Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 vitv \ MORÖdfc--, 'v' ) > í - —•/> rx--' KAFf/NÖ " / GRANI göslari Erum vió ekki búin að skoða í nógu marga glugga í kvöid? Svona er það oft að peningarn- ir verða tiJ þess að gamlir vinir hætta að heilsast. Þú sagðir sjálfur að þú vildir sjá mig aftur með hallæris- hjálminn minn. Meira í ráptuðruna? Hér fer á eftir smá rabb um gjaldeyrismálin f framhaldi af umræðum er áttu sér stað i Kast- ljósi fyrir nokkru, en bréfið er frá manni er vill láta nefna sig Norð- lending: „Heiðraði Velvakandi. Það var upplýst í Kastljósi sjón- varpsins 16. desember s.l. að þeir sem leggja leið sína frá Islandi til annarra landa um þessar mundir fái til ráðstöfunar á ári samtals um sex milljarða islenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Þessi úthlutun erlends gjald- eyris til ferðamanna mun nema á ári ríflega 27 þúsundum fslenzkra króna á hvert mannsbarn i land- inu. Raddir heyrðust í þessu rabbi um það, að skammturinn væri um of við nögl skorinn, — verulegrar viðbótar væri þörf. Ekki var þess þó getið hversu miklu þyrfti við að bæta i ráptuðruna. Fróðlegt væri að vita hve mik- illi upphæð nágrannaríkin út- hluta hverjum einstaklingi á ári til jafnaðar i ferðalög út fyrir landamærin, t.d. Norðurlöndin, Bretland og Þýzkaland. Getur Velvakandi gefið upplýsingar um þetta? Norðlendingur.** Ekki er Velvakandi svo vel heima i gjaldeyrismálum er- lendra þjóða að hann viti hversu miklu þegnar þeirra verja til ferðalaga erlendis en hitt er þó vitað að reglur um gjaldeyrisnotk- un eru víða mun rýmri en þær reglur sem hér á landi gilda. Hitt er einnig ljóst að hægt er að fá skandinavfskum krónum skipt á meginlandinu og t.d. þýzkum mörkum og enskum pundum á Norðurlöndum, þannig að mun auðveldara er fyrir hina erlendu þegna að skipta sinni mynt milli hvers lands heldur en okkur að fara með islenzkar krónur til út- landa og ætla að skipta þeim þar. Annars hættir Velvakandi sér ekki öllu lengra út í þessa sálma, en biður einhvern fróðan að koma sér til hjálpar í þessum efnum. 0 Á að f jölga eða fækka? Bændur og búalið hafa verið mikið til umræðu eins og lesend- ur vita og hér er spurt hvort eigi að fjölga eða fækka bændum: „1 þeirri umræðu, sem verið BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I spili dagsins reyndist furðu erfitt að ná mörgum slögum í spaðasamningi. En það kom fyrir í Philip Morris Evrópubikar- keppninni, sem haldin var í Kaupmannahöfn í nóvember. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. 107 H. K10952 T. A6 L. D972 Austur S. G954 H. DG8743 T. K L. 106 Suður S. AKD62 H. A6 T. 1087 L. K83 Við skoðum spilið tvisvar. I fyrra tilfellinu var suður sagnhafi í þrem spöðum eftir að vestur hafði opnað á þrem tíglum. Vestur spilaði út lágum tígli, sem tekinn var með ás. Sagnhafi bjóst við, að austur ætti trompslag og gat því verið hagstætt að reyna tígultrompun í borði. Yfirtromp- aði austur hyrfi trompslagur hans um leið. Hann spilaði því tígli. Austur lét þá lauf en vestur tók á gosann og spilaði trompi. Suður spilaði samkvæmt áætlun sinni. Hann tók slaginn á hendinni og tromp- aði tígul með tíunni. En þá hrundi spilaborgin. Austur yfirtrompaði með gosa og spilaði seinna lauf- inu sínu. Vestur tók á ásinn og spilaði til baka laufgosa til að skýrt væri hvaða lit makker ætti að spila til baka. Austur var auðvitað með á nótunum og spil- aði hjarta, sem þýddi að vörnin fékk tvo trompslagi til viðbótar og sex slagi í allt. Tveir niður. Keppni þessi er tvímennings- keppni og á nokkrum borðum fékk suður aðeins sex slagi. Vörn- in fann þá víxltrompunina fyrr og vestur fékk að trompa hjarta tvisvar. A morgun verður spil þetta sýnt aftur. En þá verður söguhetjan fyrrverandi heimsmeistari og sig- urvegari í Philip Morris keppni síðasta árs. Austurríkismaðurinn Peter Manhardt. Vestur S. 83 H. — T. DG95432 L. ÁG54 jy Framhaldssaga eftir HUS MALVERKANIMA - 38 — Hún hafði lagt hugmynd- ina um veizluna saman við vissa vitneskju um að þú hefðir tekið mikið fé út úr bankabók þinní og fengið þá útkomu að það stæði til að verðlauna hana fyrir góða frammistöðu. — Verðlauna hana... hún ætti að vera okkur óendanlega þakklát fyrir að við höfum lagt á okkur að afbera hana alla þessa mánuði... Dorrit þagnaði. — Fyrirgefðu Carl, ég veit vel þér finnst hún indæl stúlka, en... Hann reis upp og fór að ganga um góif. — Abyrgðin var mfn ... það var á vinnustað sem ég átti sem hún komst yfir eiturlyfin, — Ef hún hefði ekki náð efn- inu þar hefði hún sjálfsagt afl- að þeirra eftir öðrum leiðum. — Hvað höfðuð þið hugsað ykkur... ég á við þegar þið telduð að hún væri orðin al- bata? spurði Emma. — Við höfum útvegað henni litla og notalega fbúð í Álahorg og svo höfðum við komið okkur saman um að borga kennslu fyrir hana, svo að hún geti lært að sníða og sauma ... svo að hún lærði eitthvað f þessu fagi sem hún virðist svo hrifin áf. — Tízkuverzlun. Emma hugsaði upphátt. — Hún verður auðvitað að vinna sjálf fyrir henni, sagði Dorrit. — Susie er ekki eins sniðug og hún ímyndar sér. Hún hefur ekkert fjármálavit... Hún er ... já, sjálfsagt eins og flest ungt fólk á hennar aldri... Sem heldur að það fái allt upp f hendurnar án þess að dýfa hendi f kalt vatn sjálft. — Og ef þetta fólk fær svo ekki vilja sinn? Emma dró að sér reykinn. — Þá er farið f fýlu dálftinn tíma og sfðan kemur eitthvað nýtt sem það vill fá. Annað hvort er verið f fýlu eða sjálfs- meðaumkunin er allsráðandi. Það er allt og sumt, sagði Dorr- it. — Ég er nú ekki svo viss um það. Emma fann til kynlegs óró- leika. — Framkoma Susie var hvorugt. Hún var bæði frek og tilætlunarsöm, að mfnum dómi. — Eins og ég sagði við Dorrit er ég hræddur um að hún sé farin að neyta eiturlyfja aftur. Við verðum að senda hana í burtu. Hún verður aó komast undir læknishendur. — Við verðum að taia við hana ... við vitum það ekki fyr- ir vfst. Dorrit leit spyrjandi á Emmu. — Heldurðu að hún sé enn hjá Birgitte Lassen. — Nei, hún fór með Morten og Birni niður í þorpið að fá sér te. Birgitte Lassen sagðisl þurfa að vínna. Eftir þvf sem mér skildist hefur hún verið hér f hálfan mánuð og er ekki komin lengra áleiðis með bók- ina sfna en finna nafn á hana. Ekki veit ég hverníg sakamála- sagnahöfundar hafa það en að vera f hálfan mánuð að finna titil... — Við skulum þá vona að nafnið sé gott. Carl Hendberg settist aftur við skrifborðið. — Það fer eftir því hvernig á það er litið. Hún ætlar að nefna bókina sfna „Hús málverk- anna“ og hún dró ekki dul á að hún hefði orðið fyrir áhrifum af húsinu ykkar. — Hús málverkanna. Það var svei mér skrítið nafn. — Tja, ég veit-það nú ekki. Emma bandaði með hendinni f áttína að málverkunum á veggnum og um leið og hún gerði það skynjaði hún sér tii gremju að hún forðaðist að benda á vegginn þar sem Hend- bergsfrúrnar þrjár héngu. Eins og... eins og eitthvað væri at- hugavert... Hugsanir þutu í gegnum höfuð hennar sem hún lét höndina síga. Var það eitthvað svoleiðis sem vakti fyrir stúlk- unni... þessari Birgitte Lass- en ... Eitthvað vont... eitt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.