Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 3. JANÚAR 1978 Birgir fsl. Gunnarsson, borgarstjóri: Borgarframkvæmd- ir verða svipaðar 1978 og 1977 Höfuðáherzla á félags- og heilbrigðismál Kaflar úr ræðu borgarstjóra með frumvarpi að fjárhagsáætlun Bir«ir ísleifur Gunnarsson, borjíarsljóri, mælli fyrir frumvarpi að fjárha«sáætlununum borgarsjóðs og borgarstofnana fyrir árið 1978 um miðjan desemhermánuð sl. — Jafnframt gerði hann grein fyrir áætluðum niðurstöðutölum gjalda og tekna nýliðins árs með hliðsjón af endurskoðaðri áætlunum þess árs. í ræðu lians kom m.a. fram: ^Endanleg niðurstöðutala teknahliðar fjárhagsáætlunar borgar- sjóðs fyrir nýliðið ár var 10.4 milljarðar króna. Þar af var ráðstafað til rekstrar borgarinnar og gatnagerðar tæplega 7.9 milljörðum en til framkvæmda og annarra eignabre.vtinga rúmlega2.5 milljörðum. # Reikningsfærðar tekjur ársins revndust 10.519 m. kr. eða 0.9% hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Reikningsfærð rekstrar gjöld reyndust 8.107 m. kr. eða3.1% liærri en áætlað var. Af 246 m. kr. útgjaldaauka, umfram áætlun, áttu 108 m. kr. rætur að rekja til launagreiðslna og launatengdra gjalda. Teljast önnur frávik u.þ.b. 4%, óverulegt miðað við öra verðbólguþróun í landinu. # Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarsjóðs fvrir kom- andi ár eru heildartekjur áætlaðar 14.4 milljarðar króna. Hækk- un frá f.vrra ári 3.9 milljarðar kröna eða 38.2%. Aðaltekjustofn borgarsjóðs, útsvörin, eru áætluð 7.4 inilljarðar króna, hækkun rúmlega 2 milljaröar eða 41.4%. Stafar sú liækkun af hækkuðum tekjum (gjaldstofni) milli gjaldára, að spá Þjóðhagsstofnunar. Fasteignagjöld eru áætluð 1812 m. kr. (hækkun 34.9% — óhreytt ál.reglur frá fyrra ári). Ymsir skattar eru áætlaðir 40.(5 m. kr. (bækkun 2(5%), Arður af eignum 134.4 m. kr. (hækkun 45%), framlag úr jöfnunarsjóði hækkar um 377 m. kr. (hækkun 29.4%), aðstöðugjöld nema 2.4 milljörðum króna, hækkun 36.3% — óbreytt gjaldstofn að spá Þjóðhagsstofnunar), gatna- gerðargjöld og benzínfé 502 m. kr. og ýmsar tekjur 584 m. kr. # Kauptaxtar hjá Revkjavíkurborg voru rúmlega 60% hærri aö meðaltali 1. desember sl. en í desembermánuöi 1976. Vegiö meðaltal um 2.100 stöðugilda bjá borginni hafði þá hækkað á einu ári, skv. samningi við starfsmannafélagiö, um 64.9'%. Þar við bætist tilfærsia milli launaflokka (aldurstilfærsla), rýmkuð ákvæði um persónuuppbót, hækkað vaktaálag og áhrif sérkjara- samninga. Að öllu meðreiknuðu má áætla að vegið meðaltal launa liali hækkað miðað við 1. desember sl. og frá því fyrir ári síðan um nálægt 70%. Kostnaður við stjórn borgarinnar er áætlaður 222.5 m. kr., hækkun tæp 40'%. Starfsmannafjöldi á aöalskrifstofum er áætl- aður óbreyttur frá fyrra ári. Kostnaður við brunavarnir 204.5 m. kr., fræðsiumál 2.206 m. kr. (hækkun 36.9%), fjárveiting til lista, íþróttaog útiveru 1.103.6 m. kr. (hækkun 41.6%), heil- brigðis- og hreinddlætismál 1.139.4 m. kr. (hækkun 33.6%), félagsmál 2.947.3 m. kr. (hækkun 32.4%), fasteignir 87.7 m. kr., og önnur útgjöld 200 m. kr. # Til gatna og holræsamála er áætlað að verja 2.252.2 m. kr. (hækkun 36.9%). Til viöhalds nemur hækkunin 27.6% en til nýbygginga 40.1 %. Helztu framkvæmdir í gatna og holræsagerð Hér fara á eftir orðréttir kaflar úr ræðu borgarstjóra: „Helztu framkvæmdir við ganta- og holræsagerð í eldri hverfum borgarinn- ar á næsta ári er breyting á Efstalandi í Fossvogi vegna aðkomu að verzlunarhús- inu Grímsbæ, malbikun í iðnaðarhverfi á Ártúnshöfða, þ.e. hluti Bíldshöfða í vestur frá Breiðhöfða, hluti Breiðhöfða^ frá Bíldshöfða að Stórhöfða, Dvergs- höfði, Hyrjarhöfði, Funahöfði, og Höfða- bakki frá Bíldshöfða að Dvergshöfða. Þá eru og fyrirhugaðar nokkrar breytingar á gatnakerfinu vegna aðkomu að um- ferðarljósum og lagfæringar á gatnamót- um, s.s. á Suðurlandsbraut við Vegmúla, Iðngarða og Skeiðárvog, einnig Dalbraut við Elliðavog og Reykjaveg við Sund- laugaveg. Þá er og fyrirhuguð breyting á aðkomu verzlunarhússins Austurver og gerð vörubifreiðastæða i Breiðholti ásamt snúningsplássi fyrir strætisvagna við Iðufell. Til þessara framkvæmda er áætlað að verja 149.4 millj. kr. Til fullnaðarfrágangs gangstétta og stíga er áætlað að verja 90 millj. kr. og er þeirri fjárveitingu dreift bæði í eldri hverfi og Breiðholtið. Á árinu er áætlað að verja 80 millj. kr. til lagningar yfirlaga og eru dýrustu framkvæmdirnar við Breiðholtsbraut, Stekkjarbakka, Súðarvog og Elliðavog. Til ræktunar og frágangs er áætlað að verja 40 millj. kr. og dreifist sá kostnað- ur bæði á eldri hverfi og Breiðholt. Til gatna- og holræsagerðar í nýjum hverfum er áætlað að verja samtals 693.8 millj. kr. og er helzt að neffta fyrsta hluta Seláshverfis, austurdeild í Breið- holti, Seljahverfi 11. og 12. áfanga, áfanga á Selhrygg, Hvannakotshóla, Mjódd í Breiðholti, Eiðsgrandahverfi og iðnaðarhverfi í Hálsum við Vesturlands- veg. Fyrirhugaðar lóðaúthlutanir á árinu eru helztar eftirfarandi: Eiðsgrandasvæði 95 íbúðir í fjölbýii og 15 í raðhúsum. Breiðholt III 14 einbýlishús. Seljahverfi 42 raðhús og 52 einbýlishús. Hvannakotshólar 40 einbýlishús. Samtals eru þetta 258 íbúðir. Auk þess er í athugun að gefa stærri byggingaraðilum kost á úthlutun fyrir 190 Ibúðir I fjölbýli og raðhúsum í Mjóu- mýri gegn því, að þeir taki að verulegum hluta að sér gatnaframkvæmdir innan svæðisins. Um þetta mál verður þó fjall- að nánar í borgarráði milli umræðna og I frumvarpi er ekki gert ráð fyrir þeim framkvæmdum, sme borgin þarf að sjá um, ef þessi úthlutun verður ákveðin. Þá er loks að nefna, að á næsta ári má gera ráð fyrir, að 262 íbúðir í einbýli og raðhúsum verði byggingarhæfar I Selási. Hér er hins vegar um eignarlóðir að ræða, en samkv. sérstökum samningi við landeigendur tekur borgin að sér að gera hverfið byggingarhæft. Samkvæmt þessu eru um 710 lóðir, sem borgin getur mest gert byggingar- hæfar á árinu, en sem fyrr segir hafa ekki endanlega verið teknar ákvarðanir um 190 lóðar þar af.“ Eignabreytingar „Skal nú vikið að fyrirhuguðum eigna- breytingum borgarsjóðs á næsta ári. Hér er alls um að ræða tæplega 3.580 millj. kr., og nemur hækkunin frá endurskoð- aðri áætlun þessa árs um 1.014 millj. kr. 1 heild hækka framlög til eignabreytinga samkvæmt frumvarpinu um 39.5% frá gildandi áætlun og nema 24.8% heildar- útgjalda, en þau voru áætluð 24.6% i endurskoðaðri fætlun yfirstandandi árs. Láta mun nærri, að visitala byggingar- kostnaðar hafi hækkað um 11.9% síðan borgarstjórn gekk frá endurskoðun fjár- hagsáætlunar hinn 9. ágúst í sumar. Samkvæmt þvi nemur hækkun á fram- lögum til eignabreytinga í heild um 24.7% á sambærilegu verðlagi, en sé heildarfjárhæð upphaflegrar áætlunar til eignabreytinga færð til gildandi verð- lags kemur í ljós, að miðað vð það er gert ráð fyrir nánast óbreyttu heildarfram- lagi til eignabreytinga samkvæmt þessu frumvarpi. Er þá gert ráð fyrir því, að visitala byggingarkostnaðar verði um 170 stig í ársbyrjun 1978. Eiginleg framkvæmdaframlög' borgar- sjóðs samkvæmt eignabreytingayfirliti frumvarpsins verða samtals 2.012.4 millj. kr. 1 gildandi áætlun er gert ráð fyrir 1.537.3 millj. kr. samtals í framlög til framkvæmda. en svo sem ég greindi frá á fundi borgarstjórnar hinn 17. nóvember, verða þau að líkindum ná- Iægt 1.740 millj. kr. Sé sú fjárhæð færð til gildandi verðiags kemur í Ijós, að búast má við óbreyttu framkvæmda- magni samkvæmt þessu frumvarpi. Önnur framlög til eignabreytinga eru í heild áætluð rösklega 1.347 millj. kr. og hækka um 488.6 millj. kr. frá gildandi áætlun, eða um 56.9%. Hér ber þó að hafa i huga, að þau framlög, sem hér er um að ræða, haldast óbreytt í saman- burði milli áætlunar og útkomu ársins, hvort sem þau reynast umfram þarfir, eða hrökkva ekki til þess, sem ætlað var. 1 ár hefur fjárþörf Strætisvagna Reykja- vikur sem og Bæjarútgerðar Reykjavík- ur reynzt mun meiri en framlög voru miðuð við og vaxa skuldir þeirra við borgarsjóð sem þvi nemur. I þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því, að hluta framlags til Framkvæmdasjóðs verði varið til þess að mæta halla Bæjar- útgerðarinnar á þessu ári, en ekki er gert ráð fyrir þvi, að framlag til Strætis- vagna Reykjavíkur hrökkvi til annars en greiðslu rekstrarhalla og stofnkostnaðar fyrirtækisins á næsta ári. Ég mun síðar í ræðu minni vikja nokkru nánar að rekstri þessara fyrirtækja, en áður en ég greini nánar frá framkvæmdum borgar- sjóðs þykir mér rétt að fara örfáum orðum um framlag til afborgana, sem hækkar samkvæmt þessu frumvarpi um 240 millj. kr. frá gildandi áætlun. Strax í sumar, þegar ráðizt var i endur- skoðun fjárhagsáætlunar, þótti sýnt að greiðslustaða borgarsjóðs yrði erfið á haustmánuðum, þótt ekki væri þá unnt að meta útgjaldaauka vegna kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Ráðstafanir voru því gerðar til þess að afla lánsfjár að því marki, sem ekki tókst að mæta auknum útgjöldum með tiltækum sparn- aðarráðstöfunum við endurskoðun fjár- hagsáætlunar. 1 nóvember var siðan tek- ið bráðabirgðalán að fjárhæð 300 millj. kr. og er gert ráð fyrir þvi, að það greiðist að fullu í marz á næsta ári. Að öðru leyti er í framlagi til afborgana einungis gert ráð fyrir greiðslum á um- sömdum afborgunum og vegur þar þyngst afborgun Landsbankaláns frá ár- inu 1974, en hún verður um 213 millj. kr. Framlög til framkvæmda samkvæmt eignabreytingayfirliti og framlög til gatnagerðar verða í heild um 4.265 millj. kr. á næsta ári samkvæmt frumvarpinu, eða 29.6% heildarútgjalda borgarsjóðs. Þetta hlutfall er 30.5% í gildandi áætl- un, en var 32.6% i upphaflegri áætlun þessa árs. Hér má sem fyrr greina áhrif mikillar verðbólgu, sem leitt hefur til þess, að framlög til framkvæmda halda ekki hlut sínum í útgjöldum borgarsjóðs. Þessarar þróunar gætir hvarvetna og er mönnum vaxandi áhyggjuefni, svo sem þjóðmálaumræðan ber með sér um þess- ar mundir. Skipting iramkvæmdafjár milli ein- stakra málaflokka hefur sem kunnugt er tekið umtalsverðum breytingum á sið- ustu árum. Höfuðáherzla er um þessar mundir lögð á framkvæmdir i félags- 0g heilbrigðismálum. Þar ber hæst fram- kvæmdir í þágu aldraðra, auk þess sem mikið fé rennur til framkvæmda við Borgarspítalann og Arnarholt. Þá er hlutur fræðslumála stór að venju og lögð er aukin áherzla á barnaheimili af ýms- um gerðum. Skal nú nánar vikið að einstökum málaflokkum. Skólabyggingar „1 samningum ríkis og borgar um fjár- mála- og framkvæmdastjórn Fjölbrauta- skólans í Reykjavik er gert ráð fyrir þvi, að þessir aðilar greiði jafnóðum framlög sin til stofnkostnaðar, ríki 60% og borg 40%. Ákvæði þessa samnings taka ekki til íþróttamannvirkja og svonefndrar C- álmu skólans. Endurgreiðslur ríkissjóðs vegna þessara framkvæmda renna sem hluti borgarsjóðs til frekari fram- kvæmda við skólann, auk þess sem end- urgreiðslur ríkissjóðs vegna skipta ríkis og borgar á skólahúsnæði verða látnar mæta þessum hluta framkvæmdakostn- aðar á næstu árum. 1 gögnum um fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun Reykja- víkurborgar fyrir árin 1977—1981 verð- ur gerð sérstök grein fyrir þessum fram- kvæmdum, en áhrifa gætir ekki í þessu frumvarpi, þar sem einungis er reiknað með endurgreiðslum ríkissjóðs vegna stofnkostnaðar annarra skóla en Fjöl- blrautaskólans. Af einstökum framkvæmdum við skólabyggingar á vegum borgarsjóðs á næsta ári ber sérstaklega að nefna Sund- laug Fjölbrautáskólans, sem væntanlega verður tekin í notkun næsta haust, þótt nú þyki sýnt, að framkvæmdum ljúki ekki að fullu við hana fyrr en 1979. Haldið veróur áfram smíði íþróttahúss við Hlíðaskóla, og senn hefjast fram- kvæmdir við Hvassaleitisskóla og 2. áfanga Hólabrekkuskóla, sem verður gerður fokheldur á næsta ári og tekinn í notkun fullbúinn haustið 1979. Fyrir- hugað er, að framkvæmdum við Hvassa- leitisskóla Ijúki fyrir haustið 1980. Þá er gert ráð fyrir þvi, að ráðizt verði í byrj- unarframkvæmdir við Seljaskóla á næsta ári. Fyrirhugað er að standa öðru-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.