Morgunblaðið - 19.01.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978
17
Nanna Hermannsson:
Hvað varð um
,, Aðaltor g’9 ?
Nú er að hefjast uppbygging
við elstu götur Reykjavíkur
samkvæmt tillögum aðalskipu-
lags frá 1962 er endurskoðað
var 1976—1977.
Nú fyrst skil ég hvað tillögur
þær sem sýndar vóru á Kjar-
valsstöðum í nóvember 1976
þýða í raun. Ég verð hrygg því
mér finnst ég vera sek þegar ég
sé mynd af hugmyndalíkani af
svæðinu austan Aðalstrætis.
Þá, 1976, hefði verið rétt að
koma með athugasemdir en
samt langar mig til að láta
skoðun mína í ljós þó seint sé.
Miðbærinn er hugtak sem á
við starfsemi stofnana og fyrir-
tækja sem þjóna á öllum
borgarbúum. Hann hefur fyrir
löngu teygt sig úr Kvosinni
austur Laugaveginn inn Suður-
landsbraut. Eins og í öðrum
borgum hafa verslanir og skrif-
stofur ýtt íbúðarbyggð til
hliðar. Eðlileg afleiðing
þróunarinnar var, að fundinn
var staður undir „nýjan
rniðbæ" auk minni verslunar-
miðstöðva og samkvæmt aðal-
skipulaginu er nú að rísa
borgarieikhús, borgarbókasafn
o.fl. í Kringlumýrinni.
Það er og hefur lengi verið
þröngt í Kvosinni og ofhleðslan
sést einna mest á bilunum sem
kæfa þægilegt borgarumhverfi.
Þegar miðbæjarstarfsemin
dreifist og þungamiðja borgar-
innar með Sundahöfnina og
iðnaðarsvæðunum hefur færst í
austurátt ætti Kvosin i sinni
gömlu umgjörð að geta andað
betur. Samt er engin hætta á að
hún missi þýðingu sína því
hlutverk hennar er að vera
miðstöð stjórnsýslu g fjármála
fyrir allt landið. Þingið og dóm-
kirkjan, stjórnarráðið og
borgarskrifstfurnar, póstur og
sími, tollur og gjaldheimta auk
margra sérverslana, allt frum-
þættir i miðbænum, eru þarna
á tiltölulega litlu svæði.
Nú ætti að vera tækifæri í
skipulagi bæði að taka tillit til
hins gróna svipmóts bæjarins
og hlúa að eðlilegri starfsemi
og því bæjarlifi sem svo mikið
er talað um að sé að deyja.
Ekki veit ég hvernig á að
skilgreina það „líf“ sem var.
Mér sýnist Austurstrætið og
allur Laugavegurinn vera
iðandi af lifi á daginn og mér er
sagt að á horni Aðalstrætis og
Austurstrætis. sé „aðalplejsið"
að minnsta kosti sum kvöld.
Sumir segja að „lífið" var í
bílunum á rúntinum, aðrir að
það hafi horfið með sjón-
varpinu og svo er talað um að
matstofur fyrirtækja séu að út-
rýma veitingastöðum. Hér hafa
orðið svo miklar þjóðfélags-
breytingar síðan um aldamótin
að sá bæjarbragur sem til-
heyrði gömlu húsunum sem
enn standa, kemur ekki aftur.
Þá var hér fámennt, allir
þekktust, bjuggu þétt og fóru
gangandi sinna erinda. Nú er
hraðinn annar, enda hefur viða
vaknað skilningur á, að á
timum breytinga og óöryggis
eykst gildi hins óbreytta um-
hverfis. Kannski er það til-
finningin að eiga rætur i um-
hverfinu. Munu ekki flestir Is-
lendingar eiga átthagatil-
finningar einmitt gagnvart
gamla miðbænum? Þó að þeir
hafi ekki slitið þar bernsku-
skóm, þekkja þeir hann af
reynslu annarra og úr bók-
menntunum.
Aðalforsendan fyrir því að
varðveita eldri byggð er þó, að
hún getur sagt okkur eitthvað
um fortíðina sem við getum
ekki lesið okkur til. Það veitir
okkur betri skilning á þeirri
þróun sem hefur farið fram og
þá á stöðu okkar í dag.
Menningarsaga landsins er
nátengd gömlu byggðinni í
Reykjavík og hana ber okkur að
varðveita. Enda segir í skipu-
lagstillögum um endurnýjun
eldri hverfa að þar sé lögð
„megináherzla á að viðhalda
umhverfisáhrifum og svipmóti
gamla bæjarins". (Skipulags-
nefnd' 15. 11. 1976). Uppbygg-
ingunni er skipt í þrenns konar
svæði, f stuttu máli: 1. fram-
kvæmdasvæði þar sem má
reikna með miklum breyting-
um; 2. endurnýjunarsvæði þar
sem eldri hús verði endurbætt
og ný taki sérstakt mið af því
umhverfi sem fyrir er; 3.
verndunarsvæði þar sem gömul
hús og umhverfi þeirra verði
bætt, en haldi gömlu útliti.
Kvosinni eða svæðinu milli
Aðalstrætis og Lækjargötu,
Tjarnarinnar og sjávar er i
meginatriðum skipt þannig að
verndunarsvæði er Austurvöll-
ur með dómkirkjunni og
Alþingishúsinu, Hótel Borg og
húsunum á hornum Pósthús-
strætis og Austurstrætis. Fálka-
húsið (Hafnarstræti 1,3) er
talið verndað eíns og Iðnó og
Iðnaðarmannafélagshúsið.
Reiturinn norðan við Iðnó að
Kirkjutorgi og Skólabrú er
nefndur endurnýjunarsvæði,
en önnur byggð talin innan
framvkæmdasvæða. (Svæða-
skipting mars ’76, Teiknistofan
Garðastræti 17).
Byggðin 1 Kvosinni er fjöl-
breytt og slitrótt eins og saga
hennar, en menn hafa stefnt að
þvi að mynda þar heilleg stór-
borgarhverfi og er Eimskipafé-
lagshúsið glæsilegt dæmi þess.
Þó éru timburhúsin sum orðin
hátt á annað hundrað ára og
eru enn í notkun. Viða standa
hús með auða eldvarnargafla
sem bíða eftir háreistum
nábúum og viða eru skörð sem
ætti að fylla. En Kvosin er
nátengd umhverfi sinu, Arnar-
hólnum, Stjórnarráðinu, Bern-
höftstorfunni. Menntaskólan-
um, Tjarnarsvæðinu og Grjóta-
þorpinu, og það heillar með
gróðri og léttara yfirbragði og
þannig myndast heild sem gef-
ur gamla miðbænum sérstæðan
„karakter".
Nú á borgarstjórn að fjalla
um drög að deiliskipulagi fyrir
'svæðið austan Aðalstrætis sem
samþykkt hefur verið í skipu-
lagsnefnd og borgarráði. Skipu-
lagið er unnið i samráði við
eigendur lóða. Eftir hugmynda-
líkani að dæma kemur þetta
svæði til með að brjóta mjög í
bága við umhverfi sitt og verða
yfirgnæfandi. En hvað er þarna
fyrir?.
Þar mætast elstu götur
Reykjavíkur. Þar er „Stein-
dórsplan" þar sem hafa verið
verslunarhús. Eitt þeirra var
verslunarfélag (Hlutaveltu-
félagið) sem Veltusund dregur
nafn af. Fyrir sunnan Austur-
stræti er „Hallærisplan” en þar
var Hótel Island sem brann
1942. Þetta opna svæði er nefnt
„Aðaltorg“ 1 greinargerð
Harðar Agústssonar og Þor-
steins Gunnarssonar, „Reykja-
vik. Gamli Borgarhlutinn.
Varðveisla", 18.3. 1969. í sínu
mati á Kvosinni gengu þeir út
frá heillegu yfirbragði stein-
húsanna sem æskilegu, en við
„Aðaltorg” sáu þeir að þar væri
hægt áð snúa dæminu við, þá
„væri aðeins eitt hús við torgið
andstætt ríkjandi yfirbragði,
nefnilega Morgunblaðshúsið".
Við „Aðaltorg" eru mörg
eldri hús, þar eru gömlu versl-
unarhúsin við Aðalstræti og
Fálkahúsið við Hafnarstræti.
Við Veltusund er timburhús
reist 1898 en þar var upphaf-
lega stór lóð og á henni hófst
fyrsta einkaverslunin um 1790
og þar hefur verið verslað
síðan. (SjáÁrna Öla, „Skuggsjá
Reykjavíkur". Hann skrifar
einnig um svæðið í „Horft á
Reykjavík" og „Gamla Reykja-
vík“).
A suðurhluta lóðarinnar var
garður þangað til að Jón Bryn-
jólfsson og Reinh. Andersson
létu reisa þar sviphreint hús.
Þar er ennþá ein sérstæðasta
sérverslun bæjarins. A horni
Veltusunds og Austurstrætis er
sölubúð Thorvaldsensfélagsins
siðan um aldamótin og við hlið
hennar var úrsmiðavinnustofa
Magnúsar Benjamínssonar allt
frá 1881 til 1976. Timburhús
þessi eru kannski ekki mjög
merkileg í sjálfu sér. Skraut-
mesta húsið er Hótel Vík við
Vallarstræti. Það var byggt
1884 og breytt í áföngum. I þvi
starfar enn Björnsbakarí.
A Horni Vallarstrætis og
Aðalstrætis var verslun B.H.
Bjarnason stofnuð 1886 og
seinna voru þar skrifstofur
Tímans.
Mér finnst „Aðaltorg" bera
einkenni liðins tíma sem ætti
frekar að ýta undir í stað þess
að strika út. Eg á þá ekki við að
það megi ekki hrófla við göml-
um húsum, þar sem það er eðli-
legt að byggð sé í sifelldri
breytingu. Nýbyggingar geta
þó fallið vel að eldra umhverfi
þó að þær séu alls ekki í hefð-
bundnum stil en þar ræður geta
arkitektsins úrslitum.
Ég gæti hugsað mér „Aðal-
torg“ sem torg i beinum tengsl-
um við göngugötuna Austur-
stræti. Við torgiO kæmu
verslanir og smábúðir og vestan
við torgið, væri Grjótaþorpið
endurbætt með margs konar
starfsemi. Vantar ekki einmitt
torg i Kvosinni? Lækjartorg er
svo opið við umferðaræð og
Austurvöllur sérstakur hátíðar-
völlur.
I endurskoðun aðalskipulags
komu( fram verndunarsjónar-
mið sem ég fagna. Stefnan þarf
svo að mótast betur, verndunar-
mál eru hægfara og þróast með
tímanum, það er þeirra eðli.
Þau þurfa að fá rými i deili-
skipulagi og það þarf að finna
leiðir til útfærslu.
Vandamálið er þá eins og í
öðru skipulagsstarfi að maður
áttar sig ekki á hvað tillögur
koma að þýða fyrr en maður sér
líkan eða nýbyggingu, þá fyrst
skilur maður hvað hefur gerst.
Mér þykir miður að ég sé fyrst
nú, að forsendur við skipulag
„Aðaltorgs“ hefðu átt að vera
aðrar. Þetta svæði hefði átt að
vera endurnýjunarsvæði þar
sem nýbyggingar taka tillit til
þess umhverfis sem fyrir er.
17.1.1977
Nanna Hermansson
Helgi Þorláksson sagnfræðingur:
„Hallærisplan”
í tilefni borgarstiórnarfundar
Um 1850 var Reykjavík j
„danskur" bær. Við Hafnarstræti,
Austurstræti og Aðalstræti stóðu
lágreist, tjörguð timburhús í eigu
borgara af dönskum ættum. Um
1900 höfðu orðið umskipti; f stað
lágreistra húsa voru komin tvflyft
og þrílyft timburhús, bárujárns-
klædd í ýmsum litum. Þessi önn-
ur „kynslóð" timburhúsa f
Reykjavfk reis á uppgangstfmum
skútualdar og var f eigu fslenzkra
borgara. Reykjavfk var orðin alís-
lenzk.
Arið 1915 brunnu 10 hús í Aust-
urstræti og grennd, þar af 8 timb-
urhús. 1 stað þeirra komu háreist
steinhús. Er jafnan vitnað til
brunans sem eins mesta breyt-
ingavalds í byggðarsögu miðbæj-
arins og þótti vágestur hinn
mesti.
Hús skútualdar
Mörg hús frá lokum 19. aldar
hafa verið jöfnuð við jörðu í mið-
bænum síðan 1915, en þó má enn
finna þar nokkur af stoltum hús-
um skútualdar. A svæðinu frá
Miðbæjarmarkaði í Aðalstræti að
Búnaðarbanka í Hafnarstræti
blasir enn við önnur kynslóð
reykviskra timburhúsa og mynd-
ar sú fjölskylda samstæða heild
með sterkum svip. Eru sum húsin
þó hart leikin eftir ýmsar breyt-
ingar og lélegt viðhald. Röðin er
óslitin frá Aðalstræti 7, sem þeir
systkinasynir Jón Vidalín og Páll
Eggerz, ungir og efnilegir kaup-
menn, munu hafa reist um 1880.
Þarna verzlaði síðar Brynjólfur
H. Bjarnason og var allt á einum
stað: íbúð, verzlun og pakkhús.
Við pakkhúsið gamla standa
Björnsbakarí og Hótel Vik. Hótel-
húsið er líklega að stofni frá 1884,
en hækkun var leyfð árið 1905 og
kom þá kvistur. Næst Vík við
Veltusund reisti Magnús Benja-
mínsson úrsmiður hús um
1887—1888, nú Austurstræti 4.
Arið 1898 reisti Jón Brynjólfsson
leðursali og skósmiður mikið
timburhús í Austurstræti 3. Allt
voru þetta valinkunnir borgarar,
Brynjólfur, Magnús og Jón. Þeir
fluttust ungir til Reykjavikur á
uppgangsárum og gerðust for-
ystumenn hver í sinni stétt.
Við Veltusund 1 reis timburhús
árið 1907, stórt og mikið (þar er
nú Verzlunin Eros), en næst því
við Hafnarstræti 4 (þar sem er
Bókaverzlun Snæbjarnar) er hús,
sem talið hefur verið elzta verzl-
unarhús í Reykjavík (reist
1796?).
1915 að nýju?
I dag, fimmtudag, mun borgar-
stjórn fjalla um tillögu þess efnis,
að öll þau hús, sem nú voru nefnd
og fleiri verði rifin, en í staðinn
reist ein stórbygging, fimm hæða,
á öllu svæðinu frá Miðbæjarmark-
aði um lóð Hótels Islands („Hall-
ærisplan“) og yfir á svæði Bif-
reiðastöðvar Steindórs. Nái tillag-
an fram að ganga mun verða um
að ræða mestu röskun í bygging-
arsögu miðbæjarins allt frá dög-
um brunans mikla árið 1915.
Helgi Þorláksson
Hér er um að ræða stórmál, sem
farið hefur framhjá mörgum.
E.t.v. hefur það ekki verið kynnt
öllum almenningi nógu rækilega
enda hafa baráttumenn fyrir
varðveizlu Bernhöftstorfu og
Grjótaþorps verið sem höggdofa í
vandlætingu og undrun, síðan til-
lagan varð fyrst kunn i grófum
dráttum fyrir rúmu ári.
Ný vidhorf
A sinum tíma tóku Þorsteinn
Gunnarsson og Hörður Agústsson
saman skýrslu um gömul hús, sem
hefðu varðveizlugildi. Síðan það
var hafa forsendur og viðhorf
gjörbreytzt í varðveizlumálum.
Menn skútualdar rifu gömul, lág-
reist hús og reistu ný á sama stað,
miklu stærri. 1 óðagoti tæknialdar
hafa menn viljað halda áfram á
sömu braut, smíða stærra, meira,
án þess að gefa nægan gaum að
nauðsyn og afleiðingum. Forsend-
ur hafa breytzt frá skútuöld, allri
viðhaldstækni hefur fleygt fram
og samgöngutækni gerir kleift að
færa til borgarkjarna, reisa þá á
nýjum stöðum í samræmi við út-
þenslu borga. Það sem meira er,
fólk velmegunartíma eftirstríðs-
ára hefur efni á því, frekar en
menn skútualdar að hyggja að
menningarsögulegum rökum.
Fyrir hvort skyldu íbúar Reykja-
vikur, sem uppi verða árið 2100
verða þakklátari borgarstjórn
þeirri, sem nú situr, að láta ofan-
greind hús standa eða reisa stein-
bákn í þeirra stað?
A allra seinustu árum hafa opn-
azt augu sumra þeirra sem fjárráð
hafa t.d. í Noregi og Danmörku
fyrir því að snjallt geti verið að
fjárfesta í gömlu húsi á góðum
stað, færa það í gamalt horf og
reka þar verzlun og önnur fyrir-
tæki. Viðskiptavinir laðast að hlý-
legum, snotrum timburhúsum.
Því miður er enn lítið um þetta í
Reykjavík, en þó má finna góð
Framhald á bls. 18