Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 27 Minning: A n ton Eyvindsson fyrrv. varðstjóri Guðmimdur Valdimars- son — Minningarorð F. 26. mars 1893. D. 23. desember 1977. A Þorláksmessu lést að heimili sinu Anton Eyvindsson fyrrv. varðstjóri í slökkviliði Reykjavik- ur. Anton hóf störf í slökkviliðinu 1915 og starfaði þar, uns hann varð að láta af störfum vegna aldurs 1963. Við sem störfuðum með Antoni þá, töldum að hann gæti unnið mikið lengur, þar sem bæði heilsa og starfsgleði voru i fullkomnu lagi, en kerfið er nú einu sinni svona og við því ekkert að gera. Anton var hvers manns hug- Ijúfi, er með honum störfuðu og ávallt reiðubúinn að Ieióbeina í hverju sem var, og ávallt með bros á vör. Aldrei held ég að hann hafi sagt styggðaryrði við neinn sinna manna, en hins vegar bent þeim á með góðmennsku, ef eitt- hvað var að, og betur mátti fara. Árið 1944 stofnuðu brunaverðir við slökkviliðið félagsskap sinn er nefndur var Brunavarðafélag Reykjavíkur. Anton var einn af frumkvöðlum þess félags og fyrsti formaður þess og þökkum við honum fyrir það brautryðjenda- starf, sem hann vann við það félag, enda kunnum við félagar hans að meta hann og hans störf fyrir okkur, þvi hann var heiðurs- félagi okkar í mörg ár. Seinast þegar við nutum þess, að vera samvistum við Anton, var í sumar á fögrum degi er við settum hér norrænt brunavarða- mót, og var hann einn af okkar heiðursgestum og var sérstaklega heiðraður við setningu mótsins. Auðséð var að hann naut þess að vera með okkur þá, við ekki síður að hann skyldi geta verið með. Við mynnumst Antons æfinlega sem góðs félaga og ekki hvað síst sem góðs vinar bæði í starfi og utan þess. Við vottum ættingjum hans innilegustu samúðar. Guð blessi minningu hans. Arnþór Sigurðsson. Halldóra Kristín Helgadóttir - Minning F. 27. júní 1890. D. 24. desember 1977. Halldóra Kristín Helgadóttir lést að heimili sínu Grænuhlíð 6, Reykjavík hinn 24. des. s.l. á 88 aldursári. A seinustu áratugum nitjándu aldarinnar voru lífsskilyrði fólks nokkuð með öðrum hætti en þau eru nú og möguleikar fólks til þess að skapa sér sæmileg lífskjör með öðrum hætti. Dugnaður, at- orka og þrautseigja var fólki gefið í ríkum mæli og þeim sem auðn- aðist að nýta þá eiginleika sér og sínum til framdráttar tókst að koma fjölskyldum sínum sæmi- lega fram á lífsbrautina. Við innanverðan Breiðafjörð voru at- vinnuskilyrði ekki önnur en þau sem að landbúnaði laut og- varð því að sækja sjávarföng um lang- an veg til verstöðva og annarra þeirra staða, sem sjó var hægt að sækja frá. Af þessum ástæðum var það hlutskipti margra fjölskyldna að sækja um mismunandi langan veg til annarra verustaða sér og sín- um til lífsviðurværis. Foreldrar Halldóru voru hjónin Helgi Arason og Þuríður Krist- jánsdóttir. Ari var föðurbróðir Björns Jónssonar ritstjóra og síð- ar ráðherra. Halldóra og Sveinn Björnsson forseti voru því þre- menningar. Þuríður var dóttir Kristjáns Einarssonar og Önnu Jönsdóttur, sem bjuggu að Barmi í Gufudals- sveit. Afkomendur þeirra hafa komið saman oft árlega undanfar- ið allt að 140—150 manns, Barms- ættin. Þau Helgi og Þuríður fluttust að Hólshúsum við Bíldudal og síð- ar að -Öskubrekku í Ketildala- hreppi, en árið 1899 fluttust þau að Vatneyri þar við Patreksfjörð, þar dó Helgi árið 1907. Þuríður fluttist síðar til Reykjavíkur og dó í hárri elli á heimili Halldóru, þar sem hún átti heima mörg síðustu ár ævi sinnar. Halldóra var fædd að Ösku- brekku 27. júní 1890. Hún var með foreldrum sínum fram að tvítugsaldri, en var um tíma i Englandi á fyrri stríðsárunum ásamt bræðrum sínum Ara og Kristni. Hinn 5. júlí 1921 giftist hún Hafliða Jónssyni vélstjóra, sem lengst af var vélstjóri á skipum Eimskipafélags Islands. Þau Hafliði og Halldóra eignuð- ust þrjá syni. Kristinn Daníel, vélstjóra hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hann er giftur Þórdísi Lárusdóttur, sem bjó að Hálogalandi í Reykja- vík, þau eiga tvö börn, son og dóttur. Gísli, vélstjóri hjá Eimskipa- félagi íslands. Hann er giftur Þór- unni Guðmundsdóttur, Garði, Reykjanesi. Þau eiga þrjá syni. Pétur Már, hann fórst ásamt föður sínum með e.s. Goðafossi 11. nóvember 1944. Eftir að faðir Halldóru d( dreifðist systkinahópurinn, ei. þau vour 9, 7 dætur og tveir synir og þau urðu að heyja sina lífsbar- áttu aðskilin, við ýmsar aðstæður. Náin tengsl héldust á milli syst- kinanna allra, enda þótt misjafn- lega langt væri á milli þeirra. Tvö systkinanna dóu ung, en þau 7 sem komust til fullorðinsára gift- ust og tala barna þeirra mun vera 35. Það var hlutskipti Halldöru, að auk þess að ala upp sína eigin syni að styðja á ýmsan hátt að uppeldi systkinabarnanna. Heimili þeirra Hafliða og Hall- dóru, fyrst á Bragagötu 27 og síð- an Hringbraut 148, sem var nr. 48 þegar Snorrabrautin var til, var sannkallaður samastaður frænd- systkinanna. Þau hjónin áttu sameiginlega fónfúsan vilja til þess að láta af hendi í stórum stil stuðning við frændfólk sitt. Systur mínar þrjár, Helga, Nanna og Freyja, sem allar nutu þess að búa á heimili þeirra hjóna námsárin sin í Reykjavík hafa beðið mig að láta í ljós þakkir sínar fyrir alla þá ástúð og um- Framhald á bls. 21 Guðs vegir eru okkur mönnun- um oft lítt skiljanlegir. Hvernig má það vera að ungur maður i blóma lífsins fullur af starfsorku og björtum framtíðarvonum sé svo skyndilega kallaður frá okk- ur. Guðirnir elska þá, sem deyja ungir, er oft sagt, og það er mín sannfæring að svo sé um vin minn og starfsmann Guðmund Valdemarsson. Guðmundur Valdemarsson lést af slysförum fimmtudaginn 22. des. s.l. aðeins tveim tímum eftir að hafa skilið við samstarfsmenn sina glaður og hress að vanda. Orð fá ekki lýst þeim hugsunum og tilfinningum er greip okkur er við fréttum hið skyndilega lát hans. Guðmundur Valdemarsson var fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1951. Foreldrar hans voru Sigur- lín Guðmundsdóttir frá Háhóli i Mýrasýslu og Valdemar Sigurðs- son frá Rúfeyjum á Breiðafirði. Guðmundur var yngstur 4 alsystk- ina og 14 hálfsystkina. Valdemar var tvíkvæntur og átti 4 börn í seinna hjónabandi og var Guð- mundur 'yngstur þeirra. Valde- mar er látinn fyrir 8 árum. Það var ekki fyrr en að Guðmundi látnum, að’ ég gerði mér Ijóst að ég hafði þekkt föður hans mjög vel og vorum við gamlir vinnu- félagar og vinir. Snemma leitaði hugur Guð- mundar til sjómennsku og aðeins 13 ára gamall fór hann til sjós. Var hann svo á ýmsum skipum þar til fyrir tveim árum, að hann hóf störf i landi. Síðastliðið ár og þar til hann lést starfaði hann hjá Bón- og þvottastöðinni hf. Guð- mundur var mjög vinsæll af starfsfélögum sínum og okkur hjónunum reyndist hann mjög góður og traustur starfsmaður. Guðmundur kvæntist Sigur- Iaugu Helgu Emilsdóttur 21. marz 1974. Þau keyptu íbúð að Lokastíg 22 í Reykjavík og bjuggu þar í l'A ár. Þá keyptu þau Hraungerði við Suðurlandsveg og bjuggu þar síð- an. Ungu hjónin voru barnlaus. Mikið kapp lögðu þau á að endur- bæta og fegra heimili sitt og mikl- ar vonir voru við það bundnar. Mjög kært var með Sigurlaugu og Guðmundi og var mjög ánægjulegt að sjá þeirra sam- band. I huga okkar hjónanna og starfsfélaga hans mun minning um góðan dreng og góðan félaga, sem með prúðri framkomu sinni og alúð heillaði þá, sem honum kynntust, geymast. Ég vil að lokum biðja góðan guð að styrkja eftirlifandi konu hans og móður og aðra nána ættingja í sorg þeirra. Kjartan Sveinsson. Hvers vegna er ungur maður svo skyndilega kallaður burt, frá eiginkonu, möður og öðrum ást- vinum? Hann sem átti svo marga og fagra framtíðardrauma, og átti svo margt ógert. Við skiljum ekki tilganginn, en vegir guðs eru órannsakanlegir. Guðmundur Valdimarsson var fæddur í Reykjavík 20. nóv. 1951, yngstur 18 systkina, hann byrjaði til sjós um fermingaraldur og var ýmist á togurum eða bátum, þar til fyrir rúmum tveimur árum að hann fór að vinna í landi. Eg kynntist Gumma fyrst þegar hann kom á heimili mitt sem tilvonandi Framhald á bls. 2}. 'eist þú? Leikfimi 2 Aö í Heilsuræktirmi HEBU átt þú kost á leikfimi, sauna, ijósum og nuddi, allt saman eöa sér. & Sérstakir megrunarkúrar & Fritt kaffi og 4 sirmum í viku. Byrjendatímar og framhaldstímar. 4 sinnum í viku meö verölaunum fyrir bestan árangur. i fallegri setustofu. ATHUGK), aö þátttakendur i þessu námskeiði ganga fyrir í komandi námskeiö á vetrinum. tnnrhun í símum 43724 og 86178 OG NU til þæginda fyrir viðskiptavinina. Innan veggja HEBU hárgreiðslustofan HRUND og snyrtistofan ERLA, símapantanir 44088. Heilsuræktin HEBA Audbrekku 53 - Sími 42360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.