Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 23 — Ræða borgarstjóra Framhald af bls. 27 Aætlunin ber öll einkenni þeirrar þró- unar í þjóðfélaginu, að mikil verðbólga hefur verið nú seinni hluta árs og útlit fyrir mikla verðbólgu á næsta ári. A tímabilinu frá desember 1976 til þessa dags er talið, að kauptaxtar verkafólks hafi hækkað um rúmlega 60%, kauptaxt- ar iðnaðarmanna um tæp 60% og kaup- taxtar opinberra starfsmanna um yfir 70%. Þá hefur framfærsluvísitala áj sama tíma hækkað um 30.2%, vísitala j vöru og þjónustu um 30%, aðkeypt út-1 seld vinna um 46.7% og ýmsir aðrir liðir um eða yfir 30% og allt upp í 43%. | Gefur auga leið, að þegar svo miklar ! hækkanir eiga sér stað valda þær mikl- um erfiðleikum fyrir allan rekstur, og eru sveitarfélögin þar ekki undanskilin. Það veldur sérstökum erfiðleikum hjá Reykjavíkurborg or öðrum sveitarfélög- um, að mjög mikill hluti tekna þessara aðila miðast við efnahagsástand ársins á undan. Þannig munu þær tekjur, sem við fáum við útsvörum og aðstöðugjöld- um, en þessir tekjustofnar mynda um 65% af tekjum borgarsjóðs, miðast við efnahagsástandið, erns og það var á ár- inu 1977, þó að þeirra verði aflað af hálfu Reykjavikurborgar og þeim eytt á árinu 1978 við mjög hækkandi verðlag. Ljóst er og að hinn mikli útgjaldaauki, sem orðið hefur frá því gengið var frá fjárhagsáætlun i janúar 1977 og þar til nú, hefur orðið mun meiri heldur en sú tekjuhækkun, sem orðið hefur á sama tíma. Þessar staðreyndir koma mjög niður á framkvæmdagetu Reykjavíkurborgar. Eg fer því ekki dult með þá staðreynd, að i þessari fjárhagsáætlun hefur veru- lega verið skorið niður af ýmsum framkvæmdum, sem við gjarnan vildum hafa lagt í. Ég viðurkenni fúslega, að ég hefi mjög gjarnan viljað geta varið meiru fé til skólabygginga, til bygginga barnaheimila, til umhverfis og útivistar og til gatnagerðar, svo að eitthvað sé néfnt. Reykjavikurborg verður hins veg- ar að sníða sér stakk eftir vexti, og því hefur margvíslegum framkvæmdum á þessum sviðum verið frestað og verður ekki unnt að leggja i þær árið 1978. Það má þvi með sanni segja, að við, sem höfum unnið að undirbúningi þessarar fjárhagsáætlunar, höfum þurft að vera með hnífinn á lofti til að skera ýmsar framkvæmdir niður, sem við óneitanlega sjáum eftir út úr framkvæmdaáætlun- inni. Að vísu má segja, að sú stefna, sem í þessu felst, sé í samræmi við kröfur og óskir ýmissa aðila um samdrátt í opin- berum framkvæmdum sem lið í þvi að sporna gegn þeirri miklu verðbólgu, sem í þjóðfélaginu er. Aðhaldsstefnan á sér nú marga formælendur og það má með sanni segja, að það sé'sú stefna, sem einkennir þessa fjárhagsáætlun. Að öðru leyti vil ég vekja athygli á nokkrum atriðum í fjárhagsáætluninni með því að draga saman örfáa þætti úr ræðu minni. 0 1. Samkv. því frv. að fjárhagsáætl- un, sem hér liggur fyrir, munu heildar- tekjur borgarsjóðs milli áætlana hækka um 38.2%. Er þá miðað vió endurskoð- aða fjárhagsáætlun frá því í ágúst s.l. Ef miðað er við áætlun, eins og frá henni var gengið í ársbyrjun 1977, er hækkun tekna 40.7%. Reiknað er með að inn- heimta útsvör með 10% álagi, og verða því álagningarreglur þær sömu og á þessu ári. Þá er reynt að stilla álagningu fasteignagjalda i hóf, eins og mögulegt er, og ekki reiknað með að nota lögheim- ilað álag að fullu, þ.e.a.s. gert er ráð fyrir sömu álagningarreglum og á þessu ári. Athygli vekur, að hlutur fasteignagjalda í heildartekjum borgarsjóðs minnkar frá ári til árs; minnkar nú úr 12.9%—12.6%. 0 2. Rekstrarhlið fjárhagsáætlunar hækkar um 37.8%, ef miðað er við fjár- hagsáætlun eins og frá henni var gengið í ágúst, en ef miðað er við áætlunina frá því í janúar s.l. er hækkun rekstrarút- gjalda 42.9%. Ef nýbygging gatna og holræsa er ekki talin með rekstrarút- gjöldum nemur hækkunin milli ára 37.6% miðað við ágúst s.l., en 46.6% miðað við janúar s.I. Af þessu má sjá, að útgjöld vaxa meira en tekjur á milli ára. Ef hins vegar er miðað við þær tölur um verðlagsþróun, sem ég hef áður getið í ræðu minni, er ljóst, að hækkanir á rekstrarútgjöldum eru fremur.undir en yfir meðalhækkunum, sem orðið hafa á kaupgjaldi og verðlagi frá gerð fjárhags- áætlunar í ársbyrjun þessa árs. 0 3. A hverju ári eru teknar i notkun margvíslegar nýjar þjónustustofnanir í hinum ýmsu borgarhverfum, ekki sízt í nýjum hverfum. Slik þjónustuaukning kallar á aukið starfslið hjá borginni og því væri það eðlilegt, að rekstrarkostnað- ur hækkaði meira en nemur meðaltals- hækkunum. Athygli vekur, að nú er ekki gert ráð fyrir fjölgun gjaldenda á milli ára, enda þróunin í íbúafjölda borgar- innar þannig, að ekki þykir ráðlegt að gera það nú. Þetta veldur því, að síaukin þjónusta borgarinnar er borin uppi með auknum þunga af sama fjölda gjaldenda. Þetta tel ég rétt, að borgarbúar hafi í huga, þegar þeir koma fram með óskir eða jafnvel kröfur um stöðugt aukna þjónustu á margvíslegum sviðum. Slík þjónusta kostar fé, og það fé verður ekki tekið frá öðrum en borgarbúum sjálfum. 0 4. Framlög borgarsjóðs til bygginga- framkvæmda á eignabreytingalið áætl- unarinnar hækkar úr 1 milljarði 537.3 milljónir í 2 milljarða 12.400 milljónir, eða um 30.9%. Framlag til nýbygginga gatna og holræsa hækkar úr 812.3 milljónum í 1138 milljónir, eða um 40.1%. Samanlagðar framkvæmdir munu taka til sín 29.6% af heildarút- gjöldum borgarsjóðs. Þetta hlutfall er 30.5% í endurskoóaðri áætlun frá því í ágúst, en var 32.6% f upphaflegri áætl- un. Hin miklu verðbólguáhrif útgjald- anna hafa leitt til þess, að framlög til framkvæmda halda nú ekki hlut sínum í útgjöldum borgarsjóðs. 0 5. I framkvæmdum hefur verið dregið úr gatnagerð á undanförnum ár- um, en á þeim lið lögð áherzla á nýbygg- ingarsvæði, bæði fyrir íbúðarhús og iðn- aðar- og verzlunarbyggð. Verður svo reynt að gera nú. Þá vekur athygli, að nú er áætlað til fyrsta áfanga við að sam- eina holræsaútrásir, sem eru liðir i áætl- un að hreinsa sjóinn hér umhverfis borg- arlandið. 0 6. Aukin áherzla er enn lögð á fram- kvæmdir á sviði stofnana í þágu aldr- aðra, heilbirgðisstofnanir, barnaheimili og framkvæmdir vegna umhverfis og útivistar. 0 7. Skólabyggingar hvíla enn mjög þungt á borgarsjóði, þrátt fyrir fækk- andi nemendur hér í Reykjavík á grunn- skólaaldri. Virðist enn ekkert lát á þörf fyrir nýtt skólahúsnæði, ekki sízt í hin- um nýju hverfum borgarinnar. Herra forseti. Ég hef í stórum dráttum gert grein fyrir þeirri fjárhagsáætlun, sem hér liggur fyrir til fyrri umræðu. Ég legg til, að frv. að fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar 1978 verði að lokinni þessari um- ræðu vísað til annarra umræðu i borgar- stjórn. Önnur umræða mun fara fram 19. janúar n.k. og munu þá endanlega liggja fyrir upplýsingar um framlög ríkisins til ýmissa sameiginlegra framkvæmda ríkis og borgar. Ðá mun borgarráð á milli umræðna þurfa að taka ýmis atriði til endurskoðunar, einkum styrkjaliði frumvarpsins, svo og ýmis atriði, sem voru látin bíðatil endanlegrar ákvörðun- ar milli umræðna. — Innhverf íhugun Framhald af bls. 28. un í eðlilegu taugakerfi, tauga- kerfi án streitu. Rétt er að taka fram að öll áhrif tækninnar innhverfrar íhugunar í athöfnum koma sjálfkrafa við það að taugakerfið fer að starfa eðlilegar. Ekkert gagn er í hug- mynd um eða vilja til að viðhalda hugsun um tæra vitund, um heim- kynni náttúrulögmála eða um nokkuð slíkt. Ahrifin eru grund- völluð á bættu ástandi tauga- kerfisins en ekki á hugmyndum. Þess vegna er aðferðin óháð heim- speki, trúarbrögðum eða skoðun- um. Fyrir u.þ.b. 20 árum birtist fyrsta blaðagreinin um tæknina innhverfa íhugun. Þar var sagt að tæknin kæmi að góðum notum sem meðal við svefnleysi. I dag er hins vegar fjallað um tæknina sem grundvöll að lausn allra vandamála. Maharishi hefur lýst því yfir ,,að nú á þessari öld vís- indanna hefur enginn rétt tii að þjást Iengur“. 1 síðari grein minni um kerfið innhverf ihugun er ætlun mín að fjalla um áhrif þess á þjóðfélagið, varðveislu og eflingu menningar- sérkenna og heimsfrið. Ég hef oft vitnað í rannsóknir í þessari grein en sjaldnast getið heimilda. Urvali skýrslna (sam- tals yfir 100) hefur verið safnað saman úr ýmsum vísindaritum og gefið út á vegurti M.E.R.U. Wegg- is, Sviss. Heftin nefnast „Scientific Researeh on the Transcendental Meditation Program, collected papers vol. 1&2, ed. D. Johnsson, Ph. D. og J. Farrow, Ph. D. Frekari upplýsing- ar er og að fá hjá islenska íhug- unarfélaginu, en á þess vegum eru reglulega haldnir almennir kynningarfyrirlestrar um tækn- ina innhverfa ihugun. Sá næsti verður haldinn i Norræna húsinu miðvikudaginn 4. jan. kl. 20.30. Jón Halldór Hannesson, kennari f innhverfri fhugun. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU — Minning Júlíus Framhald af bls. 30 hyggju þeirra hjóna, en konu sína missti hann fyrir 10 árum. Menn með gáfur og starfshæfni eins og Július komast sjaldan hjá því að á þá hlaðist mikil og margvisleg störf. Hann var i hreppsnefnd og oddviti hennar um áratugi. Sýslu- nefndarmaður einnig mjög lengi. Fulltrúi á Búnaðarþingi. 1 stjórn Sparisjóðs Geiradalshrepps í fjölda ára, í stjórn Búnaðarfélags hreppsins, — gjaldkeri um ára- tugi. Endurskoðandi Kaupfélags Króksfjarðar og siðan i stjórn þess og formaður hennar síðari árin. Hann var í sóknarnefnd um áratugi og alllengi formaður hennar. Umboðsmaður Bruna- bötafélags Islands um áratugi. Einnig var hann i skattanefnd. Þessi upptalning, þótt ekki sé talin í árum, sýnir ljóst, að hann naut trausts sveitunga sinna. Þó fór því fjarri, að Júlíus óskaði eftir þvi að vera í sviðsljósi, en hann skoraðist þó ekki undan óskum manna, sem sóttu á með að hann tæki að sér þessi margvfs- legu störf, þótt mikið væri áhlaðið, auk búskaparins, sem hann rækti á hinn ákjósanlegasta hátt. Hann var mikill starfsmaður og öll verk vann hann af trúmennsku. Það mikilverðasta við Július Björnsson var þó, að hann var sannur og heill. Ekki kom það aðeins fram í verkum hans, heldur framkomu í daglegu lífi og það tel ég hið mikilverð- asta. Ég kveð frænda minn með aðdáun og þökk og ástvinum hans bið ég blessunar. Hann fékk að kveðja þetta líf og líða inn á æðsta lífssvið, þegar tíminn, sem við nefnum ár, var að renna út. Karl Helgason. Jarðarför Júlíusar fer fram i dag, að Garpsdal. Weist þú? Að í Heilsuræktirmi HEBU átt þú kost á leikfimi, sauna, Ijósum og nuddi, allt saman eða sér. & Leikfimi 2 og 4 sinnum í viku. Byrjendatímar og framhaldstímar. fr Sérstakir megrunarkúrar 4 sinnum í viku meö verölaunum fyrir bestan árangur. & Fritt kaffi í fallegri setustofu. ATHUGtÐ, aö þátttakendur í þessu námskeiöi ganga fyrir í komandi námskeiö á vetrinum. Innritun í símum 43724 og 86178 OGNU til þæginda fyrir viðskiptavinina Innan veggja HEBU hárgreiðslustofan HRUND og snyrtistofan ERLA, símapantanir 44088 Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 53 - Sími 42360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.