Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚ.AR J978
25
U lk f
fréttum
+ Arlega er úthlutað i Danmörku styrk til barnflestu fjölskyldunnar sem stundar
landbúnaðrstörf. Styrkurinn sem nemur 5 þús. kr. dönskum, er afhentur um
jólaléytið. Að þessu sinni voru það hjónin Jenny og Vang Andreasen sem styrkinn
hlutu en það er í sjötta skipti sem þau hljóta hann. Þau hjónin eiga 13 börn og af
þeim eru 10 á eða undir skólaaldri.
+ Kviktnvndaleikkonan Ann-
Margret sem er sænsk að uppruna
en búsett f Bandarfkjunum hefur
fengið langt þakkarbréf frá föður
Elvis Presleys. Ann-Margret
stjórnaði sjðnvarpsþætti sem
sýndur var til minningar um Elv-
is Presley. >að voru sýndar mynd-
ir og fluttar frásagnir um hinn
látna söngvara.
+ „Listin að kyssa“ heitir bók sem er mjög vinsæl í
Englandi. Bókin var auglýst á þann hátt að nú væri
hægt að læra þessa göfugu list fyrir 200 krónur. Og
við sem héldum að svona nokkuð þyrfti maður ekki
að læra.
Beth ásamt Leylu dóttur sinni.
Dóttir mín er ekkert leikfang
+ Elfsabet Taylor er vön að fá allt það sem hún viil og hægt er að
kaupa fyrir peninga. Það eru henni þvf mikil vonbrigði að
fyrrverandi tengdadóttir hennar vill ekki leyfa henni að umgang-
ast Leylu litlu sonardóttur sína. Astæðarn er sú að Elísabeth vill
ekki hitta Beth, tengdadótturina fyrrverandi. Beth og Michael
sonur Elísabetar og Michaels Wilding gengu f hjónaband árið
1970. Þau eiga éina dóttur, Leylu. Beth varð fljótt leið á því lífi
sem Miehael lifði og fyrir tvéimur árum skildu þau. „Michael
flæktist um, hann vann aldrei ærlegt handtak, heldur lifði á
peningum sem hann fckk hjá móður sinni, það var eins og hann
skildi ekki að hann átti konu og barn, hann hafði enga ábvrgðar-
tilfinningu. Eg þoldi ekki þetta innihaldslausa líksuslff," segir
Beth. Hún flutti heirn til fjölskyldu sinnar í Portland f Oregon.
+ Leikkonan Dyan Cannon.
fyrrverandi frú Gary Grant,
leikur eitt aðalhlutverkiS í
kvikmyndinni „Himnaríki
getur beðið" sem nú er verið
að kvikmynda að nýju. Aðrir
leikarar eru meSal annars
Julie Criste og James Mason.
Leikstjóri er Warren Baatty
og leikur hann einnig eitt
aSalhlutverkiS. Haft er eftir
þeim sem vinna við gerð
myndarinnar, aS Warren taki
nafn myndarinnar allt of
hátiðlega þvi vinnuaðstaðan
sé heilt helviti.
DALE CARNEGIE
mr
Námskeiðið mun hjálpa þér að:
★ Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust.
★ Tala af ÖRVGGI á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu
og viðurkenningu.
★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á
vinnustað.
★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr
kvíða.
KYNNINGARFUNDUR
verður haldinn i fundarsal Rauða krossins Nóa-
túni 21, fimmtudagskvöldið 1 9. jan. kl. 20.30.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
/M/ / < I /{%/ i,ll-
/v iu>Ki:mi.\
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
Verð kr
2000.