Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 27 vísi að byggingu hans en gert hefur verið við aðra skóla, sem byggðir hafa verið á vegum borgarinnar. I útboði verður miðað við tvenns konar fram- kvæmdaaðferðir, — annars vegar notk- un forsteyptra byggingareininga og hins vegar hefðbundnar byggingaraðferðir. Vonir standa, til að tilboðin leiði í ljós hvor byggingaraðferðin er hagkvæmari. í Ijósi þess, að hér er um að ræða tilraun til lækkunar á byggingarkostnaði hefur verið gert ráð fyrir því, að hluti ríkis- sjóðs i framkvæmdakostnaði fáist greiddur jafnóðum. Að öðrum kosti verður það borgarsjóði ofviða að ráðast í byggingu skólans á þann hátt, sem hér er lýst. I heild nemur framlag til skólabygg- inga 569 millj. kr. Þar af eru endur- greiðslur rikissjóðs áætlaðar 233 millj. kr. og verður framlag borgarsjóðs sam- kvæmt því 336 millj. kr. Hér er sleppt kostnaði við framkvæmdir á vegum byggingarnefndar Fjölbrautaskólans eins og fyrr segir, en hann er áætlaður 295 millj. kr. og hlutur borgarsjóðs þar af 118 millj. kr. Framlag til Borgarbóka- safns er áætlað 15.0 millj. kr. Aðalstöðv- um safnsins hefur sem kunnugt verið valinn staður i ,,nýja miðbænum". Hönn- un er því sem næst lokið og þykir koma til greina að reisa geymslu fyrir bókabíla safnsins á nýja staðnum sem hluta af nýju byggingunni. I geymslunni verða öll veituinntök fyrir væntanlega bygg- ingu, en ekki er áformað að ráðast í frekari framkvæmdir við safnbygging- una á næstunni. Heildarkostnaður við að koma upp geymslunni er áætlaður 65—70 millj. kr., en þar af kæmu 15—20 millj. kr. til greiðslu á næsta ári, ef af byggingunni veröur.“ Æskulýðsmál „Framlag til stofnkostnaóar á sviði æskulýðsmála er áætlað 85.0 millj. kr., en því til viðbótar verða notaðar 5.0 millj. kr. af geymslufé. Framkvæmdir eru hafnar við félagsmiðstöð i Arbæjar- hverfi og er kostnaður við þær áætlaður 75.0 millj. kr. á næsta ári, en þeim lýkur á árinu 1979. Þá hefur verið samið við Knattspyrnufélagið Þrótt um leigu á efri hæð væntanlegs félagsheimilis þess við Sæviðarsund. Samkvæmt samningum voru 10 millj. kr. greiddar fyrirfram upp í leigu á þessu ári og gert er ráð fyrir jafnhárri upphæð í þessu skyni á næsta ári. Aðrar framkvæmdir á vegum æsku- lýðsráðs eru þær helztar, að 1.5 millj. kr. verður varið til þess að ljúka utanhúss- viðgerð á Tónabæ. Jafnhá fjárhæð er ætluð til endurbóta i Saltvík, 1.0 millj. rennur til að bæta aðstöðu til siglinga og sjóvinnu og annað eins fer til endurbóta í Fellahelli.“ Borgarleikhús „Lagt er til, að framlag til Borgarleik- húss verði 60.0 millj. kr„ en auk þess notaðar 13.0 millj. kr. af geymslufé. Ekki er gert ráð fyrir beinum framkvæmda- kostnaði öðrum en þeim, sent felst í lokauppgjöri við þann verktaka, sem sá um byrjunarframkvæmdir. Hins vegar er hér um að ræða lokagreiðslu gatna- gerðargjalds og greiðslu kostnaðar við hönnun.“ íþróttir og útivist „Hlutur borgarsjóðs í kostnaði við gérð íþróttamannvirkja er áætlaður 64.0 millj. kr. á næsta ári. Þar við bætist áætlað framlag úr íþróttasjóði ríkisins, auk framlaga þeirra sveitarfélaga, sem standa að sameiginlegum framkvæmd- um í Bláfjöllum. Stefnt er að því að taka völl númer 4 í Laugardal í notkun næsta sumar og verja til þess 50 millj. kr. Þarna verða hlaupabrautir og önnur að- staða til frjálsíþróttaiðkana, auk knatt- spyrnuvallar og áhorfendastæða fyrir 5000 manns. Nálega 58 millj. kr. verður varið til framkvæmda í Bláfjöllum og nemur hlutur Reykjavíkur þar af 43.0 millj. kr. Öflugri skíðalyftu verður kom- ið upp næsta sumar. Lyftan á að geta flutt allt að 1000 manns á klst. úr botni Kóngsgils upp á fjallsbrún. Þá verður haldið áfram samgöngubótum og unnið að því að laga brekkur eftir því, sem fjárveiting hrekkur til. Sveitarfélögin, sem standa straum af kostnaði við fram- kvæmdir í Bláfjöllum, eru auk Reykja- víkur, Kópavogur, Hafnarfjörður, Sel- tjarnárnes, Garðabær, Keflavik og Sel- vogshreppur. Heildarframlag til umhverfis- og úti- vistarverkefna er áætlað 75.0 millj. kr. Haldið verður áfram framkvæmdur við útivistarsvæðin þrjú, sem skipta byggð í Fossvogi, og varið til þess 10.0 millj. kr. Þá renna 20.0 millj. kr. til gróðursetning- ar trjáplantna og frágangs svæða í Breið- holti og 10.0 millj. kr. verður varið i sams konar verkefni á Artúnssvæði. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri. Lokið verður við garð á Háaleitissvæði norðan safnaðarheimilis Grensásspresta- kalls og varið til þess um 10.0 millj. kr. Frágangi útivistarsvæða við Leirubakka lýkur á næsta ári og er kostnaður áætlað- ur 4.0 millj. kr. Jafnhárri fjárhæð verður varið til þess að ljúka frágangi garðs á mótum Langholtsvegar og Alf- heima, og einnig verður 4.0 millj. kr. varið til frágangs i Laugardal. Þá verður 8.0 millj. kr. varið til frágangs á Skóla- vörðuholti, 2.5 millj. kr. renna í gerð gangstígs milli Stekkjarbakka og Vestur- hóla og jafnhárri upphæð verður varið i frágang svæðis við Kvisthaga. Lagt er til, að 41.0 millj. kr. renni til leikvallagerð- ar. Ekki er fullráðið, hvernig fjárveiting- unni verður skipt og verður óskað eftir tillögum leikvallanefndar um það efni.“ Heilbrigðismál „Framkvæmdir á sviði heilbrigðismála reyna með ári hverju meira á greiðslu- þol borgarsjóðs, enda hefur borgarsjóð- ur árlega orðið að leggja fram mun meira fé til framkvæmda á sviði heil- brigðismála en nemur lögbundnum hlut í framkvæmdakostnaði. Samkvæmt gild- andi lögum ber ríkissjóði að greiða 85% stofnkostnaðar, en þv fer fjarri að sú hafi orðið raunin, og hafa framkvæmdir m.a. af þeim sökum gengið hægar en vonir stóðu til. Af hálfu borgarsjóðs hefur allt kapp verið lagt á að flýta framkvæmdum við þjónustuálmu Borg- arspítalsns og er nú svo komið, að á næsta ári verður unnt að flytja hluta slysadeildar Borgarspítalans i nýtt hús- næði á 2. hæð-þjónustuálmunnar. Alls verður 140 millj. kr. varið til þessarar framkvæmdar á næsta ári, en þar af nemur hlutur ríkissjóðs 60 millj. kr. Þessi fjárhæð mun nægja til þess aö hægt verður að taka á móti endurkomu- sjúklingum slysadeildar í nýju húsnæði á 40% 2. hæðar. Deildin býr hins vegar við ófullnægjandi húsakost, að helzt hefði þurft að flytja hana alla í nýtt húsnæði. Til þess hefði heildarfjárveit- ing þurft að vera um 230 millj. kr. og hlutur borgarsjóðs miðað við þá fjárhæð hefði að réttu lagi numið 34.5 millj. kr. Þess í stað hrekkur rúmlega tvöfalt framlag borgarsjóðs rétt til þess að taka i notkun tæplega helming annarrar hæðar þjónustuálmunnar. Að visu er til áætlun um greiðslutilhögun ríkis vegna þessar- arframkvæmdar, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir því, að rikissjóður greiði sinn hluta framkvæmdakostnaóar óverð- bættan á sex árum. I árslok þessa árs hefur borgarsjóður lagt fram 60% bygg- ingarkostnaðar. 1 þessu sambandi er rétt að benda á, að á sl. ári komu rúml. 50 þús. sjúklingar, með búsetu utan reykja- vikur og má raunar segja, að hlutur þeirra geri stækkun deildarinnar nauð- synlegri en ella. Slysadeildin gegnir þvi mikilvægu hlutverki fyrir landsmenn alla. Framkvæmdir eru nú hafnar við lang- legudeild Borgarspítalans, svonefnda B- álmu, sem einkum er ætluð öldruðu fólki. Ekki þótti fært að draga öllu leng- ur að ráðast í smíði langlegudeildarinnar í ljósi hinnar brýnu þarfar fyrir slíka stofnun í borginni, þrátt fyrir það, að enn fari sem fyrr, að borgarsjóður leggi fram meira en honum ber samkvæmt lögum. Gerður hefur verið samningur um greiðslur ríkissjóðs vegna þessarar byggingar og segir þar, að samningsaðil- ar muni stuðla að því, að framlög ríkís- sjóðs samkvæmt sérstakri greiðsluáætl- un hækki frá og með árinu 1978 í sam- ræmi við raunverulega hækkun kostnað- ar við bygginguna. Alls er fyrirhugað að verja 120 millj. kr. til byggingarinnar á næsta ári, þar af er gert ráð fyrir 75.0 millj. kr. úr ríkissjóði. Steypu sökkla, botnplötu og tengigangs við aðalspítal- ann lýkur næsta vor, en siðan verður ráðizt í aö steypa kjallara og þrjár til fjórar hæðir. Stefnt er að því að gera bygginguna fokhelda fyrir árslok 1979, en hæðirnar verða sjö auk kjallara, og verða um 170 sjúkrarúm á sex hæðum í húsinu fullgerðu. Framkvæmdir í Arnarholti hafa geng- ið vel í ár og var nýja vistmannahúsið tekið í notkun fyrir skömmu. Þar verða 45 vistmenn, en 15 vistmenn verða áfram í eldra húsnæði. Mestur hluti gamla vistmannahússins verður tekinn úr notkun. Vistmönnum fjölgar þvi ekki, en þeir eru 60 að tölu. Unnið verður við mötuneyti og húsnæði Iækna og annars sérmenmtaðs starfsliðs á næsta ári eftir því sem fjárveiting leyfir. Kostnaður við það er áætlaður samtals 114.0 millj. kr„ en þar af verða 14.0 millj. kr til ráðstöf- unar af geymslufé, sem safnazt hefur upp vegna fyrri tafa. Ekki er fullráðið, hvernig skipt verður fjárveitingu til heilsugæzlustöðva, alls um 30.0 millj. kr. Starfsemi heilsugæzlu- stöðvarinnar í Arbæ er smám saman að færast í það horf, sem gert er ráð fyrir í lögum um heilbirgðisþjónustu. Þá hefur heilbirgðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýst eina stöðu heilsugæzlulæknis við heilsugæzlustöðina að Asparfelli frá næstu áramótum, en auk þess hefur fjór- um heimilislæknum verið sköpuð að- staða á 3. hæð í Domus Medica, og ef talið, að sú starfsemi, sem þar fer fram, eigi að geta samrýmzt lögum um heilsu- gæzlustöðvar. Hönnum heilsugæzlustöðvar í Mjódd er langt komin og hefur verið farið fram á fjárveitingu ríkissjóðs til þess að Ijúka hönnun og undirbúningi.framkvæmda." Barnaheimili „Framlag borgarsjóðs til byggingar barnaheimila verður samkvæmt frum- varpi 155.7 millj. kr„ en að auki er gert ráð fyrir því að notaðar verði 30.0 millj. kr. af geymslufé. Endurgreiðslur ríkis vegna framkvæmda á þessu sviði eru áætlaðar 70.0 millj'. kr. Alls er því gert ráð fyrir að verja 255.7 millj. kr. til byggingar barnaheimila á næsta ári. Lokið verður smiði dagheimili við Suð- urhóla og Hagamel, reist skóladagheim- ili á næstu lóð við dagheimilið að Völvu- felli og byrjað á barnaheimili við Iðufell, sem verður I senn dagheimili og leik- skóli. Þess má geta, að í ár lauk smi'ði tveggja leikskóla í borginni, sem nýtast daglega samtals 228 börnum, en á dag- heimilunum, sem tekin verða í notkun á næsta ári, verður rými fyrir samtals 102 börn samtímis. Þannig verður á tiltiilu- lega stuttum tima tekin i notkun aðstaða til hálfs- og heilsdagsgæzlu 330 barna." íbúðir fyrir aldraða „A næsta ári lýkur væntanlega smíði 170 íbúða fyrir aldraða í borginni. Fram- kvæmdum miðar nú hvarvetna vel og hefur þegar verið auglýst eftir umsókn- um um íbúðir i húsinu við Furugerði, en þar verða 74 íbúðir, auk húsvarðaríbúð- ar. Enn er of snemmt að segja nákvæm- lega til um það, hvenær þessar ibúðir verða afhentar, en húsið verður væntan- lega fullgert í marzburjun. Framkvæmd- um við Lönguhlíð lýkur væntanlega um mitt ár, en þar verða 30 ibúðir ætlaðar öldruðu fólki, auk húsvarðaríbúðar. Þá lýkur framkvæmdum við Dalbraut vænt- anlega fyrir lok næsta árs, en þar verða samtals 64 íbúðir. Gert er ráð fyrir, að kostnaður við þessar framkvæmdir nemi samtals um 710 millj. kr. á næsta ári, en nærri lætur, að framkvæmdakostnaður verði 660 millj. kr. í ár. Svo sent flestum mun kunnugt hefur fjár tH þessara framkvæmda að mestu leyti verið aflað á grundveili samþykktar borgarstjórnar frá 18. október 1973. Hún var á þá leið, að ákveðnum hundraðshluta af álögðum útsvörum í Reykjavík skyldi varið til bygginga nýrra íbúða, dvalarheimila og hjúkrunarheimila í þágu aldraðra í Reykjavik. Síðan þá hefur í fjárhags- áætlun verið gert ráð fyrir því, að 7.5% af útsvörum án álags, rynnu til áður- nefndra framkvæmda. Þessar fram- kvæmdir hafa nú þegar tekið til sín meira fé en nemur árlegu framlagi borg- arsjóðs og á næsta ári breikkar enn bilið milli framlags og framkvæmdakostnað- ar. Munurinn er að hluta brúaður með lánum, sem Byggingarsjóður borgarinn- ar hefur tekið hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Sýnt er að ætla verður Bygging- arsjóðnum stóran hluta af framlagi aldr- aðra árið 1979 til þess að gera honum kleift að mæta áorðnum halla og skuld- bindingum vegna lántökunnar. Yfir- standandi framkvæmdum í þágu aldr- aðra verður að fullu lokið árið 1979, en þá þarf að ljúka sent fyrst aðstöðu til langlegu fyrir aldraða og hraða bygg- ingu B-álmu eftir föngum. Tel ég, að byggingarnefnd aldraðra eigi að hug- leiða, hvort ekki sé rétt að veita til B-álmu af því fé, sem ætlað er til stofn- ana í þágu aldraðra. Svo sem menn rekur eflaust minni til, lagði borgin þegar á árinu 1974 20 millj. kr. af framlagi til aldraðra til húsbygg- ingar Öryrkjabandalags Islands við Hát- ún í Reykjavik. I staðinn fékk borgin 22 einstaklingsibúðir og 2 hjónaibúðir að Hátúni 10 B til ráðstöfunar í 15 ár. Þessum íbúðum var öllum úthlutað snemma árs 1975. Hjúkrunarheimilið fyrir aldraða í Hafnarbúðum var tekið i notkun núna í haust og eru þar rúm fyrir 25 langlegusjúklinga. Kostnaður við að koma þessari stofnun á fót varð samtals 143 millj. kr. Sótt hefur verið um leyfi heilbrigðisráðuneytisins til þess að reka dagspítala fyrir aldraða á neðstu hæð hússins og er nú unnið að áætlun um skipulag þeirrar starfsemi í samræmi við ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu. Mun það mál koma til sérstaktrar ákvörðunar áður en langt um líður. Áætlað framlag til stofnkostnaðar á næsta ári nemur 10 millj. kr. I lok næsta árs, eða í ársbyrjun 1979, verður alls búið að verja 1.695 millj. kr. til 194 íbúða fyrir aldrað fólk og hjúkrunarheimilis fyrir 25 langlegusjúklinga. Þá standa einnig vonir til, að góður skriður verði kominn á framkvæmdir við langlegu- deild Borgarspitalans, en hún er sem kunnugt er, fjármögnuð með öðrum hætti en fyrrgreindar framkvæmdir. Framlög til áhaldakaupa hækka í heild úr 170 millj. kr. í 220 millj. kr. og munar þar mest um fyrirhugaða endurnýjun röntgentækja Borgarspitalans. Aætlað er, að framlag borgarsjóðs til þeirra kaupa nemi um 110 millj. kr. á næsta ári, og er þá gert fáð fyrir 40 millj. kr. framlagi ríkisins til viðbótar þeirri fjár- hæð, þar af 20 millj. kr. af fjárlögum þessa árs, sem ekki nýttust þar sem innkaup röntgentækja drógust." Framkvæmdaþörf BÚR, og framlög til SVR. „Ég hef fyrr í ræðu minni gert grein fyrir framlagi til afborgana, og geri því ekki frekari skil hér. Framlag til Fram- kvæmdasjóðs hækkar úr 130 millj. kr. í 250 millj. kr. og kemur þar tvennt til. Annars vegar ntikill hallarekstur Bæjar- útgerðar Reykjavíkur á þessu ári og hins vegar mikill kostnaður við endurbætur á aðstöðu og búnaði fyrirtækisins. Unnið hefur verið að breytingum á fiskiðjuver- inu og fyrir dyrum stendur að koma upp aðstöðu til löndunar og móttöku á fiski í Bakkaskemmu á Grandagaíði, auk þess sem kassar undir ísaðan fisk verða senn teknir í almenna notkun um borð i tog- urunum. A fundi borgarráðs i gær var lögð fram áætlun frá framkvæmdastjór- um B.U.R. um fjárþörf fyrirtækisins á næsta ári. Þá áætlun þarf að taka til athugunar á milli umræðna. Framlag til reksturs og stofnkostnaðar Strætisvagna Reykjavíkur er áætlað 300 millj. kr. á næsta ári og geri ég nánari grein fyrir því siðar í ræðu minni. Gert er ráð fyrir því, að tekjufærðar eftir- stöðvar hækki um rösklega 232 millj. kr. Hér á það enn við, að krónutala útistand- andi tekna hækkar í samræmi við hækk- un tekna i krónutölu milli ára. Utsvör vega þyngst og er áætlað, að óinnheimtar tekjufærðar eftirstöðvar þeirra aukist um 360 millj. kr. Aðstöðugjöld og fast- eignagjöld lúta sömn lögmálum og er búizt við, að eftirstöðvar aðstöðugjalda hækki um 104 millj. kr. og fasteigna- gjalda um 24 millj. kr. Samtals er hér um að ræða 488 millj. kr„ en þar á móti er gert ráð fyrir lækkun tekjufærðra eftir- stöðva gatnagerðargjalda um 256 millj. ~ kr. Aætlað framlag til þess að mæta aukningu tekjufærðra eftirstöðva nema því 233 millj. kr. sem fyrr sagði." Helztu einkenni áætlunar „Ég vi 1 að lokum með nokkrum orðum reyna að draga saman þau atriði. sem helzt einkenna þessa fjárhagsáætlun. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.