Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1978 21 Geir Ha/lgrímsson, forsætisrádherra í áramótaávarpi: Við vinnum ekki sigur á verðbólgu með skyndisókn Hér fer á eftir í heild áramóta- ávarp Geirs Hallgrímssonar, for- sætisráðherra, sem flutt var í hljóðvarpi og sjónvarpi á gamlárskvöld: I kvöld er litið yfir farinn veg, hvort heldur menn eru í hópi fjölskyldu og ástvina eða einir og einmana. Til þeirra leitar hugurinn ekki síst. Gleðin setur svip sinn á hátiðina, þó víða hafi orðið skarð fyrir skildi. Minningar og fyrirheit tvinnast saman i hugum okkar. Heit eru unnin — því sem miður gekk á liðnu ári, skal úr bætt á þvi nýja. A stórum stundum er oft sagt, að Is- lendingar séu ekki annað en ein fjöl- skylda. Við áramót á þessi líking við, því að öll sameinumst við í hátíðarskapi og lítum jafnt yfir liðna árið og fram á veg. En sátt og samlyndi þarf ekki ávallt að ríkja innan fjölskyldu. I þjóðarfjölskyld- unni heyrast óánægjuraddir, barlómur og kröfugerð. Þetta gæti bent til þess, að hlutskipti okkar væri lakara en skyldi. Öllum ber þó saman um, að velmegun- in mæld i kaupmætti nú fyrir jólahátíð- ina hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. Þetta er auðvitað ekki einhlitur mæli- kvarði, en án efa ættum við að láta af öllum barlómi og ólund. Kveinstafirnir eru aðeins til þess fallnir að draga úr XXX Auðvitað stofnar verðbólgan hér af- komu atvinnuveganna og samkeppnis- stöðu í hættu og leiðir á endanum til stöðvunar og atvinnuleysis. Þegar af þeirri ástæðu ber brýna nauðsyn til að snúast gegn þessari þróun. Okkur tókst á síðustu 2 árum að minnka verðbólguna um helming — og þótt okkur hafi borið af leið á þessu ári, þá megum við ekki missa sjónar af markinu. Þótt við verð- um um skamma hríð að vera í biðstöðu, þá verðum við að nota þann tíma til að undirbúa nýja og öflugri sókn gegn verð- bólguvágestinum í næstu atrennu. Reynslan sýnir okkur, að sigurinn verð- ur ekki unninn með skyndisókn. Við þurfum á þolinmæði og þrautseigju að halda og megum ekki missa móðinn, þótt lengri tíma taki en við áður vonuðum til að ná árangri. Hér er einnig meira i veði en fjárhags- legir hagsmunir einir, atvinnulif og sam- keppnisstaða. Peningagildi er mælikvarði á fleira en fjármunaleg verðmæti og getur einnig verið spegilmynd af siðferðisþreki og siðgæðismati. Við eigum að vísu skýringu á verð- bólgu, ef ekki afsökun, í einhliða at- vinnulífi. Öflun sjávarafurða er bundin sveiflum bæði um magn og verð, sem samtiðarinnar, samskiptum þjóðanna og leggja fram okkar skerf til varðveislu friðar í heiminum. Við erum okkar sjálfra vegna i varnar- bandalagi. Þátttaka í frjálsu samstarfi vestrænna ríkja er sjálfstæðismál en má aldrei hneppa okkur í fjötra fjárhags- Iegra tengsla og framfærslu. Við viljum og verðum að standa á eigin fótum. XXX Við lifum í opnu og frjálsu þjóðfélagi, þar sem áhrif og fréttir berast einstakl- ingnum í sífellu, án þess að hann hafi ráðrúm til íhugunar og ályktunar sem skyldi. Fjölmiðlar Ieggja ósjálfrátt áherslu á neikvæðu hliðarnar, góð heilsa er ekki fréttaefni, en slys og sjúkleiki, hvort heldury-andlegur, efnalegur eða líkamlegur, er það aftur á móti. Uppeldi ungu kynslóðarinnar færist í vaxandi mæli úr höndum foreldra til stofnana. Þeim mun brýnna er að huga að hvert stefnir í menntamálum og öðru uppeldisstarfi. Aherslu ber að leggja á að þroska getu einstaklingsins til að draga sjálfstæðar ályktanir og axla eigin ábyrgð. XXX Lífsaldur lengist, en oft er vafasamt að lífsfylling fylgi. Aldraðir einangrast miðað við það, sem áður var. Það er menningarskylda að tryggja öllum sjálf- stæði og viðunandi lífsframfæri að lok- inni starfsæfi, með því að gera einstakl- ingunum sjálfum fært að búa í haginn fyrir sig. XXX Fyrir nokkrum árum gekk ég ásamt öðrum gestum um dýragarðinn í Edin- borg. Að .skoðunarferð lokinni spurði ég forstöðumanninn hvaða dýrategund væri erfiðast að fylgjast með. Hann svar- heldur með þolinmæði og þrautseigju vilja og kjarki til að takast á við raun- veruleg vandamál og bæta þjóðlífið og samfélagið í heild með atorku og dugn- aði. XXX Að vísu erum við ekki einráð um margt af því, sem áhrif hefur á lif okkar, hvort heldur sem einstaklinga eða þjóð- ar. Við hljótum þess vegna að beina athyglinni að því sem gerist umhverfis okkur og hvernig mönnunum miðar þar. Djarfhuga tilraunir eru gerðar til að leysa deilumál fornra andstæðinga í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Styrjöld hrjáir fátækar þjóðir Sómaliu og Eþiópiu. Kynþátta- og frelsisbarátta er víða háð. Ógnir ánauðar milljóna manna valda því, að skylt og nauðsynlegt er að berjast ótrauðlega fyrir sjálfsögð- um mannréttindum. Hungurvofan sækir að rneiri hluta mannkyns og þeir eru mun fleiri, sem eiga ekki málungi matar, en hinir sem lifa í allsnægtum. Allt þetta hefur með einum eða öðrum hætti áhrif á íslensku þjóðarfjölskyld- una. Samt er okkur mjög tamt að horfa aðeins í eigin b'arm og gleyma vandamál- um annarra, sem okkur er ekki aðeins hollt, heldur einnig skylt að hafa hugfast og sinna. Við það ætti jafnframt að auk- ast skilningur á góðu hlutskipti okkar. Ætli einhver láti nú ekki orð falla um það, að ekki sé jafnað til þess sem best sé og að samanburðurinn verði okkur ekki hagstæður, þegar litið sé nær til vest- rænna velmegunar- og lýðræðisríkja. En er þá grannans hagur greinilega betri en okkar? Sannleikurinn er sá, að grannrík- in eiga einnig við sín vandamál að glíma. Reyndar varðar okkur miklu hvernig þeim tekst að ráða fram úr sínum vanda, þar sem þau eru flest helstu viðskipta- lönd okkar. Ég sat nýlega fund forsætisráðherra Norðurlanda, þar sem fram kom, að fjár- lög muni nú afgreidd í öllum öðrum Norðurlöndum með 10—30% halla, sem jafnaður er með erlendum lántökum, atvinnuleysi er 8—10% í Finnlandi og DanmÖrku og 2% i Svíþjóð, en bæði þar og í Noregi er vinnu tugþúsunda og jafnvel hundruðþúsunda manna haldið uppi með sérstakri lánafyrirgreiðslu, ríkisábyrgðum og beinum styrkjum, í von um að samkeppnþsstaða þeirra at- vinnugreina, sem svo illa eru settar, eigi eftir að batna. Reyndar hafa menn þegar lifað í þeirri von alllengi, og óvíst um hversu úr rætist. Þótt í þessum staðreyndum sé dulið gengisfall og verðbólga í nágrannalönd- unum, skulum við hreinskilnislega játa, að verðbólgan þar — þótt nógu alvarleg þyki — er aðeins um 10—15% á ári eða helmingur eða þriðjungur þess, sem ver- ið hefur hjá okkur. ekki er á okkar valdi. En við höfum heldur ekki kunnað sem skyldi að lifa samkvæmt þessum atstæðum. Stjórn- völd og einstaklingar hafa viljað ráðast í of margt á skömmum tíma. Meira hefur verið fjárfest en almenningur hefur vilj- að sætta sig við með því að takmarka neyslu sína og eyðslu. Erlend skulda- söfnun hefur fylgt i kjölfarið. Afleiðing- in hefur verið ofþensla í þjóðfélaginu. Með afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár og framkvæmda- og lánsfjáráætlun hafa stjórnvöld takmarkað fjárfestingu í raun við innlenda sparifjármyndun og stöðv- að aukningu erlendra skulda. Þessari stefnu verður að fylgja eftir. XXX Eðlilegt og sjálfsagt er að ætlast til mikils af stjórnvöldum og veita þeim óvægna og sanngjarna gagnrýni. En í lýðræðisþjóðfélagi er ekki allt vald lagt í hendur ríkisstjórnar og Al- þingis. Lýðræði er ekki eingöngu fólgið í því að fólkið kjósi til þings á fjögurra ára eða skemmri fresti, og varpi áhyggjum sínum á stjórnvöld þess á milli. Lýð- ræðisskipulagið er fólgið í dreifingu valdsins, til sveitastjórna, hagsmuna- samtaka og einstaklinganna sjálfra. Hver maður er sinn eigin herra, því að í raun og veru er allt vald frá einstakl- ingnum komið. Frelsi einstaklingsins er forsendan, sem allt annað byggist á. Ein- staklingurinn hefur bundist samtökum við aðra í ýmiss konar félagsskap til að koma áhugamálum sínum fram, svo sem stjórnmálaflokkum og stéttarfélögum. En umfram allt hefur hann sjálfs sins vegna undirgengist að lifa í skipulegu samfélagi og hlíta ákveðnum reglum til þess að vernda frelsi sitt í nábýli við aðra. Frelsinu fylgir ábyrgð. Það er mikill misskilningur, að frelsið felist í því að fara eftir vild sinni og geðþótta á líðandi stund — vera svo góður við sjálfan sig að láta allt eftir sér án þess aö skeyta um afleiðingar gerða sinna fyrir aðra og sjálfan sig, þegar litið er lengra en til morgundagsins. Ef einstaklingurinn vill varðveita virð- ingu sina og frelsi, verður hann að beita sig sjálfsaga. Hann getur ekki varpað ábyrgð eða áhyggjum á aðra og falið sig i fjöldanum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að daglega eru gerðar ýmiss konar sam- þykktir hagsmunasamtaka, með kröfum á hendur samfélaginu í heild eða öðrum hagsmunahópum. Um sumar þessar kröfur er ekki nema gott eitt að segja, þótt þær geti orkað tvímælis. Þær verða oft til þess að vandamál eru tekin til meðferðar og fremur brotin til mergjar en ella. Aðrar kröfur eru svo bersýnilega ósanngjarnar, mótsagnakenndar og raunar óframkvæmanlegar, að einstakl- ingurinn, sem að þeim hefur staðið og um þær er spurður, ypptir öxlum og segir ekki hafa verið unnt að standa á móti þeim, sem lengst vildu ganga. Flest, ef ekki öll, erum við þeirrar skoðunar, að samtök launþega og vinnu- veitenda eigi í frjálsum samningum sin á milli aó ákveða kaup og kjör manna í sem flestum greinum. Við teljum með sama hætti og enn frekar, að það sé hreint neyðarúrræði, sem ekki megi grípa til fyrr en öll önnur sund eru lokuð, að breyta gildandi kjarasamning- um með löggjöf. En samningsfrelsi aðila vinnumarkaðins hlýtur jafnframt, eðli málsins samkvæmt, að byggjast á þeirri meginforsendu, að ekki sé eftir gerða samninga höfðað til þess að nauðsyn beri til eða beinlínis krafist ráðstafana stjórnvalda til að koma i veg fyrir at- vinnuleysi, ráðstafana er oft geta leitt til verðbólgu. Stjórnvöld og hagsmunasamtök vinnu- markaðarins hafa hver sitt verksvið og verða að virða hvert annað, en svo sam- tengd eru verksviðin, að nánara samráð þeirra á milli þarf að verða en verið hefur. Alþingi og ríkisstjórn og stjórnarstofn- anir fara með fjármál ríkisins og marka stefnuna I peninga- og launamálum. Aðilar vinnumarkaðarins móta stefnuna í launa- og tekjumálum. Eftir öllu þessu og ytri skilyrðum fer þróun gengis ís- lensku krónunnar og verðlag í landinu. Óskhyggjan er rík í okkur öllum, veru- leikinn oft, því miður, annar. Manndóm sýnum við þá fyrst, þegar við samræm- um óskhyggjuna raunverulegum skilyrð- um á hverjum tíma. XXX En stundum rætast óskir fyrr og betur en björtustu vonir gáfu tilefni til. Yfirráð okkar yfir 200 mílna fiskveiði- lögsögu eru staðreynd — ævintýraleg- ustu og örlagaríkustu tímamót í sögu íslensku þjóðarinnar eftir sjálfa lýðveld- isstofnunina. Efnalega eiguni við hér eftir enga af- sökun, ef okkur tekst ekki að sjá sjálfum okkur farboða, þótt auðvitað sé við marg- víslegan efnahagsvanda að glima eftir sem áður. XXX Skoðanir okkar eru skiptar, m.a. um það hvernig tryggja á öryggi þjóðarinnar og sjálfsákvörðunarrétt gagnvart öðrum þjóðum í viðsjálum, vopnum búnum heimi. Hlutlausar þjóðir leggja engu síð- ur mikið á sig I þeim efnum en hinar, sem í varnarbandalag ganga. Við höfum sömu skyldum að gegna og aðrar þjóðir. Við getum ekki tfeyst þvi að fá að lifa óáreitt í þjóðbraut sem sýnishorn fornrar menningar, en hljót- um einnig að vilja taka virkan þátt i lífi aði að bragði: „Homo sapiens", þ.e. maðurinn sjálfur. Fyrst í stað hefði ég svarið að gaman- máli, en það vekur þó engu að siður alvarlegar hugleiðingar. Víða eru þvi miður dæmi um stjórnskipulag og stjórnarherra, sem telja sér nauðsynlegt að setja saklausa menn bak við rimla. Örlagarikur skilsmunur er á milli frjálsra manna og fanga, ábyrgðar og ánauðar. I frjálsum þjóðfélögum erlendis ríkir hins vegar sú vargöld nú að hópar hermdarverkamanna reyna að koma fram vilja sínum með hótunum og of- beldi, ránum og morðum á saklausu fólki. Víst er lýðræðið oft seint í svifum og langan tíma tekur stundum að bæta úr göllum og misrétti. Meðferð mála, bæði ákvörðunar- og dómsvald, er i margra höndum, til þess að tryggja réttarörygg- ið. Margt má bæta í lýðræðislegum þjóð- félögum og að þvi verður að vinna hér á Islandi ekki síður en annars staðar. En i þeirri viðleitni megum við aldrei af óþolinmæði og óbilgirni brjóta leikregl- ur lýðræðisins, sem við höfum sjálf sett okkur. Sá sem brýtur þessar leikreglur í dag, þarf e.t.v. á þeim að halda sjálfum sér til verndar á morgun. XXX Við búum við hagstæö ytri skilyrði og okkur ætti að vera vorkunnarlaust að leysa vandamálin þótt við höfum óneitanlega spennt bogann hátt. Til þess verða gerðar kröfur, ekki einungis til allra stjórnmálamanna og forvigismanna hagsmunasamtaka. Abyrgð stétta og ein- staklinga i þjóðfélaginu er mikil. Ein- staklingurinn má ekki bregðast ábyrgð- inni, sem frelsinu er samfara. Hann get- ur veitt forsVarsmönnum sínum aðhald sem dugar. Kosningaár er að hefjast. Að þvi er stundum látið liggja, að stjórnmálamenn reyni að kaupa sér vinsældir kjósenda með stórtækum útgjöldum og loforðum um fyrirgreiðslu. Víst er það rétt, að i lýðræðisríkjum er jafnan mikill þrýstingur á stjórnvöld í þá átt að auka hvers konar framkvæmdir og félagslega þjónustu, og valfrelsi og ráðstöfunar- rétti einstaklinga hættir til þess að fara út á og stundum út fyrir ystu brún þess, sem þjóðarefnin leyfa. En ég veit að allur almenningur er i raun og veru ekki ginnkeyptur fyrir gylliboðum. Það er von mín og vissa, að við Islend- ingar, einstaklingar, stéttir og þjóðin í heild, kunnum á kosningaári sem endra- nær með frelsið að fara. Eg árna ykkur öllum gleðilegs og farsæls nýárs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.