Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3, JANUAR 1978 Carter ætti að bæta sig YVashington. 1. jan. Reuter. CARTER stóð sig sæmilega á fyrsta ári sínu í embætti Banda- ríkjaforseta, en hann ætti að gera betur 1978, ef marka má skoðana- könnun er bandarískt fréttablað gerði meðal bandarískra prófess- ora í stjórnvísindum. Að sögn blaðsins voru 64 prófessorar spurðir í háskólum vítt og breitt um Bandaríkin. Fram kom að 42 af hundraði töldu frammistöðu Carters „sæmilega", 14 töldu hana „góða“ en fjórir „Iaka“. 34 prófessorar sögðu að Carter ætti að gera bragarbót á nýbyrjuðu ári, 27 bjuggust ekki við að hann mundi bæta sig, en aðeins einn hélt því fram að síga myndi á ógæfuhliðina fyrir Carter. Að dómi prófessoranna eru vandamál Carters flest sprott- in af reynsluleysi hans bæði í starfinu og samneyti hans og þingsins. Nokkrir töldu að hann væri að reyna að afreka of margt í einu. Mesta veikleika Carters álitu þeir efnahagsmál og orku- mál, en þeir hrósuðu honum fyrir frumkvæði hans í mannréttinda- málum. Baskar fá heima- stjóm til bráðabirgða Bilbao, Spáni, 2. janúar. Reutor. ÞJÓÐERNISFLOKKUR Baska (PNV) hætti f dag formlega við baráttuaðgerðir fyrir sjálfstjórn Baskahéraðanna sem fyrirhugað- ar voru á miðvikudag og útlægur leiðtogi þeirra skoraði á íhúana að ekki yrði meira um blóðsút- hellingar á þessum slóðum. Hætt var við aðgerðirnar eftir að spænska ríkisstjórnin samþykkti um helgina að koma á bráða- birgða-heimastjórn í Baskahéruð- unum. Sósíalistar sem ásamt PNV hlutu mest fylgi í þingkosningun- um í júní s.l. í baskahéruðunum hættu einnig við fyrirhugaðar að- gerðir af sömu ástæðum. Þetta gerðist 3. janúar. 1977 6 Stærsta lánið í 30 ára sögu alþjóðagjaldeyrissjóðsins, næstum fjórir milljarðar doll- ara, er veitt Bretum til að styrkja gjaldeyrisstöðu lands- ins. 1976 — A.m.k. 30 manns létu lifið i óveðri sem gekk yfir V- Evrópu. 1973 — Bandarískar herþotur eyðileggja einn stærsta flug- völlinn í N-Vietnam, 16 km norður af Hanoi. 1970 — Brazilísk flugvél, sem brazilískir byltingarsinnar rændu, lenti á Kúbu, eftir við- komu í Perú og Panama. 1967 — Jack Ruby, morðingi Lee Harvey Oswalds, lézt úr krabbameini í fangelsisspítala í Dallas. 1965 — 55 manns létu lífið og 63 slösuðust alvarlega þegar þakið á nýbyggðri rómverks- kaþólskri kirkju í Rijo, Mexikó, hrundi. 1961 — Bandaríkjastjórn slítur öll samskipti við Kúbu. 1956 — Rússar auka tæknilega aðstoð við Kínverja til muna. 1941 — Hersveitir ítala gefast upp við Bardía í Lýbíu. 1935 — 90% íbúa Saarhérað- anna. greiddu atkvæði með að héraðið yrði aftur sameinað Þýzkalandi. 1926 — Theodore Pangalos varð einræðisherra í Grikk- landi. 1921 — Fyrsti fundur ind- verska þingsins settur. 1915 — Uppreisn gerð í Al- baníu. 1815 — Bretland, Austurríki og Frakkland mynduðu varnar- bandalag gegn Prússlandi og Rússlandi. 1795 — Rússar og Austurríkis- menn gerðu leynisamning um þriðju skiptingu Póllands. 1661 — Samuel Pepys, enskur rithöfundur, gat þess í dagbók sinni að þennan dag hefði hann í fyrsta skipti séð konu á leik- sviði. Afmæli: Giovani Battista Pergolesi, ítalskur tónlistar- maður, (1710 — 1736) Clement Attlee, brezkur stjórnspeking- ur (1883 — 1967), Ray Milland, bandariskur leikari, fæddur í Wales (1907 — . . . ), David W. Griffith, bandarískur kvik- myndaframleiðandi (1875 — 1948). Setning dagsins: „Formælingar eru eins og skrúðgöngur. Þær snúa aftur til þess staðar sem þær komu frá í upphafi.“ Giovanni Ruffini, ítalskur rit- höfundur (1807 — 1881). Talsmaður PNV sagði ákvörðun stjórnarinnar mikilvægt spor í rétta átt en baráttan fyrir fullri heimastjórn væri enn ekki unnin. Leiðtogi Baska sem er í útlegð, Jesus Maria de Leizaola, sár- bændi menn um að hætta blóðsút- hellingum í Baskahéruðunum. Hann lét ennfremur í ljós ótta sinn um að ETA, Baskasamtökin sem berjast fyrir að koma marxisku-lýðveldi á í Baskahéruð- unum á Spáni myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að eyðileggja þennan nýfengna samning um heimastjórn, en ETA Framhald á bls. 24. Páll páfi VI blessar mannfjöldann fyrir framan Péturskirkjuna í Róm á jóladag, umkringdur kardínálum og æöstu embættismönnum kaþólsku kirkjunnar. Átök Kambódíumanna og Víetnam magnast Hong Kong, 1. jan. Reuter. LANDAMÆRASKÆRUR Víetnama og Kambódíu- manna munu hafa náð há- marki á nýársdag en þá kom til grimmdarlegustu átakanna milli kommún- istalandanna tveggja síðan Víetnamstríðinu iauk og hafa Víetnamar sakað Kambódíumenn um að hafa hafið árásina og tekið eignarnámi hluta lands þeirra. Á gamlársdag var það tilkynnt í Pnomh Penh útvarpinu að Kambódía hefði um stundarsakir slit- ið stjórnarsambandi við Hanoi og eru nú heldur engar ioftsamgöngur milli landanna. Brugðust stjórn- vöid í Hanoi við aðgerðum þessum með því að hvetja til þess að setzt yrði að samningaborði tii að leysa deiluna sem fyrst. Hafa Kambódíumenn dauf- heyrst við því til þessa. A nýársdag virtist hins vegar sem yfirvöld í Víetnam helltu olíu í eldinn er hið opinbera víet- namska fréttablað, Nhan, sagði frá því að Kambódíuher hefði gert ítrekaðar árásir til að sölsa undir sig Jandsvæði Víetnama. Sagði m.a. að Kambódiuher hefði „valdið okkar fólki ótölulegu mann- og eignartjóni“. Þá sagði: „Við vorum harmi og óhug slegin við að lita eyðilögð þorp, víet- nömsk gamaimenni og börn sem Kambódíumenn höfðu kviðrist og brennt." Þó kom fram að það væri von og trú Víetnama að réttlætið færi að endingu með sigur af hólmi og vinsemd þjóðanna tveggja dafnaði að nýju. Vitni að átökunum hafa látið í veðri vaka að í bakgrunni landa- mæraskæranna megi greina stór- veldin tvö, Kina ög Sovétríkin, og sé þvi ekki hægt að lita á þær sem skæklatog smáríkja eitt saman. Kínverjar sem hafa gerst mjög vinveittir Kambódíumönnum á síðustu mánuöum hafa harmað átökin en hins vegar hefur litið heyrst frá Sovétmönnum, er hafa náin samskipti við Víetnam. Skilningsleysi milli Dana og íransstjómar Kaupmannahöfn, 30. desember. Reuter. SENDIHERRA trans Mehrangiz Dooatshahi sagði 1 sjónvarpsvið- tali í kvöld að hægt hefði verið að komast hjá aðgerðum trans- stjórnar gegn Ilönum ef dönsk Orsök flugslyssins á Indlandi grunsamleg Romhav, 2. janúar. Reuter. INDVERSKUR embættis- maður sagði í dag að orsök flugslyssins í gær þegar risaþota indverska flugfé- lagsins sprakk á flugi með 213 manns innanborðs væri mjög „grunsamleg“ en kvað ókunnugt um hvort orsökin væri skemmdarverk. Flugvélin steyptist í sjóinn og 17 lík hafa fundizt ásamt braki úr vélinni en aðalhluti hennar er ófundinn. Flugvélin var á leið til Dubai og fór frá flugvellinum í Santa Cruz í gærkvöldi eftir 12 tíma töf vegna vélarbilunar. Nokkrum mínútum' síðar hvarf vélin af ratsjárskermum og sjón- arvottar sögðu að þeir hefðu heyrt sprengingu og séð vélina steypast logandi í sjóinn. Þetta er þriðja mesta flugslys í sögunni og mesta flugslys sem hefur orðið á Indlandi. Meðal farþeganna voru 370 kon- ur og 16 börn. Með vélinni voru 179 Indverjar, tveir Bandaríkja- menn, níu Arabar og 23 manna áhöfn. Flestir Indverjanna voru á leið til Dubai þar sem þeir ætluðu að stunda störf. I október fórst indversk flugvél á Santa Cruz-flugvelli og 95 biðu bana. l'janúar 1975 kviknaði í franskri risaþotu í flugtaki á vell- inum. 300 manns sem í vélinni voru sluppu ómeiddir en vélin eyðilagðist. % 1 / VEÐUR víöaumheim New York. AP Amsterdam. 4 skýjaS Aþena 1 heiðskirt BerlSn 4 skýjað Brussel 4 skýjaS Kairó S rigning Chicago -6 skýjað Kaupmannah. 3 skýjað Frankfurt 3 rigning Genf 3 heiðskirt Helsinki -5 skýjað Lissabon 7 rigning London 7 skýjað Los Angeles 8 skýjað Montreal -17 skýjað Moskva -S skýjað New York -3 heiðskirt Ósló -1 heiðskirt Paris 3 skýjað Róm -3 heiðskirt San Fransisco 10 rigning Stokkhólmur -9 skýjað Tel Aviv 9 rigníng Vin 1 skýjað yfirvöld hefðu ekki rekjð írönsku andófsmennina úr landi eins skjótt og raun varð á fyrr í þess- um mánuði. Sendiherrann sagði að augljóst væri að skilningsleysi rfkti á milli ríkisstjörna landanna yfir þessu atviki við sendiráð trans í Kaupmannahöfn er 16 íranskir stúdentar réðust þangað inn. Þeir voru dæmdir í þriggja vikna fang- elsi en innan tveggja daga voru þeir látnir lausir og sendir úr landi. Íranska ríkisstjórnin mótmælti því við dönsku stjórnina hversu vægilega var tekið á stúdentunum og lýsti yfir banni á kaupum á dönskum vörum til Irans. Sendiherrann sagði að stúdentarnir hefðu verið sendir úr landi án þess að þeim væri refsað, sem væri hrein móðgun við íran. transstjórn vildi að þeim yrði refsað samkvæmt dönskum lögum fyrir líkt athæfi. Aðgerðir trana gegn Dönum kosta þá á ári um 700 milljónir danskra króna sem eru tekjur þeirra af útflutningi til Irans. Ir- an hafði svipaðar aðgerðir í frammi gegn Itölum, en íranskir stúdentar réðust einnig inn f sendiráð lands sfns í Róm. Árásirnar voru gerðar í mótmæla- skyni við meðhöndlun á pólitísk- um föngum í Iran. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.