í hringdans á götunni og sungu. Þar var hún með. Sumum fannst hún hlédræg. Þess varð ég ekki var. Hún var að mínum dómi ákveðin og hispurs- laus. 1 Reykjavik vann hún um Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.