Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞKIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 Fyrsta viðtal Sophiu Loren við fjölmiðla í tvö ár Sophiu hlakkarenn Jafnmikið til að leika i nýrri kvikmynd Fyrir skömmu átti enski blaðamaðurinn Jean Rook viðtal við Sophiu Loren. Viðtal- ið var hið fyrsta sem Sophia hafði átt við fjölmiðla í tvö ár, en þann tíma höfðu ýmsar slúðursögur gengið um einkalif hennar. Staðhæft var að hjónaband hennar og Carlo Ponti væri að fara út um þúfur og hann hefði fengið augastað á laglegri Ijósku. Ennfremur flaug sú fiskisaga að Sophia þyrði ekki að snúa heim til Ítalíu frá París, þar sem hún nú býr, af ótta við að sonum hennar Carlo og Eduardo yrði rænt. Loks var fullyrt að Sophiu sjálfri hefði hrakað og vegur hennar innan kvikmyndaheimsins færi nú ört minnkandi, stjarna hennar væri að brenna út. Sophia les ekki lengur slúður- dálka blaðanna en sagði að það væri likt á komið nú og áður en hún eígnaðist syni sina. Þá voru blöðin uppfull af fréttum um að hún væri þunguð, nú héldu þau því sifellt fram að hún væri að skilja. Hún sagði að sambúð þeirra hjóna væri eins og bezt yrði á kosið, „Carlo býr ekki í Róm, eins og látið hefur verið í veðri vaka, heldur búum við saman í Paris." Fyrir fjórum árum lék Sophia í kvikmynd, sem kvikmynduð var í París. Meðan á kvik- myndatökunni stóð, gekk Carlo yngri í skóla í borginni og vegna þess að honum likaði skólinn mjög vel, sá Sophia enga ástæðu til að hann skipti um skóla. Hún dvaldi því með syni sinum um hríð í París og ákvað síðar að setjast þar að Barnsrán óttast Sophia ekki og hún fer hvert sem hana langar til n>eð sonum sínum, hvort heldur er í matvörubúð eða í almenningsgarð Hún hlær að þeirri fullyrðingu annarra kvik- myndastjarna að ekkert sé hægt að fara, án þess að her- skari blaðamanna fylgi á eftir og Ijósmyndi þær í bak og fyrir. „Það er aðeins afsökun," segir hún, „þegar ég fer eitthvað út, hringi ég ekki í blaðamenn og tilkynni þeim hvert ég sé að fara." Ekki svo að skilja að Sophiu sé ekki annt um aðdáendur sina Hún er ekki vön að neita þeim um eiginhandaáritun, heldur veitir hana með glöðu geði, og skiptir hana þá litlu máli hvar hún er stödd. Þrátt fyrir að Sophia sé nú komin á ~-ftmmtugsaldur, er engin ellimörk á henni að sjá. Hún er enn jafn undurfögur og hún var fyrir tæpum þrjátiu árum, er hún hóf leikferil sinn. Hún er enn grennri en hún litur út fyrir að vera í kvikmyndum og á höfði hennar er ekki eitt einasta grátt hár að finna Að vísu er Sophia vön að taka snemma á sig náðir en hún borðar allt sem hana langar í og reykir eins og strompur. Hún er viljasterk og telur það hafa valdið því að hún varð jafn eftirsótt efni i slúðurdálkum blaða og raun ber vitni. Hún dáir Katharine Hepburn, og reynir eftir megni að tileinka sér skapgerð hennar Sjálfa sig telur Sophia vera tviskiptan persónuleika, annars vegar leikkonuna Sophiu Loren og hins vegar rómantiska og draumórafulla ítalska konu. M argir hafa velt því fyrir sér hvernig á því standi að Sophia hafi aldrei fallið fyrir einhverj- um hinna hávöxnu og glæsi- legu manna sem hún hefur leikið á móti í kvikmyndum. En til að karlmenn komist í náðina hjá Sophiu verða þeir að hafa meira til að bera en glæsileika, þeir verða einnig að vera gáf- aðir. Útlitið skiptir Sophiu engu máli, og því hefur svo farið að jafnskjótt og glæsimennin hafa komist að raun um það, hafa þeir séð sitt óvænna og hætt að dufla við hana Maður hennar Carlo Ponti er líka ekki glæsilegur á velli. Hann er talsvert lægri en hún, hálfsköllóttur og 65 ára gamall. En hún hefur haldið tryggð við hann og engan látið komast upp á milli þeirra. Sophia Loren — enn jatn togur og pegar hún hóf leikferil sinn fyrir tæpum þrjátíu árum. „Ég er ord/aus því allar slúðursögurnar um mig eru uppspuni frá rótum -afcfc THE OBSERVER^ THE OBSERVER THE OBSERVER *Skh THE OBSERVERrfifck THE OBSERVER THE OBSERVEl Þegar Brezhnev fer frá verður hann ekki smánaður VEIKINDI Leonids Brezhnevs í fyrri viku hefðu varla getað komið upp á óheppilegri tíma fyrir hann. Snemma á ár- inu var metorðagirnd hans fullnægt þegar hann var kjörinn formað- ur æðsta ráðs Sovétríkj- anna, — þ.e. forseti landsins, en veikindin komu i veg fyrir að hann gæti notið þeirrar ánægju að sitja í forsæti i þessu nýja hlutverki á ár- legum fundi æðsta ráðs- ins í Moskvu. Sovézki leiötoginn, sem varð 71 árs 19. desembsr s.l. hefur átt við veikindi að stríða síðan 1974, þó að enginn utan múra Kermlar geti ákveðið sagt hvað að honum gengur. Það er þó vitað með vissu að heyrn hans er ekki góð, því að á opinberum sovéskum myndum hefur hann sést með heyrnar tæki. Því er einnig haldið fram að kjálkinn hrjái hann, en hvort það eru tennurnar eða eitthvað alvarlegra veit enginn með vissu. Það er álitið (sérstaklega af útliti hans að dæma) að hann sé veikur fyrir hjarta. Sovéskir embættismenn verða kaldranalegir þegar þeir eru spurðir um heilsu leiðtog- ans. Þeir vilja láta líta svo út að stjórnmál í þeirra landi séu ekki bundin við persónuleika stjórnmálamannanna. Sannleikurinn er sá að allir nema æðstu ráðamenn Sovét- ríkjanna eru næstum eins fávís- ir og við um þetta mál. Það sem skiptir einnig máli og er til réttlætingar á forvitni Vestur- landabúa, er mikilvægi Sovét- ríkjanna í heiminum sem risa- veldis. Hver þar er við völd skiptir miklu máli fyrir okkur. Það sem veldur áhyggjum fólks á Vesturlöndum, sem fylg- ist með eða starfar að málefn- um viðkomandi Sovétríkjun- um, er að Brezhnev virðist að- eins af og til geta sinn sfnum störfum. Heilsa hans virðist vera nokkru betri þetta árið, heldur en árin 1975 og 1976, en atburður eins og heimsókn hans til Frakklands snemma á þessu ári sýndi hvernig hans gamli stíll hefur breyst. Brezhnev átti ekki líflegar viðræður við Giscard d’Estaing Frakklandsforseta. Hann las aðéins upp undirbúna texta. Það sem var ætlað að vera sam- tal endaði með að vera tvö ein- töl. Síðustu raunverulegar við- ræður sem Brezhnev átti við vestrænan leiðtoga, var þegar hann átti fund með Ford for- seta í Vladivostok á árinu 1974. En sérfræðingar í London efast nú um að slíkur fundur eigi eftir að eiga sér stað aftur. Þeir álíta að ef til fundar með Carter forseta komi, þá muni rússarnir bíða þar til ölium samningavið- ræðum er lokið og síðah muni Brezhnev aðeins birtast við undirskriftarathöfnina. Ef veikindi Brezhnevs hafa ekki skapaá nein vandamál í sovézkum stjórnmálum eins og virðist á yfirborðinu, þá er or- sökin sjálfsagt trygg og stöðug staða hans sem leiðtoga. öllum aðalkeppinautum hans (að minnsta kosti þeim sem Vestur- landabúar þekkja til) hefur verið komið út úr Politburoinu, þó að baráttan gegn sumum þeirra hafi tekið mörg ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.