Morgunblaðið - 19.01.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978
23
Minning:
Sveinn Jónsson
frá Seglbúöum
Fæddur 5. september 1895.
Dáinn 24. nóvember 1977.
Sveinn Jónsson trésmiður var
fæddur í Seglbúðum i Landbroti
5. september 1895. Hann andaðist
á Landakotsspitala 24. nóvember
1977, eftir erfiða sjúkdómslegu,
82ja ára að aldri.
Sveinn var sonur hjónanna
Jóns Þorkelssonar og Ölafar Jóns-
döttur er bjuggu i Seglbúðum.
Jón faðir Sveins var af skaft-
fellskum ættum en í móðurætt
átti hann ætt að rekja til Jóns
Magnússonar á Bakka í öxnadal.
Um Jón Magnússon eru til ýmsar
sagnir. Hann flytur að norðan eft-
ir Skaftárelda, trúlega um 1790,
þá rúmlega þrítugur. Er talið að
hann hafi verið um stutt skeið
skrifari hjá Lýð Guðmundssyni
sýslumanni í Vík í Mýrdal. Arið
1792 kvæntist Jón Guðríði Odds-
dóttur frá Seglbúðum. Var hún
elst 13 barna Odds Bjarnasonar
og Guðlaugar Björnsdóttur. Þau
Jón og Guðríður bjuggu nokkur
ár í Seglbúðum en síðar i Hlíð í
Skaftártungu um 13 ára skeið.
Þau hefja búskap á Kirkjubæjar-
klaustri 1816 og þar verður Jón
stórbóndi og héraðshöfðingi.
Hann andaðist á Klaustri 1840
áttatiu og tveggja ára. Þeim Jóni
og Guðríði var 10 barna auðið og
frá þeim er mikill ættleggur kom-
inn. Sonurinn Magnús var afi
Jóns Þorkelssonar í Seglbúðum.
Að því er kunnugir telja var
Jón Þorkelsson vinsæll maður og
góðgjarn. Hann var atorkusamur
bóndi, smiður góður, duglegur
sjómaður, en útræði var stundað
um nokkurra ára skeið frá Skaft-
árósi við erfiðar aðstæður, beint
fyrir opnu Atlantshafi. Gísli,
bróðir Jóns, bóndi i Hrauni, var
formaður á báti, er þeir bræður
áttu. Eftir að Gísli flutti úr héraði
1899 tók Jón bróðir hans við for-
mennsku. Var talið, að honum
færi formennskan vel úr hendi.
Skömmu eftir aldamótin lögðust
róðrar niður frá Skaftárósi.
A búskaparárunum í Seglbúð-
um gerði Jón miklar ræktunar-
framkvæmdir með þvi að gera
áveitur á engjarnar, austan við
Seglbúðabæinn. Þá byggði Jón
upp og lagfærði bæjarhúsin af
myndarskap.
Ólöf Jónsdóttir, móðir Sveins,
hafði verið heimasæta í Seglbúð-
um, áður en hún giftist Jóni Þor-
kelssyni árið 1892. Hún var fædd
á Höfðabrekku í Mýrdal, en flutt-
ist með foreldrum sínum, Jóni
Jónssyni og Katrínu Pálsdóttur,
að Seglbúðum árið 1866, en þá var
Ólöf 6 ára. Hún var elst 7 syst-
kina, sem upp komust. Er hún af
skaftfellskum ættum, á m.a. ætt
að rekja til Salomons Þorsteins-
sonar í Arnardrangi en frá hon-
um eru fjölmargir niðjar komnir.
Börn Ólafar og Jóns Þorkels-
sonar i Seglbúðum sem upp kom-
ust voru sex talsins:
Helgi, bóndi í Seglbúðum, f.
1894, d. 1949, Sveinn trésmiður í
Reykjavík, sem hér er minnst f.
1896 d. 1977, Þóranna, húsfrú í
Reykjavik og Blönduholti f. 1898,
d. 1944, Jón, endurskoðandi í
Reykjavík, f. 1902, d. 1948, Guð-
ríður, fyrrv. yfirhjúkrunarkona á
Kleppsspítala, f. 1903 nú ein á lifi
þeirra Seglbúðasystkina og Jónný
Ólöf, húsfrú í Reykjavík og Vest-
mannaeyjum f. 1906, d. 1975.
Arið 1906 varð Ólöf í Seglbúð-
um fyrir þvi mikla áfalli að missa
mann sinn á besta aldri frá börn-
unum sex, það yngsta ófætt en
það elsta aðeins 12 ára. Það þurfti
áræði og viljastyrk til þess að láta
ekki hugfallast og bregða búi við
slíkar aðstæður. En slíkt var
fjarri í huga Ölafar í Seglbúðum.
Hún var ákveðin í því að halda
búskap áfram og ala sjálf upp
börnin sín. Með Guðs hjálp og
góðra manna tókst þetta farsæl-
lega. Með ráðdeild og fyrirhyggju
tókst Ólöfu að halda gangandi
traustum búskap. Ekki er að efa,
að þar munaði mestu um dugnað,'
atorku og vinnusemi elstu drengj-
anna, Helga og Sveins. Þótt ungir
að árum kom það fljótt í þeirra
hlut að standa fyrir störfum utan-
dyra, eftir fráfall föðurins. Það
bætti úr skák, að drengirnir voru
mjög atorkusamir og samhentir.
Þeir Helgi og Sveinn kunnu
margar sögur af veiðiferðum í
Grenlæk, er þeir innan fermingar
byrjuðu að fara einir með net í
ána. Það var þeirra hlutskipti að
afla matar fyrir heimilið og Gren-
lækur reyndist góð matarkista.
Sveinn Jónsson elst upp i systk-
inahópi hjá móður sinni i Segl-
búðum. Hann byrjaði ungur að
taka þátt í félagsmálum sveitar-
innar. Hann var einn af stofnend-
um ungmennafélagsins Armanns
í Landbroti árið 1909 og tók sæti i
fyrstu stjórn félagsins sem gjald-
keri. Því starfi gegndi hann óslit-
ið þar til hann flutti burt af
félagssvæðinu. Sveinn tók þátt í
iþróttum innan ungmennafélags-
ins; var hann talinn góður glímu-
maður enda hraustmenni. Hann
fékk orð fyrir dugnað við íþróttir
og störf. Sveinn var talinn góður
hestamaður, enda átti hann gæð-
inga, sem hann sjálfur hafði tam-
ið.
Sveinn átti heimili i Seglbúðum
til ársins 1924 hjá móður sinni og
síðar Helga bróður sínum, eftir að
hann tók við búsforráðum 1918,
þá nýkvæntur Gyðríði Pálsdóttur
frá Þykkvabæ. Þá dvaldi Sveinn
nokkurn tíma hjá Guðmundi
Einarssyni trésmið og rafstöðvar-
stjóra í Vík í Mýrdal, við tré-
smíðanám. Lauk hann þar tré-
smíðanámi og að því loknu vann
hann um skeið við smíðar með
Guðmundi m.a. við byggingu
sjúkraskýlis á Breiðabólstað á
Síðu.
Arið 1924 flytur Sveinn frá
Seglbúðum og á næstu árin heim-
ili í Hörgslandskoti á Síðu. Þar
kynnist hann ungri glæsilegri
stúlku, Lilju, dóttur bóndans þar,
Steingríms Steingrímssonar og
konu hans Margrétar Unadóttur.
Steingrimur i Hörgslandskoti átti
í móðurætt Svein Pálsson land-
lækni fyrir langafa. Sveinn land-
læknir bjó í Vík í Mýrdal á árun-
um 1809—1840. Var hann þar
læknir til ársins 1833. Frá Sveini
Pálssyni eru fjölmargir niðjar í
sveitum Vestur-Skaftafellssýslu.
Kynni þeirra Sveins og Lilju
urðu til þess, að þann 18. júlí
1925, gaf séra Magnús Bjarnarson
prófastur á Prestbakka þau sam-
an í hjónaband. Þar með var ten-
ingnum kastað, grundvöllur lagð-
ur að heimili og fjölskyldu. Arið
1927 fæddist þeim dóttir, er fékk
nafnið Jóhanna. Er hún einka-
barn þeirra Lilju og Sveins.
Haustið 1928 flytur Sveinn til
Reykjavíkur en hann hafði þá
ákveðið, að leita sér þar atvinnu
við smíðar. Lilja flytur með dótt-
urina i apríl 1929. Heimili er nú
sett á stofn í Reykjavík.
Fyrstu árin vinnur Sveinn við
byggingar með Einar Sveinssyni,
múrarameistara Einarssonar,
bónda á Heiði á Siðu. Sveinn gerð-
ist síðar starfsmaður Timbur-
verslunarinnar Völundar, þar
sem hann vann í mörg ár. Aftur
verða þáttaskil í starfssögu
Sveins, er hann, ásamt Gissuri
Sveinssyni trésmið, setur á stofn
trésmiðaverkstæði að Fjölnisvegi
6. Þar starfaði Sveinn við smíðar,
þar til hann vegna aldurs varð að
láta af fullum störfum. Eftir það
vann Sveinn nokkur sumur við
smíðar sæluhúsa Ferðafélags Is-
lands, m.a. i Landmannalaugum,
Þórsmörk og Nýjadal. Starfaði
Sveinn þarna hjá Páli Pálssyni
frá Söndum, sem hafði yfirum-
sjón með byggingarframkvæmd-
um Ferðafélagsins.
Jóhanna, einkadóttir Lilju og
Sveins, jók mjög á hamingju
þeirra hjóna. Var hún mikið
uppáhald föðurins, eins og gefur
að skilja. Jóhanna lauk námi úr
Verslunarskólanum. Síðar lagði
hún stund á hjúkrunarnám og er
nú starfandi sem sjúkraliði.
Jóhanna giftist árið 1948 Guð-
mundi Agústssyni glímukappa,
nú bifreiðasmiði. Guðmundur er
ættaður frá Hróarsholti í Arnes-
sýslu. Þau Jóhanna og Guðmund-
ur eiga þrjá syni:
Svein, f. 1948, vélstjóra að
mennt. Hann er kvæntur Málfríði
Ellertsdóttur. Eiga þau einn son,
Jóhannes Svein f. 1975. Kristinn
f. 1949, húsasmið og Guðmund f.
1957, við nám í Háskólanum.
Dóttursynirnir voru mikið
uppáhald afa síns. Þar á milli
skapaðist mikil og einlæg vinátta.
Var það mikil lífsfylling fyrir
Svein á efri árum, að eiga dreng-
ina að félögum og góðum vinum.
Eftir að Sveinn hætti störfum á
trésmíðaverkstæðinu fór hann
gjarnan með drengina i óbyggða-
ferðir, en Sveinn var mikill
náttúruunnandi. Hann naut dval-
ar i Ferðafélagshúsunum. Ahrifin
af því að dvelja i hinu sérstaka
umhverfi óbyggðanna voru heill-
andi og magnþrungin. Það glæddi
sálina sérstakri tilfinningu að
komast i svo náið samband við
hina stórfenglegu, óspilltu
náttúru. Öbyggðaunnendur
þekkja vel þessar sérstöku tilfinn-
ingar, þessa sönnu lífsfyllingu,
sem erfitt er að lýsa með orðum.
Það var gæfa Sveins að geta
haft dóttursynina fyrir samferða-
menn í sumarferðunum. Trúlega
verða þessar ferðir þeim bræðr-
um minnisstæðar, — ljúfar minn-
ingar, sem endast munu alla ævi.
Sveinn Jónsson hafði ætíð
Framhald á bls. 19
Sölumannadeild V.R.
Sölumenn
Árshátíð deildarinnar verður haldin föstudaginn
20. janúar 1978 í Kristalsal, Hótel Loftleiða.
Dagskrá verður mjög fjölbreytt að vanda. Húsið
verður opnað kl. 1 9 og borðhald hefst stundvís-
lega kl. 20. Dansað verðura.m.k. til kl. 2 e.m
Tilkynna þarf þátttöku til einhvers eftirtalinna
manna í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar
n.k.
Guðm. I. Gunnlaugsson S. 84111
Klemenz Hermannsson S. 16666
Árni Sophusson S. 241 20
Jóhann Guðmundsson S. 24333
Stjórnin.
968
1131
1361
1 x 2 — 1 x 2
20. leikvika — leikir 14. janúar 1978
Vinningsröð: 1x2 — 1x1 — 212 — 121
1. vinningur: 11 réttir — kr. 30.500. —
7834+ 30838(1/11.1/10) 41010(1/11,4/10) 40297(1/11.4/10)
30259 32008(1/11,1/10) 40118(1/11.4/10) 40431(1/11,4/10)
30720 33336(2/11) 40152(1/11,4/10) 40813(1/11,4/10)
7494 + 30837 34199 40167(2/11.6/10) 41187(1/11,4/10)
2. vinningur: 10 réttir — kr 1.600.U
227 5648 9212 31103 32596 34222 40347(2/10)
238 5703 9267 31157 32604 34227 40424
270 5733 9361 31158 32621 34232 40453(2/10)
354 6143 9491 31305 32663+34245 40492
506 6158 9504 + 31336 32698 34253+ 40532
510 6159 10141 31353 33002 34305 40575
554 6172 10310(2/10) 31429 33068 34306 40609(2/10)
1014 6203 10442 31588 33095 34398 40896 +
1973 6834 30023 31653+ 33137 34430 40937(2/10)
2063 6967 30191 31832(2/10) 33258 35090+ 40961
2401 7338 30283 31854 33383 40053 41105(2/10)
2672 7954 30347+ 31958 33675 40079(2/10)
3019 8060 30360 31965 33683 40096(2/10)
4661 8421 30388(2/10) 32005 33958 40139
4741+ 8431 30491 32042+ 33960 40140(2/10)
4931 8530 30683 32049 34008+ 40149(2/10)
5029 8564 30839 32123 34018 40155(2/10)
5114 9042 30864 32292+ 34141 40158
5123 9125 30981+ 32293 34207 40166 + nafnlaus
5229 9157 31043 32591 34212 40169
Kærufrestur er til 6 febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstof-
unni Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna
fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK
dilkakjöt
áhagstæóu.
verói
Nýtt verð Okkar verð
Heilskrokkar
I verðflokkur 842 /kg,
Heilskrokkar
II verðflokkur 779 /kg
Súpukjöt 875 /kg,
Læri 998 /kg
Hryggir 1.021 /kg
Lærisneiðar 1.238 /kg
Kótelettur 1.121 /kg
Saltkjöt lhsq, 1.022 /kg
Slög 600 /kg
Anmpr iD'PFvnmnA tvt
jHLL JnL. JljíTUQj X i. XjHULN
VERSLUNAKTÍMA:
QPID TTT, KT.S AMNAÐKVÖLD
LOKAÐ Á LAUGARDAG.
HAGKAUP