Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1978 25 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. S. 31330. Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. St. Jósepsspítalinn í Reykjavik óskar eftir að taka á leigu fyrir sjúkraliða ein- staklingsibúð (helst ris) og í nágrenni spítalans. Uppl. hjá starfsmannahaldi i sima 29302. St. Jósepsspitalinn. Röskur sendill óskast hálfan daginn. Uppl. í síma 86100. Páll Þorgeirs- son og co., Ármúla 27. Vélstjóri með full réttindi úr rafmagns- deild óskar eftir atvinnu i landi. Tilboð merkt: „A — 4178" sendist augld. Mbl. fyrir 1 5. janúar. íbúð til leigu 6 herb. ibúð i Kópavogi til leigu. Upplýsingar i sima 17311 kl. 1 7—20 i kvöld. Atvinnuhúsnæði til leigu á III. hæð efst i Bankastræti. Upplýsingar i sima 21299. Kaupi umslög og póstkort með virkjana- og fossa- frimerkjum (1956 —1960). Auk þess óska ég eftir um- slögum, póstkortum og afklippum með nýrri frimerkj- um. Greiðsla i sænskum krónum. Svar, þar sem lægsta verð er tilgreint, óskast sent: Leif Adolfsson. Svefsaregatan 6. 42T68 V. Frölunda. SVERIGE. Tilkynnið þátttöku i[]3. og 4. janúar kl. 17 — 19 (kl. 5—7) og greiðið fyrir máls- verð. St.Sm. RÓSARKROSSREGLAN * M ♦ R C V 'R « 7 -. 7 V ATLANTIS PRONAOS 313330830 Filadelfia Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Enskukennsla félagsins byrj- ar aftur mánudaginn 9. jan- úar. Innritun verður að Ara- götu 14 laugardaginn 7. jan- úar frá kl. 3—6. Áriðandi að allir nemendur mæti til innrit- unar. Stjórnin. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi 22 ára reglusamur maður óskar eftir einstaklingsíbúð eða stóru góðu herbergi. Starfar í miðbæn- um. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 21 597 þriðjudag kl. 6.30 — 9.00. Vinningsnúmerin í happdrætti Styrktarfélags vangefinna 1. vinnungur Plymouth Volare kom á miða nr. R—4492 1. 2. —10. vinningur: Bifreið að eigin vali að upphæð 1.200 þús. kr., kom á eftirtalin númer: R—4204, R-18115, R-21684, R- 47007, R-47073, R-63142, K-2094, X-381 1, Y-6621. Styrktarfélag vangefinna. Stangveiðimenn Veiðiréttur í Haukadalsá Dalasýslu (neðan Haukadalsvatns) er til leigu veiðitímann 1 978, ásamt húsi. Tilboð sendist í ábyrgð, merkt: „Tilboð”, til Sigurðar Jónssonar Köldukinn fyrir 20. jan. 1978. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin. Skipstjórafélag íslands Kvepnfélagið Hrönn og Stýrimannafélag íslands Árshátíð félaganna verður i Snorrabæ nk. laugar- dag. Skemmtunin hefst kl. 18.30 með sameiginlegum gleðskap. Kjarnar leika fyrir dansi. Miðar verða afhentir á skrif- stofu Stýrimannafélags íslands í Hafnar- stræti 1 8 föstudag kl. 1 6.00—1 8.00 og laugardag kl. 13.30—15.00 Nefndin. Sauðárkrókur Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins verður i Sæborg sunnudaginn 8. janúar kl. 1 6. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Norðurland vestra: Kjördæmisráðsfundur verður haldinn að Sæborg Sauðárkróki laugardaginn 7. janúar nk. kl. 3 siðdegis (1 5) stundvislega. Dagskrá: 1. Kjörnefnd leggur fram tillögur um framboð til alþingis- kosinga 2. Önnur mál. Áriðandi er að allir fulltrúar flokksfélaga og fulltrúaráða i kjördæmisráði mæti á fundinum. Kjördæmisstjórn \l GLVSINGA SÍMINN ER: 22480 Minning: Jóhann Árnason bankafulltrúi Það er 28. desember, baráttunni er lokið með ósigri, minn kæri vinur, Jóhann Asbjörn Arnason, er látinn. Enn eitt fórnardýr hins hræðilega sjúkdóms, krabba- meinsins. Það var fyrir tæpum tólf árum að ég sá hann fyrst, virðulegur eldri maður með grátt yfirvarar- skegg. En er ég á aðfangadagskvöld s.l. klippti þetta skegg til uppi á Landspítala þá gerði ég mér fulla grein fyrir þvf að samfylgdinni væri senn að Ijúka og skammt mundi vera í að ferðin hæfist yfir móðuna miklu. Það var erfitt að kynnast Jó- hanni, hann var af gamla skólan- um, röggsamur, ákveðinn og mik- ill atorkumaður sem aldrei geymdi það til morguns sem hægt var að gera i dag. En smám saman jukust okkar kynni og hin síðari ár voru það ekki margir dagar sem við ekki hittumst eóa ræddumst við. Ég læt aðra um að skrifa um uppruna Jóhanns og starf en vil í þessum fátæklegu línum þakka honum samfylgdina sem ég var svo lánsamur að njóta. Þær eru orðnar nokkrar veiði- ferðirnar sem við erum búnir að fara saman en lax- og sjóbirtings- veiði var það sport sem hann hafði hvað mest dálæti á. Af hon- um lærði ég mörg handtökin enda var Jóhann mjög slunginn veiði- maður. Næst á eftir veiðinni var það skákin, en þar sem annars staðar stóð hann meðalmanninum miklu framar. Eitt er það að vera handlaginn og annað að vera völundur í hönd- unum en það var Jóhann svo sannarlega. Ber þar hæst klukku- viðgerðir hans. Ekki hafði hann lært iðnina en leikni hans með klukkur og klukkuverk var með ólikindum. Jafnvei úrsmiðir leit- uðu á náðir hans með klukkur sinar svo og Taflfélagið og ein- staklingar. Sjálfur á ég gamla klukku sem legið hafði uppi á háalofti úti á landi þar sem ekki var hægt aó gera við hana. Jó- hann gerði klukku þessa upp, smíðaði í hana tannhjól sem vant- aði og skar síðan út í tré litla andlitsmynd til að skreyta klukk- una með. Nú tel ég klukku þessa dýrgrip og að sjálfsögðu gengur hún alltaf. Eitt sinn sagði hann mér frá því að hann hefði fengið klukku til viðgerðar, kom hún öll í pörtum í kassa og fylgdi henni aðeins eitt lóð sem átti að duga bæði fyrir slátt og gang. Hafði hann verið að reyna að koma klukkunni saman en ekki gengið og taldi hann að sennilega hefði vantað f kassann. Morguninn eftir var klukkan samt komin í gang og farin að slá reglulega. Hafði Jó- hann legið andvaka fram eftir nóttu og hugsað um klukkuna og um miðja nótt fann hann lausn- ina, setti klukkuna saman og gat þá loks sofnað. Eitt baráttumál átti þessi fyrr- verandi bankafulltrúi en það var fjármála- og vaxtapólitík. Hefur hann ritað margar greinar um þessi mál og á kreppuárunum gaf hann út bækling um fjármál, og ekki ómerkari maður en Ólafur heitinn Thors kom til hans og fékk hjá honum 20 eintök. A þessum fátæklegu orðum má sjá að genginn er merkur maður sem við Anna og drengirnir þökk- um samfylgdina. Elsku Svava mín og Anný, eng- inn getur bætt ástvinamissinn en megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Friðrik Guðmundsson — Minning Margrét Framhald af bls. 31. hrið á skrifstofu. Siðar eignaðist hún indælt heimili. Hamingjan gaf henni góðan lifsförunaut. En því miður verður ekki við allt ráðið. Ung veiktist hún og varð lengstum hin siðari ár vió erfið veikindi að striða. 0, hve mér fannst það synd með svo elsku- lega sál. Oft varð hún ekki sjálf- ráð. Það var eins og eitthvað gripi inn í og vísaði aðra leið en ætlað var. Hún átti góða að. Elskuleg móðir sem gerði allt sem í hennar valdi stóð og systkin og vinir. Stundum birti til og þá var hægt að vinna, en það stóð ekki nogu lengi. Oft hitti ég hana hin siðari ár. Við rifjuðum upp. Við vorum svo miklir og góðir Eskfirðingar. Þá skildi ég svo margt sem fór fram- hjá mér i hinni daglegu önn. Alltaf var heiðríkjan sú sama og góðvild sinni og elskulegheitum hélt hun til hinstu stundar. Dag- farsprúð qg falleg var hún alla tið í mínum augum og með þolin- mæði bar hún sinn kross. Björtu minningarnar brjótast því fram. Við áttum margar glaðar stundir saman. Guð er góður, Já, hann er sannarlega góður. Það sé ég þegar nú skilja leiðir í bili. Við unnum okkar heit við altarið i gömlu og hlýju kirkjunni okkar á Eskifirði. Þau hafa dugað betur en hægt var að vonast eftir. Og nú þegar ég er að festa þessi kveðjuorð min á blað verður mér hugsað til heimilis hennar á Eski- firði. Þangað kom ég oft. Þar var svo indælt andrúmsloft og vináttu fólksins hennar á Eskifirði naut ég í ríkum mæli og nýt enn. Því sendi ég ástvinunum ein- lægar samúðarkveðjur, um leið og ég bið fermingar- og skólasystur minni allrar blessunar á nýjum áfanga og þakka samfylgdina. Atthagarnir voru okkur kærir. Guð blessi allar þessar góðu minningar. Árni Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.