Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1978 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI þvi svo þægilegur hefur Agnar Guönason verið í garö bændastétt- arinnar. Siðan segir bóndakonan að hún þurfi líka að kaupa sinar landbúnaðarvörur. Er bóndakon- an e.t.v. að bera þetta á borð fyrir okkur húsmæður í þéttbýli að hún fari út í fjós til að mjólka og fari síðan í kaupstað til að kaupa nokkrar mjólkurfernur. Ég skil nú ekki af hverju Elín minntist á þetta i grein sinni. Engin efast um að hún kaupi ekki lika sínar landbúnaðarafurðir en hitt er svo annað mál hvort hún kaupir þær á sama verði og húsmæður í Reykjavík. Að lokum vil ég vekja athygli bóndakonunnar á því að þegar við reykviskar húsmæður erum að skrifa til Velvakanda um seinustu hækkanir á landbúnaðarvörum er ekki þar með sagt að ekkert ann- að sé dýrt. En svoörar hafa hækk- anir á landbúnaðarvörum verið seinustu árin að okkur er farið að ofbjóða og viljum vió með skrif- um okkar sýna fram á að við tökum ekki þegjandi á móti þess- ari seinustu hækkun. H.J.“ 0 Tveir vegir? „Ég vil vekja athygli á pré- dikun sem séra Halldór Gröndal flutti á annan dag jóla þar sem boðskapur kristindóms kom skýrt fram og hreint og ég þakka hon- um mikillega fyrir það og vona að fleiri feti í fótspor hans. En aftur á móti eru fyrirlestrar séra Gunnars Arnasonar, fyrrver- andi Kópavogsklerks, fyrir neðan allar hellur. Veit hann ekki að vegirnir eru tveir? Samkvæmt ritningunni, Jóhannes 3,16 og Lúkas 16,19—21. Eru þessi orð ekki sönn? Eða trúir hann ekki orðum ritningarinnar? Þá er hann tók vigslu sór hann frammi fyrir Guði og mönnum að flytja orðið hreint og ómengað. Hann skal minnast opinberunar Jó- hannesar 22, 18—20. Vinsamleg- ast skora ég á prestinn að gefa svör. Gleðilegt ár. Sigurður Jónsson, Skaftahlið 6, R.“ Þessir hringdu . . . 0 Erfitt ástand Sveitamaður: — Nú rétt fyrir áramötin heyrðum við þær fréttir að stór- tjón hefði orðið á Þórshöfn eftir bruna þar og menn jafnvel að missa atvinnu sína um tima þar vegna þess að verkstæði nokkurt verður óstarfhæft um tima. Önn- ur frétt var einnig kunngjörð um likt leyti, en það er að lóranstöðin við Vík í Mýrdal verður lögð nið- ur og þar eru einnig nokkrir sem verða af sinni vinnu. Það sem kemur mér til að minnast á þetta hér er að benda á hve það er aivarlegt með þessa litlu staði víða úti á landi, að litið má þar út af bera til að atvinnulif og hagir fjölda manna raskist verulega. Einnig er skemmst að minnast atburðanna við Eyrarbakka og Stokkseyri þegar sjór gekk á land og skemmdi báta og mannvirki. Nú er ég ekki endilega að segja með þessum linum að stofna þurfi einhvern bjargráðasjóð þorpa úti á landi, en hitt verður að benda á að sveitar- og bæjarstjórnir verða sifellt að vera vakandi fyrir því hvað hægt sé að gera til að efla atvinnulif i sinum héruðunt. og þá má ástandið ekki vera svo hengt upp á þráð, ef ég má svo að orði komast, að ekkert megi út af bera til að lif manna fari ekki i rúst. Nú verður að sjálfsögðu ekki séð við náttúruhamförum, eða tjóni af veðrum, en með þvi að reyna að koma upp sem fjölbreyttustum iðnaði t.d. er margt hægt að gera. Ég minnist t.d. frásagna blaða sl. sumar frá iðnkynningum hér og þar að oft voru bara allstór iðnfyr- irtæki i smæstu þorpum, t.d. á Hofsósi, en þar er vélsmiðja er heitir Stuðlaberg ef ég man rétt og veitir 10—12 manns atvinnu. Eflaust gæti svona fyrirtæki þrif- ist annars staðar og slik fyrirtæki geta t.d. tekið við fleira fólki til vinnu ef eitthvað bregður út af annars staðar og geta þá sveitar- stjórnir létt undir með slíkum fyr- irtækjum að taka á móti auknu starfsliði, með því að veita fyrir- tækinu einhverja fyrirgreiðslu. Á þetta vildi ég aðeins benda mönn- um til umhugsunar ef vera kynni að einhverjir fari að hugsa þessi mál lengra en svo að verið sé að tjalda til einnar nætur. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A skákmóti í Sovétríkjunum i fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Korsunskys, sem hafði hvítt og átti leik, og Konovals: 16. Hxd5! — h6, (Hrókurinn var friðhelgur. Ef 16. .. exd5 þá 17. Rf6+ og 16. . . Dxd5 gekk auðvitað ekki vegna 17. Rc7 + ) 17. Red6+ — Bxd6, 18. Rxd6+ — Dc5, 19. Hhdl — hxg5, 20. Hxd7 — Bd5, 21. Hc7 ogsvartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI •> •> Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Heilsulindin Hverfisgötu 50 auglýsir Getum bætt við nokkrum konum í okkar vin- sælu 1 0 skipta nuddkúra. Tilvalið fyrir þær sem þurfa að léttast. Á sama stað andlitsbað, hand- og fótsnyrting. Heilsið nýju ári með því að hugsa um heilsuna. Heilsulindin Hverfisgötu 50 sími 18866. Orðsending frá Heklu hf. Vegna vörutalningar verður Caterpillarvara- hlutaafgreiðsla okkar lokuð til 6 janúar. Véladeild HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240 KIMEWAZA KIMEWAZA ER FJÖLBREYTTASTA OG MEST AFGERANDI SJÁLFSVARNARKERFI SEM VÖL ER Á JAFNT FYRIR KONUR SEM KARLA. KIMEWAZA eða SHINKEN SHOBU-NO-KATA er hin sanna uppspretta bardagalistar. Nem- enda í Kimewaza er gefinn kostut á að öðlast þekkingu í mjög ólikum hreyfikerfum. Kerfi sem eiga sér samsvörun, með hinum harða og sterka stíl Karate-do, hinum mjúka og harða kínverska stil (Hsing-i, Takua, Tai-chi), og eða hinum sérstæða stíl Pentjak-Silats. Einnig hinu sérþróaða áhaldakerfi Kimewaza (1 1 áhöld), og hinu japanska Kobu-do áhalda- kerfi (Sai, Nunchaku, Do, Kama og Tonfa). Kennsla fer fram í húsakynnum Júdófélags Reykjavikur að Brautarholti 18 Innritun og upplýsingar i sima 33035, frá kl. 9 fyrir hádegi til kl 21 3 —7. jan Aldurstakmark 1 5 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.