Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 Viðskiptastaða og gjaldeyrisjöfnuður Iárslok 1975 var gjaldeyrisstaðan neikvæð um 4.286 m. kr., mæld á gengi i árslok 1977 Á árinu 1976 skánar gjaldeyris- staðan verulega, eða um 3.990 m. kr., en er áfram neikvæð í árslok um tæpar 300 m kr Þessi bati heldur áfram og eykst á árinu 1977 í lok þess árs er gjaldeyrisstaðan jákvæð um 6000 m kr og hafði því batnað um rúmar 6300 m kr á árinu. Gjaldeyrisstaða er, eins og flestir vita, endanleg niðurstaða allra greiðsluhreyfinga gjaldeyris á vegum bankakerfísins. Hún er því háð þeim erlendum lántökum, sem hverju sinni koma inn i gjaldeyrismynd bankakerfisins, en erlendar lántökur fóru fram úr áætlun ársins 1 977, m a vegna mikilfar aukningar skipainnflutn- ings, bæði fiski- og farmskipa. Jafnvel þó að lánahlið gjaldeyrisstöðunnar sé höfð i huga, sem rétt er, má öllum Ijóst vera, að hún hefur skánað verulega i tið núverandi rikisstjórnar, eins og framangreindar tölur bera glöggt vitni um. Samkvæmt upphaflegum spám fyrir.s.l ár var gert ráð fyrir óhagstæðum viðskiptajöfnuði — u.þ b 1% af þjóðarframleiðslu Hins vegar er nú Ijóst, að viðskiptajöfnuður ársins 1977 varð óhagstæður um 10 milljarði króna, sem er 2.8% af vergri þjóðarframleiðslu á móti 1.7% árið 1976 Þessi óhagstæði viðskiptajöfnuður á fyrst og fremst rætur i tvennu Annars vegar mikilli aukningu skipainnflutnings, sem fyrr segir, en hins vegar aukinni almennri eftirspurn, sem i senn byggðist á meiri kaup- getu og fjárfestingarsjónarmiðum verðbólguþjóðfélagsins. Þessi óhagstæði viðskiptajöfnuður byggðist ekki á samdrætti i útflutn- ingi, sem einnig fór nokkuð fram úr áætlunum fyrir liðið ár, þó ekki væri i sama mæli og innflutningurinn. Sá óhagstæði viðskiptajöfnuður, sem hér um ræðir, er viðvör- un, sem hlýtur að verka sem hvati á almenning og forystumenn um mótaðgerðir Þær mótaðgerðir verða að byggjast á úrræðum til aukinnar verðmætasköpunar i landínu og vaxandi útflutnings, m.a með fullvinnslu sem flestra innlendra hráefna, bæði i sjávarútvegi og landbúnaði Ekki siður á þvi, að hinn almenni borgari, sveitarfélög og riki beini viðskiptum sínum og eftirspurn í rikara mæli að innlendri framleiðslu, ekki sizt á sviði iðnaðar. Borgarstjórn Reykjavikur hefur gengið á undan i þessu efni með góðu eftirdæmi, með mótun atvinnustefnu, sem í senn auðveldar iðnrekstur á höfuðborgarsvæðinu og gefur innlendum fyrirtækj- um forgang um viðskipti borgar og borgarstofnana. Þessi við- skiptajöfnuður undirstrikar og fáránleik þeirra kenninga öfga- manna i þjóðfélagsmálum, að leiðin til bættra lífskjara þjóðarinnar liggi yfir islenzkan landbúnað dauðan og um kaup erlendis á öllum þeim landbúnaðarafurðum, er neyzluvenjur þjóðarinnar krefjast Er lánsfjáráætlun ársins 1978 var lögð fram, var gert ráð fyrir u.þ.b 4ra milljarða króna viðskiptahalla, eða taeplega 1 % af áætlaðri vergri þjóðarframleiðslu. Hins vegar má gera ráð fyrir því að hinn mikli halli á viðskiptajöfnuði liðins árs' skekki einnig áætlun þessa árs. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til íhugunar um þennan þátt í sameiginlegum þjóðarbúskap okkar og til samstöðu um stuðning við íslenzka framleiðslu, m.a. með eigin kaupum á vörum og þjónustu. Halldór Jónsson, verkfræðingur, ritar greín i Mbl. sl þriðjudag. Hún endurspeglar þann ótta, sem í ýmsra hug býr, að þjóðfélagskerfið sé að vaxa hinum almenna borgara yfir höfuð; ýta til hlíðar þegnréttindum, sem verið hafi grundvallaratr- iði og undirstaða hins frjálsa samfélags. Kerfið hafi tilhneigingu til að verða „stirðnað, blint og heyrnarlaust" á þarfir og réttindi þegnanna Orðrétt segir höfundur. „Við gætum ekki vitað hvort það, sem við gerum i dag, verður löglegt á morgun né hvort dagurinn í dag verður dæmdur eftir lögum morgundagsins, þvi ekki er hikað við að segja lög afturverkandi. Verði svona þróun áfram, þá verður það spurning, hvort menn treysta þvi að gjaldeyrisreikningar Ólafs verði ekki gerðir upptækir einn góðan veðurdag Eða að verðbótaskirteini rikissjóðs verði ekki gerð að „andfélagslegum verðbólgugróða" einn annan dag og skattlögð i Ijósi þess. Treystum við islenzkum stjórnmálamönnum til þess að hafa grundvallarréttindi manna i heiðri?" Hér kann að vera málað í fullsterkum litum Engu að síður er ástæða til að staldra við þennan meinta ótta einstaklinganna við þjóðfélagskerfið, ihuga orsakir hans og ekki síður afleiðingar. Ef traust þegnanna á þjóðfélagsbyggingunni er þverrandi er hætta á ferðum Þá þarf að treysta þann trúnað, sem nauðsynlegur er milli almennings og stjórnkerfis. Einstaklingurinn og kerfið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. sími 10100. ASalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakiS. Teng Hsiao-ping: Sá kfnverskra ráðamanna sem er jákvæðastur I garð Rússa. Hua Kuo-feng: Færist hann nær afstöðu Tengs? Kínverjar gruna Carter um græsku Stjórnin í Peking kvartar yfir bandarískum tilraunum til að æsa Rússa til innrásar í Kína. Kínversk blöð tala um djöful- legt samsæri um að „flækja aðra í kvalafullt stríð“ eins og Chamberlain hafi viljað með því að egna saman Þjóðverjum og Rússum í því skyni að dreifa athygli Hitlers frá Vesturveld- unum. Nú eiga þeir menn að vera til i Bandaríkjunum — og hér eiga Kínverjar greinilega við stjórn Carters — „sem von- ast til að geta dreift kröftum Sovétríkjanna í austur svo að þeir sjálfir geti losnað undan sovézku hættunni á kostnað ör- yggis annarra þjóða“. Peking-stjórnin hefur endur- vakið Sonnenfeldt-kenninguna til þess að hella sér yfir hana og hún fordæmir hana á þeirri for- sendu, að hún sé bandarísk til- raun til að kaupa frið við Rússa með því að viðurkenna Austur- Evrópu sem „hagsmunasvæði“ þeirra. Helmut Sonnenfeldt var aðstoðarmaður Henry Kissing- ers 'og starfar ekki lengur fyrir stjórnina, en mennirnir í Pek- ing nota nafn hans til þess að ráðast á það sem þeir telja vera friðkaupastefna hjá Carter eða eitthvað annað enn verra. Sonnenfeldt-kenningin þjón- aði þeim tilgangi að „seðja græðgi árásaraðilans og fá að minnsta kosti nokkurn frest“ fyrir Bandarikin að sögn Kin- verja, og nú er litið svo á, að Carter fylgi sömu stefnu. Sonn- enfeldt er sagður hafa reynt að „hræða“ Moskvustjórnina með þeim framtíðarmöguleika, að Kínverjar kæmust áður en langt um liði í hlutverk „þriðja risaveldisins", og þannig reyndi hann að fá Rússa til að „færa skotmark árásaráforma sinna í austur". Með þessu er greinilega gefið í skyn að Cart- er geri hið sama. „Málamiðlun og tilslakanir", sem Bandaríkin bjóða Sovét- rikjunum um þessar mundir, þjóna þeim tilgangi að dómi stjórnarinnar í * Peking „að varðveita hagsmuni Bandaríkj- anna um ailan heim“. í Peking er talið að viðræður fari fram á laun milli ríkisstjórnanna í Washington og Moskvu um nokkra samninga, sem mundu grafa undan öryggi Kína. „En þeir dagar eru liðnir i eitt skipti fyrir öll, þegar örfá heimsveldi skiptu heiminum í hagsmunasvæði fyrir luktum dyrum," segja Kínverjar, jafn- vel þótt þeir mótmæli „hrossa- kaupum", sem gætu orðið til þess að Bandaríkjamenn og Rússar drægju úr viðbúnaði sínum á Indlandshafi, þannig að sovézka flotanum yrði gert kleift að gefa Kína meiri gaum. Hvaða hag hefðu Rússar af því að svara meintum umleitun- um Bandaríkjamanna? Carter eftir Victor Zorza „Kjarni" samningsins i MUnch- en, segja Kínverjar, var sund- urlimun Tékkóslóvakiu, sem var ofurseld Hitler til að fá þann til þess að ráðast á Rúss- land — og með þessu er gefið í skyn, að bandaríska stjórnin léti það gott heita að Kína yrði limað í sundur og að hún mundi á þann hátt launa Rússum. Kin- verjar leggja á það áherzlu að Bandaríkjamenn séu veiklund- aðir og ragir, að þeir séu fúsir til að „kaupa frið“ við Rússa á kostnað „annarra" til að bjarga B:ndarikjunum — jafnvel þótt það kosti það að þeir „ofur- selji" Evrópu ef Rússar gera árás — og þetta er kjarni hinn- ar nýju stefnuumræðu, sem fram fer í Kína. Nokkrir leiðtogar í Peking telja eftir vísbendingum frá þessum umræðum að dæma, að Kínverjar ættu ekki að biða þangað til Rússar ráðist á þá. Það skipti ekki máli hvort Moskvu-stjórnin láti til skarar skríða með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna, virku eða óvirku, þvi i Peking er haldið fram að Bandaríkin séu of veik- burða til þess að koma Kínverj- um til hjálpar, jafnvel þótt þeir vildu. Það, sem þessir kín- versku ráðamenn augsýnilega leggja til, er, að sætzt verði viö Rússa því að þar með yrði ekki aðeins bægt frá hættu á stríði, heldur gert kleift að Kínverjar verji til efnahagsmála gífurleg- um auðæfum, sem herinn gleypti að öðrum kosti. Raunverulegur lærdómur samningsins í Miinchen er sá, að Stalín náði jafntefli við Chamberlain og samdi sjálfur við Hitler. Nú eru það Kínverj- ar, sem segja eins og Stalín þá, að hagkvæmnisástæður en ekki meginreglur liggi til grundvall- ar bandalögum og að þeim megi breyta þegar aðstæður breytist — „í ljósi þess sem er nauðsyn- legt og mögulegt á ólíkum tím- um sögunnar". Þessi regla, sem Pekingstjórnin notaði einu sinni til að réttlæta sakirnar við Nixon, hefur aftur skotið upp kollinum í mikilvægri kin- verskri grein, þar sem ráðizt er á bandariska friðkaupastefnu. Við erum með öðrum orðum á öðrum „tima sögunnar“, sem kann að gera nauðsynlegt að athyglinni sé beint frá Washington til Moskvu. En væri það ekki í mótsögn við þá formúlu Maos, að Sovétríkin verði eilífur óvinur Kina? „Við getum aldrei," segja Kínverjar, „sett fram eina algilda reglu um hvernig við gerum greinar- mun á stjórnmálaöflum heims- ins.“ I greininni er meira að segja minnt á gagnrýni Maos á fyrir- ætlanir Bandaríkjamanna um að „heyja andsovézkt stríð" og á þá áskorun hans til þeirra, sem þannig var ógnað — það er til Sovétríkjanna — að taka höndum saman gegn Banda- ríkjunum. Þvi er haldið fram í Peking, að athugun Maos hafi „augsýnilega" verið rétt og að „enginn geti efazt um það“ — nánast eins og verið sé að svara einhverjum kínverskum leið- togum, sem það geri. Þar að auki er því haldið fram, að nið- urstöður Maos hafi fengizt „staðfestar af atburðum þá og síðan“. Þar sem bent er á at- burði „síðan“ felst í því að nokkrir leiðtogar i Peking telja að nýlegir atburðir gefi til kynna að Kínverjar ættu að taka aftur upp andbandariska afstöðu fyrri ára og sættast kannski við Moskvu-stjórnina. Sættir milli Kínverja og Rússa krefðust vissulega erf- iðra stjórnmálaákvarðana bæði í Peking og Moskvu — en til eru þeir í báðum þessum höfuð- borgum sem telja, að löndin geti litlu tapað á þvi að sættast og grætt heilmikið. Þeir eru ekki fulltrúar ráðandi valda- hóps, hvorki í Moskvu né Pek- ing, en sú staðreynd, að þeir geta haldið uppi röksemda- færslu fyrir sáttastefnu, að visu undir rós, bendir til þess, að þeir geti orðið nógu áhrifamikl- ir til þess að bera sigurorð af mótherjum sínum þegar réttar aðstæður skapast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.