Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 5 V erðbæturnar juku ullarskilin Skafrenning- ur ef hvessir MIKILL jafnfallinn snjór var um landið allt I gær og ef tæki að hreyfa vind má búast við að allt yrði kolófært viðast hvar á landinu. í gærkveldi var t.d. farið að hvessa á einstaka stað og lét þá skafrenningur ekki á sér standa. Var færð t.d. tekin að þyngjast á Biskupstungnabraut vegna skafrennings. 500 ætla til þorsk- veiða með net í vetur LJÓST er að útgerðar- menn a.m.k. 500 báta ætla senda þá til þorskveiða með net á komandi vetrar- vertíð, en nú þarf í fyrsta sinn sérstakt leyfi til að stunda þessar veiðar, og rann umsóknarfrestur út um áramót., Að því er Þórð- ur Eyþórsson fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu tjáði Morgunblaðinu í gær, var búið að bóka 450 um- sóknir í gærmorgun, en um 50 bréf bárust ráðuneytinu í gær, og höfðu verið send fyrir áramót. Sagði Þórður að umsókn- irnar væru alls staðar að af landinu. Leyfi til þorsk- veiða með net fá aðeins skip upp í 350 rúmlestir að stærð. VERÐBÆTUR á ull sem greiddar hafa verið til bænda frá 1. desem- ber 1973 hafa leitt til þess að ull hefur skilað sér betur. Munar þar um 200 tonn á ársgrundvelli, að því er fram kemur í fréttabréfi Utflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins. 1 fréttabréfinu segir að eitt af þeim málum sem Utflutningsmið- stöðin hafði beitt sér fyrir eftir að farið var að vinna að Ullar- og skinnaverkefninu, var að koma á verðbótum á ull þar sem talið var að þær gætu stuðlað að auknum skilum á ull frá bændum og þar með til ullariðnaðarins svo og auknum gæðum ullarinnar. Kem- ur fram i fréttabréfinu að ull til skila hefur aukist úr u.þ.b. 1400 tonnum 1973 og 1974 í u.þ.b. 1600 tonn 1976. Þá kemur fram í frétta- bréfinu að mikil aukning hafi orð- ið í vetrarrúinni ull, eða 100% frá 1974 til 1977. Loks segir í frétta- bréfi Utflutningsmiðstöðvarinnar að frá 1. september 1977 til 31. ágúst ’78 verði greiddar kl. 330 i verðbætur á kg ullar. Greiðfært var frá Reykjavík i Borgar- fjörð. þótt litið eitt hafi þurft að hreinsa af veginum um Hvalfjörð i gærmorg- un. Greiðfært var einnig um Snæfells- nes. vestur i Dali og Reykhólasveit. en Brattabrekka var aðeins fær stærri bil- um. Út frá Patreksfirði var i gær greið- fært. nema um Hálfdán var aðeins fært stórum bílum Frá fsafirðí höfðu engar færðarfréttir borizt i gær. í gærmorgun var hreinsaður snjór af Holtavörðuheiði, en þar er fært allt norður ti| Akureyrar. Er jafnfallinn snjór þó tálsverður i Húnavatnssýslum og þurfti þar að hreinsa af vegum I sveitum. Moka þurfti snjó af veginum i Vatnsskarði og vegum i Skagafirði. t d. i Vallhólma og Blönduhlið, og mokað var til Siglufjarðar. Öxnadalsheiði er fær og út til Dalvikur. en ófært er fyrir Ólafsfjarðarmúla. Var veður þar farið að versna undir kvöldið Þá var fært austur um Dalsmynni og þurfti að moka nokkuð á þeirri leið allt austur á Húsavik Stórum bilum var og fært fyrir Tjörnes. en á þessum slóðum var byrjað að hreyfa vind og farið að skafa í gær var mokað upp i Mývatnssveit frá Húsavik. Á Norðausturlandi hefur færð þyngzt töliNert um áramótin og er orðið þung- fært i Bakkafirði og á Sandvikurheiði. eins og Vopnafirði. Á Austurlandi er orðið ófært um Jökuldal og iHróars- tungu og verið var i gær að moka Fjarðarheiði Eins var verið að moka Oddsskarð og suður með fjörðum Var búizt við að i gærkveldi yrði orðið fært frá Egilsstcðum suður á Breiðdal. en þaðan er þung — eða ófært suður fyrir Berufjörð. Hafinn var mokstur frá Höfn i átt að Djúpavogi i gærmorgun og var ekki Ijóst i gær. hvort tækist að moka alla leiðina í vesturátt frá Höfn var i gær nokkur snjóþæfingur á Breiða- merkursandi. en þegar kemur vestur i Öræfi er greiðfært alia leið til Reykja- vikur með suðurströndinni Undir kvöidið var þó farið að skafa I uppsveitum Árnessýslu og orðið þung- fært t.d. á Biskupstungnabraut i Grimsnesi Vöruskiptajöfnuðurmn óhagstæður um 14,2 milljarða jan.-nóv. 77 VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var óhagstæður fyrstu 11 mánuói ársins 1977 um 14,2 milljarða króna. A sama tíma árið 1976 var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 6.9 milljarða króna. t nóvember mánuði var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 5,1 milljarð nú, en í fyrra um 2,4 milljarða Fyrstu 11 mánuði síðastliðins árs var samtals innflutt fyrir 103,8 milljarða króna, en útflutn- ingur nam 89,6 milljörðum. Leiðrétting I ÁRAMÓTAGREIN Davíðs Schevings Thorsteinssonar for- manns Félags íslenzkra iðnrek- enda slæddist sú meinlega villa inn að talaðvar um aó erlendar skuldir landsmanna væru 90 milljónir á dag en átti að vera „jukust um 90 milljónir króna á dag“ og nema nú 128000.000.000. Biðst blaðið velvirðingar á þessari villu. 75 ára Á MORGUN, 4. janúar verður Guðmundur Þórðarson skipstjóri og fiskmatsmaður, Marargötu 6, Rvík, 75 ára. A afmælisdaginn verður hann á heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar aó Hörpulundi 5 í Garðabæ. Stærstu liðir útflutnings utan sjávarafurða var ál og álmelmi fyrir 12,8 milljarða króna. Af inn- flutningi voru 7,7 milljarðar vegna ÍSALs, 280 milljónir vegna járnblendifélagsins, 620 milljónir vegna Landsvirkjunar vegna Sig- öldu og 419 milljónir vegna Kröfluvirkjunar. Jóhann átt- undi, Jónas fjórtándi TVEIR Islendíngar, Jóhann Hjartarson og Jónas P. Erlings- son, tóku þátt I unglingaskákmót- inu í Skien f Noregi, sem lauk um áramótin. Hlaut Jóhann fimm vinninga og hafnaði í 8. sæti og Jónas varð 14. með 4 vinninga. Sigurvegari móts- ins varð Reefschláger frá V- Þýzkalandi með 6V4 vinning og í öðru sæti varð Littlewood frá Englandi, með 6 vinninga. Þrjú töp í röð hjá Þorsteini ÞORSTEINN Þorsteinsson ungl- ingameistari Islands f skák tekur um þessar mundir þátt í sterku alþjóðlegu unglingamóti í Halls- berg í Svíþjóð. Þegar Mbl. hafði samband við Þorstein í gær var lokið 7 umferð- um af 9 og hafði Þorsteinn hlotið 3 vinninga og var rétt fyrir neðan miðju mótsins. Efstir eru Eng- lendingurinn Plaskett og Svíinn Karlsson með 5 vinninga. Þorsteinn byrjaði mjög vel f mótinu, hlaut 3 vinninga úr fyrstu 4 umferðunum og var í efstu sætunum. Síðan hefur allt gengið á afturfótunum hjá Þor- steini og hefur hann tapað þrem- ur siðustu skákunum. Þorsteinn kvaðst staðráðinn í því að vinna tvær síðustu skákirn- ar og hljóta þar með 5 vinninga, jafnmarga og hann hlaut á mót- inu í fyrra. Starfskraftur Ijósritunarvélin er tækninýjung með einstæða möguleika RÖSK Hún Ijósritar allt að 20 mismun- andi frumrit á mínútu. Sjálfvirkur matari kemur frumritum í réttar skorður á auga- bragði Vélin skilar síðan afriti á þremur sekúndum. HAGSÝN Hún þarf engan sérstakan Ijós- ritunarpappír. Hún Ijósritará venjulegan pappír hvort sem bréfhaus er á eða ekki — og auðvitað báðum megin, ef þvi er að skipta! FJÖLHÆF Hún sléttar brot úr frumritum. Engar tilfæringar vegna mismunandi frum- ritastærða. Sjálfvirkur skynjari sér við dökk- um eða daufum frumritum. FORSJÁL Hún skilar afritum í réttri röð. Röðun er því óþörf. ÁREIÐANLEG NASHUA 1 220-DF Ijósrit- unarvélin vinnur sitt verk hljóðlega og áreiðanlega. Hún er einföld að gerð, og er þvi lítil hætta á veikindadögum. Það fer lítið fyrir henni, og hún er nægjusöm hvað rekstrarkostnað snertir, en umfram allt er hún mesti vinnuforkur, sem skilar hreinum og góðum afritum NASHUA 1220— DF LJÓSRITUNARVÉLIN — ÞAÐ MÁ ÓHIKAÐ MÆLA MEÐ HENNI n UMBOÐS- 0G HEILDVERZLUN - SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMI 84900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.