Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 Vélaverkstæði Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn, sem eyðilagðist í eldi aðfara- nótt 30. desember sl. Tjón á húsi og tækjum er metið á 40—50 milljónir króna. Ljósm. Mbl.: Ól. Þorst. Hastings: Sax vann tvær skákir í gær UNGVERSKI stórmeistarinn Sax tók aftur hreina forystu á Hast- ingsskákmótinu f gær, er hann fyrst vann biðskákina við Kagan úr sjöttu umferð og síðan skák sína í sjöundu umferð við Simon Webb. Sax er nú með sex vinn- inga og eina ótefida skák, en hann og Hort komust ekki I tæka tfð til fyrstu umferðar mótsins. Næstur Sax er Dzindzihashvili með fimm vinninga, en hann vann Kagan i gær, eftir að sá síðarnefndi misreiknaði sig f tímahraki og lék aldrei 40. leikn- um. Petrosjan er í þriðja sæti með 4'/í vinning, en hann gerði f gær jafntefli við Speelman. Moskvu, 4. jan. Reuter MÁLARINN Oskar Rahin, sem er framarlega i flokki andófsmanna í Sovétrfkjunum, hélt á þriðju- dagskvöldið með lest til Vestur- landa þar sem hann mun dvelja í a.m.k. sex mánuði, að því er haft er eftir vinum hans. Rabin er væntanlegur til Köln- ar í V-Þýzkalandi á fimmtudag en þar mun hann dvelja næturlangt áður en hann heldur til Frakk- lands. Rabin, sem er 49 ára gam- Önnur úrslit úr sjöundu um- ferð; Botterill vann Fedorowics, Nunn vann Shamkovich. Skákir þeirra Sveshnikov og Tarjan, Tis- dall og Hort fóru í bið og í gær lauk biðskák Horts og Sham- rkvovich úr sjöttu umferð með jafntefli. Næstur Petrosjan að vinning- um er Speelman með 4 vinninga, Tarjan er með 3 vinninga og bið- skák, Webb og Nunn eru með 3 vinninga, Hort er með 254 vinn- ing, biðskák og óteflda skák, Shamkovich og Botterill eru með 254 vinning, Fedorowicz og Mest- all, tók konu sína og Alexander son sinn með í förina. Nokkrir vinir hans og aðrir listamenn kvöddu þremenningana á lestar- stöð í Moskvu. Rabin hefur aidrei fengið inn- göngu í hið opinbera listamanna- samband Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það er hann vel þekktur á Vesturlöndum fyrir verk sfn og hafa margar sýningar verið haldnar á verkum hans utan So- vétríkjanna. ell eru með tvo vinninga og óteflda skák hvor og Sveshnikov er með tvo vinninga og biðskák. Kagan er með 154 vinning og Tisdall er með 1 vinning og bið- skák. 90 atkvæði en ekki 90% 1 FRÉTT í Mbl. um prófkjör Al- þýðuflokksmanna í Kópavogi urðu þau mistök, að sagt var að 90% atkvæða þyrfti til að fá bind- andi kosningu. Hið rétta er að til þarf 90 atkvæði. 13 þúsund „Lummur” hafa selst PLÖTUSALA var mjög lífleg fyr- ir jólin, samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Söluhæsta hljómplatan voru „Lummurnar“ svonefndu, með samnefndum söngflokki, sem flutti lög í útsetningu Gunnars Þórðarsonar. Hefur platan selst I tæplega 13 þúsund eintökum. — Carter forseti Framhald af bls. 1 Menn á báðum áttum í Egyptalandi Carter kom til Egyptalands i bítið í morgun og fagnaði Sadat honum vel. Attu þeir hálfrar ann- arrar klukkustundar fund með sér og virtist fara ágæta vel á með þeim. Skömmu fyrir brottför Carters kom Helmut Schmidt kanslari V-Þýzkalands til Aswan og heilsaði upp á Bandaríkjafor- seta. Sadat sagði við fréttamenn að Carter og hann hefðu mjög svip- aða afstöðu og þeir hefðu komið sér saman um „tilteknar ráðstaf- anir“ er til friðar horfðu. Ekki skilgreindi hann þetta nánar. Aft- ur á móti voru yfirlýsingar Cart- ers mönnum nokkur ráðgáta, þar sem hann þótti í einu orðinu gefa Egyptum það í skyn að hann styddi tiliögur þeirra og kröfur sem þeir setja fram við ísraela og í hinu orðinu að hann væri enn sama sinnis og myndi aldrei fall- ast á að Palestínumenn fengju sjálfsákvörðunarrétt um eigin mál. Segja fréttaskýrendur að þetta kunni að draga dilk á eftir sér ef aðilar komist að þeirri niðurstöðu að Carter sé reikull í ráði og gefi þær yfirlýsingar sem honum þyki að menn vilji heyra hverju sinni. Talið er að Carter hafi einnig skýrt Sadat frá viðræðum sínum við aðra Arabaleiðtoga sem hann hefur hitt í för sinni. Stefnir Sadat að frekari fundahöldum? í kvöld sagði Sadat að hann byggist við að ísraelar myndu gefa út yfirlýsingu um málið — og hann gaf í skyn að Hussein Jórdaníukonungur myndi gegna stóru hlutverki í að reyna að leysa deilumálin. Sagði Sadat að Huss- ein kæmi til Kairó í næstu viku til viðræðna. Sadat itrekaði að þeir Carter hefðu komizt að samkomu- lagi en kvaðst ekki viss um að ísraelar myndu sætta sig við þá niðurstöðu. Neitaði hann að skýra þetta frekar. Þá segir í áreiðan- legum heimildum frá Aswan í kvöld að Sadat muni á næstunni eiga fundi með Iranskeisara og Marokkókóngi og mun hann greina þeim frá viðræðum sínum við Carter. — Norglobal Framhald af bls. 36. land og frysta á Japansmark- að. Ekki er ákveðið hvar Nor- global leggst að landi þegar bræðsla hefst um borð, en skipið mun eðlilega fylgja loðnuflotanum nokkuð eftir, eins og í þau fyrri skipti, sem skipið hefur verið hér við land. Arið 1975 tók Norglobal á móti 74.300 tonnum og árið 1975 tók skipið á móti 60.200 tonnum. I bæði skiptin sem Norglobal var hér við land, bar loðnusjó- mönnum og útgerðarmönnum saman um, að aflinn sem Nor- global tók á inóti, hafi verið umframafli þ.e. afli sem ekki hefði fengist ef bræðsluskips- ins hefði ekki notið við. Bræðsla um borð í Norglobal bræðir að meðaltali um 1500 lestir á sólarhring og því getur skipipð brætt 10.500 lestir á viku. 60 manna áhöfn er á Nor- global, en heimahöfn skipsins er Trömsö i Noregi. — Loðnan Framhald af bls. 36. héldu til hafnar í gær fóru fjögur til Siglufjarðar: Gísli Arni RE með 180 lestir, örn KE 130 lestir, Náttfari ÞH 140 lestir og Öskar Halldórsson RE með 100 lestir, til Raufarhafnar fór Pétur Jónsson með 250 lest'r. — Kortsnoj Eramhald af bls. 36. eftir að Spassky hafði tekið jafnteflisboði Kortsnojs. I bréfi sínu sagði Kortsnoj m.a.: „Ég bið áhorfendur, dóm- ara, skipuleggjendur einvígis- ins og alla skákmenn og skák- unnendur afsökunar á ósæmi- legri framkomu minni í 14. ein- vigisskákinni, sem tefld var 2. janúar. Með henni lét ég tilleiðast að taka upp aðferðir, sem ég hef barizt gegn, bæði sem einstakl- ingur og skákmaður. Ég féllst á, að það fyrirkomulag, sem ekki stóð í vegi fyrir eðlilegri rás fyrri helming einvígisins, verði aftur haft á keppnisstaðnum". Áhorfendur fögnuðu skák- mönnunum innilega er þeir mættu til leiks í gær, en skipu- leggjendur einvígisins höfðu fjölgað sætaröðum fyrir áhorf- endur, þannig að aðeins sjö þær fremstu stóðu auðar í stað 13 áður. Mbl. reyndi að ná tali af Spassky í gærkvöldi, en Marina, eiginkona hans, sagði hann ekki vilja ræða við fjöl- miðla og sjálf vildi hún engum spurningum svara. — Enn styrkt- ist pundið . . . Framhald af bls. 1 um smáhagnað. Bandarískir skemmtiferða- mann í London urðu að greiða meira en tvo dollara fyrir pundið í fyrsta skipti í tæp tvö ár. Pundið seldist um tíma á 2.02 dollara í skrifstofu American Express í fjármálahverfinu og það hefur ekki gerzt síðan 5. marz 1976 þeg- ar pundið var á niðurleið. Vestur-þýzki seðlabankinn keypti 52,4 milljónir dollara til að styrkja bandaríska gjaldmiðilinn þegar hann var skráður á 2.0625 mörk í kauphöllinni i Frankfurt, lægsta verðinu þar til þessa. Aðeins einu sinni áður hefur vestur-þýzki seðlabankinn keypt meira af dollurum til að treysta gengi hans síðan dollarinn byrj- aði að falla í haust og þetta er túlkað þannig að bankinn ætli að leggja meiri áherzlu á að styrkja dollarann en á undanförnum vik- um. Síðan Englandsbanki hætti að gera sérstakar ráðstafanir til að halda pundinu niðri í nóvember hefur það hækkað um 10,5% gagnvart dollar og um 5,76% gagnvart öllum helztu gjaldmiðl- um. Styrkur pundsins stafar bæði af veikleika dollarans og bjart- sýni á efnahagshorfur Breta. Gullið hækkar jafnhliða pund- inu og verðið á únsunni fór í gær upp í 169,5 dollara sem er hæsta verðið sem hefur fengizt fyrir únsuna síðan í maí 1975. I dag hélt gullið áfram að hækka og verðið á únsunni fór upp í 172,50 dollara. Jafnframt var tilkynnt að aukn- ing gull- og varagjaldeyrisforða Breta hefði verið minni í desem- ber en hún hefði verið í sjö mán- uði vegna skuldagreiðslna og hækkunar pundsins, en heildar- aukningin síðustu tólf mánuði hefur samt verið geysimikil og ber vott um ótrúlegan efnahags- bata. Varaforðinn nemur nú 20.557 milljörðum dollara, sem er fimm sinnum hærri upphæð en í árslok 1976. Bretar eru nú taldir eiga þriðja mesta varagjaldeyrisforða heimsins og eru næstir á eftir Saudi-Aröbum og Vestur- Þjóðverjum. Hann nægir fyrir fjögurra mánaða innflutningi. — Áhyggjur eða reiði með orð Carters Framhald af bls. 1 ummælin væru hvorki fugl né fiskur og þegar Carter talaði loðið og óljóst um „lögmætan rétt Pale- stínumanna" yrði ekki af orðúm hans ráðið hvort sá réttur ætti við á jörðu niðri eða á tunglinu. Gerðu talsmenn PLO í Beirut lítið úr orðum Carters og sögðu að af öllu mætti ráða að forseti Banda- ríkjanna hefði ekki hugmynd um það hvað hann vildi. Timabært væri þó vissulega fyrir Carter og stjórn hans að reyna að gera sér grein fyrir því. PLO gerði sér hins vegar fulla grein fyrir sínum vilja: sjálfstæðu fullvalda ríki Palestínu. Frá þeirri kröfu yrði ekki hvikað og málamiðium kæmi ekki til greina. Málgagn sýrlenzku stjórnarinn- ar sagði för Carters til Aswan eins konar björgunartilraun en Carter hefði mistekizt að fá nokkurn Arabaleiðtoga til að ganga til liðs við Sadat. Sé hann því áfram einn á sínum svikavegi, eins og í blað- inu sagði. TASS-fréttastofan sovézka sagði um fund Carters og Sadats að hann virtist vera liður í sam- særi gegn Aröbum, en ekkert hefði reyndar komið út úr viðræð- um þeirra. Sovétríkin hafa ráðist mjög harkalega á friðarfrum- kvæði Sadats og halda til streitu að PLO sé eini löglegi fulltrúi Palestínumanna og eigi því að taka þátt í hverjum þeim viðræð- um sem fram fari um frið í Mið- austurlöndum. Tass-fréttastofan sagði að stjórnin i Washington héldi sér við sína harðlinustefnu sem gerði lítið eða ekkert úr kröf- um Arabaríkjanna. Einnig var því bætt við að yiðræður Carters við leiðtoga Saudi-Arabiu og Jór- daniu hefðu verið gersamlega ár- angurslausar ef fyrir Carter hefði vakað að finna Sadat stuðnings- mann i Arabaheiminum. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Teljið þér. að menn geti alltaf breytt eftir samvizku sinni? Samvizkan er ekki ailtaf rétt. Þess vegna er hún ekki öruggur leiðbeinandi. Ritningin talar um vonda samvizku (Hebr. 10,22) og um veika og særða sam- vizku (1. Kor. 8, 7—12). Hún talar líka um brenni- jmerkta samvizku (1. Tím. 4,2). Ennfremur talar Biblían um hreina samvizku og góða samvizku. Það er því ljóst, að samvizkan getur verið með ýmsu móti og er þvi óáreiðanleg. Því aðeins getum við fylgt samvizkunni, að hún sé upplýst og næm fyrir verkan heilags anda. Andófsmaður til V esturlanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.