Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 Sax efstur á Hastingsmótinu HIÐ árlega skákmót f Hastings hófst fyrir áramótin og hafa nú verið tefldar fimm umferðir. Ungverski stórmeistarinn Sax er nú efstur á mótinu með 4 vinn- inga og eina skák óteflda. Tigran Petrosjan frá Sovét- ríkjunum er í öðru sæti með 3!4 vinning og biðskák, Roman Dzindzihasshvili, Israel, er með 3 vinninga, Jonathan Spielman, Englandi, er með 2'A vinning og biðskák, Simon Webb, Englandi, er með 2M vinning, Jonathan Mestel, Englandi, er með tvo vinninga, eina biðskák og eina skák óteflda við Sax, en ung- verski stórmeistarinn komst ekki VÆNTANLEGA verður í dag gengið endaniega frá samningi milli útgáfufélags Alþýðublaðs- ins annars vegar og Reykja- prents, útgáfufélags Vísis, hins vegar um að Reykjaprent annist áfram útgáfu á Alþýðublaðinu. Að þvi er Arni Gunnarsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, tjáði Morgunblaðinu í gær undirrituðu forsvarsmenn útgáfu Alþýðu- blaðsins samninginn í gærkvöldi en forsvarsmenn Reykjaprents áttu eftir að undirrita hann og — Taldi dómar- ann koma nóg til móts við sig Framhald af bls. 40 hefði komið til greina að at- huga með fleiri keppnisstaöi, þar á meöal Island. „Þannig kom Kortsnoj heilmikilli hreyf- ingu á hlutina með þessum úr- slitakostum sínum, bæði hér í Belgrad og annars staðar, þann- ig að hann stendur að því leyt- inu til betur að vígi eftir en áöur," sagði Stean. Skáksamband Sovétríkjanna lét í sér heyra vegna úrslita- kosta Kortsnojs, sem það for- dæmdi og hvatti til að ýrðu að engu hafðir. Varðandi möguleikana á samningum við Spassky um að teflt verði í lokuðu herbergi, sagði Stean, að þrátt fyrir and- stöðu Spasskys til þessa. væri þetta þó alltaf möguleiki, sem ræða mætti um. Sagöi Stean að hugmyndin væri komin frá júgóslavneska stórmeistaran- um Gligoric og gengi út á það, að keppendur tefldu í herbergi því, þar sem biðskákir eru tefldar, en áhorfendur yrðu áfram i stóra salnum og fylgd- ust með skákinni á stóru sýn- ingarborði þar. „Það er út af fyrir sig jákvætt, að skipuleggj- endur einvígisins skyldu ekki útiloka þennan möguleika al- veg, heldur vlsa ósk Kortsnojs um þetta atriði til samninga milli hans og Spasskys," sagði Stean. Sauðárkr6ki —2. janúar. TOGARINN Drangey kom með v.b. Skafta SK hingað til hafnar í gærkvöldi en báturinn hafði orðið fyrir vélarbilun út af Horni á gamlársdag, þar sem þá var hið versta veður, hvassviðri og mikill sjór. Skafti var í sinni fyrstu veiði- ferð eftir að hafa verið i um 2ja mánaða viðgerð í Englandi. Bát- urinn varð skyndilega vélarvana til mótsins í tæka tíð. John Nunn, Englandi, er með tvo vinninga, James Tarjan, Bandaríkjunum, er með 114 vinning og tvær bið- skákir, Vlastimil Hort, Tékkóslóvakíu, og John Fedorow- icz, Bandaríkjunum, eru með 1!4 vinning og biðskák, George Botterill, Englandi, og Evgeny Sveshnikov, Sovétríkjunum, eru með 1!4 vinning, Leonid Shamkovich, Bandaríkjunum, er með einn vinning og biðskák, Shimon Kagan, ísrael, er með !4 vinning og tvær biðskákir, og Bandarikjamaðurinn Jonathan Tisdall rekur lestina með !4 vinn- ing. kvað Árni það væntanlega verða gert árdegis i dag. Að sögn Arna kemur nú einnig til að A-pressen á Norðurlöndum hefur heitið Alþýðublaðinu láni eða styrk í formi pappirs, og kvað Árni Alþýðublaðið mundu leggja þennan styrk fram til að mæta fyrirsjáanlegu tapi af útgáfu blaðsins þannig að Reykjaprent bæri ekki halla af tapi Alþýðu- blaðsins. Arni sagði, að strax að loknum samningi þessum við Reykjaprent yrði hvert atriði hans birt i Alþýðublaðinu til að allir gætu kynnt sét hvað hann snerist um. Hörður Einarsson, formaður stjórnar Reykjaprents, staðfesti í samtali við Mbl. í gær að samning- ar milli framangreindra aðila væru á lokastigi. Hörður vildi ekki nefna tölur um það tap sem Reykjaprent hefði þurft að bera af útgáfu Alþýðublaðsins undan- farin tvö ár. Hann var einnig innt- ur eftir því á hvern hátt stuðning- ur A-pressen við Alþýðublaðið fléttaðist inn í samningagerð Reykjaprents ekkert hafa rætt málið á þeim grundvelli — það væri að öllu leyti mál Alþýðu- blaðsmanna. Þorlákshöfn, 2. jan. HÉR Voru jól og áramót róleg og fögur. A aðfangadag klukkan 6 var aftansöngur í barnaskólanum hér. Sóknarpresturinn sr. Tómas Guðmundsson predikaði þar fyrir fullu húsi. Söngfélag Þorláks- hafnar söng undir stjórn Ingi- mundar Guðjónssonar. Telpnakór söng nú einnig í fyrsta sinn undir stjórn Jónu Sigursteinsdóttur. Söngur harnanna setti hugljúfan blæ á þessa stund, sem ÖII var hrn hátíðlegasta og veður var og hið bezta. A jóladag klukkan 2 var hátiðarguðsþjónusta í Stranda- kirkju í Selvogi. Þar predikaði vígslubiskupinn Siguður Pálsson og sagðist vel að venju. Hann skírði tvö börn. Söngfélagið söng og var Ingimundur Guðjónsson organisti. og sendu þá skipverjar skeyti til útgerðar bátsins og gerðu grein fyrir hvernig komið var. Brá út- gerðin við og sendi togara sinn, Drangey, bátnum til aðstoðar. Veður var svo vont þegar togar- inn kom að bátnum að taug varð ekki komið á milli nema með því að skjóta línu. Heimferðin sóttist þó vel þrátt fyrir vont veður, og hingað komu skipin heilu og höldnu í gærkvöldi. — Jón. — Bandarísku ungmennin Framhald af bls. 2 (15) SH — John (jreiinas (15) 1—ö, Jón Þór Jóhannsson (13) TK — Michael Bienstock (12) 0—1, Valhjörn Höskuldsson (812) TK — Am.v Grelín&s (12) 0—1. Guðmundur Ed- líarsdson (12) TK — Adrian Jovonovic (9) 1—0, Sigrún Ingimarsdóttir (11) TK — Ann Gray (13)0—1, Guómundur Erlendsson (15) — Jeff Dollinj'er (12) 1—0, Jónas Flosi Finnbjörnsson (15) SM — Lawrence Geis- mar (11) 'A—‘A, Þröstur Einarsson (14) TK — Robert Nisonoff (13) 1—0, Óskar Haralds- son (13) SM — Douglas Gray (10) ‘A—'A, Guðmundur Björgvinsson (11) — James Harper (7) 1—0, Guðmundur Ævar Guð- dmundsson (11) — Nils Kessler (7) 1—0. Crslitin á mótinu á Hótel Loftleiðum urðu: Elvar Guðmundsson (14) —Burton Carpent- er (14) 0—1, Jóhannes Gísli Jónsson (14) — Stansilav Ro/.enfeld (12) 'A—'A, Arni Ar- mann Arnason (14) — Andrew Lerner (12) 1—0. Karl Þorsteinsson (13) — Michael Lef- er (13) 0—1, Arnór Björnsson (11) — Micha- el Sanchez (10) 'A—V4, Lárus Arsælsson (15) — Guy Bu/zoni (12) 1—0, Þröstur Þórsson (11) — Emmanuel Olimpo (11)1 —0, Bjarn- steinn Þórsson (14) — John Grelinas (15) A—'A, Jóhann Ragnarsson (12) — Michael Bienstock (12) 1—0, Gunnar Freyr Rúnars- son (12) — Amy Grelinas (12) 1—0. E.vjólf- ur Armannsson (12) — Adrian Jovonovic (9) 0—1. Birgir Guðmundsson (15) — Ann Gray (13) 1—0. Snorri Þór Sigurðsson (14) — Jeff Dollinger (12) 1—0, Páll Þórhallsson (13) —Lawrence Geismar (10) 1—0, Matthí- as Þorvaldsson (11) — Rohert Nisonoff (13) 1—0, Hrafn Loftsson (12) — Douglas Grey (10) 1—0. Björn Sveinn Björnsson (11) — James Harper (7) 1—0, Hugi Ólafvson (13) — Nils Kessler (7) 1—0. — Jón sjöundi Framhald af bls. 2 hann stöðu sína tapaða og bauð jafntefli, sem Svíinn þáði sam- stundis. I ljós kom, að Jón hafði þarna verið sleginn skákblindu, því í raun og veru hafði hann betri stöðu. Georgiev vann Good- man, Dolmatov og Foisor gerðu jafntefli og var Georgiev nú orð- inn jafn Dolmatov að vinningum. I dag tapaði Dolmatov svo fyrir Björn Tiller frá Noregi, Georigiev og Foisor sömdu jafntefli eftir stutta skák. Skák Goodmans og Mokry fór aftur í bið og Taulbout sigraði Schuman frá V- Þýzkalandi. Þeir Dolmatov og Jón L. Árna- son hafa til þessa teflt við sterk- ustu andstæöingana. Samanlagð- ur vinningsfjöldi andstæðinga Dolmatovs er 72!4 vinningur, og andstæðingar Jóns hafa hlotið samanlagt 71 vinning. Andstæð- ingar næsta manns hafa saman- legt hlotið 64!4 vinning. Klukkan 4 á nýársdag var svo hátíðarmessa í Hjallakirkju í Ölfusi. Sóknarpresturinn Tómas Guðmundsson predikaði og Söng- félag Þorlákshafnar söng, organ- isti Ingimundur Guðjónsson. Ný- ársdagur var sérstaklega bjartur, hreinn og fagur og snjór yfir öllu. Við þessi áramót hljótum við Þorlákshafnarbúar að vera þakk- látir bæði guði og góðum mönnum þegar við leiðum hugann að hver eyðilegging hefði getað átt sér stað hér aðfararnótt 12. desember s.l. í flóðunum, sem þá gengu yfir suðurströnd landsins og öllu hvað mestu tjóni allt í kringum okkar. En ekki er hægt í sömu andrá að nefna það sem hér skemmdist. Þetta hefði sannarlega orðið með öðrum hætti ef hafnarmannvirk- in hefðu ekki varið orðin svo rammger sem raun ber vitni. Það reyndi virkilega á styrkieika þeirra þessa voðanótt og þá sér- staklega styrkleika varnargarðs- ins. Því til sönnunar vil ég segja frá eftirfarandi. Hér út með sjón- um liggur steinn, sem Latur er nefndur. Hann er talinn vera 54 tonn að þyng. Hann færðist til um 25—30 metra í þessu flóði. Sigurður Þorleifsson, sem er fróð- ur maður hér um allt sem Þor- lákshöfn kemur við sagði mér að Latur hefði legið þarna allt frá 1881—’82. Hann sagði mér að steinninn væri nefndur í bók Sigurðar Þorsteinssonar frá Flóa- gafli „Þorlákshöfn á sjó og landi," en hanrr mun hafa róið héðan á þessum árum og Latur þá verið hafður fyrir kennileiti af miðun- um. — Ragnheiöur. — Viðskipti við Portúgal. . . Framhald af bls. 40 fyrir að erfitt væri að fá þær vörur, sem við þyrftum að fá Meðal þess sem rætt hefur verið um að flytja til íslands frá Portúgal er gasolía og óskaði viðskiptaráðuneytið eftir einum skipsfarmi i nóv s.l Þá gátu Portúgalir ekki afgreitt olíuna. þar sem oliuhreinsunarstöð. sem nú er í byggingu og ætlunin var að fá oliuna frá, verður ekki tilbúin fyrr en í sumar Sagði Þórhallur, að íslenzku oliufélögin hefðu tjáð sig fús til að flytja inn eitthvert magn af olíu frá Portúgal Þórhallur Ásgeirsson sagði ennfrem- ur að möguleikar væru á, að þegar málmblendiverksmiðjan á Grundar- tanga keypti kvartz frá Portúgal er hún hefði tekið til starfa, en hún þyrfti verulegt magn af þessu efni árlega Þá mætti einnig nefna að vininnflutningur frá Portúgal til íslands hefði af ein- hverjum ástæðum aukist hægar en menn hefðu vænst Morgunblaðið hefði samband við Jón Sigurðsson forstjóra Málmblendi- verksmiðjunnar i gærkvöldi og spurði hann hvort til greina kæmi að kaupa kvartz frá Portúgal fyrir verksmiðjuna Jón sagði, að einn af þeim stöðum sem þyrfti að skoða væri i Portúgal, og á næstunni yrði gerður samanburður á kvartzkaupum frá einum sex stöðum eins og t.d. í Portúgal, Spáni, Noregi og vestan hafs, en þessi mál væru enn komin mjög skammt á veg. Jón sagði, að með fullum afköstum væri gert ráð fyrir að málmblendiverk- smiðjan á Grundartanga notaði 100 þús tonn af kvartzi á 'ri, en verð á þessu efni væri mjög misjafnt, færi mikið eftir efnainnihaldi kvartzins, þá kæmi flutningskostnaður til með að ráða nokkru — Hjálmar og loðnuveiðar Framhald af hls. 40 næstu vetrarvertið yrðu því leifar af árganginum frá 1974 og síðan stór árgangur frá 1975 í vetur ætti þvi að vera óhætt að veiða loðnuna hömlu- laust „Hins vegar gegnir öðru máli næsta sumar, þá kemur árgangurinn frá 1976 inn í myndina, en hann er tiltölulega litiil og þvi þarf. að fylgjast vel með veiðum og tel ég að ekki eigi að veiða meira en 1 millj. lesta af loðnu á næsta ári Möguleiki ætti að vera á að veiða 650 þús yfir vetrartím- ann og 300 — 350 þús. tonn yfir sumarið." Siðan bætti Hjálmar því við, að ekki væri þorandi að veiða meira en 1 millj tonn af loðnu næstu 2 — 3 árin Þá vék Hjálmar nokkuð að kolmunn- anum og gat þess að hugsanlegt væri að hann hryngdi eitthvað vestur af íslandi, og síðan kæmi kolmunni al- mennt upp að Austfjörðum að sumar- lagi og væri hann tiltölulega auðveidd- ur nú er tæknivandamál hefðu verið leyst T.d hefði Börkur NK fengið 3300 tonn af kolmunna á 15—18 dögum i sumar. Eins mætti eflaust veiða kolmunna vestur af landinu i marz — apríl ef i Ijós kæmi að hann hrygndi þar Það væri ekki spurning um hve mikið væri óhætt að veiða af kolmunna á næstunni, heldur hve mik- ið væri hægt að fiska, þar sem um væri að ræða langstærsta fiskstofn í N- Atlantshafi. — Skák Framhald af bls. 20 einu peSi meira. Sé litið á liSsafla stendur hvltur til muna betur að vigi og verður að telja að hann hafi taflið i hendi sér og eigi að vinna. Hvitur verður að gæta sin á opinni kóngsstöðu sinni þar eð g-peðið er horfið. Til þess að gefa dæmi um væntanlegan biðleik Spasskys má nefna leik eins og t.d. 41. Hd8 sem hótar biskupnum á d6. — íþróttir Framhald af bls. 38 rólega í mark Forysta Jóns Diðriksson- ar jókst jafnt og þétt og í markið kom hann 43 sekúndum á undan næsta manni Á Nesvegi og Ægissíðu drógu Ágústarnir tveir jafnt og þétt á Sigurð P Sigmundsson sem um tíma var hátt i 100 metra á undan þeim Á Suður- götunni við Melavöllinn náðu þeir horv um og hófst þá rpikil barátta og tryggði Ágúst Ásgeirsson sér annað sætið upp Túngötuna Ágúst Þorsteinsson bland- aði sér ekki í baráttuna um annað sætið « Garðastræti og Túngötu, en hljóp eigi að siður ágætt hlaup Hafði hann skamman tíma til að laugast að hlaupi loknu þar sem við tóku sel- flutningar upp i Borgarfjörð svo hann næði gamlárssteikinni. Fyrstu fjórir menn í hlaupinu hlupu undir sigurtíma siðasta árs, sem var 31 41 mínúta Allir sem kepptu í fyrra bættu árangur sinn nú, enda færð betri, en einnig eru hlaupararnir upp til hópa í betri æfingu nú en fyrr Urslitin í hlaupinu urðu annars Min. 1. Jón Diðriksson, UMSB 31:13 2. Ágúst Ásgeirsson, ÍR 31:56 3. Sigurður P. Sigmundsson, FH 31:59 4. Ágúst Þorsteinss. UMSB 32:26 5. Hafsteinn Óskarsson, ÍR 33:06 6. Einar Guðmundsson, FH 33:32 7. Óskar Guðmundsson, FH 34:13 8. Jóhann Garðarsson, Á 36:14 9. Gunnar Kristjánsson, Á 37:00 10. Lilja Guðmundsdóttir, ÍR 37:12 11. Högni Óskarsson, KR 37:52 12. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 38:14 13. Guðmundur Ólafsson, ÍR 42:57 —ágás. — Sadat Framhald af bls. 1 þurfi að óttast árás að sögn blaðs- ins. A1 Ahram segir að Sadat muni leggja fast að Carter að gegna virkara hlutverki með það fyrir augum að ryðja úr vegi hindrun- um fyrir varanlegum friði í Mið- austurlöndum. í gagntillögum Egypta er einnig fjallað um sjálfs- ákvörðunarrétt Palestínumanna. — Ecevit Framhald af bls. 1 Fahri Koruturk forseti fól Ece- vit stjórnarmyndun í gær þar sem fimm mánaðahægristjórn Demir- els bieð ósigur í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á þingi. Gjaldeyrisvaraforði Tyrkja hef- ur minnkað í 500 milljónir dollara i stjórnartíð Demirels og erfið- leikum veldur að borga skamm- tímaskuldir að upphæð tveir milljarðar dollara sem eru að falla í gjalddaga. Greiðsluhallinn nemur fjórum milljörðum dala. Pólitískt ofbeldi fór i aukana á síðasta ári og 250 biðu bana. Bankarán eru framin að meðaltali þrisvar sinnum í viku. Næsta stjórn verður einnig að kljást við Kýpyrmálið sem einn samstarfs- flokkur Demirels neitaði að reyna að leysa og vopnabann Bandaríkj- anna hefur aukið efnahagsöng- bveitið. — Carter Framhald af bls. 1 setinn ætlaði að beita Desai hörðu. Báðir sögðu að viðræðurn- ar hefðu farið vinsamlega fram og orðið til þess að efla samskipti Indverja og Bandaríkjamanna sem hafa batnað síðan forsætis- ráðherrann og forsetinn komu til valda í fyrra. Desai sagði blaðamönnum: „Eg vil ekki misskilja Carter og þetta hefur ekki komið mér úr jafn- vægi. Ummæli hans voru hljóðrit- uð án þess að hann tæki eftir því og það er ekki sanngjarnt gagn- vart honum. Skömmu seinna ávarpaði Cart- er indverska þingið og lét i Ijós ánægju með eflingu samskipta Indverja og Bandaríkjamanna. Hann tilkynnti að Bandaríkja- menn mundu láta Indverjum í té aðra sendingu af úraníum þrátt fyrir ágreining um eftirlit til að koma í veg fyrir framleiðslu sprengiefnis úr kjarnorku- úrgangi. Hann sagði að Bandaríkjamenn mundu ennfremur selja Indverj- um þungavatn í staðinn fyrir birgðir sem þeir misstu vegna sprengingar í eirini þungavatns- verksmiðju þeirra i síðasta mán- uði. Forseti Indlands, Neelam Sanjiva Reddy, hvatti til þess í ræðu í kvöld í veizlu sem Carter forseti sat, að stórveldin hættu að tefla fram herliði á svæðum eins og Indlandshafi. Hann kvað Indverja fagna við- ræðum Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna um takmörkun kjarnorkuvigbúnaðar og tilraun- um til að draga úr spennu. Carter komst einnig í bobba í upphafi ferðarinnar fyrir fjórum dögum vegna ónákvæmrar þýð- ingar pólsks. túlks á ummælum hans við komuna til Varsjár. Samningar Reykja- prents og Alþýðu- blaðs eru á lokastigi Róleg og fögur jól og áramót á Þorlákshöfn Drangey dró Skafta að landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.